Þjóðviljinn - 25.09.1973, Page 7
Þriðjudagur 25. september 1973 WÓÐVILJINN — SÍÐA 7
FRÁSÖGN AF LANDHELGISFLUGI
Þessi.mynd er tekin skömmu eftir ásiglinguna. Eins og sést á kjölrák skipanna eru þau Hér eru skipin á siglingu eftir að ásiglingin hafði gerst. Freigátan elti Ægi eins og hún
bæði að bakka, en freigátan hafði sveigt I veg fyrir Ægi á bakborðshlið og stöðvað fyrir hafði gert á annan klukkutima áður en hún sigldi á hann. (Myndir ÞH)
framan hann.
Ásiglingin á laugardag
Auðséð hvor var hinn seki
Eins og kunnugt er af
fréttum urðu um 15
blaðamenn vitni að fyrri
ásiglingu bresku frei-
gátunnar Lincoln á
varðskipið Ægi á
laugardaginn út af Aust-
fjörðum. Undirritaður
var með i förinni og er
ætlunin að lýsa fluginu
hér á eftir.
Þegar landhelgisflugvélin Sýr
kom á miöin um 15 milur austur
af Noröfjaröarhorni voru þar 38
breskir togarar að veiðum. Þeim
til varnar voru bresku frei-
gáturnar Lincoln og Whitby, 2
dráttarbátar og eitt tankskip.
Vélin var yfir Ægi um þrjú-
leytið og var þá ásiglingin i að-
sigi. Freigátan sigldi fram með
Ægi á bakborðshlið og beygði
þvert fyrir hann. Þegar hún var
komin fram fyrir varðskipið
hægði hún á sér og stoppaði
þannig að árekstur var éum-
flýjanlegur.'
Ægir rakst á freigátuna aftan-
verða á stjórnborðshlið. Eftir
áreksturinn sigldu skipin samsiða
stutta stund en siðan beygði her-
skipiö frá. Skemmdir urðu ekki
miklar á Ægi, grindverk lagðist
niður á kafla fremst á skipinu.
Togararnir hifðu
Þegar þetta gerðist var frei-
gátan Whitby i nokkurri fjarlægð
frá skipunum tveimur en stefndi i
átt til þeirra. Ægir sigldi með-
fram svæðinu sem togararnir
voru á og reyndi öðru hverju að
komast inn á það. Ekki gekk það
of vel þvi herskipin sigldu fram
fyrir hann svo Ægir varð að
beygja frá.
Herskipin skipuðu togurunum
að hifa inn vörpuna hvað þeir
gerðu. Sigldu þeir siðan i humátt
á eftir skipunum þremur og voru i
hnapp. Annar dráttarbátanna
sem á svæðinu voru skipti sér
ekki af viðureign Ægis og freigát-
anna en eitt sinn er Ægi tókst að
leika á þær og stefndi að einum
togaranna tók dráttarbáturinn
sér stöðu aftan við togarann til að
koma i veg fyrir að varðskipið
gæti klippt.
Þessi viðureign stóð allan þann
tima sem flugvélin sveimaði yfir
svæðinu. Ægir sigldi meðfram en
herskipin hindruðu hann alltaf i
að komast i klippingarfæri við
togarana. En greinilegt var að
Rafmagnstruflanir
en engar stórvœgilegar skemmdir
I óveðrinu í fyrrinótt urðu
víða allmiklar rafmagns-
truflanir. Samkvæmt upp-
lýsingum Rafmagnsveita
rfkisins náðu þær frá Rang-
árvallasýslunni að austan
og allt vestur f Borgarfjörð
en þar fyrir vestan urðu
þær ekki teljandi.
f Rangárvallasýslunni slitnuðu
linur á tveimur stöðum, við Hellu
og Þykkvabæjarlinan. Var gert
við þær báðar i gærmorgun og
dag. Búrfellslinan stóð óveðrið af
sér svo aldrei kom til alvarlegs
rafmagnsleysis á Suðurlandi.
Á Skeiðunum slitnaði lina ofan
frá Laugarvatni og var hún
straumlaus fram yfir hádegi i
gær á mörgum bæjum. Fóru einn-
ig viða öryggi á linunni fyrir ein-
staka bæi en þeir bæir voru sem
óöast að fá rafmagnið aftur i gær
í Flóanum tilkynntu nokkrir
bæir um rafmagnsleysi og var
þeim sinnt eins og unnt var.
