Þjóðviljinn - 25.09.1973, Síða 9
Þriðjudagur 25. september 1973 ÞJOÐVILJINN — StÐA 9
Akranes
Stórtjón á húsum
Sementsverk-
smiðjunnar
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
fréttaritara Þjóðviljans á Akra-
nesi:
— Menn muna vart annað eins
veður á Akranesi og var hér i
fyrrinótt þegar fellibylurinn gekk
yfir. Skemmdir af völdum þessa
óveðurs urðu hér mjög miklar,
einkum á húsum Sementsverk-
smiðju ríkisins og á nýbyggingum
i fbúðarhúsahverfinu nýja inn-
undir Sólmundarhöfða.
Allt járn fór af stjórnbyggingu
Sementsverksmiðjunnar og að
hluta af efnisgeymslu hennar. Þá
fór járn af vinnsluhúsum HB&Co,
nokkrar plötur fuku af þaki
hótelsins og loks fauk hluti af
efnisgeymslu Trésmiðju G.
Magnússonar og dreifðist timbur
og annað vitt og breitt um
nágrennið.
Sjúkrabíllinn á Akranesi eyði-
lagðist um nóttina, er eitthvað
lenti á honum, og lagðist hann
nær saman.
Mjög miklar skemmdir urðu á
nýbyggingum og mótauppslætti i
nýja ibúðarhúsahverfinu inni við
Sólmundarhöfða. Þar fuku þak-
plötur af húsum og mótaupp-
slættir heilu húsanna lögðust
saman.
Engar skemmdir urðu á bátum
I höfninni enda voru menn um
borð i þeim alla nóttina. Þó
munaði litlu að Höfrungur 3 færi
upp en skipverjum á honum tókst
að komast um borð á siðustu
stundu er skipið hékk orðið á einni
taug og var að slitna upp.
Þá urðu hér einnig nokkrar
minniháttar skemmdir á húsum
svo sem rúðubrot og plötufok af
þökum en ekki stórvægilegt utan
það sem þegar hefur verið talið
upp. Sjónvarpsloftnet bognuðu og
eitthvað sér á bilum, enda var
margt lauslegt á ferð um nóttina,
bæði járnplötur og annað. -S.dór.
ísafjörður
Hjálparsveit
skáta aðstoðaði
tsfirðingar fóru vart á mis við
veðurofsann fremur en aðrir.
Skemmdir á húsum urðu tölu-
verðar, járnplötur fuku um
bæinn, bilar skemmdust talsvert,
bátarnir skullu saman o.s.frv.
Hjálparsveit skáta á tsafirði
aðstoðaði lögregluna sem kallaði
út aukavaktir i fyrrinótt, en mikið
var um að hringt væri og beðið
um aöstoð.
Menn voru á ferli við höfnina i
nótt, nauðsynlegt reyndist að
binda flesta bátana betur og
reyna að hindra að þeir skyllu
saman.
Mesti veðurofsinn stóð frá
klukkan 3-8 um nóttina og komst
vindurinn hátti 15vindstig. Engin
slys urðu á mönnum.
-gsp
Þessi sendiferðabíll fauk út af veginum skammt fyrir vestan Tiðaskarö
á Kjalarnesi i óveðrinu í fyrrakvöld.fLjósm. Magniis Guðmundsson)
Stormurinn feykti þessum Akranessbil út af veginum í Hvalfirði og
niður i flæðarmál. Þar stóð hann allmikið skemmdur I gærmorgun.
(Ljósm. Magnús Guðmundsson)
Gunnfaxi sleit sig
lausan í ofviörinu
Þegar veðurofsinn byrjaði
fyrir alvöru i fyrrakvöld var
tveimur Friendshipvélum
Fiugfélagsins komið fyrir i
skýli á flugvellinum, en
Dakotavélin Gunnfaxi var
skilin eftir úti, reyrð niður og
bundin þar að auki i jaröýtu.
En allt kom fyrir ekki, vélin
slitnaði upp og skemmdist
talsvert mikið.
