Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 18. október 1973.
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÖSiALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ótgefandi: Ótgáfufélag Þjóbviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson <áb)
Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson
Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Áskriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Biaðaprent h.f.
HAFNA VERÐUR ÚRSLITAKOSTUM
Rikisstjórnin fjallaði i gærmorgun um
tillögur Breta i landhelgisdeilunni, og sið-
ar var haldinn fundur i utanrikismála-
nefnd og i þingflokkunum öllum. Var þar
rætt um skýrslu forsætisráðherrans og
embættismanna hans af fundunum i Lond-
on. Þessar tillögur Bretanna eru trúnað-
armál, en Þjóðviljinn hefur aflað sér
þeirra upplýsinga að hér sé um úrslita-
kosti að ræða af hálfu Bretanna, þannig að
Islendingum er gert annað hvort að hafna
þeim eða játa, breytingar á einstökum
atriðum komi ekki til greina. Hér er sem-
sé enn um sömu vinnubrögðin að ræða af
hálfu bresku ihaldsstjórnarinnar. Hún
setur Islendingum úrslitakosti hvað eftir
annað, þegar ekki er beitt hreinum ofbeld-
isverkum eins og herskipainnrásinni i vor
sem siðan hélt áfram linnulaust um hálfs
árs skeið. Má það heita furðuleg og
hneykslanleg ósvifni af bresku stjórninni
að setja Islendingum úrslitakosti ofan á
þann ofbeldisslóða sem Bretar eiga hér
við Island. Hér er um að ræða framkomu
sem aðeins hrokafullt deyjandi stórveldi
gæti haft i frammi, en Bretar ættu þó að
vita að einmitt stefna úrslitakostanna
kom þeim á kaldan klaka i nýlendunum er
yfir lauk, og svo mun enn farnast hinu
máttfarna breska ljóni.
Þegar rikisstjórn eins lands, eins og
rikisstjórn íslands i dag, er stillt upp
frammi fyrir úrslitakostum, eins og nú
gerist i tilboði Bretanna, er það beinlinis
eðlilegt og sjálfsagt að slikum kostum sé
hreinlega hafnað. Engin rikisstjórn i full-
valda riki getur sætt sig við úrslitakosti
frá öðru riki. Slík rikisstjórn væri að
bregðast skyldum við þjóð sina og það
umboð sem hún hefur veitt. .
Ekkert hefur verið látið uppi um einstök
atriði i tillögum Breta, þ.e. efnisatriði.
Hins vegar hefur ýmislegt spurst út af
þeim tillögum sem Bretar hafa gert Is-
lendingum i úrslitakostunum. Mun m.a.
vera gert ráð fyrir lengri samningatima
en íslendingar lögðu til, þegar slitnaði upp
úr samningaviðræðunum sl. vor, þá mun
gert ráð fyrir fleiri stórum skipum af
hálfu Bretanna en i siðustu tillögum ís-
lendinga og mun minni lokun veiðisvæða
en íslendingar gerðu áður ráð fyrir. Þá
munu Bretar ekki vilja fallast á að íslend-
ingar hafi framkvæmd eftirlits með veið-
um Breta i sinum höndum, en það hefur
verið og verður að vera grundvallarkrafa
af hálfu Islendinga að eftirlit með veiðun-
um, framkvæmdþess og dómsvald sé á is-
lenskri hendi. Annað er óhugsandi.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins kom
saman til fundar i gær til þess að fjalla um
skýrsluna af viðræðum við Breta og tillög-
ur þær sem Bretar nú gera og eru i raun-
inni úrslitakostir. Varð það samhljóða
niðurstaða þingfiokks Alþýðubandalags-
ins að hafna úrslitakostum Bretanna og
var þingflokkum hinna stjórnarflokkanna
afhent samþykkt þingflokks Alþýðu-
bandalagsins siðdegis i gærdag.
