Þjóðviljinn - 22.09.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. september 1973
Laugardagur 22. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
SÖMU
REGLUR
GILTU
1958
Vegna umræöna, sem orðið hafa um
reglur þær um viötöku sjúkra og slasaðra
manna af breskum skipum hér við land,
er dómsmálaráöherra setti hinn 6. þ.m.,
þykir dómsmálaráðuneytinu rétt að
benda á, hverjar reglur giltu um það efni i
hinni fyrri landhelgisdeilu við Breta á ár-
unum 1958-1961. Þær reglur voru settar af
þáverandi forsætis- og dómsmálaráð-
herra, Hermanni Jónassyni, og koma
fram i bréfi til sendiherra Breta á Islandi,
sem afhent var 30. september 1958. Fer
bréfiö hér á eftir i islenskri þýðingu:
Háttvirti sendiherra.
íslensk stjórnvöld hafa nú á.skömmum
tima tvisvar verið beðin um leyfi fyrir
herskip til þess að koma með sjúkling til
islenskrar hafnar. Annar var sjómaður af
tundurspillinum Diana, hinn sjómaður frá
togaranum Paynter, sem hafði verið
fluttur um borð i tundurspillinn og var tal-
inn of veikur til þess að vera fluttur aftur
yfir i togarann svo togarinn gæti flutt
hann til hafnar.
í báðum tilfellum veitti ráðuneyti
milt leyfi fyrir herskipiö til þess að flytja
veika manninn til hafnar. En vegna
þessara atvika tel ég réttað taka fram, að
enda þótt leyfi hafi verið veitt fyrir þvi að
herskip flytti veikan mann frá togara til
islenskrar hafnar, þá var þetta gert vegna
þess, að islenskum stjórnvöldum var
gefiö til kynna, að maðurinn væri of
veikur til þess að þola flutning yfir i
togarann aftur, og viö þessar aðstæður
vildi ráðuneytið ekki, af mannúðlegum
ástæðum, neita manninum um læknis-
hjálp. En ég tel rétt að skýra yður frá þvi
nú, þegar engin slik tilfelli eru i athugun,
að framvegis mun herskipum ekki verða
veitt leyfi til þess að flytja veika menn frá
breskum togurum til islenskra hafna á
meðan núverandi ástand rikir óbreytt
varöandi ágreininginn um islensku fisk-
veiöilandhelgina. tslendingar eru á hinn
bóginn reiðubúnir nú eins og áöur tii þess
að veita sjúkum sjómönnum læknishjálp,
ef þeirra eigin skip flytja þá til hafnar.
Akveðið mun verða i hverju einstöku
tilfelli, ef og hvenær herskipum skuli veitt
leyfi til þess að koma til hafnar meö veika
menn af þeirra eigin áhöfn, og ef leyfi
veröur veitt mun þess krafist, að sannað
verði fyrir islenskum stjórnvöldum, að
sjúklingurinn tilheyri áhöfn viökomandi
herskips.
Ég óskaði að veita yður, herra sendi-
herra, upplýsingar um þetta i tæka tið.
Ég hef heiður af þvi að votta yður virö-
ingu mina.
Reykjavik, 29. september 1958.
Þessum reglum var hvorki breytt af
rikisstjórn Emils Jónssonar né ólafs
Thors, og giltu þvi óbreyttar til loka deil-
unnar.
(Frá dómsmálaráðuneytinu)
35. Iðnþing
íslendinga
35. Iðnþing tslendinga verður haldið i
Hafnarfirði dagana 26.-29. september nk.
Iðnþingið verður sett i Bæjarbiói i
Hafnarfiröi miövikudaginn 26. september
kl. 2. Ingóifur Finnbogason, húsasmíöa-
meistari, forseti Landssambands iðn-
aðarmanna mun setja þingiö, en enn-
fremur mun Magnús Kjartansson, iðn-
aðarráðherra flytja ávarp. Þingfundir
munu fara fram i félagsheimili Iönaðar-
mannafélagsins i Hafnarfirði.
