Þjóðviljinn - 25.09.1973, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.09.1973, Síða 1
Aldrei mælst meiri vindur Fór með 200 km hraða á klst. þegar hcest lét Það var sama hvar ekið var um borgina I gærmorgun, alls staðar blöstu við verksummerki eftir fár- viðrið. Hér hefur mikið SHELL-skilti bognað illa á hinni nýju afgreiðslustöð félagsins innarlega á Kleppsvegi. (Ljósm. sj.) Vindur hefur ekki mæist meiri hér hjá okkur siðan við fengum mæiana, áður voru þetta bara ágiskanir, sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur, sem var á vakt á Veðurstofunni í gær. Um 30 ár eru síðan vind- hæðin komst álíka hátt og nú eða upp í 108 hnúta. Vindhraðinn i fyrrinótt komst i Reykjavik hæst i 108 hnúta I vestu hviðunum, en það samsvarar um 200 km á klst. sagði Knútur. Hæsti meðalvindur miðað við 10 minútur komst i 72 hnúta, sem er 133 km á klst. Hann kvaðst ekki vita til, að vindhæðin hefði orðið meiri annarsstaðar á landinu. Hins vegar gæti svo hafa orðið i einstaka hviðum, en mælingar i Reykjavík og úti á landi væru ekki sambærilegar, þar sem hér væri stöðugt fylgst með mæl- unum, en þar ekki nema á þriggja tima fresti. Það var fellibylurinn Ellen eöa öllu heldur afkvæmi hennar, mikil og djúp lægð, sem olli of- viörinu hér á Islandi. Ellen er upprunnin langt suðri Atlants- hafi, en hefur farið yfir sjó alla leiðina og ekki valdið tjóni fyrr en hér svo vitað sé til, enda miklu minni um sig, þegar hún komst fyrst inn á kort Veðurstofunnar. Framhald af 15. siðu. Olíuskömmtun WASHINGTON 24/9 - Allt bendir nú til þess að Bandarikjamenn neyðist til að taka upp oliu- skömmtun i vetur, og gæti hún hafist innan skamms. Það var Melvin Laird, einn helsti ráðgjafi Nixons i innanríkismálum, sem skýrði frá þessu i sjónvarpsvið- tali á sunnudagskvöld. Hann var spuröur að því, hvort slikar ráð- stafanir kynnu að vera gerðar á næstu vikum, og sagðist hann óttast, að nauðsynlegt yrði að taka upp skömmtun fljótlega. John Love, sem er ráðgjafi Nixons forseta i orkumálum, sagöi, að fyrst myndi verða vart við skort á oliu til hitunar. Breiðholt 3 eins og eftir loftárás Senniiega hafa skemmdir óvíða orðið eins miklar og í Breiðhoiti 3 í Reykjavík af völdum óveðursins í fyrrinótt. Stafar það fyrst og fremst af tvennu. Svæðið stendur mjög hátt og er því veðra- víti og i annan stað vegna þess að þar eru flest hús hálfbyggðeða það nýbyggð að ekki er endanlega búið að ganga frá þeim og þau því ilia undir annan eins darraðardans búin og stiginn var af veðurguð- unum þessa nótt. Þegar komið var upp i hverfið á mánudagsmorguninn var engu likara en að það heföi orðiö fyrir loftárás. Þakplötur lágu i þúsundavis um hverfið, spitna- brak og þakpappi i sköflum, mótauppslættir húsa hrundir saman, rúður brotnar i nær hverju húsi, rafmagnsvirar i metravis um götur, og bilar meira og minna skemmdir. Alla nóttina unnu lögregla og björgunarsveitir að þvi aö koma i veg fyrir enn meira tjón en varð og hafa þarna unnið ómetanlegt starf. Samt er ljóst að tugmiljóna tjón hefur oröið i Breiöholtinu. Þaö sem maður tók fyrst eftir voru þakplötur liggjandi eins og hráviði um allt hverfið. Flokkar manna unnu i gærmorgun við að koma járni á þak húsanna sem fyrir tjóni urðu. Eins má segja að rúður hafi brotnað, ein eða fleiri, i nær hverju húsi. 1 öllum nýbyggingum, þar sem . plast hafði veriö neglt fyrir glugga var það fokið út i veður og vind. A Vesturberginu þar sem mjög mörg hús eru i byggingu hafði mótauppsláttur margra húsa alveg lagst saman. Viö hittum til að mynda einn mann sem kom að full uppslegnu húsi sinu aiger- Framhald af 15. siðu. Hér var búið að slá upp fyrir húsi i Breiöholti en eins og sjá má hrundi uppslátturinn eins og spilaborg og eigandinn varð fyrir 500 þús. kr. tjóni. — Ljósm. S.dór. Dráttarbátur reyndi a á varðskip Oðinn skaut púðurskot- um á Englishman Rétt eftir hádegið i gær skaut barðskipið Óðinn tveimur púðurskotum að breska dráttarbátnum Englishman sem hafði rétt áður gert tilraun til að sigla á varðskipið. Atburður þessi átti sér stað 6.5 sjómilur norð- vestur af Langanesi. English- man var þarna ásamt dráttar- bátnum Walesman. Eftir at- buröinn sigldu báðir dráttar- bátarnirað bresku freigátunni Whitby F 36 sem var stödd um 12 sjómilur frá landi út frá Langanesi. að sigl Utanrikisráðherra eftir atburðina á laugardag: Ákvörðun svo fljótt sem verða má Verður nú slitið stjórnmálasam- skiptum við Breta? A laugardaginn keyröi frei- gátan Lincoln tvisvar sinnum á varöskipiö Ægi á miðunum út af Austfjörðum. Fjöldi inn- lendra og erlendra frétta- manna varð vitni að þessum atburði og segir fréttamaður Þjóðviljans frá atburðunum I blaöinu i dag. Kvikmyndir af ásigl- ingunum hafa verið sýndar i sjónvarpi vitt um lönd og má segja að sjónvarpsáhorfendur hafi þegar fellt sina dóma i málinu, en sjóréttur á eftir að fjalla um þaö. Er greint frá þeim málum annars staðar i blaðinu. Fréttamaður Þjóðviljans ræddi i gær við Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, en athyglin beinist eöli- lega mjög að samþykkt rikis- stjórnarinnar um slit stjórnmálasamskipta við Breta komi til frekari ásiglinga Breta. Utanríkisráð- herra sagði meðal annars: — Við biðum eftir niður- stöðu sjódómsins. Þegar hún liggur fyrir veröur haldinn fundur i utanrikismálanefnd og tekin ákvörðun i rikis- stjórmnni svo fljótt sem veröa má. Alyktun rikisstjórnarinnar um slit stjórnmálasamskipta var ákaflega skýr og ótviræð og ég tel að það þurfi að koma fram skýr gögn ef afsanna á að hér hafi veriö um ásiglingu að ræöa. í DAG Fárviðri Eitthvert versta septem- berveður í manna minnum gekk yfír sunnan- og vest- anvert landið í fyrrinótt. Veðurhæð var meiri en áð- ur hefur mælst hér í Reykjayík og þó liklega enn meiri á Suðurnesjum. Frásagnir af veðurham- förum þessum og tjóni af völdum þeirra eru einnig i opnu blaðsins og á 3., 7. oq ló.SÍÖU.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.