Þjóðviljinn - 09.09.1973, Side 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 9, september 1973
TRÚÐURINN FELLINI
Fellini teiknar gjarnan persónur
mynda sinna; þannig verða þær
fyrst til
metra löng hraðbraut sem Fellini
notaði til að sviðsetja umferðar-
brjálæðið eins og það er i dag á
vegunum til Rómar. Myndin heit-
irreyndar á itölsku Roma di Fell-
iniog hún hefst llkt og Trúðarnir”
á unglingsárum Fellinis. Hann
kynntist Róm i skólanum af lýs-
ingum kennara sins og i einu
besta atriði myndarinnar sést
þessi sami kennari vaðandi yfir á
með uppbrettar buxnaskálmarn-
ar. Hann er með strákana á
ferðalagi og sem hann stendur út i
miðri á fer hann hástemmdur
með hin fleygu orð Júliusar Cæs-
ars: Alea est jacta (teningunum
er kastað), og svo til Rómar. Og
Fellini klippir til Rómar 1938,
þegar hann kom þangað fyrst 18
ára gamall að leita sér frægðar og
frama. Hann fær herbergi á afar
lélegu gistihúsi, en þar úir og grú-
ir af hinu furðulegasta fólki. Og
Fellini endurskapar andrúmsloft
striösáranna á snilldarlegan hátt,
kaffihúsin, leikhúsin, mannlifið
allt.Hann bætir við og dregur frá,
þó aðallega bætir hann við. Og
svo skyndilega er áhorfandinn
staddur i þvi mesta umferðarhel-
viti sem hægt er að hugsa sér.
Aftur bregður Fellini sér á kaba-
retta strfðsáranna og enn á ný
sveiflarhann sér til nútiðar: Stór-
virkar vinnuvélar eru að grafa
göng fyrir nýjar leiðir neöanjarð-
arlestanna. Skyndilega koma þær
að grfðarstórri, fagurri vegg-
mynd frá fornrómverskum tima
og ómetanleg menningarverð-
mæti eyðileggjast, verða að engu
fyrir augum áhorfandans.
Enn er ógetið einnar myndar
Fellinis frá siðustu árum, en það
er þáttur hans i myndinni
„Histoires Extraodinaires”, þar
sem 3 leikstjórar kvikmynduðu
hver um sig eina sögu eftir Edgar
Alan Poe. Kafli Fellinis er mun
lengstur og nefnist Toby Dammit.
Fellini snýr sögu Poes upp á nú-
timann. Terence Stamp kemur til
Rómarsem frægur leikari til þess
aö leika i italskri kúrekamynd.
Hann hittir þar fyrir djöfulinn i
liki yndislegrar stúlku og tortim-
ist. Myndin Toby pammit er hin
magnaðasta og gefur á engan
hátt eftir þvi bezta sem Fellini
hefur gert um dagana.
Þ.S. tók saman.
Kvik-
myndir
Flestar kvikmyndir ttalans
Federico Fellinis hafa verið
sýndar hérlendis. Það mætti
nefna La Strada, Hið ljúfa líf, 8
1/2, Júliettu og andana og sfðast I
fyrra var Satyricon sýnd. Hér
verður stuttlega sagt frá nýjustu
myndum meistarans.
„Minnisbók leikstjóra” er sjón-
varpskvikmynd sem Fellini gerði
um sjálfan sig við undirbúninginn
aö Satyricon. íslenska sjónvarpið
slysaðist reyndar til að sýna
þessa mynd mjög nýja, og mun
hún seint gleymast þeim er voru
svo heppnir að ná henni. Þar gaf
m.a. að ifta endalausar raöir af
alls konar fólki er sýndi Fellini
kúnstir sinar eða bara andlit i von
um að komast með I Satyricon.
„Það er kannski ljótt aö segja
það, en mér þykir vænt um allt
þetta fólk sem eltir mig frá einni
mynd til annarrar. Það er allt
saman dálitið skrýtið, það veit ég.
Þau segjast þurfa á mér að halda,
en sannleikurinn er sá að ég
þarfnast þeirra miklu fremur.
Þetta er litrikur hópur, fullur
gamansemi I öliu basiinu og oft
beinlfnis hrifandi.” Þetta segir
Fellini i myndinni, sem fylgir
honum einnig á leið hans um und-
irheima Rómaborgar, jafnvel I
sláturhús f leit að réttum andlit-
um I Satyricon. Ég vil eindregið
skora á sjónvarpið aö fá myndina
hingað á nýjan leik til endursýn-
ingar.
„Trúðarnir” (1970) er einnig
gerð fyrir sjónvarp, en hefur nú
verið sýndi kvikmyndahúsum um
allan heim. Fellini skiptir mynd-
inni i þrjá höfuðkafla. 1 hinum
fyrsta skýrir hann frá þvi hvers
vegna trúðar og hringleikahús
eiga hug hans allan. Þetta er
bernskuminning Fellinis sjálfs.