Þannig liggur afstaða Alþýðubanda-
lagsins til úrslitakostanna þegar fyrir og
er þess að vænta að aðrir aðilar taki einnig
afstöðu til þeirra hið fyrsta, þvi bresk
stjórnarvöld mega ekki vera i neinum
vafa um afstöðu íslendinga i þessu máli
stundinni lengur. Það mun einnig koma i
ljósi, þegar efnisatriði bresku tillagnanna
hafa verið birt, að íslendingar munu
styðja eindregið þá afstöðu að réttast sé
að hafna úrslitakostunum, á sama hátt og
þjóðin öll hefur til þessa slegið skjaldborg
um þá stefnu sem rikisstjórnin hefur fylgt
i landhelgismálinu.
Rœtt um
prentskil til
bókasafna
Deild bókavarða I rannsóknar-
bókasöfnum stóð fyrir umræöu-
fundi i Reykjavik á vegum Nor-
ræna rannsóknarbókavarðasam-
bandsins (Nordisk videnskabelig
bibliotekarforbund) dagana 8.-13.
október. Deildin hefur verið aðili
að norræna sambandinu siðan
1966 og er þetta fyrsti fundur á
vegum þess, er haldinn er hér á
landi. Þátttakendur voru alls 21, 5
frá Noregi, en 4 frá Danmörku,
Sviþjóð, Finnlandi og tslandi,
hverju um sig.
Fundurinn var settur 9. októ-
ber, og flutti Magnús Toríi Ólafs-
son menntamálaráðherra þar á-
varp, en að þvi búnu hélt Björn
Sigfússon háskólabókavörður er-
indi, er hann nefndi Tilveru is-
lenskra rannsókna og stöðu ís-
lands sem norræns rikis. Nokkrar
umræður urðu um erindi Björns,
og svöruðu hann og íslensku þátt-
takendurnir ýmsum spurningum,
sem fram voru bornar um að-
stæður hér á landi og framtiðar-
horfur.
Aðalumræðuefni fundarins
voru prentskil og margvisleg
vandamál, sem þeim eru tengd.
Menn voru á einu máli um, að til-
gangur prentskila væri 1) að
tryggja varðveislu alls prentaðs
efnis i hverju landi um sig, 2) að
sjá til þess, að unnt sé að gera úr
garði sem fyllsta skrá um umrætt
efni, eða ákveðna hluta þess, og
3) að búa það i hendur mönnum,
hvort heldur væri vegna rann-
sókna, opinberrar stjórnsýslu eða
annarra réttmætra þarfa.
Talið var, að þjóðbókasöfn
þyrftu að geta friðað sem mest
eitt eintak, en haft annað til af-
nota, og rætt var um nauðsyn
þess að varðveita jafnframt bæk-
ur I þeim búningi, sem þær bera,
þegar þær koma á markað.
Vegna mikilla breytinga, sem
oröið hafa á hvers konar tækni til
margföldunar ritaðs máls, þótti
einsýnt, að sú aðferð, sem beitt
væri hverju sinni, réði ekki úrslit-
um um lögbundin skil slíks efnis.
Tilkynning
um lögtaksúrskurð
Föstudaginn 28. september s.l. var kveð-
inn upp úrskurður þess efnis, að lögtök
geti farið fram fyrir gjaldföllnum, en ó-
greiddum tekjuskatti, eignaskatti, launa-
skatti, kirkjugjaldi, kirkjugarðsgjaldi,
iðnlánasjóðsgjaldi, iðnaðargjaldi og sölu-
skatti, öllum ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði.
Lögtök mega fara fram að liðnum 8 dög-
um frá birtingu auglýsingar þessarar,
verði skil eigi gerð fyrir þann tima.
Sýslumaðurinn i
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
VÍÍ.ÍIH Ol*
'^5"' Nfts-HcwiiHs Jew-tSÐí:
Fulltrúar á norræna bókavarðafundinum. Lengst til vinstri er Ólafur Pálmason.
Loks var rætt um hljómplötur,
segulbönd og þess háttar og
hversu tryggja mætti, að þjóð-
bókasöfn eða einhver annar aðili i
hverju landi varðveitti efni af þvl
tagi.
