Þjóðviljinn - 25.09.1973, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. september 1973
Þjóðin fagnaði ekki
einungis breytingum á
eignarréttarlögum
— hún vœntir þeirra
Mönnum hefur sviðið í augu
undanfarið vegna þeirra afar-
kosta, sem bæjar- og sveitarfélög
þurfa að sæta þegar þau kaupa
land undirvaxandi byggðireða til
annarra nota. Síðustu fregnir af
slíkum landakaupum, um kaup
Selfosshrepps á Votmúlajörðun-
um, sem eru að sögn sunnan-
manna fúamýrar að lang-stærst-
um hluta og óbyggilegar fyrir
þéttbýliskjarna, hafa vakið menn
upp af alllöngum værðarsvefni i
þessum efnum.
En kjör þau sem Selfosshreppur þurfti
aö sætta sig við þegar Votmúlinn var
keyptur er ekkert einsdæmi, þó einsdæmi
megi kalla að kaupa slika jarðleysu fyrir
svo hátt verö.
Undanfarin ár, og jafnvel áratugi, hafa
bæjarfélög, sem þrengt hefur að með
jarðnæði undir byggingalóðir, orðið að
sæta þeim kostum, sem eigendur jarö-
anna hafa sett upp hverju sinni. Þær jarð-
eignir, sem áðurer búið að skipuleggja og
byggja á af bæjarfélögum, en einhverra
hluta vegna þó ekki komist i eigu bæjar-
félagsins, hafa þó ætið verið á sýnu hærra
verði en þeir jarðarskikar og lönd sem
keypt hafa veið óskipulögð. Og oft hafa
komið upp mál lik Votmúlamálinu i hvert
sinn sem bæjarfélag hefur keypt sér lóðir
eða jarðir, en jafnan hefur fyrnst yfir ó-
sköpin eftir þvi sem timar liða fram.
Hver man til að mynda lengur hávað-
ann vegna kaupa Keflavikurbæjar á þeg-
ar byggðum lóðum þar i bæ? Eða landa-
kaup Fáskrúðsfjarðar, Þórshafnar
o.s.frv. o.s.frv.?
Og eins og gleymskan hefur grafið
kauphneyksli þau sem gerð hafa verið
munu Votmúlakaupin og gleymast.
En slikir atburðir sem landakaup sveit-
arfélaga, þar sem þau verða að sætta sig
við markaðsverð braskaranna i fullri
samkeppni við þá, eru vissulega þess
verðir að staldrað sé við og málin skoðuð.
Við skulum heyra hvað Björn Jónsson,
félagsmálaráðherra, hefur um þessi mál
að segja. Spurningin sem við lögðum fyrir
ráðherrann hljóðaði á þessa leið: — Hvað
cr um afarkosti þá að segja, sem sveitar-
félög þurfa að sæta með kaup á jörðum,
og þá sérstaklega nýgerð landakaup Sel-
fosshrepps?
Ráðherra sagði:
,,Ég hef n.ú litið um þessi mál að
segja á þessu stigi þeirra. Ég hef ekki
kynnt mér svo rækilega það mál sem
nú er uppi og um er spurt, að ég sé
fyllilega dómbær um það.
Hins vegar sýnist mér að það hafi
ekki sérstakur nauður rekið Selfoss-
hrepp til að kaupa Votmúlaeignina.
Það hefði alveg verið hægt að rýmka
svæði hreppsins með öðrum hætti og
honum ódýrari. Vegna þessa held ég
að um frjáls viðskipti sé að ræða i
þessu tilviki, en ekki að þeir séu
neyddir til þessara landakaupa”.
Hvort sem um nauðir eða ekki var að
ræða keypti Selfosshreppur umræddar
jarðir, og það ekki fyrir neitt smáræði.
Það, að upphæðin er talin óheyrileg, og ef
þaö svo aftur er rétt að engar nauðir hafi
rekið hreppinn til að kaupa, verður málið
enn alvarlegra. Segja má sem svo: Hvert
hefði verið verð Votmúlajarðanna, hefði
Selfosshreppi verið nauðugur sá einn
kostur að kaupa þær vegna landleysis,
eöa vegna þess að búið væri þegar að
byggja á þeim og skipuleggja þar frekari
byggð?
