Þjóðviljinn - 12.09.1973, Page 5
Miftvikudagur 12. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — StPA 5
Norsku kosningarnar:
Stórsigur Sósíalíska
kosningabandalagsins
Óvœnt fylgisaukning Kristilega þjóðarflokksins -
hrakfarir auðvalds- og EBE-sinna
Ljóst er nú orðið að
Sósíalíska kosningabanda-
lagið vann í kosningunum
til norska Stórþingsins ein-
hvern glæsilegasta sigur,
sem sósíalistar á Norður-
löndum hafa átt að fagna
síðustu áratugina. Flokkur-
inn fékk 11.2 af hundraði
greiddra atkvæða, líklega
sextán þingmenn kjöma.
Hugsanlegt er að sú tala
eigi enn eftir að hækka um
einn, en ennþá eru ekki
fulltalin utankjörstaðaat-
kvæði í nokkrum kjördæm-
um, svo að tölurnar geta
raskast eitthvað lítillega.
Burtséð frá stórsigri Sósial-
íska kosningabandalagsins
vekur mesta athygli sigur
Kristilega þjóðarflokksins,
sem hlaut 11.8 af hundraði
atkvæða og tuttugu þing-
menn kjöma, hafði áður
fjórtán.
Samkvæmt siðustu tölum, sem
varla raskast mikið úr þessu, eru
heildarúrslit kosninganna þessi:
Verkamannaflokkur 757.507 at-
kvæði og 62 þingmenn kjörnir,
Hægri flokkur 369.461 atkv. og 29
þingmenn, Miðflokkur 145.149
atkv. og 21 þingmaður, Kristilegi
þjóðarflokkurinn 251.766 atkv. og
20 þingmenn, Sósialiska kosn-
ingabandalagið 238.140atkv. og 16
þingmenn, Vinstri flokkurinn
48.551 atkv. og tveir þingmenn,
Nýi þjóðarflokkurinn 73.147 atkv.
og einn þingmaður og flokkur
Anders Lange 106.130 atkv. og
fjórir þingmenn kjörnir. Hlut-
fallslega skiptast atkvæðin sem
hér segir: Verkamannaflokkur
35.5 af hundraði, Hægri 17.3, Mið-
flokkur 6.8, Kristilegir 11.8,
Sósialiska kosningabandalagið
11.2, Vinstri 2.3, Nýi þjóðarflokk-
ur 3.4 og Anders Lange 5.0. Þó
nokkrir flokkar fleiri buðu fram,
en fengu daufar undirtektir.
Sprækastur þeirra reyndist Röd
Valgallianse (maóistar) sem fékk
nærri niu þúsund atkvæði eða 0.4
af hundraði. Aðrir smáflokkar
fengu samtals 0.5 af hundraði
greiddra atkvæða.
„Margur kratinn
fór þá flatt . . ."
Hroðalegasta útreið úr kosn-
ingunum fékk Verkamannaflok-
urinn, sem hrapaði úr 46.5 af
hundraði greiddra atkvæða i
kosningunum 1969 niður i aðeins
35.5 af hundraði nú og tapaði tólf
þingsætum, og Vinstri flokkurinn,
sem klofnaði út af EBE-málinu
með þeim afleiðingum að EBE-
sinnar úr flokknum gengu nú til
kosninga undir nafninu Nýi
RÆTT VIÐ FINN GUSTAVSEN
Gekkbeturen okkur
hafði dreymt um
Þjóðviljinn náði laust
eftir hádegið í gær tali af
Finn Gustavsen, leið-
toga Sósíalíska kosn-
ingabandalagsins,
höfuðsigurvegara
norsku stórþingskosn-
inganna, og spurði hann
nokkurra spurninga
varðandi ástand og
horfur í norskum stjórn-
málum, að kosningum
afstöðnum.
— Það er fullvist að við
fáum fimmtán þingsæti, sagði
Gustavsen, — en þau gætu
orðið seytján, þvi að enn eru
ekki fulltalin utankjörstaöaat-
kvæði i nokkrum kjördæmum.
Það er verið að telja i Björg-
vin og hugsanlegt að við fáum
tvo þar. Allt bendir til þess aö
borgaraflokkarnir verði i
minnihluta á næsta Stórþingi.
— Myndið þið stjórn með
Verkamannaflokknum?
