Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. október 1973. Öllum er enn i fersku minni óveðrið sem hér gekk yfir á dögunum, en það var angi af fellibylnum Elínu (Ellen) sem gekk yfir norðanvert Atlantshaf. Þessi mynd er tekin úr bandarisku geimstöðinni Skylab og sýnir hvernig fellibylurinn litur út úr geimsýn. Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði: Heilögu kýmar og hagfræöingiiririn Slöan ég sendi Þjóöviljanum nokkrar llnur um fréttamennsku útvarpsins varðandi valdarániö I Chile, hefur komiö I ljós, aö hlutur útvarpsstjóra og annarra yfir- manna útvarpsins var öllu lakari en ég haföi gert ráö fyrir. Þeir höfðu sem sé setið fund útvarps- ráös, þar sem samþykktin var gerð, og ekkert haft viö hana aö athuga. Var yfirlýsing þeirra sprottin af óttablandinni viröingu fyrir fréttamönnunum? Er þá ekki skörin farin aö færast upp I bekkinn? Skörungsskap viröast þeir aö minnsta kosti ekki hafa sýnt. En svo gerðist það 8. þessa mánaðar, aö þekktur hagfræðing- ur kom fram I útvarpinu og vildi nú rétta hlut fréttamannanna. Ekki reyndi hann þó að halda því fram að fréttaflutningurinn um valdaránið I Chile hafi verið óhlutdrægur, heldur kom hann með gömlu tugguna um, að málið væri útvarpsráði alveg óviðkom- andi. Nú er það einmitt eitt af hlutverkum útvarpsráðs að vaka yfir óhlutdrægni útvarpsins, og það gerði það einmitt I þessu máli. Ég held lika, að vandfundin verði betri leiö til að velja út- varpsráð, sem sinnti þvi hlut- verki, en að kjósa það eftir hlut- fallskosningu, þannig að sem flestar skoðanir eigi þar fulltrúa. En afturhaldið, sem löngum hef- ur getað notað útvarpið til áróð- urs fyrir þær skoöanir, sem það vill halda á lofti, á erfitt með að sætta sig við, að nú er útvarpið opnara fyrir öllum skoðunum en áður hefur tiðkast. Hagfræðingurinn vitnaði til þess, að sú skoðun hefði verið flutt I útvarpinu óátalin, að við Is- lendingar værum á vissan hátt samsekir fasistastjórninni I Grikklandi, þar sem við værum I hernaðarbandalagi með henni. Hér er þó óliku saman að jafna. Hér er maður aðeins að lýsa sinni skoðun á þekktum staðreyndum. Eða erum við kannski ekki i hernaðarbandalagi með Grikkj- um? Það er svo hvers og eins að meta það fyrir sig hversu ljúft honum það sálufélag er. I þessu sama erindi hélt hagfræðingur- inn þvi fram, að það hefði verið óþarft af okkur að færa landhelg- ina út i 50 milur, þvi að innan fárra ára myndu Bretar hætta öllum úthafsveiðum, þótt þeir reyndar mundu reyna aö eyða fiskistofnunum fyrst. En hvað þá um aðrar þjóöir, sem veiða á miðum okkar, ef Bretum tækist ekki að ná þessum göfuga tilgangi sinum? Ég geri ekki ráð fyrir, að útvarpsráð átelji hagfræðinginn neitt fyrir að flytja þessar skoðanir sinar i útvarpinu, enda er hann ekki með þvi að falsa neinar fréttir. Hitt er svo annað mál, að flestum islendingum mun þykja þessi kenning hagfræðings- ins fremur heimskuleg. Ég efast meira að segja um, að Morgun- blaðið treysti sér til að halda henni mikið á lofti. En vilji menn verða sér til athlægis i útvarpi, ætti þeim að vera það frjálst. Siglufirði 9. okt. Hlöðver Sigurðsson. Rannsókn á lokastigi Rannsókn vegna andláts Skarphéðins Eirikssonar á Sauðárkróki er nú á iokastigi. Er. einkum beðið eftir krufnings- skýrslu, en hún er ekki væntanleg fyrr en um helgina. Þá er ólokið sannprófun nokkurra atriða i málinu og vegna þeirra var einn maður settur i gæsluvarðhald i gær. Fulltrúi bæjarfógeta lagði á- herslu á það við fréttamann að maðurinn hefði einungis verið settur I gæsluvarðhald vegna nauðsynjar á að einangra vitni. —ÞH Nýjung hjá stofnlánadeild landbúnaðarins: Lána fé til bústofnsauka Stofnlánadeild landbúnaðarins auglýsti i haust eftir umsóknum um lán til bústofnsauka.einsog það er kallað, en slikt er nýmæli i lánamálum landbúnaðarins. Hjá stofnlánadeildinni fengum við þær upplýsingar að umsóknir hefði streymt inn til stofnunar- innar að undanförnu, en um- sóknarfrestur rann út 15. október. Er umsóknirnar fleiri en búist var við, og fyrirsjáanlegt að tryggja verður stofnlánadeildinni mun meira fé til þessara lána en ætlað var i upphafi, ef anna á öllum umsóknunum en það voru 15 miljónir kr. Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, sagði i gær, að það væri mjög mikill fengur að þessum lánum fyrirbændur: einkum þá semværu að byrja búskap. Gunnar sagði að enn væri ekki búið að ganga frá reglugerð um þessar lánveitingar. Til að mynda væri ekki búið að ákveða hvort menn fengju lán ef þeir settu á frá sjálfum sér, eða aðeins ef þeir keyptu skepnur af öðrum, en i sjálfu sér sé ég engan eðlismun á þessu tvennu, sagði Gunnar. Gunnar sagði að vegna þess að nú væri verið að lána i fyrsta sinn væru umsóknir sjálfsagt mun fleiri en annars og ef það fé sem Stofnlánadeildin hefur yfir að ráða til þessara lána væri ekki nægilegt, yrði sjálfsagt ein- hverjum lánum frestað fram yfir áramótin, Eins er liklegt að einhverjar umsóknir reynist ekki lánshæfar þegar yfir þær hefur verið farið. Til að mynda er óliklegt að þeir sem hafa stór bú fái lán að þessu sinni, þeir þurfa siður á þessu láni að halda en hinir. - En alla vega koma þessi lán til að létta undir bændum i fram- tiðinni, sagði Gunnar, og ég fagna þeim mjög. -S.dór Fimm seldu fyrir 21,7 milljónir kr. Fimm skip seldu afia sinn i Þýskalandi I gær og fyrradag. