Þjóðviljinn - 09.09.1973, Side 15
Sunnudagur 9. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Greiðslukjör
Framhald af bls. 6.
grundvelli villandi og ónógra
upplýsinga.)
A móti greiddi Sigurður I.
Sigurðsson vegna þess hvernig
málið var lagt fyrir. (Og hafði
samkv. framansögðu manna sist
efni á slikum fyrirslætti.) Þeir
sem atkvæði greiddu með kaup-
unum höfðu eftirfarandi for-
sendur fyrst og fremst i huga:
1. Einingarverð kr. 11,72 pr. f
ermeter væri ekki óeðlilegt miðað
við gangverð lands hér austan
fjalls og nýtingarmöguleika fyrir
Selfosshrepp eins og bent hefur
verið á hér á undan.
2. Greiðslukjör voru einstök þvi
telja má fullvist að hvergi standi
sveitarfélagi 30 ára lán óvisitölu-
tryggt til boða og allra sist eins og
nú er búið að fjárhagsaðstöðu
þeirra sveitarfélaga, sem búa við
mikla framkvæmdaþörf.
3. Vitað er, að Selfoss er einn
þeirra staða utan áhrifasvæðis
Reykjavikur sem siaukin aðflutn-
ingur verður til einmitt af
Reykjavikursvæðinu eftir til-
komu hins nýja Austurvegar auk
þess að vera þróttmesta sveitar-
félag i einu blómlegasta héraði
landsins.
Þessi ákvörðun meirihluta
hreppsnefndar var tekin með það
tvennt i huga, að þá hafði Sand-
vikurhreppur að sjálfsögðu ekki
afsalað sér forkaupsrétti enda
geröi hann það ekki fyrr en 4.
sept. s.l.
1 annan stað var að sjálfsögðu
ráð íyrir þvi gert, að þegar eöa ef
Sandvikurhreppur afsalaði sér
forkaupsrétti færi máliö sam-
kvæmt lögum til staöfestingar
eða synjunar hjá sýslunefnd
Árnessýslu.
Það ætti nú að vera ljóst að
þegar sýslunefnd Arnessýslu
tekur afstöðu i þessu máli er
ábyrgð þeirra sýslunefndar-
manna eigi litil er þeir fjalla um
þetta hagsmunamál Selfoss-
hrepps á lokastigi þess.
Hve stórar
Framhald af bls. 16.
nettó að stærð. Þetta er óbreytt
frá þvi sem var i D-liö gömlu
reglugerðarinnar.
D-Iiður nýju reglugerðarinnar
er siðan samhljóða þvi sem E-
liðurinn var I gömlu reglugerð-
inni. Þar segir, að niu manna fjöl-
skylda eða stærri, geti fengið lán
út á allt að 150 fermetra ibúð
nettó.
Þá segir i 9. grein nýju reglu-
gerðarinnar, að þess skuli gætt,
betur en gert hafi verið til þessa,
að herbergjafjöldi sé i sem mestu
samræmi við fjölskyldustærð.
Ennfremur segir, að varðandi lán
til ibúða einstaklinga sé lögð á
það áhersla, að hver ibúö sé
þannig hönnuð, að hún sé hæf til
ibúöar fyrir litla fjölskyldu, ef eða
þegar til stofnunar hennar
kemur.
Húsnæðismál
Framhald af bls. 16.
geröa húsnæðiskönnun á Norður-
landi og ræöa um norölenska
byggingastarfsemi. Ráðstefnan
er opin sveitarstjórnarmönnum,
tæknimönnum, byggingafulltrú-
um, byggingamönnum svo og
öörum áhugamönnum. Stjórnar-
menn Húsnæðismálastofnunar-
innar eru boðaðir á ráðstefnuna.
Niðurföllin
Framhald af bls. 1
Miklir vinnuflokkar mættu aö
Vesturbergi til að gera 4-5 metra
breiðan gangstig meðfram blokk-
unum við götuna. Grafið var og
skipt um jarðveg áður en varan-
legt slitlag átti að leggja.
En þá gerðust undrin.
Starfsmenn borgarinnar unnu
eftir öðrum hæðarpunkti en húsin
við götuna höfðu verið byggð eftir
og lóðir gerðar eftir. Þetta leiddi
til þess að lóðir allar standa nú
mun hærra en gangstigurinn og
grindverk og önnur mannvirki til-
heyrandi lóðastandinu skökk og
skæld, og aldrei fæst almennileg-
ur heildarsvipur við gangstiginn
fyrr en allar lóðirnar hafa verið
lækkaðar.
En ekki er enn úti ævintýri.
Þegar borgarstarfsmenn höfðu
lokiö viö að skipta um jarðveg og
aðhafast eitt og annað sem fræð-
ingar sögðu fyrir um hvernig
vera ætti, var bikunardeildin
send á vettvang. Nú skyldi leggja
varanlegt slitlag á gangstiginn.