Fjölmörg mál eru á málaskrá Iðnþings
að þessu sinni, m.a. verk- og tækni-
menntun, iönþróunaráætlunin, hækkun
launaskatts, fjármögnun húsnæðislána-
kerfisins, verölagsmál iðnaðarins,
innkaup opinberra aöila, samkeppnis-
aðstaða skipasmföaiönaöarins o.fl.
Meöan þingiö stendur munu iðnþings-
fulltrúar heimsækja iðnfyrirtæki i
Hafnarfiröi og nágrenni. Sérstök dagskrá
er fyrir eiginkonur iðnþingsfulltrúa og
munu þær m.a. sækja heim forseta
íslands að Bessastöðum.
Einar Agúst-róðrar 2,7 tn. 7 færi Júli-róðrar 11,9 tn. 14
Farsæll 4,5 tn. 11 færi 11,2 tn. 13
Vonin 6.1 tn. 10 færi 17,6 tn. 16
Bergleifur 4,2 tn. 11 færi 6,5 tn. 16
Þytur 3,3 tn. 10 færi 10,5 tn. 20
Valdis 3,0 tn. 9 færi 5,2 tn. 13
V'alur 5,7 tn. 7 færi 11,5 tn. 12
Bensi 14,3 tn. 7 færi 0,8 tn. 2
Búi 1,2 tn. 7 færi 3,4 tn. 14
Tjaldur, einnig lína 8,1 tn. 11 færi 23,7 tn. 12færi
Jón Jónsson, einnig lína 11.3 tn. 13 færi 15,7 tn. 14
Jón Guðmundsson, einnig lina 18,9 tn. 14 færi 18,7 tn. 16
Um mannfjölda,fisk,
götur, eimyrju
og margt fleira
Suðuieyri 13/9 1973
Svona til fróðleiks, þykir mér
rétt að rifja hér upp manntals-
fjölda hér i Suðureyrarhreppi sið-
ustu 7 árin. Manntalið er alltaf
miðað við 1. desember ár hvert.
Manntalsskráin kemur frá Hag-
stofu tslands og er þvi óvéfengj-
anleg. 1. desember 1966 þann dag
sem ég íók við vigtarmanns-
starfinu voru skráðir hér i hreppi
482 ibúar, 1967 voru þeir 493, 1968
fjölgaði þeim um 18 og urðu þá
511, 1969 fækkaði þeim aftur um
14 og fóru niður i 497, sama tala
varsvo 1970. 1971 hófst nýbygging
Fiskiðjunnar Freyju eftir stór-
brunann 2. mai og f.jölgaði ibúum
upp i 517, og 1. desember 1972
hafði fjölgað um 1, aðeins einn, og
voru þá 518.
A umræddum árum fluttu burt
héðan 12—14 fjölskyldur sumar
þeirra voru aðfluttar og höfðu
dvalið hér 1 ár eða svo og fóru þá
aftur. En meginfjöldi burtflytj-
enda voru raunverulegir Súgfirð-
ingar. En eins og sjá má hér að
ofan flutti fólk hér inn, en sumt af
þvi er nú farið aftur. Nú, að gefnu
tilefni skráöi ég hér þá fjölskyldu-
feðir sem héðan eru farnir, með
allt sitt og hafa verið að fara á
siðustu vikum eða siöan i endaðan
júni. Fimm af þessum fjölskyld-
um áttu hér hús og hafa þeir allir
selt þau. Og þá kemur upptaln-
ingin:
Sverrir Bergþórsson starfs-
maður hjá Fiskiðjunni Freyju i
mörg ár 5 manns, örn Asgeirsson
sjómaður á bátum um árabil 6
manns, Hallbjörn Björnsson sjó-
maður og siðan starfsmaöur
Fiskiöjunnar 8 manns, Svavar
Sigurðsson matsveinn hér á
bátum 3 manns, Baröi Theódórs-
son aðalrafvirki þorpsbúa og
fyrirtækja i fleiri ár 5 manns,
Guðmundur Hermannsson aðal-
vélstjóri Fiskiðjunnar um árabil 9
manns, óskar Karlsson með kær-
ustu, ekki héðan, var verkstjóri
hjá Fiskiðjunni i mörg ár 1
maður, Halldór Kristjánsson
kennari hér i 5 ár fer um 20/9 4
menn.
