Þjóðviljinn - 09.09.1973, Síða 11
Sunnudagur 9. september 1973 ÞJóÐVSLJINN — SÍÐA 11
SMÁSAGA EFTIR DAUDET
F rumsýningar-
kvöldið
Málfriður Einarsdóttir þýddi
verzlið á 5 hæðum TjJHiúsinu
Skoðið hina nýju
Klukkan er átta. Eftir fimm
minútur verður tjaldið dregið frá.
Vélamennirnir, leikstjórinn, pilt-
urinn sem visar til sætis, hver
þeirra er kominn. Leikendur
fyrsta þáttar eru lika komnir, og
viðbúnir. Ég lit I siðasta sinn
gegnum glufuna á tjaldinu. Húsið
er troðfullt — fimmtán hundruð
höfuð að sjá í hinum hækkandi
sætaröðum, fólkið er glaðvært og
hlakkar til. Meðal fjöldans eru
nokkrir sem ég kannast við, en
samt sýnast mér þeir allir vera
eitthvað breyttir. Sumir hafa
striða drætti i svipnum, aðrir eru
drembilegir, meiningafullir, og
miða leikhúskikinum sinum eins
og litilli skammbyssu þó að ekk-
ert sé enn að sjá. En svo eru lika i
einu horni andlit föl af eftirvænt-
ingu, af óþoli: en hvilikur sægur
af fólki sem ekkert erindi sýnist
eiga, sviplaust og geðlaust, og allt
það sem fylgir þvi frá þvi áður: ó-
kyrrðin, flöktið, fyrirfram
ákveðnar meiningar, vantrúin og
tortryggnin.... Hvað mundi nú
þurfa til að sigrast á þessu,
hrekja burt leiðindasvipinn, ó-
lundina og illgirnina, gera úr
þessu hálfu öðru þúsundi manna
sem einn mann með einum huga,
þannig að leikritið mitt megnaði
að kveikja með lifi þvi sem það
var gætt, ljós i hverju auga,
slökkva um leið óbilgirnina.... Ég
vildi láta verða litið eitt lengri
bið, banna að tjaldið yrði dregið
frá þegar i stað. En nú er það of
seint!.... fyrst þögn, svo heyrist
rödd frá baktjöldunum, lág, fjar-
læg, og nær engan veginn um all-
an þennan feiknavíða sal. Leik-
sýningin er að byrja, leikritið
mitt er að komast á svið. Ó, drott-
inn minn, er þetta eftir mig?....
Hvilik bágindi! Hvort mundi nú
réttara, að fara eða að vera? Að
vera þar sem ég var kominn,
klemmdur uppi við vegg, hler-
andi og hlustandi af öllum mætti,
kökkur i hálsi, þröngt um hjarta,
þurfa að stappa stálinu i leikend-
urna þegar miklu meiri þörf væri
á hughreystingu sjálfum manni
til handa, að þurfa að tala en vita
þó ekkert hvað segja skal, aö
brosa þó að augnaráðið geti engu
lýst nema vandræðum manns....
Það má skollinn vita að skárra er
þó að herða upp hugann og laum-
ast inn i áhorfendasalinn.
Svo kom ég mér fyrir aftarlega
i stúku og lét sem ég væri hlutlaus
áhorfandi, eins og mér kæmi
þetta iitið við, en ekki hitt, að ég
hefði i tvo mánuöi orðið að horfa
á rykið af þessum gólffjölum
þarna á leiksviðinu þyrlast upp
umhverfis fólkið sem var að æfa
leikritið mitt, eins og ég hefði ekki
þurft að segja til um allt, smátt og
stórt, hvertorð, hverja hreyfingu,
skiptingu lgiksviðsins, ljósin. Ég
var i einkennilegu ástandi. Ég
ætlaði mér að hlusta, en gat það
ekki. Allt var mér til ama, allt
truflaði mig. Ef hurð var opnuð,
ef stóll var færður til, hóstakjölt-
ur, skrjáf i silki, þytur af blæ-
væng, allt þetta lét i eyrum mér
eins og óhljómar, hark og hávaði,
en svo bættist við einhver fjand-
samleg afstaða i hverju tilviki,
ólund að sjá á baksvipnum á fólk-
inu, olnbogarnir breiddu eitthvað
svo leiðinlega úr sér. skrautið á
leiksviðinu hvarf fyrir ailri þess-
ari breidd.
