Þjóðviljinn - 04.09.1973, Page 13

Þjóðviljinn - 04.09.1973, Page 13
JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN hverjum áhrifum og hló hátt þegar hann sá Odile. — Sjáum til, hrópaði hann. — Er ekki fjallið komið til Múhameðs. En komdu inn, litla tannlæknisfrú, þú verður að heilsa fjölskyldu minni. Eftir andartak var hann kominn út i portið, lagði arminn um mitti Odile og dró hana með sér inn i skuggalegan, þefillan ganginn og áfram innum dyr sem trúlega hafði einhvern tima verið máluð, þótt ekki væri nokkur leið að ráða i hver liturinn hafði verið. Inni var allt rytjulegt, slitið, subbulegt. Hrörnandi heimur, dauðvona, rotinn og fúll. Odile þrýsti sér að Lorentz. Lyktin vakti ógleði hennar, og sem snöggvast óttaðist hún að hún færi að kasta upp, en hún kyngdi og henni tókst að vinna bug á þvi. Brúðkaup Þann 16.6. voru geíin saman i hjónaband i Hallgrimskirkju, af séra Jakobi Jónssyni, ungfrú Jór- unn Andreadóttir og Steinar Viktorsson. Heimili þeirra verður að Blikahólum 10. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Þann 11.8. voru gefin saman i hjónaband f Neskirkju af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Nina Hildur Magnúsdóttir og Þórður Andrésson. Heimili þeirra er að Hjallavegi 5, Ytri-Njarðvik. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Þriðjudagur 4. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Fyrir innan eldhúsið var stórt herbergi, herbergi án húsgagna, þar sem aðeins voru slitnar dýnur og óhreinar mottur á gólfinu og stöku koddi eða leifar af koddum. 1 einu horni var fallegur, hvitur kolaofn, eins og lilja á sorphaug, framandlegur i fegurð sinni og minningum um hið liðna. t herberginu var margt fólk, það fannst Odile að minnsta kosti. Það var fólk á dýnunum, samtvinnað eða eitt saman, vak- andi eða sofandi eða kannski dautt. Sumir sýndust bókstaflega vera dauðir og Odile velti fyrir sér, hvort þessi ógeðslega, sæta lykt væri af þeim... Tveir hinna þykjast dauðu, hreyfðu sig og tautuðu eitthvað þegar Lorentz stiklaði yfir kroppa þeirra á gólfinu. A einni dýnunni sat svertingi með gitar og geysi- lega hárprakt sem var eins og kúluklipptur runni af ótrúlegri fyrirferð. Hann brosti vingjarn- lega til Odile og færði sig til, svo að hún kæmist framhjá. Hann var sá eini i herberginu sem horfði ekki á hana með kæruleysi eða fjandskap i svipnum. Odile brosti feimnislega á móti þegar hún gekk hjá. Hún sneri sér að Lorentz, tók i ermina hans. — Laurence, ég verð að tala við þig. Þaðhefur dálitið komið fyrir. — ...Nógu alvarlegt til þess að þú komir hingað i þessari módel- kápu og krókódilaveski. Þú hugsar ekki um, að þú getur eyði- lagt mannorð mitt. En hvað um mannorð mitt? hugsaði Odile og var nú i fyrsta sinn raunsæ og meðvitandi um eigingirni hans. — Þú getur liklega sagt vinum þinum að ég sé frá skattstofunni eða eitthvað i þá átt, svo að þú þurfir ekki að skammast þin, sagði hún óvenju hvassróma. — Mér stendur á sama hvað þú segir. — Allt i lagi, allt i lagi, taktu það með ró. Lorentz dró hana með sér að gluggakarmi ögn afsiðis. — Hvað er svona mikilvægt? Odile tók bréfið upp úr töskunni og braut það sundur. Hann las þaö tvisvar, fyrst með hrukkað enni. Svo fór hann að hlæja. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu. — Af hverju segirðu þaö, auð- vitað þarf ég að hafa áhyggjur af þvi. Hann sneri bréfinu við, bar það upp að birtunni, svo braut hann það saman og tróð þvi niður i litlu krókódilsskinntöskuna hennar. — Taktu það bara rólega, þetta er bara grin. Illkvittni sem skiptir ekki máli. — Hvað áttu við? — Illkvittni — eins konar leikur. Ekkert alvarlegt. Fólk sem kann ekki almennilega stafsetningu er sjaldan hættulegt. Indiánastelpurnar kölluðu inn um dyrnar að kominn væri matur, og þeir á dýnunum sem gátu risið á fætur, gerðu það og fóru fram i eldhúsið. Lorentz dró Odile þangað með sér. Á eldhús- bekknum stóðu skálar með ólýsanlegri kássu i. Hún var ókræsileg en þótt undarlegt megi virðast var lyktin góð, einkum