Þjóðviljinn - 09.09.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 09.09.1973, Page 3
Sunnudagur !». septcmber 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Uppruni - land A Islandi skiptast á skin og skúrir. Fyrir nokkrum minútum blikuöu sólstafir milli skýja en nú dynur á hvöss og hryssingsleg skúr. Ég er að hugsa um þetta land sem hefur fóstrað mig og forfeður mina i meira en þúsund ár og þá þjóð er i mér býr. A sið- astliðnum vetri gerðust atburðir er komu mér til að ihuga þau bönd er tengja mig við þá er lifað hafa, hugsað og starfað i þessu landi á undan mér og þá stöðugu baráttu er þeir hafa orðið að heyja við náttúru landsins. Hugur minn reikaði til Vestmannaeyja þar sem ég sá dagsins ljós og ólst upp fyrstu æviárin og hef nokkr- um sinnum sótt heim eftir að ég fluttist þaðan til að láta sögu kyn- slóðanna seytla inn i sál mina eins og tæra lind undan hörðum kletti og hlusta á raddir bergbúa og vætta er lifa i hólum og grjótum, skerjum og klettum. En nú er mannlif i Vestmannaeyjum ekki hið sama og áður. Kraftar undir- djúpanna hafa losnað úr læðingi og hrakið ibúana á flótta út i óvissuna á einni nóttu og lagt talsverðan hluta byggðarinnr i auðn. Og þar eru nú grettin fjall- bákn og ófrýnilegir drangar, kyn- legar ófreskjur og skuggalegar skripimyndir þar sem áður voru beinar og steyptar götur, snyrti- legir garðar og falleg hús. Það er ótrúlegt að Vestmannaeyjar sem verið hafa friðsælt draumaland á spegilsky ggðu Atlant.shafi með sitt formfagra Helga- fell og sérstæða Heimaklett og merkilega sögu skulu að nokkru leyti hafa grafist i ösku og tor- týmst i eldi og brennisteini. Er þetta hin fordæmda Gomorra? Er þetta hin syndumspillta Sodoma? Hverju hafa goðin reiðst? Það hefur alltaf gripið mig undarleg hamingjukennd þegar ég hef stig- iö á land á Heimaey. Andrúms- loftið er svo hreint og tært, salt og freskt, landslagið svo einkenni- iega sérstætt og ævintýralegt, eiginlega ójarðneskt eins og á bláu eyjunni sem sagt er frá I bókum og yfirbragð kaupstaðar- ins er svo hlýlegt og vingjarnlegt. En nú hafa orðið mikil náttúru- spjöll er hafa afskræmt klassiska fegurð þessa staðar og húsin hafa horfið hvert af öðru eins og liðnar endurminningar, hús sem verið hafa snar þáttur i lifi margra manna frá fæðingu, hús þar sem fólk fæddist og dó, hús þar sem hver kvistur átti sér sögu, hver sperra átti sér lif, hver fjölátti sér stemmning. Nokkrum metrum frá hraunjaðrinum þar sem hann hefur stöðvazt i vestur er Landakot. I þessu gamla húsi má lesa merkileg örlög og þar má heyra skóhljóð dáinna daga. Þar fæddist amma min fyrir 99 árum og þar gaf hún upp andann eftir 86 ára dvöl i þessu litla húsi. Þar fæddist lika móðir min fyrir mörgum árum. Og þar drakk langafi minn landabrugg úr stór- um kút og skar sér neftóbak. Hann hafði mikið og úfið skegg eins og landnámsmaður og varð svo gamall að nafn hans fannst ekki i kirkjubókum. A tröðunum fyrir framan þetta hús kvaddi afi minn ömmu mina áður en hann hélt i sina hinztu för út á hafið: Hann var skáld en kveðskapur hans fór með honum i bylgjurnar eins og svo margra annarra al- þýöuskálda á tslandi. Kirkju- garðurinn fyrir ofan Landakirkju er hvilubeð þriggja systkina minna. Ég hef aldrei séð þau en þekki þau betur en nokkrar aðrar manneskjur. Það eru tveir dreng- ir og ein telpa. Systir min hefur vitjað min um nætur og kennt mér að skilja fegurð allifsins. Hún