En bikunardeildin tók ekki til
starfa: er reyndar ekki enn byrj-
uð á sinu verki.
Astæðan er sú, að þrátt fyrir
hinar ýmsu silkihúfur embættis-
mannaliðs borgarinnar hafði
gleymst eitt atriði þegar skipt var
um jarðveg, og áður en sá nýi var
þjappaður til.
Það hafði gleymst að gera ráö
fyrir niðurföllum i stignum.
Urðu þvi borgarstarfsmenn að
mæta á vettvang á nýjan leik og
grafa eftir niðurfallsstútunum
niður i hið nýþjappaða undirlag
fyrir varanlega slitlagið. Sá
gröftur stendur enn, og ekki vitað
hvenær honum lýkur, né heldur
hefur verið lagt saman hversu
dýrt spaug fræðinganna verður
borginni.
Rétt er að geta þess, að ekki
mun fræðingunum hafa hug-
kvæmst að bæta litillega fyrir ráð
sitt vegna eyðileggingar á lóðum
ibúanna með þvi að hækka gang-
stiginn svo að i sæmilegu sam-
ræmi sé við lóðirnar. Það skeöur
ef til vill þegar lokið verður við að
ganga frá stignum undir lagningu
slitlagsins, svo aftur þurfi aö
hefjast handa við uppgröft eftir
niðurfallsrörum og hækkun á
þeim.
Þá er og skylt að geta þess að
ibúar við Vesturberg 8 hafa sent
borgarráði bréf um lagningu
gangbrautar við Vesturberg.
Bréfi þessu visaði borgarráð til
umsagnar borgarverkfræðings
sem ábyrgur er fyrir afglöpum
þessum. Er honum þar með selt
sjálfdæmi i málinu.
-új
Selfoss
kaup-
staöur
Hreppsnefndarsamþykkt
er fyrir því að kanna kosti
og galla þess fyrir Selfoss-
hrepp og breyta svo skipu-
lagi sini sínu að þar verði
kaupstaður í framtiðinni.
Að sögn Öla Þ. Guð-
bjartssonar oddvita Sel-
fosshrepps má búast við að
skoðanakönnun meðal íbú-
anna fari fram í haust, og
þá að líkindum sunnudag-
inn 7. október.
Ibúafjöldi í Selfosshreppi
(fyrir kaupin á Votmúla)
var við síðustu talningu, 1.
desember 1972, 2506, og
tekjur sveitarsjóðs þetta
árið áætlaðar 36 miljónir.
Upplagið
er miljón
Upplag frimerkja þeirra sem
gefin voru út 31. ágúst sl. i tilefni
af frimerk jasýningunni
ISLANDIA 73 var 1.000.000, af
hvoru verðgildi (17 kr. og 20 kr.).
BELFAST 7/9 — Hermdar-
verkamenn, úr liði Irska lýðveld-
ishersins að talið er, skutu i dag
til bana rúmlega fimmtugan
mjólkurbilstjóra, sem var liðs-
maður i heimavarnarliði Úlster
(Ulster Defence Regiment), ná-
lægt landamærum Irska lýðveld-
isins. Er þetta þritugasti og sjö-
undi liðsmaður heimavarnarliðs-
ins, sem veginn er siðan liðssveit
þessi var stofnuð fyrir þremur ár-
um.
Herog lögregla Breta hafa und-
anfarið hert mjög eftirlitið I borg-
um og bæjum Norður-trlands, en
IRA hefur svarað með þvi að hafa
sig þeim mun meira i frammi úti
á landsbyggðinni.
Bann við
Eyjaferðum
fellt úr gildi
Að fengnum tillögum almanna-
varnaráðs og almannavarna-
nefndar Vestmannaeyja hefur
ráðuneytið i dag ákveöið að fella
úr gildi frá og með 8. september
1973 reglur um ferðir til Vest-
mannaeyja og dvöl þar, sem sett-
ar voru 20. febrúar sl.
Dóms- og kirkjumálaráöuneytiö,
7. september 1973.
Vildu
fá styrk
vegna
veislu-
halla
Taflfélag Reykjavikur sótti um
styrk til borgarinnar til aðgreiða
halla sem varð á veislu sem tafl-
félagsmenn héldu tékknesku
skáksveitinni sem hér var á dög-
unum. Vildu taflfélagsmennirnir
fá 40 þúsund krónur úr borgar-
sjóði.
Borgarráð hafnaði styrkum-
sókn þessari.
Reksturinn
gengur vel,
en samt . . .
Litillega hefur verið skrifað um
það undanfarið að Flugleiðir,
samheiti tveggja stóru flugfélag-
anna hyggist kaupa hótel Esju af
núverandi eigendum.
Friðrik Kristjánsson hótelstjóri
sagði Þjóðviljanum að þetta hefði
verið rætt litillega. Ekkert er þó
ákveðiö i þessum málum enn sem
komið er.