Fyrir framan mig sat ungur
maður varla af unglingsaldri,
með einglyrni fyrir sér og gerði
þessa athugasemd með ógnar
alvörusvip:
— Ósköp er þetta barnalegt.
1 næstu stúku við heyrði ég á
lágvært tal:
— Þér vitið að það er á
morgun.
— A morgun?
— Já, áreiðanlega.
Svo var að heyra að morgundag-
urinn væri þessum viðmælendum
miklu hugstæðari en dagurinn i
dag, og ég sem engu hafði
nokkurn hug á nema honum, deg-
inum i dag .... Svo ringlaður var
ég að ég heyrði ekki eitt orð. Þau
náðu ekki til min, orðin min, orð
min sjálfs. 1 stað þess að berast
hindrunarlaust um salinn, hnigu
þau máttlaus niðru i gjótuna
hvislarans og svo kvað við þetta
heimskuiega lófaklapp klappar-
liðsins .. Hvað er nú þetta, er
hann ekki orðinn bálvondur þessi
herra þarna uppi i stúku? Ja, nú
fer að fara um mig, nú er ég
orðinn hræddur. Ég er farinn.
Og farinnn er ég. Það rignir
þegar ég kem út, og orðið kol-
dimmt, en ég tek ekki einu sinni
eftir þvi. Stúkurnar og svalirnar
með öllum höfðunum svifa mér
hvort heldur um er að ræða
popp eða sígilda tónlist.
DUAL STEREO SAMSTÆÐUR
á viðráðanlegu verði fyrirtólk á öllum aldri.
BUO-1N Verðfrákr. 21.000,00
'—
KLAPPARSTlG 28, SlMI 18800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SlMI 21630
enn fyrir hugskotssjónum, og
leiksviðið i miðju, einn fastur
punktur, albjart, en dimmir yfir
þvi eftir þvi sem ég færist fjær,
sama er hve lengi ég geng, ekki
losna ég samt við þessa ólukkans
leiksýningu, sem ég kann utanað,
hún heldur áfram að renna eins
og á færibandi innst i hugskotinu,
með mesta ömurleika. Það er
eins og ég beri með mér vondan
draum, og i hann blandist syo
fólkið, sem ég er að rekast á, öll
ringulreið og glaumur og hávaði
strætanna. A horni breiðstrætis
stansa ég snögglega, þvi ég heyri
þar blistrað, og ég fölna. Hvilik
vitleysa, þetta sem er ekki annað
en strætisvagninn. Ég held áfram
göngunni, það heröir á rign-
ingunni. Mér finnst sem það rigni
lika á leikritið mitt, svo það fari
allt i tætlur, rennblautar, og að
söguhetjurnar minar verði svo
ógn skömmustulegar, þar sem
þær sullast i forinni við hliðina á
mér á gangstéttinni, sem gas-
ljósin lýsa.