hefur kveðið við mig stöku og sungiö við mig lag. Hún opnaöi augu min fyrir ljómanum á ásýnd hlutanna og kenndi mér að heyra söng heimsins. Það færði hún mér f vöggugjöf. Annar bróðir minn hefur komiö til min i myrkum stundum ævi minnar og hvatt mig til dáða, skerpt afl sálar minnar og þrótt hugans. Hann hefur leitt mig við hönd sér upp grýttar urð- ir og úfnar skriður og bent mér á tindinn háa sem glóir eins og sól á guðastóli og maðurinn stendur að lokum á sem sigrihrósandi Prometheus, skapari sinna eigin örlaga og meistari gjörða sinna. Það gaf hann mér i veganesti. Hinn bróðir minn hefur miskunn- að sig yfir mig þegar forherðing hjarta mins var að skýja sál min ógnþrungnum haturséljum. Hann leiddi mig i stórt musteri þar sem loguðu kerti i gullnum stjökum i endalausri þyrpingu. Það voru sálir mannanna. Hann sýndi mér Eftir Sigurð Guðjónsson inn i logana. Þar sá ég hverja sorg og hverja gleði, hvert tár og hvert bros allra minna bræðra og systra. Og íshöll hjarta mins bráðnaði eins og héla á vor- morgni. Það voru hans gjafir. Nú eru legsteinar þessara systkinna minna orpnir svörtum sandi og þykkum vikri. Og svo er um hvilurúm allra þeirra er lagðir voru til svefnsins lengsta á þess- um stað. Þegar nú björg klofna og fjöll hrynja og eldi og brennisteini rignir af himni hvi risa þá eigi dauðir úr gröfum sinum? Heyr lúðursins hljóm, heyr básúnu- þrym, lit hið logandi kerúbans- sverð! Sjá! Stjörnur sortna og sól slokknar, dagur dökkvast og jörð sekkur i svartan mar! Dagur dómsins er yfir yður! Þú aumi maður, reiði guðs hvilir á yður! En hamfarir sem þessar hafa áð- ur gerst og þær munu eiga eftir að dynja yfir. Borgir hafa hrunið, lönd sokkið i sæ og heimsveldi brostið. En mannlifið er óbug- andi. Þaö er I eðli sinu eilíft og ó- drepandi. A rústum borga byggja menn nýja borg, enn fegurri en þá gömlu, og upp risa ný heimsveldi enn glæstari og voldugri en þau er áður hrundu. Þó spjöll hafi orðið mikil i Vestmíannaeyjum er ég sannfærður um að þar mun aftur risa upp græn og falleg byggð, ef til vill i vetur, kannski eftir nokk- ur ár, hundrað ár, þúsund ár. En hvað eru þúsund ár á mæli- stiku eilifðarinnar? Það er talið að mannkynið geti orðið 50 miljón ára gamalt. Ég dáist að kjarki og æðruleysi Eyjabúa, en það gleður mig enn þá meira, að ég er sann- færður um að hvar sem þessir at- burðir hefðu átt sér stað hefðu Ibúarnir tekið þeim með svipuðu jafnaðargeði. Þessar náttúru- skelfingar hafa endurvakið trú mina á þjóðinni sem óneitanlega var farin að dofna vegna þeirrar siðferðilegu og menningarlegu rotnunar sem hvarvetna gefur að lit i þjóðlifinu. Það er dálitið und- arlegt að vera grein af meiði þessarar fámennu þjóðar. Engin önnur þjóð þekkir nær alla sina sögu. Og fáar þjóðir búa við furðulegri og hrikalegri náttúru er býr yfir svo mörgum æpandi andstæðum. Hún getur verið hortug og hörð eins og grimm norn en einnig mild og þið eins og björt álfamær. Þegar eldgos geisa, hafis liggur við land vik- umsaman eins og vorið 1968, stormur ýlir i stráum, fannbyljir hvina i fjöllum og héla hylur kalda glugga, hata ég stundum f ,þetta land og dreymir um suðræn sólarlönd þar sem ég dvaldi eitt sinn sumarlangt og sól skin alla daga og golan er hlý jafnt nótt sem dag. En þetta gleymist allt eins og vond samvizka þegar sól vermir moldina allan sólarhring blómabreiður glitra i lautum og i hvömmum, spói vellur i móa, endur