Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN |Midvikwd»gi»r 12. september 197S MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ótgefandi: Ótgáfufélag Þjóðviljans • Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Auglýsingast jóri: Heimir Ingimarsson Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. LÁGMARKSAÐGERÐIR GEGN BRETUM Rikisstjórnin hefur nú ákveðið að gripa til sérstakra ráðstafana vegna fólsku- verka Breta á íslandsmiðum. Hefur stjórnin ákveðið eftirfarandi aðgerðir: 1. Að kref jast slita stjórnmálaskipta við Breta og að sendiráðunum hér og i Bret- landi verði lokað ef Bretar haldi áfram ásiglingum á islensk skip. Þessi ákvörðun þýðir að það er nú á valdi Breta sjálfra hvort stjórnmálasamband helst milli landanna eða ekki. 2. Að hætta að veita njósnaflugvélum Bretanna, Nimrod-vélunum, alla hugsan- lega þjónustu á islenska flugstjórnar- svæðinu. 3. Að Bretar verði sjálfir að koma með veika menn til hafnar ef þörf krefur og þá verður að flytja mennina til hafnar á þvi skipi, sem þeir eru lögskráðir á. 4. Að fá hvalveiðiskip til gæslustarfa i vetur. Þá hefur forsætisráðherra lýst þvi yfir að veiðiþjófarnir muni ekki fá leyfi til að leita vars i vetur uppi við strendur landsins, hvorki til að flýja veðurofsann eða til að brjóta af sér is. Hér er i rauninni um algerar lágmarks- aðgerðir að ræða, en forsætisráðherra hefur lýst þvi yfir að senn komi að þvi að þolinmæði okkar þrjóti að þvi er varðar athafnaleysi NATO vegna NATO-herskip- anna hér fyrir utan landið. Virðist einsýnt að þegar i stað eigi að lýsa yfir lokun sendiráðs Islands hjá NATO og að jafn- framt verði hætt þátttöku i störfum þessa bandalags. Aðild að þvi er okkur aðeins til óþurftar meðan það heldur verndarhendi yfir ofbeldisöflunum i liki herskipa hér á íslandsmiðum. STRAUMURINN TIL VINSTRI Úrslitin i Noregi eru fagnaðarefni fyrir alla sósíalista. Þau sýna að sú hreyfing sem hófst með atkvæðagreiðslunni um Efnahagsbandalagið hefur skotið djúpum rótum og þeir flokkar einir sem i raun og veru börðust gegn Efnahagsbandalaginu hafa nú aukið fylgi sitt — hinir sem vildu aðild að EBE eða voru hálfvolgir i afstöðu sinni hafa tapað verulegu fylgi. Það sem mesta athygli vekur er að Verkamanna- flokkur Brattelis býður mikið afhroð, en hann er sá sósíaldemókrataflokkur á Norðurlöndunum sem næstur er Alþýðu- flokki Gylfa Þ. Gislasonar að eymd og undansláttartilhneigingu . Úrslit kosninganna i Noregi sýna okkur að sú hreyfing til vinstri sem átt hefur sér stað að undanförnu um alla Vestur-Evrópu siglir enn hraðbyri. Þessi staðreynd kom i ljós i siðustu alþingis- kosningum á íslandi með stórfelldum kosningasigri Alþýðubandalagsins. Sú hreyfing mun halda áfram — þess sjást raunar mjög greinileg merki. En hið athyglisverðasta og ánægju- legasta er að á sama tima verður i sifellu vart hnignunar borgaralegra afturhalds- afla. Það kemur ekki aðeins fram i fylgi hægri flokkanna; það sést lika á þvi að forustumenn þeirra eiga sifellt erfiðara með að fóta sig á vettvangi stjórn- málanna. Þetta kemur til að mynda i ljós i forustu Sjálfstæðisflokksins á íslandi sem er i senn ráðvillt og rugluð og hefur ekki kraft til neins annars en að slást inn- byrðis. Fylgi Sjálfstæðisflokksins á Islandi var minna i siðustu kosningum en nokkru sinni i 40 ár — það mun enn halda áfram að minnka. Fylgi hægri-manna á Norðurlöndunum öllum hefur farið si- minnkandi á undanförnum árum. Straum- urinn liggur til vinstri i stjórnmálunum — ekki aðeins á íslandi heldur i öllum ná- grannarikjum okkar. Má i þvi sambandi nefna Noreg, Frakkland og Vestur-Þýska- land. íhaldsöflin eru á undanhaldi alls staðar. Lœknar um frjálsar fóstureyðingar: Sammála að félagslegar ástæður séu nægjanlegar fyrir heimild Aftur á móti vilja þeir ekki að ákvörðunarréttur um fóstureyðingar verði tekinn úr þeirra höndum Eins og fram hefur komið f fréttum fjallaði aðalfundur Læknafélags tslands m.a. um „Nefndarálit, greinargerð og frumvarp til laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir” frá heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytinu. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun um málið: „Aöalfundur L.t. 1973 fagnar fyrirhugaðri endurskoðun á núgildandi löggjöf um fóstureyðingar og ófrjósemisaögerðir. Fundurinn lýsir stuðningi við framkomnar tillögur um aukna fræðslu varðandi kynlif og barneignir og við það, að félagslegar ástæður einar saman séu nægjanlegar til þess að heimila fóstureyðingu. Fundurinn lýsir ein- dreginni andstöðu við tillögu hinnar stjórnskipuðu nefndar, að fóstur- eyðingar skuli heimilaðar að ósk konunnar eingöngu. Með slíku ákvæði er ákvörðunin um aðgerð, sem valdið getur varanlegu heilsutjóni, tekin úr hendi læknisins og öryggi sjúklingsins þannig stefnt i óþarfa hættu. Fundurinn lýsir stuðningi við þá hugmynd, að ófrjósemisaðgeröir verði gerðar frjálsar.en telur þó nauðsynlegt, að sett séu viss ákvæði til þess að fyrirbyggja og vernda fólk gagnvart litt hugsuðum og ótimabærum ófrjósemisaðgerðum.” Talið frá vinstri: Páll Þóröarson, framkvæmdastjóri Lt, Snorri P. Snorrason, formaður, Guðmundur Jóhannesson, varaformaður, Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri, og Skúli Johnsen, ritari. t stjórn Lt er ennfremur Grfmur Jónsson. Ákvörðunarrétt um fóstureyðingu má ekki taka úr höndum lækna A fundi með fréttamönnum i gær, sagði Guðmundur Jóhannes- son, læknir, að með þeirri einu breytingu, að félagslegar ástæður einar saman séu nægjanlegar til að heimila fóstureyðingu, þá sé hægt að leysa vanda flestra þeirra kvenna, sem hingað til hef- ur orðið að synja vegna núgild. laga um fóstureyðingar (frá 1935 og 1938). En grundvallarbreyt- ingin, sem hin stjórnskipaða nefnd leggur til, heimilar fóstur- eyðingu eingöngu að ósk konunn- ar, án þess að fyrir hendi séu nokkrar læknisfræðilegar eða fé- lagsfræðilegar ástæður. Gert er ráð fyrir að konan sjálf skrifi und- ir umsóknina og þvi hljóti stofn- un, sem rikisvaldið kann að til- nefna til að framkvæma þessar aðgerðir, telja sig skuldbundna að framkvæma fóstureyðingu ef aðeins viljayfirlýsing konunnar á þar til gerðum plöggum liggur fyrir. Þess vegna viljum viö meina að ákvörðunarrétturinn um fóstur- eyðingu sé i raun tekinn úr hendi læknisins, og það er grundvallar- atriði sem við getum ekki fallist á, sagði Guðmundur. Gömlu lögin í raun frjálsleg Guðmundur skýrði þvinæst frá þeim lögum sem gilda um fóstur- eyðingar, og sagði m.a., að sú löggjöf sem sett var 1935 sé i raun mjög frjálsleg miðað við þá tima, þar sem gert er ráð fyrir að fé- lagslegar ástæður megi viður- kenna jafnframt öðrum ástæðum, þó að það megi ekki vera eina ástæðan. Þessi löggjöf er þannig úr garði gerð, að tveir læknar verða að skrifa undir vottorð eða umsókn fyrir konuna, annars vegar heimilislæknir eða læknir, sem þekkir til aðstæðna, og hins vegar yfirlæknir á þeirri stofnun sem á að framkvæma aðgerðina. Þetta er sama kerfi og gildir i Sviþjóð og á sfðasta ári voru framkvæmdar um 80% fóstureyð- inga þar með þessu fyrirkomu- lagi. Varðandi lög um ófrjósemisað- gerðir er það nefnd sem tek- ur ákvörðun og heyra lika undir sömu nefnd aðgerðir til að fyrir- byggja erfðagalla hjá fóstrinu, þannig að það eru tvenn lög i gildi um þetta efni. Fleiri fóstureyðingar en margir álita Þá barst talið að fjölda fóstur- eyðinga miðað við núverandi kerfi. Fóstureyðingar eru fram- kvæmdar á tveimur stöðum á landinu, á fæðingardeild Lands- spítalans og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, en þar eru fram- kvæmdar mjög fáar aðgerðir, 8-10 á ári á móti ca. 160 aðgerðum hér i Reykjavik. Svo er að sjá að fóstureyðingum hafi fjölgað veru- lega eftir að opinberar umræður hófust um málið af alvöru, ekki sist núna allra siðustu mánuði, þannig að i siöasta mánuði eru framkv. 30 aögerðir á fæðingar- deildinni og það eru allar horfur á að með sama áframhaldi geti að- gerðirnar orðið hátt á þriðja hundrað án þess að lögunum hafi verið breytt. Aukningin kann að liggja milli 50-100% miðað við ár- ið i fyrra, en þá voru fram- kvæmdar 160 fóstureyöingar i Reykjavik. Afleiðingar frjálsra fóstureyðinga Þær röksemdir aörar sem lækn- ar færa gegn þessari breytingu, eru þær, að heilbrigðiskerfið i dag er ekki undir það búið að taka við afleiðingunum af algjörlega frjálsum fóstureyðingum, þvi að ómögulegt er að gera sér grein fyrir hvað þörfin er mikil. Ef mið- að er við Sviþjóð, þá voru i fyrra framkvæmdar þar um 26 þúsund aðgerðir, og ef við fáum sömu aukningu hér á næstu árum,mun það þýða 1200 aðgerðir á ári. Spurt var um legudagafjölda vegna fóstureyðingar, og kom fram að kona liggur venjulegast fjóra daga. Aðgerðin er gerð á öðrum degi og siðan fer konan heim á öðrum degi þar frá, og er miöað við að allt gagni eðlilega. Legudagafjöldinn á siðasta ári, miðað við 160 fóstureyðingar, er Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.