Samtals eru þetta 41 talsins. 1
viðbót við þetta hafa tveir auglýst
hús sin til sölu, þar eru samanlagt
4 til heimilis. Allt þetta fólk var á
manntali hér 1972. Hver verður
svo talan 1. desember 1973( Þetta
eru staðreyndir sem tala sinu
máli og ekki er hægt aðvéfengja.
Ekki verður annað séð, en fólk
þetta hafi hafí það yfirleitt gott
hér. Það hefur þénað vel, en hver
er svo orsökin fyrir þessum fólks-
flótta, þaö er sko dægradvöl, sem
að enginn getur svarað nema þá
fólkið sjálft. Vonandi flytja hing-
að einhverjir aðrir i staðinn, enda
er það mikil nauðsyn fyrir
hreppsfélagið. Það fer auðvitað
að nokkru leiti eftir þvi hve fljótt
gengur að byggja fbúöarblokkirn-
ar, sem ofarlega hafa verið i huga
framámanna og eru það raunar
enn. Ekkert mótar fyrir þeim. Og
þá koma hér aðrar tölur, sem
ekki eru á manntali, en eru þó
fróðlegar fyrir þá sem i sjávar-
plássum búa t.d. sjómenn og
raunar fleiri, sem áhuga hafa þar
á. Skv. sjómannasamningi hér á
Vestfjörðum er árinu skipt i þrjú
trygginga- og veiöitimabil. Þau
eru vetrarvertið frá nýári til 11.
mai eða 131 dagur, sumarvertið
frá 12. mai til 15. september, það
er 127 dagar, haustvertið frá 16.
september til áramóta eöa 107
dagar, samtals 365 dagar.
Fjórir af hinum fimm stóru
bátum, sem héðan stunduðu veiö-
ar i sumar, eru nú hættir fyrir
nokkru. ólafur hefur verið á land-
róðrum, sem viö köllum svo, hann
er enn við róðra. Agústafli hinna
stærri báta:
tonn landanir Hætti
Kristján Guðmundsson 138,1 3 3/9
Trausti 60,2 1 15/8
Sigurvon 75,1 2 23/8
Guðrún Guðleifsdóttir 46,9 2 troll 17/8
Ólafur Friðbertsson 48,0 20
Afli þeirra samanlagður er þvi 368,38 tonn. Afli þeirra á sumarvertið
er þvi þessi:
Kristján Guðmundsson
Trausti
Óiafur Friðbertsson, ekki hættur
Guðrún Guðleifsdóttir
Sigurvon
Sumarvertið Arsafli i lok ágúst
263,4 tonn 933,9 tonn
232.8 tonn 939,0 tonn
125.8 tonn 711,2 tonn
117,2 tonn 602,6 tonn
183,0 tonn 750,1 tonn
Sumarvertið 1972 var afli
Kristjáns Guðmundssonar 343,9
tonn, Trausta 328,8 tonn, Ólafs FR
289,2 tonn, Sigurvonar 241,8 tonn.
Til gamans skrái ég hér
afla þeirra tveggja báta, sem
héðan stunduðu grálúöu-
veiðar 1971 Ólafur hafði þá
448,5 tonn og Trausti 421,7
tonn. Grálúðu viröist þvi
fara mjög fækkandi eins og öörum
fiskum hér við land.