Þarna er komið að einum þætti þessara
mála, sem fólk hefur ekki gert sér grein
fyrir nógu glögglega til þessa.Jarðir við
þéttbýliskjarna sem ekki eru annað hvort
i eigu sveitarfélag'sins eða rikisins, eru i
eigu einkaaðila. Hluti þeirra, sem lönd og
jarðir eiga við þéttbýli, hafa fengið þessar
jarðir i arf eftir misjafnlega mikið skylda
ættingja. En stór hluti jarða i einkaeign er
öðru visi kominn i þær hendur sem þar um
halda fyrir erfða sakir. Hin fjölmenna
stétt lögfræðinga stundar það t.d. i rikum
mæli að kaupa lönd og jarðir, sem i næstu
framtiö eiga eftir að hækka verulega i
verði. Slik kaup eru þá oft gerð i samráði
við spámenn viðskiptalifsins, eða fræð-
inga ýmissa stofnana og bæjarfélaga,
sem láta vita um að innan þessa ákveðna
tima séu fyrirhugaðar ákveðnar fram-
kvæmdir á þessum slóöum, svo ekki sé
seinna vænna en kaupa sér landskika þar
meðan verðið er sæmilega lágt, þvi það
muni hlaupa upp margfalt eftir að opin-
beraö hefur verið til hvers eigi að nota
landið.
Þannig keypti Eyjólfur Kamban Jóns-
son, Morgunblaðsritstjóri, land við
Hveragerði þegar hann vissi hvar steypti
vegurinn austur yfir Hellisheiði ætti að
liggja, og einnig við Heragerði á öðrum
stað, þar sem hann vissi að ásókn yrði i
byggingarlóðir eftir að greiðfært væri
orðið úr höfuðstaðnum og austur. Þessa
landskika keypti Eyjólfur kappinn fyrir
sáralitið verð, en seldi siðan fyrir marg-
falt það verð undir veginn og á eftir að
selja fyrir enn meira verð byggingalóðir
til væntanlegra Hveragerðinga, eða
Hveragerðishrepps, þegar byggingarlönd
þar þrýtur. Hvort það var einhver af em-
bættismönnum vegamálaskrifstofunnar
eða sjálfur þáverandi samgöngumálaráð-
herra frá Hellu, sem hvislaði þvi að Ey-
kon aö hann skyldi kaupa, skal ósagt látið,
en vist er, að þar var Kamban karlinn
ekki einn i ráðum.
Og forvitnilegt væri fyrir landsmenn ef
sýslumaðurinn i Hafnarfirði birti breyt-
ingar sem orðið hafa á landaeign við hinn
nýja Vesturlandsveg, en þar munu marg-
ir gildir lögfræðingar og gróðaspámenn
hafa tryggt sér vænar spildur fyrir það að
vegurinn var lagður, og eiga siðan eítir að
setja upp skilyrði sin fyrir sölu á þeim
spildum, þegar þeirra verður þörf vegna
Utþenslu þéttbýlisins.
Við þessu þarf að stemma stigu. Og
kannski er ekki rétt að stemma aðeins
stigu við slikri þróun, sem hér hefur verið
greint frá, heldur er ekki minna um vert,
að þeir sem slika iðju hafa stundað með
þvi hugarfari sem til sliks þarf, verði nú
einu sinni ærlega sviptir gróðavoninni
með mennilegum viðbrögðum stjórn-
valda.
Hver þau viðbrögð verða er ef til vill
annað en hver þau viðbrögð ættu að vera.
Undirritaður telur til að mynda að ekki
eigi að verða skotaskuld úr þvi fyrir eina
rikisstjórn að færa þjóð sinni nýja stjórn-
arskrá á þritugasta afmælisári lýðveldis-
ins og 1100 ára afmæli landsbyggðar, en
slikt hefur jú gerst áður á.stórafmælum i
sögu þjóðarinnar.
Við spurðum Björn Jónsson, ráðherra,
eftirfarandi spurningar, einfaldlega
vegna þess að það er skoðun okkar að
breyting i þá veru sem i spurningunni
felst sé sanngirnisbreyting. Spurningin
var þessi: —Telur ráðherrann að breyta
þurfi stjórnarskránni til þess að koma
fram þeim brcytingum varðandi kaup og
sölu á landi, að forkaupsréttaraðili, og
eða sveitarfélög hafi rétt til að kaupa land
á því matsverði, sem siðast cr greiddur
skattur af?
