Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.09.1973, Blaðsíða 7
Þriöjudagiir 4. september 1973 ÞJÓÐVILJÍNN — SIDA 7 Á föstudaginn haföi komiö ótviræð yfirlýsing frá önundi Asgeirssyni forstjóra BP þess efnis, aö biiið væri að hreinsa fjörur af oliu. Þessi mynd er tekin á föstudaginn i fjörunni framan við Höfða, og ekki virðist hún þar hreinieg að sjá. Úr þvi að forstjóri BP talar svo kokhreystiiega uni að hann eigi að fá 50 krónur fyrir stvkkið af veiði- bjöllunni sem kvelst til dauða vegna oliumengunar, hver ætli að ætti þá að borga sektir fyrir dráp á æðarfugli sem friðaður er allt árið? IVIyndin er tekin 28. ágúst af oliudauðri æöarkollu úti I Akurey. Þann dag fundu Grétar Eiriksson, sem tók þessar myndir allar , og félagar hans, fi oliumengaðar æðar- kollur. Þjóðnýtum olíufélögin Ef glögglega eru skoðaðar sundfitjar þessa hvitmávs má sjá, að þær eru samanlimdar. Þetta gerist með þeim hætti aðeftirað fuglinn tekur sig til flugs af oliubrákuðum sjónum dregur hann sundfitjarnar saman, og olian límir þær þannig, að hann á i erfiðleikum með að ná þeim i sundur á nýjan leik. Þannig farinn á fuglinn mjög erfitt um gang. Ungmávurinn hefur farið verst út úr oliumenguninni, en hins vegar hefur veiðibjallan sioppið bezt frá oliumengun. Mávurinn á myndinni er silamávur, og má glöggt sjá mengunina á bringu hans og hálsi. I ............................. Formaður fuglaverndunar- félagsins, Grétar Eiriksson, tók þær myndir sem hér eru á siðunni. Sagði Grétar eftir lög- reglunni, sem fæst við að skjóta oliumengaðan fugl, að búið væri að skjóta 100 fugla, Ien það væri þó ekki nema 1/10 eða 1/15 hluti þess sem aflifa þyrfti nú þegar. Grétar sagði, að oliumeng- aðir fugiar væru nú farnir að leita meira upp á land en verið hefur til þessa, vegna þess að veður færi kólnandi, en þá forðast fuglinn að setjast á sjóinn. Á sunnudaginn aflifuðu Grétar og félagar hans 4 æðar- - kollur og fundu tvær dauðar i Akurey og Engey, en fjörur j þar eru mjög mengaðar. Grétar sagði að einsýnt væri, að þó svo oliulekinn hjá BP ætti stærstan hluta af oliu- mengun fjörunnar I borgar- landinu, þá mengaðist meira og minna af öðrum orsökum, meðal annars þeirri, að ekki er fylgzt nógu vel með þvi, þegar verið er að fylla oliu á báta og skip, og oft kæmi fyrir að olia rynni i sjóinn við þann verknað, en ekkert eftirlit er með sliku. Benti Grétar á, að allt starf til að koma i veg fyrir mengun hlyti að vera mjög mikilsvert, og i raun væri það stórkostlegt gáleysi af borgaryfirvalda hálfu, að ekki væri betur með slikum málum fylgzt. Einn þáttur i sliku starfi væri tvi- mælalaust, að iðnfyrirtæki og önnur þau fyrirtæki sem hætta er á að valdi mengun á um- hverfinu, yrðu skikkuð til þess að hafa náttúrufræðing i starfi. —0— t öllum þeim blaðaskrifum, sem orðið hafa um oliulekann á Klöpp hefur gleymzt eitt ágætt kver. Þar er átt við Ólafskver, málefnasamning rikisstjórnarinnar. Ekki kann ég neitt að muna, ef ekki er þar klásúla um, að stefnt skuli að hagræðingu oliudreifingar- kerfisins. Og nú er einmitt tækifæri til þess. Mestallt oliudreifingar- kerfi, tankar og leiðslur, er mjög komið til ára sinna og þarfnast skilyrðislausrar endurnýjunar við. Og ef ætl- unin er að hagræða oliu- dreifingunni i landinu þá verð- ur það ekki gert nema á þann veg, að rikið táki hana i sinar hendur, þvi varla er ætlunin sú að hagræða oliudreifingunni fyrir einkafyrirtæki i oliusölu. Nú er vitað, svo ekki sé nú litið til þeirrar þvermóðsku og þess hroka sem veiðibjöllu- forstjórinn hjá BP hefur sýnt af sér siðustu vikurnar, að ekki verður hlaupið að þvi að Framhald á bis. 15. Oliudauður stokkandarungi sem fannst i Akurey. Stokköndin er alfriöuö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.