Þjóðviljinn - 22.09.1973, Síða 5
Laugardagur 22. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
segir Helgi Hóseasson. Ekki í
sakhœfu ástandi er hann slettti
skyrinu, álítur ákœruvaldið
laiiclsfeður
hafa ekki
sansast’
„Tilkynningin er i samræmi við
aðra framkomu rikisvaldsins við
mig, sem hefur verið allt annað
en kurteisleg,” sagði Helgi
Hóseasson, húsasmiður, er Þjóð-
viljinn hafði tal af honum i tilefni
fréttar, sem birtist i fyrradag i
Morgunblaðinu og kvöldið þaráð-
ur i hljóðvarpinu. Segir þar að
saksóknari rikisins hafi sent
sakadómi Reykjavikur bréf, þar
sem segi að „aðfenginni álitsgerð
á geðheilbrigði Helga Hóseasson-
ar og að fenginni umsögn dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins þyki
eigi af ákæruvaldsins hálfu efni
vera til frekari aðgerða i máli
Helga vegna skyrkasts hans á
þingmenn og embættismenn við
setningu Alþingis 10. okt. i fyrra”.
Helgi var sem kunnugt er tek-
inn til geðrannsóknar á Klepp
eftir umræddan atburð, en látinn
laus eftir að hann hafði fallist á að
bókað yrði i þjóðskrá að hann
teldi sig hafa ónýtt skirnarsátt-
mála sinn. Helgi kveðst hafa fall-
ist á þetta vegna tilmæla Klem-
ens Tryggvasonar, hagstofu-
stjóra, og tveggja kunningja
sinna sem i málið gengu, en þeir
hefðu sagt honum að meiri eftir-
gjöf myndi fylgja á eftir af hálfu
rikisvaldsins. Krafa Helga er sú
að bókað verði i þjóðskrá að hann
hafi ónýtt skirnarsáttmála sinn,
en ekki að hann telji sig hafa gert
það.
„En landsfeður virðast ekkert
hafa sansast við þá viðvörun, sem
ég gaf þeim i fyrrahaust”, sagði
Helgi. „Þeir virðast með þessu
tómlæti sinu vera að snikja eftir
annarri viðvörun frá mér i þessu
sambandi. Ég hef ekkert sam-
band haft við landsfeðurna út af
þessu máli siðan þá, nema hvað
ég skrifaði forsætisráðherranum i
sumar bréf varðandi það, en hef
ekkert svar fengið”. Auk bókun-
arinnar i þjóðskrá er krafa Helga
Kórskóli
að hefja
Kórskóli PÓLÝFÓNKÓRSINS
byrjar fjórða starfsár sitt um
næstu mánaðamót. A fimmta
hundrað nemendur hafa stundað
nám f kórskólanum, siðan hann
hóf göngu sinafyrirþremur árum.
Margir af fyrri nemcndum kór-
skólans syngja nú i Pólýfón-
kórnum og taka virkan þátt i
starfi hans.
Segja má, að kórskólinn hafi
bætt úr brýnni þörf, þvi að
almenningur á litinn kost á söng-
eða tónlistarkennslu, nema þá
dýrri einkakennslu. Fjölda fólks
Athugasemd
Vegna fréttar blaðsins i gær um
að Kópavogsbær hefði hætt við
fyrirhuguð ibúðakaup af Miðbæj-
arframkvæmdum sf. hafði Björg-
vin Sæmundsson, bæjarstjóri,
samband við blaðið og vildi benda
á að ranghermt væri um ákvörð-
un bæjarráðs um kaup á ibúðum
af öðrum byggingaraðilum i 1. á-
fanga. Hann sagði að ákveðið
hefði verið að hætta við öll fbúða-
kaup i 1. áfanga. Þetta er hér með
leiðrétt.
LIV um launamál:
Verulegar hækkanir
til hinna lægstlaunuðu
Helgi segist hafa beðið geð-
lækni þann, sem hafði með rann-
sóknina á Kleppi að gera, um af-
rit af álitsgerð hans, en læknirinn
hefði svarað þvi til að það stæði
ekki á sinu valdi að verða við
þeirri beiðni.