Meðal annarra umræðuefna
fundarins voru bókaskipti safn-
anna. Rætt var sérstaklega um,
hversu söfnum á Norðurlöndum
yrði greiðast að afla íslenskra
bóka, og áttu þátttakendur m.a.
fund um það mál með stjórn Bók-
salafélags tslands.
Rætt var um Scandia-áætlunina
svonefndu, en það er áætlun um
verkaskiptingu milli rannsóknar-
bókasafna á Norðurlöndum um
aödrætti til þeirra. Er þá litiö á
Norðurlönd sem eina heild og ein-
stökum efnisflokkum síðan skipt
milli safna, þannig að tryggt sé
eftir föngum, að rit, sem ætla má
að nægi Norðurlandasvæðinu i
einu eintaki, séu ekki keypt til
margra safna.
Að lokum var rætt um sam-
vinnu norrænna rannsóknarbóka-
safna á sviði skráningar og gagn-
kvæmrar upplýsingaþjónustu.
Stjórn Deildar bókavarða I
rannsóknarbókasöfnum skipa nú
Finnbogi Guðmundsson formað-
ur, Einar Sigurðsson ritari og
Halldór Þorsteinsson gjaldkeri.
Formaður Norræna sambandsins
er John Brandrud yfirbókavörður
I Björgvin.
(Frétt frá Deild bókavarða
i rannsóknarbókasöfnum)
Sambandsþing Nor
ræna félagsins
Sambandsþing Norræna félags-
ins var haldið i Norræna húsinu 5.
október. Þingiö sátu 44 fulltrúar
frá 12 félagsdeildum. Heistu um-
ræðuefni voru störf félagsins á
siðasta starfstimabili og væntan-
leg störf þess á næstu tveim ár-
um. Þingið taldi, að höfuðverk-
efni félagsins i framtfðinni væri
að fjölga féiagsdeildum úti á
landi, auka vinabæjasamskiptin
og haida áfram norrænu nám-
skeiðshaldi, sem hefur veriö eitt
af verkefnum félagsins tvö sfö-
ustu ár og gefist vel.
Samþykktir voru gerðar á þing-
inu um að senda bræðrafélögun-
um bestu árnaðaróskir og þakka
þeim af alhug þá mikilsverðu
hjálp, sem þau beittu sér fyrir
vegna hamfaranna á Heimaey,
og i öðru lagi að vara eindregið
við skerðingu kennslustunda i
norrænum málum i kjarnanáms-
skrá menntaskólanna.
Tillögu um fjárveitingu til þýð-
inga af einu Norðurlandamáli á
annað var visað til framkvæmda-
ráös Norræna félagsins.
í stjórn Norræna félagsins voru
kosnir:
Dr. jur. Gunnar Thoroddsen
formaður, Helgi Bergs, banka-
stjóri varaformaður, Hjálmar
Ólafsson konrektor, Kópavogi,
Gunnar Ólafsson f.v. skólastjóri,
Neskaupstað, Guðmundur
Björnsson kennari, Akranesi,
Sverrir Pálsson skólastjóri,
Akureyri, og bóroddur Guð-
mundsson rithöfundur, Hafnar-
firði.
Þann 9.-12. þm.fór norræna tón-
listarkeppnin fram i Stokkhólmi.
Keppt var I orgelleik. Aðeins einn
islenskur þátttakandi tók þátt i
keppni þessari en það var Mar-
teinn Friðriksson organisti i Há-
teigskirkju. Dómarar að Islands
hálfu i norrænu keppninni voru
Arni Kristjánsson, tónlistarstjóri
og Ragnar Björnsson, dómorgan-
isti.
Að þessu sinni hlaut 1. verðlaun
Daninn Flemming Dreisig og 2.
verölaun Sviinn Hans Fagius.
Keppnin i Stokkhólmi fór mjög
vel fram og leiddi fram i sviðs-
ljósið mikla listamenn á sviði
orgelleiks.
(Fréttatilkynning frá Norræna
félaginu.)