Þjóðviljinn - 25.09.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 25.09.1973, Side 5
Þriðjudagur 25. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Eitt stærsta sláturhús Suðurlandsundirlendis er lijá SS á Selfossi. Þrssi mynd var lekin eystra á föstudaginn. Ljósmyndari frá Ljós- myndastofu Suðuriands tók myndirnar. STARF í SLÁTURHUSI: Yerkin einfaldari og hættuminni en áður Haustslátrun hjá Sláturfélagi Suður- lands hófst fyrra mánudag á Selfossi, Hellu og Djúpadal i Rangárvallasýslu. Á miðvikudag hófst svo slátrun i Laugarási i Biskupstungum og Laxá i Leirársveit. Um helgina hófst slátrun i Skaftafellss. hús hér. Allt fé i Gullbringu- og Kjósarsýslu er flutt til slátrunar á Selfoss, og eru bilarnir, sem flytja féð, undir sérstöku eftirliti Dýravernd- unarfélagsins. fláningsmenn — það var bæði vandasamt og vont verk að flá einsamall kind á bekk eins og var hér áður. — Enhvaðmeð þá sem aflifa kindurnar? — Nú er þetta hættulaust starf, þar sem notaðar eru rotbyssur, sem engin slysa- hætta er af. Starfið krefst fyrst og fremst samviskusemi, og yfirleitt starfa við þetta full- orðnir menn. — Hafið þið nokkuð frétt um óvenjulegan fallþunga? — Nei, ekki ennþá, en það ljóst, að það verður meira slátrað en i fyrra á félags- svæöinu, liklega um 10%. Inn i það dæmi kemur að visu féð, sem flutt var frá Vestmanna- eyjum i vetur, en það hefur verið i Gunnarsholti. Meiri- hlutanum af þeim 1200 fjár, sem komu frá Eyjum, var slátrað núna i byrjun vikunnar þar sem skepnuhald er bannað i Eyjum um óákveðinn tima. — Kvenfólk og slátrun? — Það er töluvert af kvenfólki sem starfar við þetta, þaö vinnur við snyrtingu og að aöskilja innyfli. Yfirleitt hefur verið auðveldara að fá kven- fólk til vinnu en karlmenn — Er vaktavinna hjá ykkur? — Nei, það er slátrað fimm daga vikunnar, og svovinnur alltaf allmargt fólk á laugar- dögum til að ganga frá föstu- dagsslátruninni. Það er tölu- vert um eftirvinnu og nætur- vinnu hjá fólkinu. A sunnu- dögum er ekki slátrað, og þar af leiðandi koma ekki skrokkar til Reykjavikur á mánudögum. Þeir eru fluttir ásamt innmatnum i sér- stökum bilum hingað til okkar, og héðan dreifum við svo kjötinu og slátrinu til varslana. Við gerum okkur vonir um að geta orpnað slátursölu i næstu viku, en aðalerfiðleikar okkar eru i sambandi við sviðin. Nú er bannað að sviða nema við gas, og þar af leiðandi eru ekki eins margir við þetta og áður, þegar sviða mátti i venjulegum smiðjum. Viö erum með eigin smiðju, og höfum mann, sem hefur starfað við þetta mjög lengi, \'ú er af sú tiö, að einn maður hafi það verkefni að flá kindaskrokkana — nú cr flegið þannig að hver maður hefur sinn skækil af gærunni til þess að rifa af. Hér er verið að svipta gærunni af hryggnum. Unga fólkið kynnist vinnu i sláturhúsunum, Húsin eru búin með miklu hctri hreinlætisaðstöðu en áður var Viö náöum i Vigfús Tómas- son, sölustjóra hjá SS, og spuröum hvernig hefði gengið að fá fólk til vinnu i slátur- húsunum. — Það hefur gengið sæmilega vel i austursýslunum og er að rætast úr þvi i Árnessýslu, en hér i bænum verður sennilega knappt með mannskap við er um alveg hættir að slátra hér i Reykjavik. Það brann hér fyrir tveimur árum, og þar sem byggt var nýtizkulegt sláturhús á Selfossi, þótti ekki stætt á þvi að reisa nýtt slátur Á meðan á slátrun stendur eru um 1000 manns á kaupskrá hjá SS, og varðandi* kaupgreiðslur er farið eftir töxtum verkalýðsfélaganna. — Hvað um sérhæft fólk i sláturvinnu? — Þetta er orðið mjög breytt frá þvi sem áður var. Aður fyrr fláðu menn i akkorði, en nú er þetta allt orðið færi- bandsvinna, og menn þurfa ekkiaðkunna eins mikið fyrir sér og áður, þurfa að læra nokkur handtök. Það var orðið erfitt að fá góða en nú er orðið erfitt aö fá hjálparmenn til þessara starfa. Þessvegna verðum við að vera búnir að safna nokkr- um birgðum áöur en við opn- um slátursöluna. — Hvað stendur sauðfjár- slátrun lengi yfir? — Venjulegast út októ- bermánuð. — Til hvers er hægt að nota sláturhús á öðrum timum? — Ekki til neins annars. Þetta eru að öllu leyti svo sérhæfðar byggingar. sj. Um 1000 manns á launaskrá hjá SS meðan sláturtið stendur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.