Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. september 1973 Þessi mynd sýnir slúlku á Akureyri i starfi götusópara. Fyrir nokkrum árum heföu menn rekið upp stór augujaö sjá fulltrúa „veika” kynsins i sliku starfi, en nú er öldin önnur, og ungu stúlkurnar'eru ekki lengur meö neinn pempiuskap hvaö störf varðar. (Ljósm. SJ.) RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viögerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. - Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. MALASKOLINN MIMIR BRAUTARHOLTI4 - SÍMI iooo4 ENSKAN Talæfingar fyrir fullorðna. Byrjendaflokkar. Framhaldsflokkar. Samtalsflokkar hjá Englendingum. Smásögur. Ferðalög. Daglegt mál. Bygging málsins. Lestur leikrita. Verzlunarenska. Síðdegistímar og kvöldtímar. Dragið ekki að innrita yður. (lirirOmii laiiflid ^ ||III BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Búvöruneyslan innan- lands og útflutningur Upplýsingar úr Frey um mjólkur- og kindakjöts - framleiðslu og ráðstöfun hennar Þegar litið er á tímabil síðustu 12 ára lætur nærri að mjólkurframleiðslan í landinu sé hæfileg fyrir innanlandsmarkað og megi vart minni vera til þess að fullnægja eftirspurn á öll- um árstímum. Hins vegar er framleiðsla á kindakjöti verulega meiri en nemur innlendri neyslu, svo að umfram eru að jafnaði um 25-30% heildar framleiðsl- unnar. Þetta er þó miklum sveiflum undirorpið, því að neyslan er verulega háð kaupgetu. Auknar niður- greiðslurá kjötverði innan- lands geta því að vissu marki haft sömu áhrif og auknar útflutningsuppbæt- ur. Ef saman færi að bændur þyrftu skyndilega að auka f járstofninn og slátrun væri því lítil, en aftur væri kaupgeta almennings í betra lagi, væri umfram kjötframleiðsla til útflutn- ings varla meir en 10% hennar allrar — að því er ætla má. ÞJV I nýútkomnu hefti af búnaðar- blaðinu Frey, útgef. Búnaðarfé- lag islands og Stéttarsamband bænda.er fróðleg grein eftir Guö- mund Sigþórsson hagfræðing um „þróun framleiðslu og neyslu bú- vöru”. 1 grein hans kemur m.a. fram, hvað flytja hefur þurft mik- ið út af mjólkurafurðum og kindakjöti á undanförnum 12 ár- um. Guðmundur segir i grein sinni: „Svo sem kunnugt er, hefur undanfarin ár þurft stuðning út- flutningsbóta til að flytja kjöt og mjólkurafurðir á erlenda mark- aði, svo bændur fengju grundvall- arverð fyrir búvörurnar. Útflutn- ingsbótaheimildin er takmörkuð með lögum og mega þær mest nema 10 prósentum af heildar- framleiðsluverðmætum búvöru- framleiðslunnar i landinu, óskipt á búgreinar. Fyrirkomulag út- flutningsbótagreiðslnanna er til- komið vegna nauðsynjar þess að hafa ætiö nægar búvörur fyrir Lífeyrissjóður Sóknar Stjórn Lifeyrissjóðs Sóknar hefur ákveðið að afgreiða umsóknir um lán úr sjóðnum aðeins tvisvar á ári, vor og haust. Umsóknir vegna vorúthlutunar þurfa að berast skrifstofu sjóðsins fyrir 1. april og vegna haustúthlutunar fyrir 1. október. Hámark láns er nú 250.000 kr. til 15 ára. Aðeins er lánað gegn veði ihúseignum allt að 50% af brunabótamatsverði (þ.e. það lán, sem lifeyrissjóðurinn veitir, að viðbættum áhvilandi forgangsveð- skuldum, má ekki vera hærri upphæð en sem nemur helmingi brunabótamatsverðs) eða sé það ekki fyrir hendi, þá af mats- verði, sem ákveðið er af 2 mönnum, sem fjármálaráðherra hefur tilnefnt. Athygli skal vakin á, að ekki verður auglýst ofíar eftir umsóknum um lán úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins, Skólavörðu- stig 16, simi 17588. Jafnframt eru þar veittar upplýsingar um gögn þau, er umsækjendur þeir, sem lánsúthlutun fá, þurfa að leggja fram til þess að lán fáist greitt. Afgreiðsla sjóðsins er opin mánudaga-föstudaga kl. 2-5. innlendan markað hvernig sem árar i landbúnaði. Einnig hefur þurft að flytja umfram fram- leiðslu búvöru til landa, þar sein að greiddar eru verulegar fjár- hæðir til lækkunar i framleiðslu- kostnaði búvöru, sem veldur þvi að það verð, sem útflutningurinn skilar, er mun lægra óniður- greiddum framleiðslukostnaði á vörunum.” Mjólkurdrykkja viröist ekki fara vaxandi í landinu þrátt fyrir fjölgurí þjóðarinnar Mjólkurframleiöslan er hæfileg Með grein sinni birtir Guð- mundur töflu þar sem sýnd er framleiðsla mjólkur og ráðstöfun hennar frá 1961. Hefur mjólkur- framleiðslan sveiflast á milli 108 og 126 þúsund tonna, var i lægra markinu við upphaf timabilsins, en i hámarki bæði árið 1965 og á siðasta ári. Um eöa uppundir 60 þúsund tonn af framleiddri mjólk fer til drykkjar, eða i það sem greinarhöfundur kallar neyslu- mjólk. 