Ráðherrann svaraði:
„Það gæti nú verið eitthvert bil á
milli slikra aðgerða og þess sem nú
tiðkast, og það kannski ekki ýkja
langt. Ég skal ekki segja um breyting-
ar á stjórnarskránni i þessu tilviki, en
hægt er að hugsa sér að gera megi slik
landakaup léttbærari fyrir sveitar-
félögin með strangari skattalöggjöf.
Ég held að það komi mjög til skoðun-
ar, að breyta skattalögunum þannig að
menn geti ekki hirt eins ofsalegan
gróða og þeir gera nú af hækkun á
fasteignaveröi.
En auðvitað er um fasteignir eins og
aðrar eignir þegar þær eru þjóðnýttar
eða teknar eignanámi verður gjald að
koma fyrir eftir mati samkvæmt á-
kvæðum okkar stjórnarskrár. Það
breytir þvi hins vegar ekki að hægt er
að breyta skattalögunum”.
Þá spurðum viö ráðherra: — Er ekki
fullkomlega réttlátt að maður sem greiðir
skatt af miljón króna jarðeign, geti ekki
selt hana fyrir hærra verö en hún er metin
tii skattlagningar sem eign?
Og enn svarar Björn Jónsson:
„Almennar viðskiptareglur segja nú
kannski að eigandanum væri frjálst að
selja hana fyrir meira, en hann ætti
hins vegar að borga skatta og gjöld af
þvi sem söluverð nemur umfram
matsverð”.
Þvi sjónarmiði ráðherrans ber vissu-
lega aö fagna að skattleggja beri gróða af
söluhagnaði fasteigna. Og þá skattleggja
slikan gróða sem tekjur, og eftir þeim
reglum sem tekjur eru skattlagðar.
En slik ráðstöfun er ekki annað en
plástursaðferð, eins og bent var á i ieiöara
hér i blaðinu fyrir stuttu. En samt sem áð-
ur getur plástur komið aö góðu gagni áður
en næst til læknis. Eins er með slíka
breytingu, ef gerð yrði. Hún gæti komið að
nokkru gagni meðan eignaréttarlögum
stjórnarskrárinnar hefur ekki verið
breytt. En að þvi ber að stefna.
Ef allt máliö er samnaþjappað litur það
þannig út:
Er réttlátt að braskarar og gróðaspá-
menn fái að kaupa upp landið eins og
þeim sýnist og selja siðan til samfélags-
legra þarfa á okurverði? Svarið er nei.
Er þá sanngjarnt að jarðeigendum sé
hyglað svo, að þeir greiði árum saman
smáskitlegan eignarskatt af mati sem
lagt er til grundvallar, og reynist siðan
ekki nema brot af raunvirði eignarinnar
þegar hún er seld? Svarið er aftur nei.
Er sanngjarnt að þeir sem hlotið hafa
einhver lönd, jarðir eða lóðir i arf eftir
einhvern áa, nærskyldan eða fjarskyldan,
geti hagnast um miljónir og tugmiljónir á
sölu sliks arfshluta, án þess þeir sjálfir
hafi lagt þar handarvik til né • krónu virði
til verðgildisauka? Og enn er svarið nei.
Akvæði stjórnarskrárinnar um eigna-
rétt eru ósanngjörn. Hún er samin til þess
að vernda það sem stóreignamenn hafa
saman safnað mcð einum eða öðrum
hætti. Þvi verður skilyrðislaust að verða
breyting þar á.
Ef lögum og stjórnarskrá yrði breytt á
þann veg, að eignarland gangi ekki i erfð-
ir, aðeins búseta á jörðum, að ólöglegt
væri að selja þær jarðir, lönd og spildur,
sem þegar eru i einkaeign öðrum en rik-
inu, og þá á þvi verði sem bæði riki og eig-
endur hafa sætt sig við sem raungildi
jarðar, lands eða landsspildu; það verð
sem landið er metið á til skatts, yrði sú
breyting til þess að fólk þyrfti ekki lengur
að gjalda tugmiljóna skatt til einkaaðila,
braskara og annarra svindilmenna.
Landið er nú einu sinni okkar allra, ef vel
er gáð.
En hvers lags rikisvald þarf til þess að
slik breyting á eignarréttarlögum nái
fram?
Verðum við ekki að telja liklegt að
vinstri stjórn hafi vilja til slikra hluta. Og
þvi þá ekki að gera slika breytingu og
gefa þjóðinni i afmælisgjöf?
