Þjóðviljinn - 09.09.1973, Side 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 9. september 1973
berjast gegn kjarbótum yfirleitt,
var endanlega hruniö, án þess aö
nokkur virtist syrgja það.
Allir vildu nefnilega byggja
framtiöina á þessum grundvelli
og þá greindi i rauninni aðeins á
um lokatakmarkið. Sumir höföu
t.d. mjög næman skilning á sam-
hengi verklýösbaráttunnar sem
markvissri baráttu milli stétta
um völd, og töldu þeir aö henni
væri ekki lokiö fyrr en alþýðan
heföi náö öllu efnahagslegu og
pólitisku valdi i sinar hendur.
Aörir vildu hins vegar leiða þenn-
an þátt baráttunnar hjá sér en
lögðu þá þvi meiri áherslu á
kjarabæturnar sjálfar. Þeir töldu
mikilvægast aö þessum árangri
hefði verið náö innan kapitalisks
efnahagskerfis og sýndi þaö i
augum þeirra, að slikt kerfi
tryggði áframhaldandi kjarabæt-
ur best.
Um það veröur nú varla deilt að
árum saman hafa hinir siðari haft
byrinn i seglin i rökræöum
manna. Eftir aö sovéska mýtan
hrundi fengu hugmyndir hinna
fyrri nánast á sig sviö hreinna
hugarfóstra, þær virtust vera
um verkalýösins, þótt þeir viöur-
kenndu þær siöan þegar þær náöu
fram að ganga.
Menn heföu þess vegna getaö
ætlast til þess af forsvarsmönn-
um þessa nýkapitaliska þjóöfé-
lags aö þeir drægju nokkrar
ályktanir af þessari staðreynd, ef
þeir viidu vera einlægir viö sjálfa
sig og aöra, og viöurkenndu aö
þjóöfélagiö heföi breytt um stefnu
og nýtt þjóöfélagskerfi i rauninni
myndaö. En það gerðist ekki.
Þeir sem lofsyngja ágæti þessa
þjóöfélags viðurkenna þó ekki (aö
undanskildum jafnaöarmanna-
leiötogum, sem hafa snúist á sveif
með þvi) aö þeim, sem böröust
gegn kröfum verklýðsbaráttunn-
ar, hafi skjátlast, heldur reyna
þeir i staðinn að eigna þeim,
sjálfum sér — og þjóðfélagskerf-
inu — árangurinn, þótt þeir séu i
rauninni með þvi að eigna þjóöfé-
lagskerfinu árangurinn af ósigr-
um þess sjálfs.
Þessi mótsögn er þeim mun
augljósari sem nýkapitaliskt
þjóöfélag, mótað af árangri verk-
lýðsbaráttunnar, nær aðeins yfir
heldur litiö svæði. t sumum rikj-
skyldu bara velta þvi fyrir sér
hvort nokkrum heföi dottiö i hug
að gera sams konar bandalag við
Júgóslaviu eöa Pólland t.d.
Verkalýösforingjar
fengu
ekki landvist
An þessarar bjartsýni er erfitt
aö skilja viðbrögö Englendinga
viö atviki, sem gerðist i Calais
voriö 1972. Þetta var skömmu
fyrir þjóöaratkvæöagreiösluna i
Frakklandi um aöild Breta að
EBE. Þá voru öll mál sem snertu
Efnahagsbandalagiö vitanlega
mjög á dagskrá og stærsta verk-
lýösfélag Frakklands C.G.T. bauð
nokkrum leiötogum breskra
verklýðsfélaga til viöræöna um á-
hrif þess á verklýðsbaráttu i
aðildarrikjunum. Þaö þarf vist
ekki aö taka þaö fram aö slik boö
heyra til hversdagslegustu og
sjálfsögðustu hluta i öllum lönd-
um Noröur-Evrópu: þaö jafngild-
ir þvi t.d. aö Alþýöusamband
Velferðarþjóðfélag og
nýkapítalismi
Hver kannast ekki við þann áróður að öll frekari
verklýðsbarátta sé i raun og veru óþörf, þvi að öll
baráttumál hennar séu komin i framkvæmd og
kjarabætur ekki lengur deilumál heldur tækni-
atriði? Þeim sem halda þessu fram láist þó að taka
með i reikninginn þær skipulagsbreytingar, sem nú
eru smám saman að verða á kapitalisku þjóðfélagi.
