Þjóðviljinn - 09.09.1973, Side 16
mmum
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Sunnudagur 9. september 1973
Nætur-, kvöld- og helgidaga-
varzla apótekanna vikuna 31. ág-
úst til 6. september verður i Ing-
ólfsapóteki og Laugarnesapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin alian sólarhringinn.
'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Þannig leit sjúkrahúsbyggingin út skömmu fyrir gos.
Hve stórar
eiga íbúðir
að vera?
Vilja hraða fullnað
arfrágangi sjúkra-
hússins í Vest-
mannaeyjum
Kannsóknarstofan á nýja sjúkrahúsinu. Röntgentæki og tæki á rann-
sóknarstofunni voru send til Reykjavikur, en aðrir húsmunir voru
geymdir á öruggari stað i Eyjum mcðan gosið stóð yfir.
Magnús Magnússon, bæjar-
stjóri, sagði fréttamanni blaðs-
ins, aö nú væru uppi ráðagerðir
að hraða fullnaðarfrágangi
sjúkrahússins, og er talið, að þaö
sé ekki nema 8 - lo mánaða verk,
ef fjármagn og mannskapur er
fyrir hendi.
Orn Bjarnason er eini læknirinn
i Eyjum eins og er, en Unnur
Gigja, hjúkrunarkona, mun senn
taka við sinu fyrra starfi. Hún
hafði forstöðu fyrir barnagæslu-
og heilsuverndardeild. Hug-
myndin er sú að koma fyrir
sjúkrarúmum til bráðabirgða i
byggingunni, þannig að sjúkling-
ar gætu legið þar, ef á þyrfti að
halda, en gamla sjúkrahúsið er
það illa farið að ekki þykir ráðlegt
að gera við það að svo stöddu.
Það stóð alltaf til að gera gamla
sjúkrahúsið að ráðhúsi þegar
nýja sjúkrahúsið yrði fullbyggt,
og verður ekkert gert I gamla
sjúkrahúsinu fyrr en þvl verður
breytt i ráðhús.
sj
Örn Bjarnason, héraðslæknir i
Eyjum var i framhaldsnámi á
Englandi þegar gosið byrjaði, en
nú er hann aftur kominn til
starfa.
Um þessar mundir er
verið að vinna að þvi að
koma nýja sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum í fyrra
horf, þannig að örn
Bjarnason, héraðslæknir,
sem er nýkominn aftur til
Eyja, getur hafið þar störf
að nýju.
Ráðstefna á Dalvik um:
Húsnæðismál Norðlendinga
Fjórðungssamband ið að halda ráðstefnu um ^
Norðlendinga hefur ákveð- húsnæðismál á Norðurlandi i samvinnu við Húsnæðis-
málastofnunina og Rann-
sóknarstofnun byggiriga-
iðnaðarins.
Ráðstefnan verður haldin að
Vikurröst á Dalvik mánudaginn
17. september og hefst kl. 10 f.h.
Ráðstefnan verður sett af for-
manni Fjórðungssambands
Norðlendinga, Bjarna Einars-
syni, bæjarstjóra á Akureyri.
Félagsmálaráðherra Björn
Jónsson flytur ávarp. Sigurður E.
Guðmundsson framkvæmdastjóri
ræðir um Húsnæðismálastofnun
og húsnæðismálin almennt. Dr.
Óttar P. Halldórsson ræðir um
starfsemi Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins.
Davið Arnljótsson, verkfræð-
ingur á Dalvik mun kynna ný-
Framhald á bls. 15.
Ekki einn einasti
mætti til vinnu
Ekki einn einasti málmiðn-
aðarmaður á véla-og far-
tækjaverkstæði álverksmiðj-
unnar i Straumsvik kom til
vinnu á föstudaginn. Með
þessu vildu málmiðnaðar-
mennirnir mótmæla tilefnis-
lausum uppsögnum tveggja
félaga sinna og fleiru i yfir-
stjórn verksmiðjunnar.
Það var á fimmtudags-
kvöldið að starfsmennirnir
komu saman til fundar og
ræddu uppsagnirnar. Var þar
ákveðið að koma ekki til vinnu
á föstudaginn. Meðal þess sem
mótmælt er, er ýmislegt i yfir-
stjórn verksmiðjunnar. Má
þar nefna, að starfsmenn
verksmiðjunnar hafa fyrir
augum sinum töflur um veik-
indadaga starfsmannanna en
með þvi móti er reynt aö
þrýsta mönnum til þess að
mæta til vinnu hvernig sem á
stendur og jafnvel þótt veikir
séu.
Rýmkuð skilyrði húsnœðismála-
stjórnar fyrir byggingalánum
Félagsmálaráðuneytið stað-
festi hinn 30. aprii sl. breytingar á
reglugerð frá 1970 um lánveiting-
ar húsnæðismálastjórnar.
Hámarksstærö íbúöa
M.a. hafa veriö gerðar breyt-
ingar á þeirri grein reglugerðar-
innar sem fjallar um stærð ibúöa
sem heimilt er að veita bygginga-
lán til smiði á (9. grein).
i A-liö segir nú, að einstakling-
ur geti fengið lán út á Ibúð, sem er
allt að 60 fermetrar nettó i fjöl-
býlishúsum og 100 fermetrar
nettó I einbýlishúsum.
Breytingin á þessum lið frá þvi
sem áður var, er fólgin i þvi, að
áður gátu einstaklingar aðeins
fengið lán út á 50 fermetra ibúðir i
fjölbýlishúsum og einbýlishúsum.
t B-lið 9. greinar segir nú, að
tveggja til fimm manna fjöl-
skylda geti fengið lán út á ibúð
sem sé allt að 110 fermetrar nettó
i f jölbýlishúsum og 125 fermetrar
nettó i einbýlishúsum.
Hérerum talsverða rýmkun að
ræða, þvi áður sagði i B-lið, að
tveggja til þriggja manna fjöl-
skylda gæti fengið lán út á 100 fer-
metra ibúð nettó i f jölbýlishúsum
og 110 fermetra nettó i einbýlis-
húsum.
I C-lið segir nú, að sex til átta
manna fjölskylda geti fengið lán
út á ibúð allt að 135 fermetrum
Framhald á bls. 15.
Þjóðinni
gefið nýtt
gervinýra
Fyrirtækið AB Gambro i Lundi
i Sviþjóð hefur gefið Islensku
þjóðinni nýtt gervinýra sem vin-
áttuvott vegna eldgossins i Vest-
mannaeyjum. Er verðmæti gjaf-
arinnar rúm miljón islenskra
króna. Fyrirtækið hefur áður
gefið Landsspitalanum slika vél,
en það var fyrsta gervinýrað sem
hingað kom árið 1968. Var Island
fyrsti erlendi viðskiptavinur
fyrirtækisins, sem nú selur vélar
sinar um allan heim. Hin höfð-
inglega gjöf er þegar komin til
landsins og staðsett á Landsspit-
alanum, sem nú hefur fjórar vél-
ar til blóðsiunarstarfsemi.
GBFJUN AKUREYFU
Þaðertil
Gefiunar
gam
í hverja flík
ÞM