karri og paprika. — Má bjóða þér matarbita? spurði Lorentz, en Odile hristi höfuðið. — Nei þakk, ég er búin að borða. — Ætlarðu ekki að kynna hana vinkonu þina, sagði önnur indi- ánastelpan og horföi haturs- fullum augum á Odile. — Siðan hvenær var farið að draga svona pakk hingað? spurði hin meðhægð og einblindi i augun á Odile. Odile hefði hlaupið leiðar sinnar, ef Lorentz hefði ekki haldið fast um handlegginn á henni. Hann brosti alúðlega til stúlkunnar. — Má ég kynna svilkonu systur minnar. — Svilkona, svei raskat, sagði fyrri indiánastúlkan. — Hún á ekkert erindi hingað til að fitja upp á nefið að okkur, höfum við kannski gert henni eitthvað, ha? Til að gefa orðum sinum aukna áherzlu, sló hún með skeið i eld- húsborðið, hún var eins og tigur að verja afkvæmi sin. Maður kom inn um dyrnar sem lágu að portinu, maður sem liktist hinum fræga manni frá Nasaret. Hann gekk beint til Odile og horföi á hana mildum, brúnum augum. — Velkomin til okkar, systir, sagði hann. — Sýndu lærisveinum minum umburðarlyndi, þeir vita ekki alltaf hvað þeir segja. Þú ert ein af oss, þótt þú sért undarlega til fara. f hjarta þinu ertu ein af oss, litla systir. Ég sé inn i sál þina, ég sé hjarta þitt og ég sé að þú ert óttaslegin og áhyggjufull. Og ég sk-al lækna þig af ottanum. ,,Walk across my swimming- pool, ha, sagði önnur indiána- stelpan fyrirlitlega og sneri i hann baki. Hún fór að ausa káss- unni úr annarri skálinni á óhrein- an, margnotaðan pappadisk. Siðan settist hún á gólfið, eins langt frá Odile og hægt var. Blámaðurinn með gitarinn og hárbrúskinn kom út i eldhúsið. Hann ljómaði þegar hann sá hinn nýkomna og gekk til hans, stóð við hlið hans og horfði á hann lýs- andi augum. — Er það ekki, Benjamin? sagði maðurinn með Krists - augun. — Jú, Michael. Hvað áttu annars við? — Að hún þarna sé ein af oss þótt hún sé undarlega klædd. — Svei skitalykt, sagði Indiána- stelpan á gólfinu. — Hvaða gálu sem Lorentz dregur hingað, þá heldurðu að hún sé Maria mey i dularklæðum. Michael gekk þvert yfir eld- húsið, laut niður og kyssti stúlkuna á munninn. — Það sem þið gerið minum minnstu... sagði hann út i bláinn. Stúlkan þurrkaði sér um minninn með handarbakinu. — Já, þú getur svo sem kjaftað, Súperstar, sagði hún án allrar sannfæringar. Hún sneri sér aftur að matnum og.virtist á þvi að láta málið niður falla. Og Odile, sem hafði staðið allan timann þétt við Lorentz, fannst allt I einu .sem hún hefði verið tekin i sátt, væri hagvön meðal þessa fólks sem hún hafði aldrei áður séð, hagvanari meðal þeirra hér I skitnum og ólyktinni og hrörnuninni en hún hafði nokkru sinni verið i fimmtán her- bergja húsinu hans Herberts. Maðurinn frá Nasaret, sem var einhverra hluta vegna kallaður Michael, settist á gólfið með krosslagða fætur og tók fram pipu. Hann kveikti i henni og reykti með löngum, rólegum togum og horfði rólegur á „læri- sveinana”. — Ætlar þú ekki að borða, Súperstar? sagði indiánastelpan á gólfinu. — Nei, þakk fyrir, ég er að reykja. Sjáðu um að þau hin fái mat. Hvernig er með þau þarna inni? — Eins og vanalega, svaraði Lorentz. — Sumir eru i himnariki, aðrir i helviti; það er fullkomlega eðlilegt og i lagi. Steve trylltist i morgun meðan þú varst úti og það varð að taka hann með valdi. Þrjár löggur urðu að draga, nei, bera hann I sjúkrabilinn. Hann verður áreiðanlega lagður inn um tima, og hann hefur gott af þvi. Honum leið ekki vel, honum Steve, honum hefur liðið bölvan- lega lengi. Nú tekur þjóðfélagið við honum og hann fær að lifa nokkrar vikur i viðbót. En hann á vist ekki langt eftir. Pabbi hans hengdi sig um daginn og hann tók það mjög nærri sér; honum þótti vist vænt um pabba sinn. — Guð veri sálu hans njjðugur, sagði Michael og saug pipu sina hugsi. — Hann hefur farið langa leið og nú er hann bráðum kominn á leiðarenda. Við verðum ein- hvern veginn að útvega blóm fyrir jarðarförina, mikið af blómum. Steve var góður náungi. Einn af þeim allra beztu. Hann liggur á Landspitalanum, ekki i