Sem litill drengur vaknar hann
einn morguninn við að sirkus-
tjöldum hefur verið slegið upp
rétt fyrir utan gluggann. Hann
hittir trúða I fyrsta skipti, þeir
eru skemmtilegir en um leið ótta-
legir. Og siðan fær áhorfandinn
að kynnast trúðum daglega lifsins
i hinu litla sveitaþorpi drengsins,
hlægilega hátiðlegum stöðvar-
stjóra, þorpsfávitanum, yfirvald-
inu og fleirum sem ganga um
vitnandi I Mussolini sýknt og
heilagt. Fellini dregur enga
skarpa lfnu milli þessara tveggja
hópa. Hann hefur alltaf hrifist af
hinu litrlka, ýkta, smekkiausa og
ljóta, sem hann álitur aö skýri
mannsálina mun betur en hið fág-
aöa. Trúðarnir eru alls staöar.
„Rómverksa ríkið — stærst og
glæstast allra hringleikasviða
heimsins”.
1 öðrum kafla myndarinnar
leikur Fellini sjálfur spaugilegan
kvikmyndastjóra sem vinnur að
gerð heimildarmyndar um
nokkra fræga trúða sem nú eru
aldraðir menn. Hann fer m.a. til
Parisar og á þar viðtöl við gömlu
mennina sem einu sinni voru
frægir og dáöir. Hann klippir inn I
myndina gamlar kvikmyndir af
afrekum þeirra og setur einnig á
svið nokkur giansnúmer meistar-
anna. Það er eins og þessir karlar
hafi lifað af vegna einhverra mis-
taka, en list þeirra heyrir fortið-
inni til. Sú list, sem hefur reynst
Fellini svo dýrmæt og lfkist hans
eigin. „Trúðarnir” áttu I fyrstu
aö veröa heimildarmynd. Og
Fellini las einhver ósköp, skoðaði
Ijósmyndir, talaði við trúöa og
sirkusstjóra og fleira fólk, og hon-
um var farið að liða illa. „Ég hef
enga trú á viðtölum. Mér geöjast
ekki aö hinu svokallaða „raun-
sæi” sem sjónvarpið þykist sýna.
Ég þótti mjög lélegur blaðamað-
ur hér áður fyrr, var rekinn frá II
Ipiccolo eftir aðeins tveggja mán-
aöa vinnu. Og þetta var alveg rétt
hjá þeim. Mér likar ekki að yfir-
heyra. Ef ég get loksins fengið
mig til að spyrja spurningar, þá
kemst ég að því að mig langar
ekki að heyra svarið. Mér var
skyndilega ljóst þegar ég var
hálfnaður með „Trúðana” að
þetta var engin heimildarmynd,
FELLINI ROMj
Kvikmyndafélagiö United Artists hefur breytt auglýsingaspjaldinu
fyrir mynd Fellinis, Roma, „að kröfu almennings”. Upphaflcga aug-
lýsingin sýndi nakta konu á fjórum fótum með 3 brjóst I lfkingu við hina
frægu mynd af rómversku úlfynjunni I Cannes I fyrra klifu rauðsokkar
stiga til þess að ata myndina rauðri málningu og i London voru sýn-
ingargluggar þar sem myndinni hafði verið komið fyrir möibrotinni I
mótmælaskyni. Þá var skipt um mynd og úifynjan sett f stað konunnar.
ég var að skapa minn eigin hug-
arheim.”
I siöasta kaflanum fer Fellini á
kostum. Trúðurinn deyr og skal
grafinn. Og hvilík likfylgd. Grfð-
arlegur flokkur trúða sleppir
Stöðvarstjórinn
Teikning Fellini.
i „Trúðunum”.
fram af sér beislinu, imyndunar-
aflið tekur á rás og athöfnin leys-
ist upp i trylltan trúðdansi (sbr.
lokin á 18 1/2). Enn einu sinni hef-
ur Fellini skapað óumdeilanlegt
listaverk og framúrskarandi
skemmtilegt. Myndin er greini-
lega gerð af rikri þörf til að fjalla
um þetta efni. En snilld Fellinis
hefur alltaf falist I einstökum
hæfileikum til að láta aðra njóta
hinna mjög svo persónulegu
verka, sem öll eru gerð af sterkri
nauðsyn listamannsins.
Roma (1972) er gjörð i hinum
sanna lifsanda Fellinis. Hann
mótar þar enn frekar stilinn og
myndbyggingu er hann notaði I
„Trúöunum” og bætir lika ýmsu
algjörlega nýju við. Myndin er
ekki heimildarmynd um Róm
fremur en Trúðarnir voru heim-
ildarmynd um trúða. Þegar
gagnrýnendur áfelldust Feilini
hér um árið vegna þess að hann
hafði látið byggja leiktjöld af Via
Veneto i kvikmyndaveri og tekið
La Dolce Vita þar, i stað þess að
filma á staðnum sjálfum, sagði
hann eitthvað á þá leið, að mynd-
in gerðist i leikhúsi Imyndunar
hans, og væri staðsett á einhverj-
um stað sem hann til hagræðis
kallaði Róm. Það væri reyndar
algjörlega imynduð borg og svo
hefði viljað til að hún hefði fengið
aö láni ýmsa drætti þeirrar borg-
ar sem hann þekkti best. — Hann
gæti sagt það sama um nýju
myndina Romá, sem var nær öll
filmuð i kvikmyndaveri, m.a. var
lögð sérstaklega nokkurra kíló-