Þjóðviljinn - 12.09.1973, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 12.09.1973, Qupperneq 13
Miövikudagur 12. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN Þaö var eintak af Feminu, sem hún haföi fengið hjá Júliu. Odile fletti blaðinu, hljóp yfir matar- uppskriftir og heimilisprýði og leit nánar á tiskumyndir og fegr- unarheilræði. Þetta var gamalt blað, frá þvi i febrúar, hún hafði áöur séð það á hárgreiöslustof- unni, hún þekkti myndirnar aftur. Á þriðju siðu var orðið FEMH'JA prentað með sérkenni- legum stöfum, mjög háum og grönnum. Eitthvað í stóra F-inu kom Odile kunnuglega fyrir sjón- ir. Og allt i einu var hún viss i sinni sök: það var sama F,-ið og Salon Gablin — Almennilegur karlmaður á að vera eins og axlabönd — áreiðanlegur, sterkur og ekki áberandi. Brúðkaup Laugardaginn 18/8 voru gefin saman I hjónaband i Kópavogs- kirkju, af sr. Arna Pálssyni, Guð- rún Andrésdóttir og Jón Halldór Hannesson. (ljósmst. Gunnars Ingimars, Suð- urveri, — simi 34852.) notað hafði verið i seinna bréfinu til hennar. Odile fletti heftinu i ofvæni. A 26. siðu fann hún stórt rautt O sem hún var sannfærð um aö lika hefði veriö notað. Sá sem útbjó bréfin, hafði haft aðgang aö febrúarhefti af Feminu. Þó ekki hefti Júliu, þvi að það var ósnert. Þetta var eiginlega engin vis- bending. Hver sem er getur náð sér i gamalt vikublað. En samt var þaö ábending, þótt ómerkileg væri. Gat það táknað að kona hefði sett bréfin saman? Frú Aronson keypti stundum stök hefti af Feminu og Heimi konunnar. Elisabet var aðeins áskrifandi að erlendum timarit- um, frönskum og enskum. Ungfrú Berg? Þótt trúlegra væri að hún hefði áhuga á Kvennablaöinu og Heima er bezt. Indiánastelpurnar i Kasinógötu keyptu örugglega ekki Feminu. Odile fór upp i svefnherbergið og hringdi i Sanger. Þegar hún heyrði rólega og stillta rödd hans, fannst henni sem þetta væri ótta- leg vitleysa, sem hún ætlaöi að segja, en hún sagði það samt. — Við erum búnir að uppgötva þetta sama, svaraði Sanger. — Við erum búnir að þekkja talsvert af útklipptu bókstöfunum. Flestir koma þeir úr venjulegum dag- blööum, allmargir úr vikublöð- um. Við erum svo sem litlu nær. Pappir og umslög eru alvanaleg, það einfaldasta sem er og fæst i hverri tóbaksbúö. Limiö er venju- legt heimilislim. — Þið hafið mikið fyrir þessu, sagði Odile afsakandi. — Þetta eru smámunir, frú Tengwall. En við höfum áhuga á þessu máli vegna þess að þaö ger- istá sömu slóðum og hvarfiö. Mig langar til aö fá að lita á þetta svo- kallaða lystihús. Er það hægt i dag? Odile heyrði að Herbert var á leiö upp stigann og hún lauk sam- talinu i skyndi um leið og Herbert kom inn i herbergið. — Af hverju lokarðu þig inni i svefnherbergi til aö hringja? spurði hann gremjulega. — Hvað ertu eiginlega að bauka? — Ég var að hringja i sauma- konuna, sagði Odile og reyndi að mæta augnaráði hans, en leit niður eftir andartak. Sanger kom nokkrum klukku- stundum siðar. og Odile og hann gengu saman að lystihúsinu. Af eins konar eðlisávisun sneri Odile sér við og sá gluggatjald hreyfast i glugga á efri hæðinni. Frú Aron- son sem var alein i húsinu, fylgd- ist bersýnilega með. Jæja, það var svo sem ekkert undarlegt. Það var ekki á hverjum degi sem maður frá rannsóknarlögreglunni kom i heimsókn. Odile lauk upp og þau gengu inn i kalt og óhrjálegt herbergið á neðri hæðinni. Fulltrúinn litaðist um i herberginu, horfði á borð- tennisborðið meö rykugu glöt- unni, tómu flöskurnar, kertis- stubbana, öskuna i arninum. Hann hugsaði: ekki sérlega aðlaðandi ástarhreiöur fyrir Laugardaginn 18/8 voru gefin saman i hjónaband I Dómkrikj- unni, af sr. óskari J. Þorlákssyni, Sigrún Elin Einarsdóttir og Jón