kirkju- garðinum, sagði Lorentz raun- sær. — Þeir lappa upp á hann og senda hann hingað aftur. Hann verður kominn aftur eftir hálfan mánuð. Spitalarnir eru fullir af heiðarlegum borgurum, hvernig ættu þeir að geta hýst hálfdauðan dópista til lengdar? Þú getur beðið ögn með blómin. Maðurinn sem liktist Messiasi virtist ihuga þetta stundarkorn. Lærisveinarnir sátu eða stóðu kringum hann og biðu eftir vis- dómsorðum. Og þegar hann byrjaði loks að tala horfðu allir á hann, þögulir, hlustandi ög opnir. Hann hefði getað sagt hvað sem var, þau hefðu hlustað. Þvi að eins og hinn mikli forgöngumaður var hann slikur maður. Maður sem fær fólk til að hlusta. Odile hlustaði lika. Hún reyndi ÞRIÐJUDAGUR 4. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Kári litli i skólanum” eftir Stefán Júliusson (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson fæðir við Svein Ingólfsson framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Skag- strendinga. Morgunpopp kl. 10.40: Illjómsveitin Climax Chicago syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00. llljóni- pliiturabb, endurt. þáttur G.J.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Kftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Sumarfriið" eftir C*sar Mar. Valdimar Lárusson les(2). 15.00 Miðdegistónleikar: Norræn tónlist.Elisabeth Söderström og Erik Saedén syngja lög eftir Geijer, Almquist og Lindblad. Stig Westerberg leikur á pianó. Leo Berlin og Lars Séller- 20.00 Frcttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Kiddarinn ráðsnjalli. Franskur ævintýramynda- flokkur. 9. og 10. þáttur. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. Efni 7. og 8. þáttar: Iliddarinn kemst til hallar Sospelle greifa með um- ferðaleikflokki. Þar er Mir- eille, njósnari Richelieu kardinála. Hún segir ridd- aranum að sækja Force, hershöfðingja, til Var, en hann er fulltrúi Frakka á vopnahlésráðstefnu, sem halda á i höllinni, og Spán- verjar vilja vinna Casal, áð- ur en ráðstefnan er haldin. Iliddarinn kveður nú leikar- gren leika Sónötu nr. 2 i e- moll fyrir fiðlu og pianó op. 24 eftir Emil Sjögren. Konunglega hljómsveitin sænska leikur „Berg- búann”, balletttónlist eftir Huga Alfvén; höfundur stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. 19.50 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynn- ir. 20.50 íþróttir„Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Kvöldtónleikar. Kammersveitin i Prag leik- ur Sinfóniu fyrir kammer- sveit eftir Lubomir Zelezny. — Hljóðritun frá tónlistar- hátið i Prag I júni s.l. 21.30 Skúmaskot.Hrafn Gunn- laugsson stjórnar þættinum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Ilarmónikulög. Frankie Yankovic leikur valsa. 22.50 A hljóðhergi. Menasha Skulnik les á ensku „llamingjusama miljón- arann” og tvær aðrar smá- sögur eftir rússneska gyðingahöfundinn Sholem Aleichem. 23.45 F'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ana, en fsabella Sospelle, unnusta hans, kemur að, er leikkona kyssir hann kveðjukoss. Hún heldur þegar til fundar við loringja Spánverja og segir til ridd- arans. 21.20 Oliuslys. Þáttur um oliumengun og varnir gegn henni, og skaða þann, sem stal'að getur og stafað hei'ur af vanrækslu og sinnuleysi á þessu sviði. Magnús Bjarn- freðsson stýrir þættinum. 21.55 iþróttir. Meðal annars kvikmynd frá siðari degi Evrópumótsins i fjölþraut- um. Ilagskrárlok óákveðin. Auglýsingasíminn er 17500 mmnm SPRUNGUVIÐGERÐIR simi 10382 auglýsa: Framkvæmum sprunguviðgerðir i steyptum veggjum og þökum, með hinu þrautreynda ÞAN-kitti. Lcitið upplýsinga. SÍMI 10382 — KJARTAN IIALLDÓRSSON. íiícsmiw hL ^ \! VlCfUVIin lUM/in . . .. * NÝKOMIÐ MIKID ÚRVAI. AF . INDVKRSKUM RÓMULLARMUSSUM Kinnig reykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. Ilandunnir austurlcnzkir skrautmunir ‘ 111 jög fjiilhreyttu úrvali, hentugir lil tækifærisgjafa. Gjöfina sem ætið gleður fáið þér i JASMfN Laugavegi 133 (við Illemmtorg)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.