Þjóðviljinn - 12.09.1973, Side 1
UOWIUINN
Miðvikudagur 12. september 1973. — 38. árg. — 208. tbl.
AÐ VERZLA í KRON
k á
RÍKISSTJÓRNIN ÁKVAÐ SAMHLJÓMA í GÆRMORGUN:
Seint í færkvöldi skýröi
fréttastofan Telam frá
því að Salvador Allende
forseti Chile hefði
framið sjálfsmorð eftir
að herforingjar höfðu
tekið valdataumana í
sínar hendur. útvarps-
stöð í Mexíkó hafði eftir
heimildum í Chile að lik
Allendes og blaðafull-
trúa hans hefðu sést og
útvarpsstöðin bar her-
foringjastjórnina fyrir
fréttinni. Allt er mjög
óljóst um atburði þessa
en á baksiðu er frásögn
fréttastofunnar NTB af
þessum atburðum.
O0
Fós t u reyðinga r:
Lœknarnir
sammála sumu
— á móti öðru
Mikill fjöldi sótti fund hreppsnefndarinnar á Selfossi f gær. Myndin er frá fundinum, sem haldinn var I
Selfossblói. (AK)
koini til ásiglinga.
Flug njósna-
flugvélanna
stöðvað. NATO-
málið liggur enn
fyrir stjórninni
Rikisstjórnin ákvað
— einum rómi — á
fundi sinum i gær-
morgun að slitið verði
stjórnmálaafskiptum
við Breta komi til
ásiglinga á okkar skip
á nýjan leik.
Þá samþykkti rikis-
stjórnin að stöðva alla
þjónustu við njósna-
vélar Bretanna.
Þessi ákvörðun var
tekin i framhaldi af
tillöguflutningi
sjávarútvegsráðherra
i rikisstjórninni þann
3. september og for-
sætisráðherra á fundi
rikisstjórnarinnar i
gær. Á 7. siðu er birt
yfirlit yfir þær tillögur
um ráðstafanir sem
legið hafa fyrir, þær
tillögur sem þegar
hafa verið afgreiddar
og svo þær tillögur
sem enn eru til
afgreiðslu. _
©
Allcnde
Sagt að
Allende hafi
framið
sjálfsmorð
Sósíalistar
sigurvegarar
Sósialíska kosningabanda-
lagiö vann verulegan sigur I
norsku kosningunum sem
fram fóru um sföustu hclgi.
Þcir aöilar sem að banda-
laginu standa höföu aðeins
einn mann á stórþinginu — en
nú verða þeir 16 þingmenn-
irnir. Sóslaldemókratar biðu
mikið afhroö en þó geta þeir
ásamt kosningabandalaginu
haft sameiginlegan meirihluta
á stórþinginu.
Þjóðviljinn ræðir við Finn
Gustavsen, aöaltalsmann
norska SF-flokksins, á 5. siðu
blaðsins I dag. Þar er einnig
birt yfirlit um úrslit norsku
kosninganna.
Finn Gustavsen
STj OKIN JVlÁLASAJVISKTPTinVT
YIÐ BRETA SLITIÐ
SIGUR ALMENNINGS:
BÁNKINN FER AF ARNARHÓLI
Þarna mun aldrei rfsa banki ef að llkum lætur.
Tillaga Sigurjóns
Péturssonar, borgarráðs-
manns Alþýðubanda-
lagsins, um að borgin hafi
frumkvæði að því að taka
upp viðræður um breytta
staðsetningu Seðlabank-
ans var á dagskrá borgar-
ráðs í gær. Hafði tillagan
þá iegið fyrir borgarráði í
rétta viku. Fundur
borgarráðs hófst kl. 17 og
var síðan frestað á
áttunda tímanum þar til
klukkan að ganga ellefu.
Sigurjón Pétursson
sagði fréttamanni Þjóð-
viljans i gærkvöld, að
meirihluti borgarráðs,
Framsókn og íhaldið
sameiginlea, hefði lýst sig
reiðubúinn til þess að
ræða við Seðlabankann og
ríkisvaldið um málið og
hefði þessi nýi meirihluti
borgarraðs þess vegna
flutt breytingartillögu við
tillögu sína. Kvaðst Sigur-
jón telja óþarfa að lýsa
því yfir að borgaryfirvöld
væru reiðubþuin til þess
að tala við aðila úr borg-
inni um mál, sem
almenningur í Reykjavik
krefðist að borgin hefði
frumkvæði um. Ekki
kvaðst Sigurjón geta spáð
um úrslit í borgarráði.
Jóhannes Nordal,
bankastjóri Seðlabank-
ans, lýsti því yfir ígær-
kvöld i sjónvarpsþætti að
Seðlabankinn væri reiðu-
búinn til þess að f lytja hið
nýja hús á aðra lóð í
borginni. Það var borgar-
stjórn sem á sínum tíma
lagði hart að bankaráði
Seðlabankans að taka við
lóðinni ofan á bíla-
geymslum borgarinnar á
Arnarhóli og þurfti miklar
umræður og tov fundi í
bankaráði til þess að
afgreiða málið.
Flest bendir því til þess
að almenningur í Reykja-
vik geti knúið fram sigur í
bankabyggingarmálinu á
Arnarhæoli — að Arnar-
hóll fí að vera í friði.