Gunnlaugsson. Heimili þeirra verður að Kirkjubraut 13, Akra- nesi. (Ljósmst. Gunnars Ingimars, Suðurveri, — simi 34852). þessa litlu glæsikonu. Og hann velti fyrir sér hvernig eískhugi hennar liti út, hvernig sá maður væri sem gæti lokkað hana á leynifundi á þennan subbulega, óyndislega stað. Litla búrið fyrir innan herberg- ið virtist ekki hafa verið notað i óratima. Það var óupphitað og ó- tótlegt og þykkt ryklag yfir öllu. Sanger sá á augabragði að þarna hafði enginn komið langalengi. Mjór stigi lá upp i kvistherbergi og þangað fóru þau. Dauf skima barst inn um tvo smárúðuglugga, þakta köngulóarvef. Loftið var aöeins eitt kvistherbergi undir súð og fjalagólf i. Þarna höfðu nokkur lúin húsgögn dagað uppi ásamt haug af gömlum rúmfatn- aði og klæðisplöggum, brotnum spegli, ónýtum gaslampa og nokkrum myndum. Sanger horfði á allt saman með óræðum svip. Hann snerti aðeins fatahrúgurn- ar en sagði ekkert. Þegar þau voru komin niður, sagði hann: — Leyfist mér að spyrja hvort það er hérna niðri eða á kvistin- um sem þér hittið góðvin yðar? — Hérna niöri. — Svo að þér hafið alls ekki not- að loftiö eöa neitt af þvi sem þar er að finna. Odile roðnaði. Hann átti ber- sýnilega við rúmfötin, dýnuna, koddana, teppið. — Nei, sagði hún lágt en festu- lega. — Við höfum alls ekki farið þangaö upp. Ég vissi ekki einu sinni að neitt væri þar uppi. — Ég skil. Sanger þagði meðan Odile fylgdi honum að hliðinu. Hann rétti henni höndina og horfði á hana vingjarnlegur en ihugandi. — Ef þér finnið eitthvað sem kalla mætti brúðu, þá hringið til min, sagði hann. — Hvenær sólar- hringsins sem er. Odile lét sem hún svæfi, og strax og hún var viss um aö Her- bert var sofnaður, laumaðist hún fram úr, klæddi sig i siðbuxur og peysu og læddist niður stigann. Það var dauðaþögn i húsinu og gólfklukkan i anddyrinu sló tvö rétt i þessu. Odile skildi útidyrn- ar eftir opnar og gekk út i kalda, stjörnubjarta nóttina. Hún fór fyrst að sorptunnu Elisabetar og Klas-Unos. Hægt og nosturslega og með einbeitni fór hún að rifa upp allt innihaldið, tunnan var næstum full, það átti að tæma hana næsta dag, það vissi hún. í tunnunni var þvi úr- gangur fimm eða sex daga. Hún lét samanhnýttu plastpok- ana eiga sig, þar voru trúlega engin blöð. Bara ölflöskur og glerbaukar, pappaumbúðir og matarleifar. Það lá talsvert af lausum blöðum i sorptunnu Elisa- betar og Odile tók þau upp og fór að fletta þeim. Suðursvenska dagblaðið, Kvöldpósturinn, Viku- tiðindi, Time, Vogue. Nokkur húseigendatimarit og Allers. Hvergi i blöðunum hafði neitt verið klippt út, engin göt i textan- um báru vott um að skærum hefði verið beitt. Odile reis skjálfandi á fætur og fleygði öllu aftur i tunnuna. Hún vissi ekki hvort hún var vonsvikin eða glöð yfir þvi að höfundur nafnlausu bréfanna fleygði ekki úrgangi sinum i sorptunnu Elisa- betar. Rannsóknin á tunnu Júliu var árangurslaus lika. Enginn bók- stafur hafði verið klipptur út úr blöðunum sem þar var að finna. Niðurdregin gekk Odile að eigin sorptunnu og fór i þriðja skipti að fást við það viöbjóðslega verkefni að kynna sér innihald tunnunnar. Og þegar þvi var lokið og hún var aftur á leið að húsinu, varð hún að horfast i augu við þá staðreynd, að hver svo sem höfundur bréf- anna var þá fleygði hann eða hún ekki notuðu blöðunum i sorptunn- ur einbýlishúsanna þriggja. Við- komandi var of snjall til þess. Eða hafði eigin sorptunnu. Þegar Odile var næstum komin heim, ákvað hún að hringja til Sangers i býtið næsta morgun og segja honum frá árangri nætur- innar. En rétt á eftir hugsaði hún sorgmædd: hann er sennilega búinn að láta aðgæta sorptunn- urnar okkar. Þeir hafa sérfræð- inga i öllu. Hún ýtti upp hurðinni og gekk inn. Læsti vandlega á eftir sér og fór inn á snyrtiherbergið og þvoði sér vel um hendurnar. Hún var þreytt og vonsvikin, það hafði MIÐVIKUDAGUR 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson byrjar lestur þýðingar sinn- ar á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne. (1). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Handel-kórinn i Berlin syngur andleg lög, Gundther Arndt stj. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Artur Schnabel leikur Sónötu nr. 16 i B-dúr (K570) eftir Mozart. / Hermann Prey syngur lög eftir Schu- bert. / Búdapest-kvar- tettinn leikur Strengjakvar- tett i F-dúr op. 18 eftir Beet- hoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Sumar- friið” eftir Cesar Mar Valdimar Lárusson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlista. „Landsýn”, hljómsveitarforleikur eftir Jón Leifs. Sinfóniuhljóm- sveit tslands leikur, Jin- drich Rohan stj. b. Forspil og Daviðssálmar eftir Her- bert H. Agústsson. Guð- mundur Jónsson og Sinfóniuhljómsveit Islands flytja, Páll P. Pálsson stj. c. Fimm pianólög eftir Sigurð Þórðarson. Gisli Magnússon leikur. d. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Leifs, Stein- grim Hall, Sigfús Einarsson og Jón Laxdal. Ingvar Jónasson leikur á viólu og Guðrún Kristinsdóttir á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphorniö 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Tilkynningar. 19.20 Bikarkeppni KSt, úrslit Fram-IBK. Jón Asgeirsson lýsir. 19.45 Fiðlukonsertnr. 1 i D-dúr op. 6 eftir Nicolo Paganini Itzhak Perlman og Konung- lega filharmóniusveitin i Lundúnum leika, Lawrence Foster stj. 20.20 Sumarvaka a. Frá liðn- um dögum Halldór Péturs- son les aftur úr syrpu sinni. b. t hendingum Hersilia Sveinsdóttir fer með stökur eftir ýmsa höfunda. c. Glatist sagan, þá er gengið i myrkri Valgeir Sigurðsson talar við Vigdisi Björnsdótt- ur. d. Kórsöngur Liljukór- inn syngur nokkur lög undir stjórn Jóns Asgeirssonar. 21.30 Ctvarpssagan: „Fulltrú- inn, sem hvarf” eftir Hans Scherfig Þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Eyjapistill 22.35 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. 22.50 Nútimatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. o a O 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lif og fjör I læknadeitd Breskur gamanmynda- flokkur „Ró og friður flýr úr bæ” Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og vlsindi Kjarnorkurannsóknir tbúöarhús hituö með sóiar- orku. Viddarljósmyndun og varðveizla fornra bygginga. Lifrarögður I sauöfé. Hand- ritarannsókn með leysi- geislum Umsjón örnólfur Thorlacius. 21.20 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 7. þáttur. Flas er faili næst. þýöandi Kristmann Eiðsson. Efni 6. þáttar: Þremenningarnir koma til húss, þar sem þau eiga von á að hitta fyrir einn af foringjum andspyrnu- hreyfingarinnar. En húsið stendur opið og autt. Vin- cent grunar Jimmy um græsku og skerst i odda með þeim. Fyrir tilviljun finna þau timasprengju i kjallara hússins. Vincent gerir hana óvirka, en slasast. Jimmy fer i könnunarleiðangur um nagrennið og kemst að raun um, að Þjóðverjar eru á næstu grösum. Þeim er þvi ekki til setunnar boðið. 22.10 Maður er nefndur Jó- hannes Kolbeinsson, farar- stjóri hjá Ferðafélagi tslands. Pétur Pétursson ræðir við hann. 22.45 Dagskrárlok Kartöflupokdr Ný sending komin. Hagstætt verð. Sendum gegn póstkröfu. POKAGERÐIN BALDUR Stokkseyri, simi 99-3213. Y erkamenn Nokkra verkamenn vantar i fasta dag- vinnu i Áburðarverksmiðju rikisins. Upplýsingar i sima 32000 — frá kl. 9 til 4.30. Áburðaverksmiðja rikisins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.