Og þá kemur hér afli smábáta,
sem sumir hverjir landsmenn
vilja helst þurrka út. Mörg
byggðarlög hafa þó byggst upp af
smábátaútgerö og ef til vill er það
svo enn viöa, aö þeir lifgi upp á
atvinnulifið. Sumir hverjir lands-
menn sem ekki vita hvað sjór er,
nema þá af afspurn, ef þeir trúa
þvi þá, mala nú hátt um aö smá-
bátar eigi nú engar tilverurétt
lengur og eigi þvi aö hverfa.
Menn sem hafa lifað og dafnað,
komist til valda i góðar stööur,
fyrir dugnað og þrautsegju þeirra
manna, sem á þeim reru. Oft
lögðu þeir nótt við dag i bliðu og
striðu. Og þar að auki lagt lif sitt i
hættu við að færa sjálfum sér, og
útvegsmönnum sinum og þjóðinni
allri björg i bú. Ég tel lika að
margir hinnar eldri kynslóðar
eigi trillur og stundi enn róðra sér
til yndis og ánægju og sumir
þeirra yngri vegna tilbreytingar i
starfi. Það er lika viðurkennt að
timar hafa breyst og allt er orðið
stórt, en ég tel þaö vafasamt, að
hægt sé að þurrka smábáta út aö
fullu, að minnsta kosti ekki þar
sem atvinnulýðræði rikir. Hitt er
svo annað mál, að ef fiskur hættir
að fást á grunnmiöum eins og út-
lit er fyrir að sé að verða, þá er
trilluútgerðin sjálfstöðvuð.
Eins og hér kemur i ljós, var
afli smábáta i ágústmánuði mjög
rýr, enda tiö mjög stirð og þurfti
að sækja djúpt á mið. Fjöldi báta
er tólf, sama og áöur:
Samanlagður afli trillanna nú
er þvi 83,3 tonn, en i júli 136,7
tonn. Er þvi samanlagður afli
stærri og smærri báta sem Fisk-
iðjan fékk i mánuðinum 451,6
tonn, en mánuðinn áöur 601,1
tonn. Að auki fékk svo Fiskiðjan
nú fisk annars staðar frá bæði
frá bátum og frystihúsum á Isa-
firði en þó talsvert minna en i júli.
Frá byrjun og til ágústloka er
trilluaflinn orðinn 351,5 tonn á 12
trillur, i fyrra var heildaraflinn
yfir sumarið 400,9 tonn þá 10 trill-
ur.
I viðbót við framanritað kemur
ágústafli Báru h.f. bátanna og
júliafli i svigum.
Guilfaxi, sem ekki telst enn
trilla 19,4 tonn, 6 landanir (23,3
tonn), Kristján 6,7 tonn, 13 róðrar
<11,5 tonn), Sjöfn 2,1 tonn, 5 róðr-
ar (3,9 tonn).
Samanlagt fékk þvi Báran 28,2
tonn i ágústmánuði. Samanlagður
afli sem Báran hefur fengið s.l. 3
mánuði er þvi 73,4 tonn. Heildar-
afli Súgfirðinga átta mánuði árs-
ins er orðinn 4245,4 tonn. Allt ár-
ið 1972 — 5378,4.
Brátt verða nú ef að likum læt-
ur eigendaskipti á Gullfaxa.
Stjórarnir fjórir, sem keyptu
hann hingað s.l. vetur og þræl-
bundusig i vor með togvir, sem þó
brást að öllu leyti og varð úr
handfæraskak, hafa nú i hyggju
að selja bátinn Bárunni h.f. Tals-
verður skyldleiki var og er með
þessum félögum. Báran h.f. og
Leggur h.f. úr þvf verður Leggur
og skel.