kvaka á tjörnum, svanir syngja á heiðum, klettar og sker speglast I lygnum sundum og elskendur leiðast inn i bjarta sumarnóttina, inn i sjálft ævin- týrið, þá elska ég þetta land og vil hvergi annars staðar eiga heima. Ég stóð eitt sinn uppi á Botnsúl- um og horfði yfir sjötta part ts- lands i titrandi tibrá og heitu sól- skini og logni. Langt fyrir neðan mig voru Þingvellir, svo ein- kennilega skyggðir og gagnsæir i tæru og björtu andrúmsloftinu. Þá leiftraði saga þjóðarinnar i gegnum sá'l mina eins og inn- blástur fra æðri heimum, bæði gullöld hennar i fornöld og niður- læging hennar og örbirgð á siðari timum og ekki sizt þjóðernislegt skipbrot hennar á okkar dögum. Ég leit yfir Borgarfjarðarhérað þar sem Snorri bjó og suðurlands- undirlendið breiddi úr sér fyrir fótum mér endalaust og marflatt eins og bókfell aldanna. Ég sá til tinnusvartra, nakinna fjalla og bláhvitra ljómandi jökla sem voru eins ósnortnir og þegar menn fyrst stigu hér á land. Og úti við sjóndeildarhringinn i suðri steig gosmökkur úr Surtsey til himins. A þessari stundu, þann 1. ág. 1966, skynjaði ég allt tslands og allt sem gerst hefur á lslandi i þúsund ár. Þessi tilfinning hefur aldrei vikið úr huga mér siðan. tslenzkar þjóðsögur voru fyrstu bókmenntirnar sem ég las i æsku minni. Enginn sem les þær og skilur getur annað en fundið til sterkra tengsla við náttúru lands- ins og sögu hennar, þar sem hver bær á sér örlög, hvert örnefni ævintýr, þar sem fjöll og dalir, ár og gil, hólar og lautir eru þrugnar niöi aldanna. 1 Eiriksdal undir Eiriksjökli háðu útilegu menn harða baráttu við grimm forlög. A Tindastóli er litil og fögur tjörn og þar fljóta upp óskasteinar á nýjársnótt. 1 Drangey hafðist við bergrisi er mælti hin ódauðlegu orð: einhvers staðar verða vondir að vera. t dimmum og djúpum Myrkárdal skapaði forneskjan einhverja óhugnaniegustu og dul- úðgustu harmsögu þjóðtrúarinn- ar. 1 Grimsey sitja tveir haugbú- ar að tafli þegar sól skin og logn er á sundum, annar á grænum kjól, hinn á rauöum kjól. Hjá þeim situr litill hundur með ljós i stýrinu og geltir stundum að smalamönnum. t Njarðvikur- skriðum eystra bjó óvætturinn Naddi ferðamönnum grand i hriö- um og náttmyrkri. A Kirkjubæj- arklaustri er leiði sem alltaf er grænt árið um kring af þvi þar hvilir stúlka sem saklaus var tek- in af lifi. Og undir Eyjafjölium spann Gilitrutt ull sina og söng sinn ramma seið. Þannig væri hægt að halda áfram endalaust. Þjóðsögurnar eru ekki aðeins skuggsjá þar sem við getum lesiö drauma, sorgir, vonir og kviða þjóöarinnar i gegnum aldirnar, heldur einnig tengiliður við nátt- úruna og gæða hana ólgandi lifi. Það getur engin afneitað upp- runa sinum og ættjörð fremur en móður sinni. Landið sem örlögin gáfu okkur mun fylgja okkur á heimsenda og hugsun og menning forfeðra okkar og formæðra mun móta hverja hugsun okkar og hvert starf handarinnar. Ef viö ekki elskum og virðum það land og það fólk sem hefur gefið okkur lif mun okkur aldrei auðnast að bera vinarþel til framandi þjóða og kynþátta. Elska til lands sins og þjóðar er hverjum heilbrigð- um einstaklingi jafn sjálfsögð og elska til ástvina sinna. Sá sem elskar af hug og hjarta mun ekki hata. Þess vegna er eðlileg ást og virðing á sinni eigin þjóð og sögu hennar tryggasta vörnin gegn þjóðernisrembing og hatri á óþekktum þjóðum. Sigurður Guðjónsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.