Þjóðviljinn hafði samband við
Baldur Möller, ráðuneytisstjóra i
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
út af máli þessu og skýrði hann
svo frá, að ákvörðunin um að
falla frá frekari aðgerðum i máli
Helga mundi hafa verið tekin með
tilliti til álitsgerðar geðlæknisins
og þó öllu frekar framburðar
hans er hann var kallaður fyrir
rétt vegna málsins. Hefði sam-
kvæmt framburðinum þótt liggja
ljóst fyrir, að Helgi hefði ekki
verið sakhæfur i þessu ákveðna
tilfelli, sökum þess hve fastgrón-
um hugmyndum hann hefði þá
verið haldinn. Hins vegar þýddi
það alls ekki að Helgi væri ósak-
hæfur yfirleitt.
IX. þing L.Í.V. telur að uintals-
verður árangur hafi náðst i síð-
ustu kjarabaráttu. Hins vegar
lýsir þingið yfir þungum áhyggj-
um vcgna sivaxandi verðbólgu i
þjóðfélaginu, sem bitnað hefur
harðast á þeim sem minnst mega
sin, lægst launaða fólkinu.
Þingið leggur áherslu á, að þar
sem þjóðin býr nú við óvenju
mikið góðæri vegna sihækkandi
verðlags útflutningsafurða þjóð-
arinnar, sem nú er miklu hærra
en nokkru sinni fyrr, þá sé ekki
annað sæmandi en aö þjóðfélagið
standi saman um að tryggja þeim
sem lægstu launin hafa verulegar
launahækkanir.
Þingið leggur þvi höfuðáherslu
á, að i næstu kjarasamningum
verði fyrst og fremst lögð áhersla
á hækkun lægstu launa og trygg-
ing kaupmáttar. Þingið leggur
jafnframt þunga áherslu á, að sú
aukning kaupmáttar, sem barist
er fvrir hveriu sinni og mesta
þýðingu hefur fyrir alla launþega
verði ekki brennd upp i báli óða-
verðbólgu. Þingið bendir á þá
nauðsyn að stjórnvöld geri allt
sem i þeirra valdi stendur til að
stöðva siaukna verðbólguþróun.
Með ofanritað I huga, ályktar
IX. þing L.t.V. að sett verði fram
krafa um lágmarksgrunnlaun
fyrir dagvinnu kr. 27.000,00 á
mánuði. Auk þess skal við gerð
nýrra kjarasamninga hafa hlið-
sjón af eftirfarandi atriðum:
1. Full laun verði eftir 6 ár i stað
12 ára nú.
2. 3ja daga viðbótar orlof verði
veitt eftir 15 ára starsaldur,
þannig að heildarorlof verði 30
virkir dagar.
3. Starfsfólk, sem unnið hefur
þrjú ár hjá sama vinnuveitanda,
skal fá greidda ákveðna upphæð
þegar það fer i orlof til greiðslu á
orlofskostnaði.
4. Það fólk, sem ekki er unnt að
veita sumarfri á þeim tima, sem
lög gera ráð fyrir að sumarfri sé
almennt tekið, þ.e. á timabilinu
frá 2. mai til 15. september ár
hvert, skal fá sem svarar 25%
lengra orlof.
5. Deilitalan 160 gildi, fyrir af-
greiðslufólk i verslunum eins og
skrifstofufólk við útreikning
timakaups i dagvinnu.
6. Sett verði ákveðin deilitala til
að finna út kaup pr. dag við út-
reikning á orlofsgreiðslu og
greiðslu I veikindaforföllum.
7. Matar- og kaffitima i helgi-
dagavinnu skal veita eftir sömu
reglu og á virkum dögum og telj-
ast til vinnutimans og séu þeir
unnir greiðist tilsvarandi lengri
vinnutimi.
8. Kona, sem unnið hefur eitt ár
eða lengur hjá sama vinnuveit-
anda skal eiga rétt á óskertu
kaupi I 3 mánuði eftir að hún
hættir störfum vegna barnsburð-
ar.
9. Greiða skal fulla verðlagsupp-
bót á öll laun samkvæmt kjara-
samningum verslunarmanna.
Araiifrur af
slofnun Flugleiða
Utanlands-
flugið verður
samræmt
Vetraráætlun millilandaflugs
Flugfélags Islands og Loftleiða
hefst 1. nóvember n.k. og gildir til
31. mars 1974. Samstarfsnefnd fé-
laganna, sem hóf störf skömmu
eftir stofnun Flugleiða h.f., hefur
að undanförnu unnið að samræm-
ingu á áætlunarferðum félaganna
i vetur, og kemur nú i fyrsta sinn
út sameiginleg flugáætlun.
Alls verða 33 áætlunarflugferð-
ir á viku frá tslandi á vetri kom-
anda, þar af 11 til Bandarikjanna
og 22 til Evrópulanda. Farkostir
nýttir til þessara flugferða verða
þotur af gerðunum Douglas DC-8
og Boeing 727. Auk þess verða
Friendship-skrúfuþotur nýttar til
Færeyjaflugsins.