Það er hér álit sjómanna á hin-
um smærri og stærri bátum, að
það er tvimælalaust staðreynd,
að ef ekki hefði verið gripið til
þeirra ráðstafana s.l. haust að
færa út fiskveiðilögsöguna í 50
milur, þá hefði orðið hér i sumar
að minnsta kosti á Vestfjörðum,
ördeyða hjá hinum smærri bát-
um. I allt fyrrasumar voru hér
togarar á veiðum á grunnmiðum
á öllu svæðinu frá Látrabjargi og
norður úr, og þá alla jafna fast
upp að 12 milna mörkunum og inn
fyrir þau að sögn sjómanna.
Smærri bátar stunduðu þá yfir-
leitt allar sínar veiðar fyrir innan
12 mílna mörkin. 1 sumar var þar
aftur á móti lítið sem ekkert að
hafa á þeim miðum og þá aðal-
lega smáfiskur. Urðu þvi bátar að
sækja út á dýpri mið frá 14—20
milur og allt upp i 27 milur hinir
stærri. Ef nú togarar hefðu verið
á þessum dýpri miðum eins og i
fyrra, hefði afkoma sjómanna
orðið býsna léleg. — Og svo koma
ýmsir landsmenn með áróður, en
sem betur fer fer þeim fækkandi
og að moldu skulu þeir aftur
verða og vilja telja þjóðinni trú
um það, að útfærsla fiskveiði-
markanna f 50 milur hafi engan
árangur borið og hafi raunar al-
gjörlega mislukkast. Á hvaða til-
verustigi eru þeir menn, er svo
hugsa? Þeir eru aumkunarverð-
ir og það trúir þeim enginn leng-
ur.
Ýmsar fréttir.
Göturnar hér i byggöarlaginu
eru svipaðar og þær hafa verið.
Þær verða ekki malbikaðar eða
oliubornar i sumar. Nú er alveg
búið að fylla upp með stórgrýti
fyrir utan hafskipabryggjuna, og
engin hætta virðist nú vera á þvi,
að hún leggist á hliöina, eins og
óttast var um. Verkið mun hafa
gengið mjög vel og frágangur
allur að sjá mjög til sóma. Verk-
inu var stjórnað úr öörum heimi
þ.e. að sunnan.
Ahalda- og ráðhúsbygging
hreppsins, sem hönnuö var fyrir
nokkrum vikum á hafnarsvæöinu,
já á hafnarsvæöinu, sem mörgum
fannt i upphafi mjög asnaleg
staðsetning, er litið á veg komin
ennþá. Hafnfirsku smiðirnir, sem
vinna við það verk, hafa verið i
sumarfrii og eru rétt komnir aft-
ur. Hafnarþilið er i nokkurra
metra fjarlægð og snýr frá suðri
til norðurs eða sem næst þvi. Hús-
ið snýr frá vestri til austurs.
Verður þvi ekki hægt að fram-
lengja það eins og i upphafi var til
ætlast. Það verður þvi að fara
með það hina leiðina. Það er talið
að skipulagsteikningar allar komi
að sunnan, og þeim verði að hliða,
en hvernig væri að byggja fyrst
og sækja svo um leyfi?
Stórbreyting er að verða á
skipastól byggðarlagsins. M/s
Trausti 176 brúttósmálestabátur,
sem keyptur var hingað nýr úr
Stálvik h.f. og kom hingað 16. juni
1971 er seldur, óvist er hvenær
hann verður afhentur, sennilega
ekki fyrr en norska skipið, sem er
i býgerð að kaupa i staðinn kemur
hingað. Það skip er talið vera
300—350 brúttósmálestir að stærð.
Guðrún Guðleifsdóttir sem hóf
fyrst róðra héðan 21/9 1972 og
landaði nú siðast 17/8 1973 liggur
nú bundin við bryggju. Ekki er
vist hvað við hana verður gert.
Björgvin frá Dalvik er keyptur
hingað, hann kom 9/9 og skip-
stjóri og skipshöfn Guðrúnar
flutti sig þangað. Björgvin er
austur-þýskur 249 brúttósmálest-
ir að stærð, lengd hans er 35,72
m., vél hans 800hö., smiðaár hans
er 1958 og er hann þvi kominn yfir
fermingaraldur. Það rikir hér
mikil bjartsýni yfir byggðarlag-
inu og ibúum þess, sumum hverj-
um.