Hveragerðislinan var straumlaus
fram undir hádegi i gær. Þorláks
höfn varð alveg rafmagnslaus og
var hluti bæjarins ekki enn kom-
inn i samband seinni partinn i gær
en vonir stóðu til að það kæmist
fljótlega i lag.
Engar stórskemmdir urðu á
Suðurlandi. Enginn staur brotn-
aði og einungis var um linuslit og
seltutruflanir að ræða. Seltutrufl-
anir urðu einnig nokkrar á Suður-
nesjum en rafmagn var þar kom-
ið á með morgninum nema i
Sandgerði sem fékk rafmagnið
undir hádegið.
Tveir staurar i Akraneslinunni
brotnuðu við Korpúlfsstaði. Þar
var gerð bráðabirgðaviðgerð i
gær þannig að Akurensingar
fengu rafmagn aftur um hádegið
en til stóð að gera við linuna i
nótt. Við þetta varð Kjósin einnig
rafmagnslaus þvi hún fær raf-
magn úr Akraneslinunni.
A Hvalfjarðarströnd brotnuðu
einnig tveir staurar og var verið
að gera við þá i gærdag. í Borgar-
firði var nokkuð um smátruflanir
sem var sinnt eftir þvi sem hægt
var en engar stórskemmdir urðu
þar. Og vestan viö Borgarfjröö
gerði óveðrið ekki teljandi usla i
rafmagnskerfinu.
Milli 20 og 30 menn unnu að við-
gerðum vegna rafmagnstruflana
i fyrrinótt og i gær. Ekki voru þeir
hjá Rafmagnsveitum rikisins til-
búnir að segja til um fjárhagstjón
af völdum óveðursins. Töldu þeir
að það hefði ekki verið stórvægi-
legt þar sem mestmegnis var um
að ræða seltutruflanir og einnig
urðu truflanir af völdum eldinga.
Eina umtalsverða tjónið var
þessir f jórir staurar i Akraneslin-
unni og i Hvalfirði en á Suður-
landi brotnuðu engir staurar. Þar
slitnaði aftur á móti eitthvað af
linum. —ÞH
Hvirfilvindar báru
salt utan af hafi
Hjá Landsvirkjun fengum við
þessar upplýsingar: Aðalvand-
inn skapaðist vegna þess að salt
lagðist á háspennuvirkin við Geit-
háls og Búrfell. Vegna saltlagsins
leiðir til jarðar yfir einangrana og
þá tapást niður rafmagn. Svæði
duttu út af þessum ástæðum.
Tveir staurar fóru á Búrfells-
linu I, staur 2, rétt hjá Búrfelli, og
staur 179 i Grafningi. Staurarnir
fóru um koll og við þaö slitnaði
raflinan. Þá var hleypt straumi á
Búrfellslinu II, sem nú er ein-
göngu varalina.
Bráðabirgðaviðgerð er hafin á
Búrfellslinu I og verður i fyrstu
notast við tréstaura. Von er á
varastaurum frá útlöndum og
nógir ættu að vera til vara í vetur.
Saltið berst þannig að smá-
hvirfilvindar taka upp sjó á ferð
yfir hafiö. Siöan tapast saltið á
ferð vindanna yfir landið.
skipherrann á Ægi, Guðmundur
Kjærnested, hafði i fullu tré við
herskipin i siglingalist þvi hvað
eftir annað tókst honum að snúa
þau af sér og sigla i átt til
togaranna og hefði hann verið á
jafnhraðskreiðu skipi og frei-
gáturnar eru , er óvist um hvort
þær hefðu staðist honum snúning.
Margoft þurftu þær að setja á
fulla ferð til að komast i veg fyrir
Ægi.