— Við höfum ekki áhuga á
þvi, en við komum engu að
siður til með að hafa mikil
áhrif á gang landsmála. Eitt
það mál, sem við leggjum
mesta áherslu á, er að tryggja
fullkomið sjálfstæði Noregs,
að það verði ekki háð stór-
veldum og stórveldablökkum.
— Myndar Verkamanna-
flokkurinn kannski stjórn með
beinum eða óbeinum stuðningi
eins eða fleiri borgaraflokk-
anna?
— Það er svo sem ekki úti-
lokað að sósialdemókratarnir
hérna finni upp á þvi að hegða
sér eins aulalega og islensku
Finn Gustavsen, leiðtogi
Sósiaiiska kosningabanda-
lagsins. Kosningasigur þess
þýðir væntanlega sveiflu til
vinstri i norskum stjórn-
málurn.
kratarnir, en þá yrðu þeir
stimplaðir sem borgara-
flokkur. Ég held að þeir hafi
vit á þvi að forðast þá ófæru og
taki heldur höndum saman við
okkur um framkvæmd ýmissa
róttækra stefnumála. Tækju
þeir hinsvegar upp á þvi að
snúa sér til borgaraflokk-
anna, eins og islensku krat-
arnir gerðu, yrði niðurstaöan
sú sama hér og hjá ykkur: að
kratarnir dyttu úr sögunni
sem flokkur, sem nokkurt
verulegt mark væri tekið á.
Gustavsen var að vonum
mjög ánægður með úrslit
kosninganna. — Arangurinn
er svo að segja allsstaðar
jafngóður, hvert á land sem
litið er, sagði hann. — Við
höfum fengið þingsæti i
fylkjum, þar sem okkur hafði
ekki dreymt um að við
fengjum verulegt fylgi. Við
höfum nú þingsæti i þrettán
fylkjum af nitján alls og tvö
þingsæti i fjórum þeirra.
Sterkastir tiltölulega eru-
um við á Finnmörk,
þar sem viö fengum 19,4 pró-
sent greiddra atkvæða. Við
erum nú fylgismesti flokkur-
inn bæði þar og á Þelamörk. A
Finnmörk voru það ekki sist
fiskimenn, sem kusu okkur,
vegna þess, að við höfum lýst
þvi yfir að við viljum að fisk-
veiðilandhelgi Norðmanna sé
umsvifalaust færð út i fimmtiu
milur, að dæmi Islendinga. A
Þelamörk eru fjölmennastir
fiskimenn, iðnverkamenn og
smábændur, og allir þessir
stéttahópar virðast hafa fylkt
sér um okkur.
— Atti landhelgismálið
drýgstan þátt i kosningasigri
ykkar, að þinu áliti?
— Það hafði mikið að segja,
en EBE-málið skipti lika mjög
miklu máli, einkum i Norður-
Noregi. Við eigum baráttu
okkar gegn EBE að mjög
miklu leyti að þakka flygis-
aukningu okkar i Nordland,
Troms, á Finnmörk og i
Þrændalögum. En EBE-málið
var raunar nátengt land-
helgismálinu. Þátttaka
Noregs i Efnahagsbanda-
laginu hefði þýtt að við
hefðum orðið að hleypa
togurum EBE-landanna inn
fyrir landhelgislinu okkar.
þjóðarflokkurinn. Þótt atkvæða-
tölur beggja þessara flokka eða
flokksbrota séu lagðar saman,
þá hafa þeir tapað nærri helmingi
fylgis sins frá þvi i kosningunum
1969, miðað við hundraðstölu.
Hægri flokkurinn, sem einn
norskra flokka breiddi faðminn af
fullkomnum bliðskap móti EBE,
varð einnig fyrir verulegu fylgis-
tapi, enda þótt svo sé að sjá að
hann ætli að lafa i sömu þing-
mannatölu og áður. Miðflokkur-
inn bætti litillega við sig fylgi.
Flest bendir til þess að
meginástæðan til hrakfara krata
og ihalds i Noregi sé sameiginleg
fikn þessara flokka eftir að
komast i eina sæng með EBE-
stórauðvaldinu, og er þetta i ann-
að sinn á skömmum tima að
norska þjóðin veitir þeim mátu-
lega ráðningu fyrir þá áráttu.
Helsta ástæðan til hinna ofboðs-
legu hrakfara hinna tveggja
arma Vinstri flokksins (hann fékk
13 þingmenn i siðustu kosningum)
mun vera klofningurinn og
ringulreiðin i honum út af EBE,
sem svipt hefur hann trausti
meirihluta stuðningsmanna hans.