Sól lækkar nú ört á lofti og það
syrtir senn i álinn. Og fyrir vit
manns mun leggja mikinn óþef, i
viðbót við þann sem fyrir er frá
beinaverksmiðjunni. Ryðgað járn
hækkar ört erlendis. Fiskiðjan
Freyja hefur nú keypt Hjalteyr-
arverksmiðjuna, eða réttara sagt
innvolsiö þaðan, og hyggst nú
bræða hér loðnu i vetur ef allt fer
að óskum, eins og i upphafi mun
hafa verið til ætlast. Takist nú
hinum framfarasinnuðu mönnum
Fiskiðjunnar að koma þessari
viðbótareimyrju og reykspúandi
verksmiðju upp, fyrir loðnuver-
tiðina i vetur og siðar, á þeim
stað, sem sjáöldur augna þeirra
mæna nú á, þá mun áreiðan-
lega fjölga hér heilsuspillandi —
eða óibúðarhæfum ibúðum að
mun. (Skv. viðtali við sveitar-
stjórann, sem birtist i Morgun-
blaðinu 7/9 telur hann að þær séu
nú 27) og þá er komin ástæða fyrir
þá sem næstir eru, eða sem sagt
við hlið verksmiðjunnar, að koma
sér burt. En við treystum þvi, að
likindum verði að sækja um leyfi
hjá viðkomandi nefndum t.d.
skipulags- og brunamála, áður en
byggingar hefjast, en ekki eftir að
byrjað er að bræða loðnu.
Er svo nokkur eidhætta frá
mjölvinnslu eða frystihúsi? Jú,
það hefur komið fyrir. Hér t.d.
brann tsver h.f. til kaldra kola 24.
april 1953 og Fiskiðjan Freyja 2/5
1971. Þar á milli brann beina-
verksmiðjan tvisvar og eldar
hafa kviknað svo nokkrum sinn-
um þess á milli. Þau hús sem
næst standa þessum byggingum
eru ávallt i stórri hættu og er stórt
lán að ekki hefurhlotiststórt slys
eða tjón af þessum eldsumbrot-
um. Það á kannski eftir að verða.
Þaö eru kannski engin lög til yfir
þessar byggingaframkvæmdir
almennt, og þá lika sama hvar
þær standa i byggöarlögunum og
hvernig frá þeim er gengið eða
sinnt að ööru leyti.
Gisli
EFTIR GÍSLA GUÐMUNDSSON
JAJn'ii .iiií r_*.......
Tvö svört ský yfir Hvltahúsinu: Watergatc og inflation —
verðbólga. Hvcr veit nema verðbólgubólstrinn verði
forsetanum hættulegri en Watergate?
mæta hækkandi tilkostnaði.
Þetta tilh'eyrir allt heild-
söluverðinu og kann að valda
innkaupastjórum fyrirtækja
svo sem nógu miklum áhyggj-
um. En hvað um innkaupa-
stjóra heimilanna. húsmæð-
urnar (og þá húsfeður sem
einnig fara i búðir)? Þeirra
biða hrikalegri hækkanir en
nokkur dæmi eru lil i Banda-
rikjunum og þótt viðar væri
leitað.
Þó margt hækki, þá er ekk-
ert i eins örri sveiflu og mat-
vörur.
1 mánuðinum sem lauk 15.
ágústhafði óunnin búvara inn-
lend hækkað um 20%, og engin
efast um, að sú hækkun skilar
sér öll upp á hillur matvöru-
búðanna, segir fréttaritið
Time frá 10. september.
En þetta met átti þó eftir að
fjúka. Þegar ágústmánuður
var liðinn kom i ljós að innlend
búvara liafði hækkað að
meðaltali um 26,1%. Einstak-
ar vörur höfðu þó hækkað
miklu meira.