Sætaframboð félaganna á viku
til og frá Islandi verður frá 6.500
og allt að 7.000, og fer eftir þvi hve
mikið rými verður nýtt til vöru-
flutninga hverju sinni.
Auk vetraráætlunarinnar, hef-
ur áætlunarflug flugfélaganna til
Norðurlanda verið samræmt frá
og með 6. október og til mánaðar-
loka, þannig að frá þeim degi
verður flogið fjórum sinnum i
viku til Osló, tvisvar til Stokk-
hólmsog daglega til Kaupmanna-
hafnar.
Pólýfónkórsins
starfsemi sína
langar til að syngja og iðka tónlist
en hefur fá tækifæri til þess eða
kemur sér ekki að þvi sökum
óframfærni, jafnvel þótt það sé
gætt góðum hæfileikum. Þessu
fólki veitir kórskólinn gott tæki-
færi til að reyna getusinaog leggja
grundvöll að söngnámi og hollri
tónlistariðkun. Rétt beiting
raddarinnar er öllum mikilsverð,
bæði i tali og söng. Kennslan fer
fram i smáhópum, og eru engar
kröfur gerðar til fyrirframkunn-
áttu. Hins vegar veður starf-
ræktur framhaldsflokkur fyrir
þá, sem stundað hafa nám i kór-
skólanum áður eða hafa nokkra
reynslu og kunnáttu fyrir.
Kennt í Vogaskóla
Meðal kennara kórskólans
eru Rut Magnússon, Einar Sturlu-
son, Lena Rist og Ingólfur Guð-
brandsson, söngstjóri Pólyfón-
kórsins. Kennslan fer fram i
Vogaskóla á mánudagskvöldum,
og verður kennt 2 stundir i senn,
raddbeiting, söngur, heyrnar-
þjálfun, tónheyrn og taktæfingar
og nótnalestur. Námsskeið það,
sem nú hefst, stendur til jóla, og
hafa margir þegar látið innrita
sig.
Bach i vetur
Starfsemi Pólýfónkórsins er
einnig aö hefjast, og er i ráði að
taka eitt af stórverkum J.S.
Bachs til flutnings i vetur með
kórnum, hljómsveit og einsöngv-
urum. Allir, sem hafa hug á að
taka þátt i starfsemi kórsins i
vetur, eru beðnir að hafa
samband við stjórn kórsins eða
söngstjóra hið allra fyrsta.
Hljómplata væntanleg
Eins og kunnugt er, fór Pólýfón-
kórinn i mikla söngför til Svi-
þjóðar og Danmerkur i sumar,
þar sem hann hélt opinbera tón-
leika og hlaut mikið lof þekktra
gagnrýnenda i stærstu dag-
blöðum Norðurlanda. 1 þeirri för
var fyrsta hljómplata kórsins
hljóðrituð hjá sænska útvarpinu i
Stokkhólmi. A eftir henni kemur
út úrval þeirrar efnisskrár, sem
flutt var i söngförinni, bæði is-
lensk og erlend tónlist, og kemur
hún á markað hjá hinu þekkta
hljómplötufyrirtæki RCA bæði
hér heim aog erlendis i næsta
mánuði. Munu hinir mörgu aðdá-
endur kórsins hugsa gott til að fá
þetta sýnishorn af söng kórsins til
jólagjafa.
Aðspurður um kröfu sina um
legstað utan kirkjugarðs sagði
Helgi: „Bókunin i þjóðskrána
væri viðurkenning rikisvaldsins á
ónýtingu skirnarsáttmálans og
rétti minum til hliðstæðrar fyrir-
greiðslu og kristingar og væntan-
lega æsingjar njóta i þessu efni”.
sú að úr gildi verði felldir hæsta-
réttardómar, er gengið hafa i
máli hans, en hann telur bókunina
ekki fullgilda, jafnvel þótt hún
fengist, nema dómarnir verði ó-
nýttir. I bréfinu mælist Helgi til
þess við forsætisráðherra, að
hann komi þvi til leiðar við Al-
þingi að það samþykki fyrir
næstu jól að nema dómana úr
gildi. I bréfinu til ráðherra leggur
Helgi áherslu á vilja sinn til að
komast af við rikisvaldið á frið-
samlegan hátt.
Lögreglan þjarmar að Ilelga Hóseassyni við Alþingishúsið i fyrra.