Þegar maður horfir yfir stjórn-
máladeilur siöustu ára, fer varla
hjá þvi aö maður veröi stundum
undrandi yfir þvi, hve menn voru
þá i rauninni sammála um mörg
atriöi, hvar i flokki sem þeir
stóðu.
Þrátt fyrir illvigar deilur um
kommúnisma og kapitalisma
trúöu allirþvi að þeir liföu i heimi
stööugra framfara. Verklýðsbar-
átta 19. og 20. aldar hefði borið
mikinn og varanlegan árangur,
og meiri árangurs væri að vænta i
framtlöinni.
Venjulega var þetta bjartsýnis-
viðhorf ekki sett fram á skipuleg-
an hátt, heldur bentu menn á ein-
stök — og óvefengjanleg — rök
þvi til sönnunar. Við getum þó
skilgreint meginárangur þessar-
ar verklýðsbaráttu sem þátttöku
almennings i efnahagslegu og
pólitisku valdi og svo almenna
velmegun og félagslegt öryggi,
sem af henni leiddi. önnur atriði
eins og verkfallsréttur, félaga-
frelsi, kosningaréttur o.þ.h. voru
fyrst og fremst tæki til þessarar
þátttöku.
Þótt menn væru ósammála um
mörg atriði, snerist ágreiningur-
inn mest um viðhorí og fram-
kvæmdaatriði að þvi er virtist.
Hins vegar var augljóst orðið að
um atriöi eins og t.d. sjúkrasam-
lag, tryggingar, ellilifeyri og rétt-
indi verklýösfélaga, var ekki
lengur unnt að deila, svo að ekki
sé nú talaö um kosningarétt og
málfrelsi. öll þessi gömlu bar-
áttumál voru ekki aðeins ó-
vefengjanlegar staðreyndir,
heldur grundvallaratriöi þjóðfé-
lagsbyggingarinnar. Þannig var
greinilegt um alla Norður-
Evrópu, að hiö gamla kapitaliska
kerfi, þar sem yfirstéttin reyndi
enn að hindra stofnun verklýðsfé-
laga, fangelsa leiötoga þeirra og
skrifboröskenningar, sem væru
úr öllum tengslum viö raunveru-
leikann. Bjartsýni á þróunar-
möguleika hins nýkapitaliska
þjóðfélags virtist hins vegar hvila
á óvefengjanlegum staöreyndum.
Þvældir í
mótsögnum
Það er naumast nein þörf á þvi
aö rifja upp áróður forsprakka
nýkapitalismans, þvi aö menn
hafa fengið allgóöan skammt af
honum, t.d. i umræöum um EBE
og vestræna samvinnu. En þaö er
þó óvist að menn hafi yfirleitt
gert sér grein fyrir þvúaö i honum
felst nokkuð illvig mótsetning.
Við megum nefnilega ekki
gleyma þeirra óvefengjanlegu
staðreynd, aö þessari árangurs-
riku verklýösbaráttu var i raun
og veru stefnt gegn kapitalisku
þjóöfélagi, og ýmis atriði sem nú
eru talin „sigur alþýöunnar” eða
jafnvel „réttindi sem ekki er hægt
að njóta nema innan kapitalisks
þjóðfélags” voru talin svivirði-
legur og ábyrgðarlaus
bolsévismi, þegar þau komu fyrst
fram. Meðal forsprakka
nýkapitalismans hafa jafnvel
verið menn, sem áður höfðu bar-
izt með kjafti og klóm gegn kröf-
um Suöur-Evrópu t.d., er hins
vegar enn viö lýði þjóöfélags-
kerfi, sem minnir að talsverðu
leyti á eldra stig kapitalismans.
Þar eru félagsleg réttindi litil,
vald verklýösfélaga miklu minna
en I Noröur-Evrópu og kjör al-
þýöu bág. Viðbrögð yfirstéttar
þar við kröfum verklýösins eru
heldur ekkert betri en var i Norö-
ur-Evrópu áður en hið gamla
kapitaliska kerfi hrundi þar.
En svo er þó ekki að sjá að leið-
togar nýkapitaliskra rikja, þar
sem ástandiö er oröiö allt annaö,
telji aö þessi Suöur-Evrópuriki
búi viö eitthvert annað þjóðskipu-
lag. I augum þeirra viröist skipu-
Iagið alls staðar vera hiö sama og
hefur ástandiö i S-Evrópu engan
veginn dregið úr trú þeirra á að
þetta sé eina skipulagiö sem
tryggi frelsi, framfarir og kjara-
bætur.