Alþýða landsins mundi sannarlega
fagna slikri breytingu, og það sem meira
er, hún væntir hennar.
—úþ
I tilefni mikilla umrœðna um landakaup að undanförnu, jarðasölu,
„plástra” eða raunhœfa og varanlega úrlausn vandans
Aðskilnaður
pósts og síma
tímabær
Eftir áratuga yfirstjórn slma-
manna á póstmálum landsins
hefur skapast algert ófremdar-
ástand á mörgum sviðum, segja
póstmenn I fréttatilkynningu af
landsþingi sínu og telja það
koma hart niöur á þjónustu sinni
við almenning, jafnt sem á starfs-
mönnum póstsins.
A landsþingi póstmanna, hinu
fyrsta i sinni röð, sem haldið var i
Munaðarnesi um helgina með 90
fulltrúum viðs vegar af landinu,
voru þessi mál rædd ma. og kom
þá einnig fram, að enginn opin-
ber aðili fjallar sérstaklega um
póstmálin i heild. Var þar sam-
þykkt svohljóðandi ályktun:
„Landsþing póstmanna beinir
þeim tilmælum til nefndar
þeirrar, sem skipuð var af ráð-
herra 1973, til að endurskoða lög
um stjórn og starfrækslu pósts og
sima frá 3. janúar, 1935, að hún
athugi vandlega, hvort ekki sé
timabært að aðskilja póst og sima
meira en nú er. Telur þingið, að
samstarfið hafi verið fjötur um
fót póstþjónustunnar á undan-
förnum árum. Bendir þingið á, að
enginn sérstakur aðili f jallar um
póstmál landsins i heild hjá póst
og simamálastjórninni”.
Vilja slíta
samstarfinu
við bankana
Starfsmenn póstsins, sem viö
giróið starfa eru almennt
óánægðir með samvinnuna við
bankana, og samykkti landsþing
póstmanna, sem haldið var i
Munaðarnesi um helgina, eftir-
farandi ályktun þar að lútandi:
„Póstmannaþing 1973 álýktar
aö stefna beri að þvi, að póstgíró-
þjónustan á íslandi starfi sjálf-
stætt á sama hátt og póstgiró-
þjónusta hinna Norðurlandanna.
Þingið skorar þvi á póst og sima-
málastjórnina að hefja nú þegar
undirbúning að þvi að segja upp
samstarfi við banka og sparisjóöi
á grundvelli 6. greinar reglu-
gerðar um samstarf um giró-
þjónustu”.
t fréttatilkynningu póstmanna
segir um þessa ályktun, að mjög
virðist hafa skort á samstarfs-
vilja bankanna við giróið og
furðulegt megi teljast, að enginn
aðalbankanna hafi enn stofnað
reikning hjá giróinu.
Stórsigur
Perons
BUENOS AIRES 24/9 — Juan
Peron, fyrrverandi einræðisherra
Argentinu, sigraði með miklum
yfirburðum i forsetakosningum i
Argentinu I gær. Hlaut hann 62 af
hundraöi atkvæða, en helsti and-
stæðingur hans, Ricardo Balbin,
leiðtogi róttæka flokksins, hlaut
aðeins tæplega 25 af hundraði.
Peron er nú 77 ára að aldri.
Hann var kjörinn forseti Argen-
tinu i forsetakosningunum 1946,
sem munu hafa verið óvenju
frjálsar og heiðarlegar miðað við
það sem annars tiðkast i þessum
heimshluta. Hann var forvigis-
maður nýrrar stjórnmálahreyf-
ingar i landinu, „Perónismans”
sem við hann er kenndur, en þetta
var reyndar grein af „populism-
anum” sem skotiö hefur upp koll-
inum viða i Suöur-Ameriku.
Studdi hann sig mjög við verka-
menn, sem fengu raunhæfar
kjarabætur á stjórnarárum hans.
En einn helsti þáttur vinsælda
hans var kona hans Eva Perón,
sem alþýða landsins dýrkaði bók-
staflega. Hann lét kjósa hana
varaforseta árið 1951. En hún lést
sama ár, og um það leyti bakaði
hann sér óvinsældir kirkjunnar og
hersins og ihaldssamari hluta
þjóðarinnar með ýmsum aðgerð-
um, m.a. þeim að leyfa hjóna-
skilnaði, gefa konum kosninga-
rétt og opna vændishús. Var hon-
um siðan steypt Ur stóli 1955.