Sveinn Sæmundsson hjá FI
sagði, að við bráöabirgðaat-
hugun hefði komiö i ljós, aö
báðir vængendar hefðu
skemmst og jafnvægisstýri,
skrúfublöðin eru bogin og
hætta er á að eitthvað hafi
skemmst i hreyflunum sjálf-
um. Þá er sjáanleg sprunga I
hægra hjólahúsi og nefiö á vél-
inni er lika skaddað.
Sveinn sagði aö viðgeröar-
menn þeirra myndu gera við
vélina, en hún hefur lent i
ýmsu misjöfnu áöur, m.a.
fauk hún fyrir nokkrum árum
á Vestmannaeyjaflugvelli og
var þá flutt með skipi til
Reykjavikur. Þá tók viögeröin
nokkra mánuði.
Gunnfaxi hefur einkum ver-
ið notaður til Grænlandsflugs
að undanförnu.
Báðar botur félagsins komu
heim i fyrrakvöld og voru á
Keflavikurflugvelli um nótt-
Patreksfjörður
ina. Flugvélin sem átti að fara
til Glasgow og Kaupmanna-
hafnar fór um hádegisbilið i
gær, og innanlandsflugiö hófst
að nýju um fimmleytið i gær.
sj.
Engarskemmdir
— „gott veður”
Þeir gerðu lltið úr veðurguð- Hins vegar vöknuöu margir um
unum, Ibúarnir á Patreksfirði. Aö nóttina, meðan mestu ósköpin
visu fóru trillueigendur niöur aö gengu yfir, en vinnuröskun varð
höfninni um nóttina til að huga að engin á Patreksfirði i gær.
bátum sinum, en skemmdir á Einna hæst gnauðaði i timbur-
þeim voru engar, fremur en húsunum, eins og eðlilegt er, og
annars staðar I bænum. varð íbúum i þeim mörgum erfitt
Fremur skjólgott er á Patreks- um svefn-
firði i þessari vindátt og fundu Lögreglan var aldrei kölluð út
ibúarnir þvi ekki svo mikið fyrir þessa nótt, og þurftu ibúar á
veðrinu. Patreksfirði enga aðstoð -gsp
Og trillur sukku
Furðulitil spjöll urðu i
Reykjavikurhöfn i veðurofs-
anum, en þó sukku fjórar trill-
ur við Ægisgarð er voru áveð-
urs. Myndin var tekin i gær-
morgun þegar verið var að ná
fyrstu trillunni upp. Eigand-
inn er að ausa af fullum krafti,
en trillunni var lyft þannig upp
úr sjónum að fjögurra arma
haki var festur i trilluna og
henni siðan lyft upp með
skurðgröfuarmi.
(Ljósm. sj.)
„Hliöin í bílnum
algjörlega lakklaus”
Bjarki Ellasson, yfiriög-
regluþjónn sagði I samtali við
blaöið I gærkvöld að lögreglan
vissi um yfir 100 bileigendur
sem hefðu gert viðvart um
skemmdir, en hann bjóst við
að miklu fleiri bflar hefðu orð-
ið fyrir skemmdum.
Arni V. Gislason, bifreiða-
viðgerðarmaður sagði frétta-
manni að siminn hefði ekki
stoppað hjá sér i allan gærdag
og væru skemmdirnar af völd-
um grjóts, sands, spýtnabraks
og þakjárns. „Fyrir kortéri
kom hingað maður með
þriggja eða fjögurra daga
gamlan Saab og var hliðin á
bilnum algjörlega lakklaus.
Tveir bilar standa hér aftur-
rúðulausir og við erum búnir
að skipta um framrúður i
nokkrum bilum. Svo kom
maður hér með Comet og var
lakkið farið af skotti, aftur-
bretti og báðum hurðum og
svona má lengi telja. Bara i
dag hafa komið tugir manna
með skemmda bila til min, svo
að álita má að mjög margir
bilar hafi skemmst.”
sj-
Þessi bill stóð svona á sig kominn við Kleppsveginn I gærmorgun.