Þetta viðhorf kemur ekki að-
eins fram i blaðagreinum og
skálaræðum á Nató-fundum,
heldur hefur það einnig mótað
geröir leiötoganna. Það er nefni-
lega erfitt að skilja hvernig þeim
hefði dottið i hug að spyrða þessi
óliku riki saman i eitt efnahags-
bandalag, ef þeir hefðu ekki taliö
að skipulagiö — og þróunarmögu-
leikarnir — væru i grundvallar-
atriðum eins i þeim öllum. Menn
Islands bjóöi hingað norskum
verklýðsleiötogum og þætti þaö
varla i frásögur færandi. En þess-
ir Bretar fengu aldrei aö stiga á
land i Frakklandi. Á leiöinni yfir
Ermarsund var þeim tilkynnt aö
þeim heföi veriö bönnuð landvist
og þegar skipiö lagðist aö bryggju
i Calais var þar fyrir stór flokkur
lögreglumanna meö alvæpni til
að koma i veg fyrir að þessir
voðalegu innrásarmenn gætu
brotiö fyrirskipanir franskra yf-
irvalda og smyglað sér inn I land-
ið.
Þessi viðbrögö franskra yfir-
valda, sem brutu vitanlega alger-
lega i bága við allar lýðræðisregl-
ur i Norður-Evrópu, hefðu átt að
vekja Breta (og aðra, sem þá
bjuggust til að ganga i Efnahags-
bandalagið) til umhugsunar um
að væntanlegir bandamenn
þeirra viðhefðu aðra siði en þeir
tiðkuðu, en svo var ekki. Þetta
vakti ekki mikla athygli og engar
spurnir fara af þvi að leiðtogar
Breta, tra, Dana og Norðmanna
hafi á neinn hátt endurskoðað af-
stöðu sina til aðildar að EBE, né
heldur beðið um að við þá grein
Rómarsáttmálans, sem mælir
svo um að félagsmál aðildarrikj-
anna skuli samræmd, yröi bætt
klausu sem tryggði að slikir
stjórnarhættir yrðu lagðir niður.
Islensk aukamynd
í Laugarásbíói
Laugarásbió tekur nú til sýn-
ingar sem aukamynd nýja, is-
lenzka heimildarkvikmynd eftir
Magnús Jónsson: „Tvö hundruð
og fjörutiu fiskar fyrir kú.”
Kvikmyndin, sem gerð er með
tilstyrk Menntamálaráðs og
Fiskimálasjóðs, er 16 mm litkvik-
mynd og er sýningartimi hennar
tuttugu minútur.
t myndinni eru settar fram
helstu röksemdir fyrir málstað
tslendinga i landhelgismálinu og
áhersla lögð á það að kynna, að
hve miklu leyti Iandsmenn eiga
sitt undir sjávarafla.
Myndin er tekin að mestu i
Reykjavik og nágrenni og á mið-
unum við Suðvesturland á siðast-
liðnu sumri og fram eftir vetri.
Myndin er fjölbreytileg að gerð
og eru notuð i henni atriði sem
byggð eru á ljósmyndum, teikn-
ingu og tekin hafa verið bæði hér-
lendis fyrir mörgum árum og er-
lendis ekki alls fyrir löngu. Það
eru litljósmyndir frá islenzkum
öræfum, svart/hvitar myndir frá
eyðibyggðum, þar sem fyrrum
var fjörmikil sildarútgerð og kafli
frá sildarárunum. Oliu-leit á
Norðursjó og indverskir fiski-
menn sjást i atriðum, sem keypt
voru frá enskri sjónvarpsstöð, en
teiknimyndaatriöi er gert hér
heima.
Myndin var sýnd við góðar und-
irtektir á 8. alþjóða kvikmynda-
hátiðinni i Moskvu i júli s.l. og er
nú verið að vinna að dreifingu
hennar erlendis.
Ernst Kettler annaðist mynda-
töku og klippingu, tónlist er eftir
Sigurð RUnar Jónsson, litljós-
myndir eftir Gunnar Hannesson
og Haraldur Guðbergsson gerði
teikningar i mydnina. Hljóðsetn-
ingu annaðist Marinó Ólafsson og
Þrándur Thoroddsen tók atriði
frá sildarárunum fyrir mörgum
árum. Þulur er Jón Múli Arnason.