Sigur sósíalista
Að Sósialiska kosningabanda-
laginu standa sem kunnugt er
Sósialiski þjóðarflokkurinn,
Kommúnistaflokkur Noregs og
róttækari verkamannaflokks-
menn, sem búnir eru að fá sig
fullsadda á sleikjuskap flokks
sins við EBE. 1 kosningunum 1969
fengu Sósiaiiski þjóðarflokkurinn
og Kommúnistar aðeins 4.5 af
hundraði greiddra atkvæða sam-
tals og komu engum manni að.
Þaö er þvi helst svo að sjá að
vinstri armur Verkamanna-
flokksins hafi i nokkurn veginn
heilu liki skilið sig frá flokki sin-
um og tekið saman við sóSialista
og kommúnista. Hvort krata-
broddarnir draga lærdóm af
þeirri viðvörun kemur væntan-
lega i ljós áður en langt um iiður.
Kosningabaráttan hefur verið
óhemju fjörug og spennandi, og
helsti brandarinn i henni var að
sjálfsögðu Anders gamli Lange,
sem lofar skattalækkun niður úr
öllu valdi og fór óskaplega i taug-
arnar á snobbhyskinu i Hægri
flokknum með óhefluðu orðbragði
og þaðan af óheflaðri tiltækjum
og ekki bætti það hug hinna
norsku ,,sjálfstæðis”manna til
hans að hann fiskaði einkum á
sömu miðum og þeir. Anders er
annars bóndi og ræktar hunda,
gefur meira að segja út blað.sem
heitir Hundeavisen, eða Hunda-
blaðið. Þetta blað fjallaði að visu
upðhaflega um hunda og það sem
þeim viðkemur, en um leið og
Anders slengdi sér út i pólitikina
gerði hann sér hægt um hönd og
breytti Hundablaðinu i flokksblað
sitt, en sá ekki ástæðu til annars
en að láta nafnið halda sér. Hann
mun einkum hafa dregið að sér
fólk frá borgaraflokkunum, lifs-
þreytta litla menn sem þjást orðið
af króniskum timburmönnum út
af kerfi velferðarkapitalismans,
en eru svo vonlausir um að finna
leið út úr þvi völundarhúsi að þeir
eru reiðubúnir að elta hvaða
mýrarijós sem vera skal. Siðustu
fréttir herma að einnig hér uppi á
Islandi sé kominn fram hliðstæð-
ur spámaður og þeir Anders
Lange og Glistrup, og ekki vonum
fyrr.
Lars Korvald — margar stoðir
runnu undir sigur Hokks hans,
þótt hann kæmi nokkuö á óvart.
Trygve Bratteli, mesti hrakfalla-
hálkur kosninganna, sem þó
verður liklega næsti forsætisráð-
herra Noregs. <
Keidar Larsen, formaður
Kommúnistaflokks Noregs, er
einn hinna nýkjörnu þingmanna
Sósialiska kosningabandalagsins.
Kristilegir
framsóknarmenn
Sigur Kristilega þjóðarflokks-
ins virðist hafa kömið allmjög á
óvart, ekki siður en fylgishrun
kratanna. En þar hjálpaðist hitt
og þetta að. Kristilegi flokkurinn
hafði rænu á þvi að taka afstöðu
gegn EBE, hann hefur verið hinn
galvaskasti i umhverfisverndar-
málum og leiðtogi hans, Lars
Korvald, sem áður var litt áber-
andi stjórnmálamaður, hefur þótt
standa sig nokkuð vel sem for-
sætisráðherra. Flokkurinn hefur
lika sinnt æskulýðsmálum af
miklum áhuga og staðið i mikilli
krossferð gegn fiknilyfjafaraldr-
inum. Siöast en ekki sist beita
þessir kristilegu framsóknar-
menn sér af hörku gegn fóstur-
eyðingum, en komið hefur til orða
að dregið verði úr hömlum á þeim
i Noregi. Norðmenn hafa lengi
haft orð á sér fyrir að vera kristn-
astir allra þjóða i lútherskum
dómi, og gott ef ekki i saman-
lagðri kristninni, og það segir
ennþá furðanlega til sin þegar
átök verða um eitthvað sem
snertir kynlif og getnað.
Að öllu samanlögðu er hægt að
ganga út frá þvi að kosningarnar
hafi verið hrakfarir EBE-sinna
Framhald á bls. 15.