Sagði Friðrik að rekstur hótels-1
ins gengi vel og nýting hótelher-
bergja væri góð, ársmeðaltals-
nýting 65-70%.
Hæst er nýtingarprósentan að
sjálfsögðu yfir sumarmánuðina,
eða um 90%, en fer niður i 50% yf-
ir vetrarmánuðina.
—Úþ
H1 j ómleikar
ársins
Rokkhljómleikar, sem vafa-
laust mega teljast hljómleikar
ársins, verða haldnir i Tónabæ,
laugardaginn 15. september n.k.
Þeir sem koma fram á hljómleik-
unum verða hljómsveitin Change
og Maggi Kjartans, en hann hefur
sér til aðstoðar hljómsveitina
Júdas, sem einu sinni var.
Change er skipuð þeim Magnúsi
Sigmundssyni (Magnús og Jó-
hann), auk þeirra Birgis Rafns-
sonar og Sigurðar Karlssonar.
Með Magga Kjartans leika þeir
Hrólfur Gunnarsson, Finnbogi
Kjartansson og Vignir Berg-
mann. Auk þeirra koma fram
Shady Owens, Askell Másson,
Halldór Pálsson saxafónleikari,
auk fleiri góðmenna.
Eingöngu verður flutt frum-
samið efni á þessum hljómleik-
um. Hljómsveitirnar munu flytja
efni sitt hvor i sinu lagi, en siðan
verður væntanlega brugðið á leik
og djammað i restina. Umrætt
frumsamið efni hefur aldrei áður
heyrst opinberlega og kemur út á
L.P.-plötum á næstunni.
Ekkert verður til sparað til þess
að gera þessa hljómleika sem
veglegasta. Hljóðfæri og annar
útbúnaður til flutningsins verður
eins og best er á kosið og ljósa-
búnaður til þess að skapa hina
réttu stemmningu verður á sinum
stað. Reiknað er með, að kostnað-
ur við þessa hljómleika fari vel
yfir 200.000 kr., enda ekkert til
sparað eins og áður sagði. Aðal-
atriðið verður að skemmta fólk-
inu, en ekki hugsað um peninga-
hliðina að öðru leyti en þvi, að tap
verði ekki á hljómleikunum. I
heild verða flutt þarna nálægt 30
frumsamin lög.
Athugasemd
vegna gossögu
Svo virðist sem undirritaður
hafi verið meðsekur um að valda
einum allsherjar jarðskjálfta i is-
lenskum fjölmiðlum 5. sept. s.l.
Forsaga þessa máls er sú, að
þennan dag hringdi til min maður
austan úr Biskupstungum og
sagðist hafa séð óvenjulega
sprungu i skafli eða jökli ofarlega
i Bláfellinu. Taldi hann sprung-
una vera þannig, að ekki væri úti-
lokaö, að hún hefði getað orðið til
við bráðnun vegna hita neðan frá.
Hafði hann nokkrar áhyggjur af
þessu, þar sem vinnuflokkur væri
þarna ekki mjög fjærri, og vildi
að þetta mál væri kannað. Það
taldi ég lika rétt og hringdi til Al-
mannavarna, þar sem ég taldi
eðlilegt, að sú stofnun hefði þarna
frumkvæði. Það eina, sem ég ráö-
lagði var, að talað yrði við jarð-
fræðing.
Spurningu um jarðhræringar
á þessum slóðum svaraði ég á
þann veg, að talsvert hefði verið
um mjög litla jarðskjálfta undan-
farin ár á svæði kringum Sand-
vatn og Hagavatn, suður af Lang-
jökli (15—20 km sv. af Bláfellinu).
Undanfarna daga hefur verið litið
um jarðskjálfta þarna miðað við
s.l. vetur t.d. Það er þvi rangt
eins og gert var i einu dagblað-
anna a.m.k. að leggja með fyrir-
sögn áherslu á að komið hefðu
jarðhræringar á þessu svæði dag-
ana fyrir umrætt blaðagos.
Að lokum þetta. Abendingar al-
mennings geta verið ómetanleg-
ar, hvað snertir viðvörun um
náttúruhamfarir. Slikar ábend-
ingar þarf að kanna nánar af
þeim, sem best þekkja til, áður en
gossögur eru settar af stað. Övar-
kárni eða fljótfærni fjölmiðla,
hvað þetta snertir, getur hrætt al-
menning frá að veita slikar upp-
lýsingar.
6. september, 1973
Itagnar Stefánsson.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688
HÚSGAGNAVINNUSTOFA
i Ingvars og Gylfa
Sérverslun
í hjóna- og einstaklingsrúmum,
án eða með göflum.
Allar breiddir og lengdir
Vikulegar nýjungar
Húsgagnavinnustofa lngvars og (,ylja
Grensásvegi 3 — Simar 33-5-30 og 36-5-30.