Myndin verður synd sem auka-
mynd með kvikmyndinni Skógar-
höggsfjölskyldan, sem Laugarás-
bió hefur nú sýningar á. Skógar-
höggsfjölskyldan fjallar um lifs-
baráttu Stamperfjölskyldunnar i
Oregonfylki i Bandarikjunum
sem lifir á skógarhöggi.
Myndin lýsir á ævintýralegan
hátt hörku og þrjósku þessarar
fjölskyldu sem haföi að kjöroröi
„þokum aldrei um þumlung” i
baráttunni við hættur samfara
skógarhöggi og við samkeppni.
Aðalhlutverkin leika þeir Paul
Newman er leikur eldri bróðurinn
og Henry Fonda er leikur höfuð
fjölskyldunnar, meöleikarar eru
Michael Sarrazin er leikur yngri
bróðurinn, Lee Remick tengda-
dótturina, Richard Jaeckel
tengdasoninn og Lida Jackson
systurina.
Leikstjóri er Paul Newman.
Framleiðandi er John Foreman
og tónlist eftir Henry Mancini.
Þrettán ára hjartaþegi
látinn
KAUPMANNAHÖFN 7/9 — Að
minnsta kosti tveir menn fórust
og um tuttugu slösuöust er tvær
innanborgarlestir rákust á viö
österport-stöö siðdegis i dag. ótt-
ast er að fleiri látnar eða slasað-
ar manneskjur séu enn I braki
annarrar lestarinnar, sem er inni
i jarðgöngum og.erfitt hefur
reynst að ná til. Af hálfu rikis-
járnbrautanna dönsku hefur ver-
ið tilkynnt að ekkert hafi verið að
merkjakerfi járnbrautanna þeg-
ar slysið vildi til.
Sunnudagur 9. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Eru ósigrar
kerfisins
kostir þess?
Þessa afstöðu er i rauninni tæp-
ast hægt að skýra nema meö þvi
að þessir stjórnmálamenn hafi
svo mikla tröllatrú á þróun hins
kapitaliska kerfis, að þeir haldi
aö það hljóti um siöir að leiða til
sams konar velmegunar og frels-
is alls staðar og nú er i norður-
hluta Evrópu.
Þeir sem hafa slik trúarbrögð
eru að visu ekki aðeins flæktir i
þeirri mótsögn að eigna þjóðfé-
lagskerfinu fyrri ósigra þess,
heldur lika þeirri aö eigna þvi þá
ósigra, sem það á e.t.v. eftir að
biða! En sleppum þvi. Það er
nefnilega hægt að leysa þessa
mótsögn með þvi að lita á þjóöfé-
lagið sem heild utan frá, og telja
þá' að samspil og togstreita and-
stæðra afla innan þess, ný-
kapitaliskrar yfirstéttar og verk-
lýðsfélaga, sem haldi áfram sinni
kjarabaráttu, muni að lokum
leiða til lýðræðislegs velferðar-
þjóðfélags alls staðar, og yfir-
stéttir Suður-Evrópu muni láta
undan, eins og yfirstéttir annarra
landa höfðu áöur gert, þannig að
þjóðfélagið sveigist á nýjar
brautir, ekki vegna kapitaliskra
framleiðsluhátta heldur I rauninni
þrátt fyrir þá. Slik hugsun gerir
þá ráð fyrir þvi að þróunin stefni
alltaf i sömu átt. Norðurlöndin
séu einna lengst komin á „þró-
unarbrautinni” en önnur lönd
hljóti aö fylgja eftir ef þau ná að
þróast eðlilega.
Þegar vandamálið er sett fram
á þennan hátt, sést reyndar að
þessi hugmynd er ekki siður
„hugarfóstur” en hugmyndir
vinstri manna um endanlegt hrun
kapitalisks kerfis. Þvi að hvernig
sem að er gáð er ekki hægt að sjá
nein tengsl milli þróunar kapi-
talisks kerfis og árangurs verk-
lýðsbaráttu eins og hann birtist á
Norðurlöndum. Hvergi er
kapitaliskt efnahagskerfi t.d.