40 til 50 þúsund tonn fer i vinnslu og tæp 4 tonn til fóðrunar. Afgangurinn fer þá eöa gæti farið til útflutnings, og er það ekki nema fá ár svo mikið, að verulega muni um. Þannig var þessi afn- gangur20% árið 1965, og 14% 1964 og 1970. Af sjálfu leiðir að mjólk- urframleiðslan hlýtur að vera misjöfn eftir árstiðum og þvi verður að vera nokkur afgangur yvir allt árið til þess að aldrei sé þurrð. Guðmundur segir i greininni: „Notkun neyslumjólkur hefur nánast staðið i stað undanfarandi ár, þrátt fyrir árlega fjölgun landsmanna um sem næst l,4pró- sent á ári, sem á 10 árum gerir 15 prósent aukningu. Mjólk, sem fer i vinnsluvörur til neyslu innanlands, sem eru smjör, rjómi, ostur, nýmjólkur- duft o.fl. er mjög misjöfn að magni til frá einu ári til annars. Er það einkum háö verölagi var- anna en einnig nokkuð kaupgetu almennings. Má það sjá af þvi, að á upphafstimum verðstöðvana, þ.e.a.s. árin 1967 og 1971, varð griðarleg aukning i kaupum á mjólkurafurðum -og að árin 1968- 1969 fór neysla i þessum vörum minnkandi, sömu ár og verulega dró úr kaupgetu almennings. Umframframleiðslan, sem er mismunur heildarframleiðslu og innlendrar ráðstöfunar, er þar af leiðandi, og vegna árferðis- sveiflna i mjólkurframleiðslunni, mjög misjöfn. Arið 1961 var hún aðeins 4 prósent af framleiösl- unni, eða innan þeirra marka að nægði allt árið um kring, en var komin i tæp 20 prósent f jórum ár- um seinna. Á s.l. ári nam um- framleiðslan 7,4 prósentum, sem er með þvi minnsta er má vera til að tryggja næga neyslu- mjólk árið um kring. Horfur eru á að framleiðsla á mjólk árið 1973 nemi um 130 þús- und tonnum. Er það álit byggt á, að mjólkurkúm hefur fjölgað um 2 prósent og kelfdum kvigum um 7 prósent frá árinu á undan.” 25-30% kindakjöts til útflutnings Guðmundur Sigþórsson birtir með grein sinni töflu um fram- leiðslu og ráðstöfun á kindakjöti. Reiknast honum svo til að árleg framleiðsla hafi að undanförnu verið 11-13 þúsund tonn, og eru þetta nokkru lægri tölur en oft sjást þar eð hér er fyrirfram dregin frá sú rýrnun sem verður á kjöti frá slátrununs það er end- anlega selt. Notkun innanlands hefur verið allt frá 7,4 þúsund tonnum á ári (1969) og upp i 9,6 þúsund (1971). Að sama skapi er afgangurinn mismunandi mikill eða allt frá 1.600 tonnum 1971 og upp I 5,2 þúsund tonn 1969. Guðmundur segir: „Neysla á kindakjöti hefur ver- ið all misjöfn frá ári til árs svo sem taflan sýnir. Kemur það til af verulegum sveiflum i niður- greiðslum og þá um leið á verði kjötsins og mismunandi kaup- getu. T.d. varð neyzla á kindakjöti 1607 tonnum minni árið 1968 en árið 1967 sem i prósentum gerir 16,7. Að visu varð framleiðsla á kindakjöti með almesta móti haustið 1967 svo að verulegur af- gangur varð til útflutnings þrátt fyrir mikla notkun innanlands. Svo sem er um mjólkurvörur koma greinilega fram áhrif af verði kindakjöts á neysluna þau ár, sem ráðist hefur verið i niðurfærslu á verðlagi og kaup- lagi i landinu með auknum niður- greiðslum á búvörum. Mismunur framleiðslu og inn- anlandsnotkunar er mjög breyti- legur, eða allt frá 14 prósentum i 41 prósent af framleiðslunni. Hef- ur þar mestu um valdið mismikil markaðsþörf innanlands en einn- ig nokkuð áhrif árferðisins á framleiðsluna. Þessum óstöðug- leika fylgja þau vandkvæði, að erfiðara er að vinna upp og halda góðum mörkuðum erlendis en ella. Að visu má að nokkru jafna þennan mismun með þvi að leyfa sumarslátrun svo sem gert hefur verið, en þvi fylgir óhjákvæmi- lega aukakostnaður hjá framleið- endum og aukinn slátrunarkostn- aður. Aætlun um þróun neyslu á kindakjöti innanlands bendir til, að þar sé að vænta verulegrar aukningar, eða um 2-2 1/2% ár- lega, sem er meiri aukning en nemur fólksfjölguninni. Verulegrar aukningar er að vænta i framleiðslu á kindakjöti, bæði vegna meiri afurðasemi og bústofnsaukningar. Sýna forða- gæsluskýrslur, að sauðfé hefur fjölgað um 5,4 prósent á sl. ári. Miðað við að sauöfé fjölgi að hausti um 2 prósent eru horfur á að framleiðsla á kindakjöti verði 7 prósent meiri en var á sl. hausti”. Sunnudagsferðir Kl. 9.30 Haustlitaferð til Þing- valla Verð 600 kr. Ki. 13 ögmundarhraun. Verð 400 kr. Ferðafélag tslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.