Dæmi: Korn hækkaði um
69%. lifandi kjúklingar um
42% og cgg um 35%.
Þetta var stærsta stökkið i
verðlagi landbúnaðarafurða i
Bandarikjunum á þessari öld.
Að visu var eitthvað af þess-
um rosalegu hækkunum árs-
tiðabundiö. En það er litil
huggun, þvi að hvort tveggja
er að ekki verður nema litill
hluti hækkunarinnar tekinn
aftur, og hitt að aðrar vörur en
Óðaverðbólga í
Bandaríkjunum
Stjórnarhagfræðingar i Bandarikjunum setja nú allt sitt traust á
alinautin — að þcgar þau koma á markaðinn i haust, muni mesti
kúfurinn fara af kjötsverðhækkuninni. En enginn efast um að þessi
naut verða a.m.k. 20—30% dýrari en frændur þeirra voru i fyrra.
Sannkölluð óðaverð-
bólga virðist nú vera að
grafa um sig i gósen-
landi /,frjálsra við-
skipta"/ Bandaríkjun-
um. Fyrstu árin eftir að
verðbólga var farin að
hrjá lönd vestur-Evrópu,
bjuggu Bandaríkjamenn
enn við hinar hægfara
verðlagshækkanir sem
samkvæmt hagfræði-
kenningunum eiga að
einkenna blómstrandi
„frjálst hagkerfi i jafn-
vægi". Fram yfir mitt ár
i fyrra var almennt
verðlag aðeins 20%
hærra en það hafði verið
árið 1967. Nú stendur
þessi verðmælir, visitala
heildsöluverðs — allar
vörutegundir — ekki
lengur i 120 stigum,
heldur er hann rokinn
upp fyrir 140 stig. A
ágústmánuði einum
hækkaði visitala heild-
söluverðs um 6,2%, og i
þeim sama mánuði
hækkaði innlend búvara
um 26,1%.
I Bandarikjunum er mjög til
siðs að taka stóralvarlegt
mark á þvi sem menn „finna á
sér”. Og I sambandi viö verð-
lagið, þá finna menn svo sann-
arlega fyrir hækkununum og
„finna það á sér” að enn eigi
það nú eftir að versna. Sam-
band innkaupastjóra i Banda-
rikjunum skýrði frá þvi i byrj-
un september að 69% meðlim-
annp teldu sig hafa gert dýrari
kaup i ágúst heldur en mánuð-
inn á undan, og 90% innkaupa-
stjóranna „fundu þaö á sér”
að verðlagið ætti enn eftir að
hækka meö haustinu elskuð-
um fyrirtækjum þeirra til
tjóns.
Sjálfsagt munu innkaupa-
stjórarnir finna fyrir þvi, þeg-
ar stál hækkar um 5% i haust,
en sú er verölagskrafa stál-
framleiðenda. Og segja ýmsir
þeirra að ekki veiti af 6% til að
matvörur eru einnig á óstöðv-
andi hækkunarleið.
Þaö á svo að heita að ríkis-
stjórn Nixons sé aö reyna að
hafa hemil á veröbólgunni. En
enginn spáir miklum árangri,
þvi að allt skal vera svo
„frjálst” og það má ekki
hneppa efnahagslifið i nein
„höft”. Hafgræöingar stjórn-
arinnar vilja skiljanlega ekki
láta hafa mikið eftir sér um
væntanlega verölagsþróun, en
i einkaviöræðum hafa þeir
viðurkennt það aö þeir búist
við mjög örum hækkunum á
næstunni.
Langt fram á árið 1974,
segja hagfræöingarnir, skeið-
ar verðbólgan áfram með
hraða sem nemur árlega 20%
hækkunum á matvöru í smá-
sölu. Og á þvi ári verður
hækkunin á öllum neysluvör-
um ekki undir 8,5%. hj—