þróaðra en i Bandarikjunum, en
samt eru þau langt á eftir öllum
rikjum V-Evrópu hvaö snertir fé:
lagslegt öryggi. Þótt kjör alþýö-
unnar séu bág viöa i S-Evrópu
stafar það ekki af þvi, að
kapitaliskt efnahagslif sé vanþró-
að þar. Þvert á móti hefur
kapitaliskum efnahagsháttum
fleygtfram iFrakklandiá siðasta
áratug — enda markvisst að þvi
stefnt — en félagsleg þróun hefur
engan veginn fylgt á eftir.
Samt sem áður er ekki hægt að
visa þessari hugmynd um óhjá-
kvæmilega „þróunarbraut” al-
veg á bug, þvi að framtiðin getur
ein sannað hana eða afsannað. En
hún vekur máls á ákveðnu vanda-
máli, sem ég hygg að sjaldan hafi
verið rætt: hversu varanlegur er
þessi „óumdeilanlegi árangur
verklýðsbaráttunnar” i þeirri
mynd, sem við þekkjum á Norö-
urlöndum. Þessi spurning kann
að koma mönnum fávislega fyrir
sjónir þegar nýbúið er að benda á
hve allir séu sammála um þennan
árangur. En á þessum tímum eru
að verða grundvallarbreytingar á
efnahagslifi allra vesturlanda, og
þá verðum við að velta þvi fyrir
okkur hvað „velferðarþjóðfélag”
að hætti Noröurlanda sé þungt á
metunum i þeirri þróun.
Þjóðlegur
kapítalismi
Á þeim tima þegar verklýðs-
hreyfingin var að risa, var
kapitalisminn að langmestu leyti
„þjóðlegur”: hann var jafnan
bundinn við ákveðið land og ná-
tengdur þjóðernisstefnu, þannig
að til var afmarkaður breskur,
bandariskur, franskur kapital-
ismi o.s.frv. Margar Evrópuþjóð-
ir höföu nýlenduveldi og i mjög
mörgum löndum voru til alþjóö-
leg fyrirtæki. En þau voru þó ekki
annað en „þjóðleg” fyrirtæki meö
erlend útibúog undirdeildir, sem
þjónuðu aðalfyrirtækinu, einkum
með þvi að vinna hráefni (i ný-
lendum) eða dreifa fullunnum
vörum. Aðalfyrirtækið var svo
jafnan bundið þróun heimalands-
ins: það gat rekið hagsmuni þess
(t.d. með þvi að stuðla að Ut-
þenslustefnu) og jafnframt
fengið stjórnina til að vinna að
hagsmunum þess sjálfs með ut-
anrikisstefnu sinni. En pólitisk og
efnahagsleg þróun innanlands
hlaut lika að hafa Urslitaáhrif á
fyrirtækið. Ef alþýða landsins
náði t.d. sterkri pólitiskri stööu i
landinu og afl kapitalismans þar
var af einhverri ástæðu veikt
mátti þannig búast viö miklum
árangri af verklýðsbaráttunni.
Óþjóðlegur
kapítalismi
En eftir 1950 tók skipulag
kapitalismans mjög aö breytast:
i stað hinna alþjóðlegu fyrirtækja
fóru að koma „multi-national”
samsteypur, sem hægt er að kalla
á islenzku „óþjóðleg” fyrirtæki til
að greina þau frá hinum. 1 þess-
um fyrirtækjum var aðgreiningin
milli aðalstöðva og útibúa horfin,
þvi að starfsemin var svo flókin
og margþætt, að margar mið-
stöðvar þeirra voru jafnmikil-
vægar og staðsetning aðalskrif-
stofunnar skipti ekki lengur máli.
Um leið voru þau laus úr tengsl-
um við eitt einstakt riki, þvi að
starfsemin var dreifð og skipu-
lagið miðaðist ekki við eina mið-
stöð heldur var raunverulega al-
þjóðlegt. Þótt flest þessi fyrirtæki
væru af bandariskum uppruna
voru hagsmunir þeirra þannig
ekki lengur tengdir hagsmunum
Bandarikjanna: þau hafa t.d. get-
að braskað á móti dollaranum.
Siðan þessi fyrirtæki fóru að
skjóta upp kollinum hefur vöxtur
þeirra verið gifurlega ör: hann
nemur nú 12% þar sem hagvöxtur
iðnaðarrikja er ekki nema 3—6%
á ári. Þessar tölur segja þó ekki
alla söguna, þvi að oft ráöa þessi
fyrirtæki mikilvægustu þáttum
efnahagslifsins, t.d. námugreftri
og rafeindatækni (IBM). Af 100
stærstu efnahagseiningum heims
eru nú 49 riki og 51 fyrirtæki.