Seinni ásiglinguna sá undir-
ritaður þvi miður ekki þar sem
vélin var þá á leið af svæðinu og
að fjarlægjast skipin. En frásögn
Landhelgisgæslunnar af henni er
svohljóðandi:
,,K1. 1600 varð annar árekstur á
milli sömu skipa um 18 sjómilur
austur af Norðfjarðarhorni, það
er um 32 sjómílur innan fiskveiði-
markanna. Breska freigátan
LINCOLN sigldi fram með
stjórnborðs-siðu varðskipsins, en
beygði snögglega i bakborða fyrir
framan varðskipið. Varðskips-
menn bökkuðu og beygðu frá og
reyndu með þvi að forðast
árekstur, en það tókst ekki og
rákust skipin saman. Eins og i
fyrri árekstrinum voru 2,5 sjó-
milur i næsta togara. Skemmdir á
varðskipinu i siðari árekstrinum
urðu nokkuð meiri en i hinum
fyrri, en þær urðu aðallega á
rekkverki og 4 bandabil bognuðu
ofarlega.fram undir stefni.”
Ásiglingin
staðreynd
Eftir þetta landhelgisflug er
það vist að hafi einhver þátttak-
enda efast um sannleiksgildi
staðhæfinga Gæslunnar um ásigl-
ingar Breta hlýtur sá efi að hafa
að engu orðið við þessa ferð. Þvi
greinilegt var i þessu tilviki hvor
var hinn seki.
Það sást greinilega að Ægir hélt
óbreyttri stefnu og að freigátan
sveigði fyrir hann á þann hátt að
stórhætta stafaði af og allar
siglingareglur voru virtar að
vettugi.
Annað var augsýnilegt að
Landhelgisgæslan setti þessa
atburði að vissu leyti á svið. Sú
sviösetning var þó að öllu leyti
heiðarleg þvi hún sýndi einungis
hvað gerist þegar varðskipin
reyna að rjúfa varnir bresku her-
skipanna og nálgast togarana
sem þau eru jú i fullum rétti til
að gera.
En af þeirri viðureign sem
blaðamenn urðu vitni að má
draga þann lærdóm að Land-
helgisgæslan sé allt of fátæk af
skipum. Hefðu varðskipin i þessu
tilviki verið tvö eða þrjú er mjög
vafasamt að herskipin hefðu
getað varið togarana fyrir klipp-
unum. Þá yrðu Bretar annað
hvort að fjölga herskipunum eða
þá að gripa til róttækari varnar-
aðgerða og þá væntanlega að
beita byssunum.
Að lokum má geta þess að
undirritaður er þess fullviss að
hafi einhver þeirra sem voru með
i fluginu efast um að islensku
varðskipin standi i raunverulegu
striði hlýtur sá hinn sami að
skoða hug sinn á ný. —ÞII
Tré tók
upp með
rótum og
gróður-
hús
brotnuðu
Glfurlegar skemmdir urðu
hvarvetna á trjám og gróðri af
völdum óveðursins og viða
fuku girðingar kringum
garða. Slitnuðu stærðar tré
upp með rótum sumsstaðar,
greinar brotnuðu og gróður-
hús hrundu.
— Hjá okkur hefur siminn
varla stöðvast, sagði Hafliði
Jónsson garðyrkjuráðunautur
Reykjavikur i viðtali við Þjóð-
viljann, og er fólk að biðja um
aðstoð og ráð vegna garða
sinna. Þvi miður er það ekki á
okkar valdi að veita aðstoð,
enda gifurlega mikið að laga i
almenningsgörðum borgar-
innar eftir óveðrið og við i
rauninni alltof liðfáir til þess
starfs nú, eftir að skólafólkið
er hætt vinnu hjá okkur.
Hann sagði, að skemmdir
hefðu orðið mjög miklar bæði i
görðum borgarinnar og einka-
görðum við hús og tré viða
slitnað upp og lagst á hliðina.
'Oftast væru þau þó rótföst
öðrum megin og mætti þá
reyna að grafa frá þeim, reisa
þau upp og setja stuðning við.
Annar eyðilagður gróður i
görðum verður ekki bættur á
þessum tima árs, en mikið er
um að girðingar hafi lagst útaf
og i gróðarstöv. hafa orðið
miklar skemmdir. Td.
brotnaði stórt gróðurhús i
gróðrarstöðinni Valsgarði við
Suðurlandsbraut,og kvaðst
Hafliði giska á, að það væri
uppundir 2ja miljóna króna
skaði. Einnig hrundi gróður-
hús i gróðrarstöðinni Mörk við
Stjörnugróf. —vh