Og til þess að hafa mig upp úr
þessum sorglegu hugleiðingum
fer'ég inn i kaffihús. Ég reyni að
lesa i blaði, en stafirnir ruglast
allir, dansa á pappirnum, engjast
og lengjast. Auk þess þekki ég
engan staf framar, mér sýnast
þeir fáránlegir i útliti, hafandi i
enga merkingu. Þetta minnir mig |
á það er ég var staddur á sjó i ]
ofsaveðri, fyrir nokkrum árum, |
og fór að reyna að lesa i sjó- i
ganginum. f þiljuklefanum þar ,
sem ég hnipraði mig, fann ég |
enska málfræði, og til þess að
losna við sjóhræðsluna, til þ^ss að |
gleyma háskanum, gleynfa þvi
áð seglin voru rifin, og hvergi ljós
fyrir stafni, en grængolandi ólgu-
sjórinn allt umhverfis hótaði að
færa skipið i kaf, fór ég að lesa i
þessu, reyndi af alefli að beina at-
hyglinni að reglunum fyrir I
stafnum th, en ekki dugði þó ég |
læsi upphátt, læsi aftur og aftur
hið sama, hrópaði af öllummætti,
ekkert af þessu snerti neitt við
mér, ég vissi ekki af öðru en
óhljóðunum i veðrinu og ofsa
hafsins.
Blaðið sem ég held á er mér
jafn óskiljanlegt nú i þessu sem
þessi enska málfræði var mér þá.
Og sem ég held þessu stóra blaði
fyrir augunum og þykist skulu
lesa i þvi hvað sem það kosti, þá
sýnist mér ekki betur en milli lin-
anna komi fram annað letur, og
þetta eru þá dómarnir um mig og
leikritið mitt, ókomnir enn,
væntanlegir á morgun, og ves-
lings nafniö mitt er oröið að bág-
stöddum vesalingi, sem reynir að
brjótast út úr þessari gaddavirs-
flækju af hvössum og stingandi
hnýfilyrðum, og hinni svörtu
náelfiafbleki ... Klukka slær, ljós
eru slökkt, lokaö.
Nú þegar?
Hvaö er klukkan þá orðin?
— úti á breiöstrætunum er
mikil þröng af fólki. Það er að
koma út úr ieikhúsunum. Ég
þykist viss um að mæta ein-
hverjum af þeim sem voru að
horfa á leikritið mitt. Mig langar
til að vita hvað fólkið segir, en
samt flýti ég mér allt hvað af
tekur til þess aö heyra ekki neitt
af þessum háværu athuga-
semdum. Já, gott eiga þeir allir
sem eru að fara heim til sin og
engin ólukkans leikrit hafa
skrifað... Nú er ég kominn að
leikhúsinu. Allar dyr eru lokaðar,
hvert ljós slökkt. I kvöld fæ ég
ekkert að vita, en það kemur yfir
mig megnasta óyndi við að horfa
á þessi regnvotu auglýsinga-
spjöld, og litlu skrautlýsinga-
lampana við innganginn, sem
depla ljósum i sifellu. Þetta mikla
hús, sem ég sá áðan svo upp-
ljómað og fullt af kliði, þarna á
horni breiðstrætisins, það er nú
þögult, dimmt, autt að fólki, vott
eins og i þvi hafi kviknað og verið
yfirhellt vatni af slökkviliöi....
Burtu héðan! Þessu er öllu lokið.
Sex mánaðá óþrotlegt starf, sem i
draumi, þreyta, vonir, allt er
þetta glatað, fuðrað upp i hálm-
eldi gasljósanna á einu kvöldi.
ATON
DEILD
á annarri
hæð
°g
ATON-
HÚSGÖGNIN
eru
glæsileg
AL-ÍSLENSK
Skoðið renndu
vegghúsgögnin
skápana og skattholin
Engir víxlar — heldur mánaðargreiðslur
með póstgíróseðlum — sem greiða má
í næsta banka, pósthúsi eða
sparisjóði.
Opið til kl. 10 á föstudögum
— og til kl. 12 á hádegi laugardögum.
Næg bilastæði.
JIB
JÓN LOFTSSONHF.
Hringbraut 121 . Sími 10-600
FÉLAG ÍSLEWZKRA flUÖMUSTARMm
#útvegar ybur hljóðfceraleikara
og hljómsveitir við hverskonar takifœri
Vinsamlegast hringið i Z025S milli kl? 14-17