Nú er svo komið að þjóðernis-
stefna á Vesturlöndum verður að
láta undan óþjóölegum fyrirtækj-
um. Fræg dæmi um það eru þegar
General Electric keypti franska
fyrirtækið Bull þótt de Gaulle
heföi beitt neitunarvaldi
sinu, og Westinghouse náði yfir-
ráðum yfir Schneider-samsteyp-
unni þrátt fyrir andstöðu Pompi-
dous. Neitun þessara forseta
hafði ekki önnur áhrif en þau, að
óþjóðlega fyrirtækið þurfti að
standa i nokkuð lengri samninga-
viðræðum en ella áður en þaö
fékk sinum vilja framgengt.
Ef þróunin heldur áfram á
þennan hátt má búast viö þvi að
um 1980 ráði 2—300 óþjóöleg fyrir-
tæki yfir öllum alþjóðlegum við-
skiptum og 75% af eignum fyrir-
tækja á Vesturlöndum.
Tengsl rofna
Hvaða áhrif hefur svo þessi
þróun á verklýðsbaráttuna?
Hingað til hefur hún alltaf verið
háð innan ramma hvers rikis. En
nú leiðir þessi þróun hins vegar til
þess að tengslin milli stjórnar
hinna ýmsu þátta efnahagslifsins
og skipulags ákveöins landsvæöis
rofna að fullu. Pólitiskt vald,
lagakerfi o.þ.h. hlýtur hins vegar
alltaf að vera tengt skipulagi
landsvæðis. Þess vegna verður
afleiðing þróunarinnar sú að yfir-
ráð yfir efnahafslifinu detta Ur
höndum pólitiskra valdhafa,
hverjir sem þeir eru, en yfirmenn
óþjóölegu fyrirtækjanna fá hins
vegar mikið vald yfir þróun á
hverju landsvæði vegna þess
efnahagsvalds sem þeir hafa.
Þetta ástand hefur margþætt á-
hrif á aðstöðu verklýösfélaga.
Þau standa nú ekki lengur and-
spænis verksmiöjueiganda, sem
þau geta knésett meö verkfalli,
eða náö valdi yfir með kosninga-
sigri vinstri flokka. Yfirmenn
verksmiöjunnar eru fjarlægir og
verkfall á einum staö i veldi
þeirra skaöar þá litiö: þeir geta
auðveldlega svaraö þvi með þvi
að leggja verksmiöjuna niöur eöa
flytja hana i annaö land. Þeir
geta lika hótað þvi aö gripa til
þessara aðgeröa til þess eins að
halda kröfum verkamanna niðri.
Gegn slikum leik eiga verklýösfé-
lög eins og við þekkjum þau eng-
an mótleik: ekkert pólitiskt vald
er til, sem getur hlutast til um
gerðir þessa efnahagsvalds.
Þótt verkalýöur eins lands nái
fullu valdi yfir stjórnkerfi þess, er
hann samt litlu nær, þvi að hann
nær þá aðeins valdi yfir örlitlum
biotum margra óþjóðlegra fyrir-
tækja, en hann getur ekki lengur
náð yfirráðum yfir neinni sjálf-
stæðri efnahagsdeild.
Þessi tvö atriði, sem nO hafa
verið nefnd, eru að visu ekki
raunveruleg nú & dögum, heldur
hætta i framtiðinni, þegar vald ó-
þjóðlegu fyrirtækjanna hefur
aukist. En þessi fyrirtæki ráða þó
yfir ýmsum öðrum vopnum, sem
þegar er fariö að beita. Þau hafa
nú þegar þann háttinn á að stað-
setja fyrirtæki sin á svæðum, þar
sem verklýðsfélög eru veik og fé-
lagsmál vanþróuö: þetta hefur
t.d. komið i ljós við staösetningu
verksmiðja i Frakklandi. Á þenn-
an hátt virka fyrirtækin undir-
bjóðandi.og er auðséð að þessu
vopni ná auðveldlega beita til að
knésetja verklýðshreyfingu i öðr-
um löndum, þar sem hún hefur
áður náð miklum árangri.
Svo hafa óþjóðleg fyrirtæki (og
reyndar önnur lika) mikla til-
hneigingu til að nota innflutt
vinnuafl. Mönnum hættir mjög til
að gleyma þvi, að verkal.
hefur náö öllum sinum réttindum
innan núverandi rikja og hann
missir þau um leið og hann fer yf-
ir landamæri. Verkamaður, sem
starfar erlendis, hefur kannske
viss réttindi á pappirnum, en i
rauninni hefur hann miklu lægri
laun og verri kjör en „innfæddir”
verkamenn i sama landi. Ef hann
reynir hins vegar að notfæra sér
þau réttindi, sem stjórnarskrá
landsins veitir honum, t.d. mál-
frelsi, fundafrelsi, félagafrelsi og
verkfallsrétt, til að berjast fyrir
betri kjörum, á hann á hættu að
vera rekinn Ur landi „fyrir að
hafa ekki gætt þess hlutleysis sem
útlendingum ber”. Með þvi að
notfæra sér slikt vinnuafl geta ó-
þjóðleg fyrirtæki haldið allri
verklýðsbaráttu niðri.
Verksmiðjan flutt
Um þetta eru þegar mörg
dæmi, og mætti nefna eitt, sem er
sérstaklega athyglisvert: i sept-
ember 1971 sagði Pirelli-fyrirtæk-
ið italska upp öllum verkamönn-
um i hjólbarðaverksmiöju i
grennd viö Milanó og lagöi niður
verksmiðjuna, vegna erfiðleika
og samdráttar i hjólbaröaiðnað-
inum að þvi er sagt var. En þessi
ráðstöfun var i rauninni fyrsta
skrefið á myndun nýs hrings,
Dunlop-Pirelli. Innan skamms
var verksmiöjan endurreist, en i
Sviss skammt frá itölsku landa-
mærunum. Verkamennirnir voru
eftir sem áður Italir, en vegna
þess að þeir voru nú komnir yfir
landamærin höfðu þeir misst alla
þá vernd, sem itölsku verklýðsfé-
lögin höfðu veitt þeim. Þeir voru
undir lögreglueftirliti sem „Ut-
lendingar” i Sviss og áttu þess
ekki lengur neinn kost að taka
þátt i verklýðsbaráttu.
Þessi atriði, sem nú hafa verið
nefnd, hafa ekki enn haft nein
veruleg áhrif i Norður-Evrópu,
þar sem verkalýöurinn hafði unn-
ið mikla sigra fyrir timabil óþjóð-
legu fyrirtækjanna, en þau eru
þegar mjög mikill trafali á allri
baráttu verkalýös sunnar i álf-
unni. Þau skýra þannig t.d. hvers
vegna félagsmálum i Frakklandi
hefur litið miöað i framfaraátt
siðustu ár, þótt efnahagslifið hafi
tekiö miklum framförum: erfiö
kjör manna þar stafa ekki af van-
þróuðuin kapitalisma heldur ein-
mitt af þvi að hann er enn þróaðri
en á Norðurlöndum.
Þessi óþjóðlegu fyrirtæki, sem
margt fleira mætti segja um, eru
nú miklu sterkari en „klassiskur”
kapitalismi einstakra landa var
nokkurn tima. Framferði þeirra,
sem Pirelli-dæmið sýnir allvel,
bendir alls ekki til þess aö yfir-
menn þeirra liti svo á aö verka-
lýður Norður-Evrópu hafi unnið
varanlegan árangur meö baráttu
sinni, hversu mjög sem menn
kunna að vera sammála um þaö i
orði. Það má jafnvel lita svo á að
óþjóöleg fyrirtæki séu svar
kapitalismans við verklýðsbar-
áttu siðustu áratuga: með þvi að
losa efnahagslifið við landfræði-
legan ramma hennar er unnt að
sniðganga árangur hennar að
mestu leyti.
Hvað sem sagt er, má ekki
gleyma þvi að árangur verklýös-
baráttunnar á Norðurlöndum og
reyndar alls staðar er, eins og
nafnið bendir til, árangur raun-
verulegrar baráttu en ekki afleið-
ing af neinni eðlilegri þróun
kapitalisks kerfis. Hins vegar
getursú „þróun” gert árangurinn
að engu ef menn laga sig ekki
alltaf að nýjum aðstæðum.
e.m.j.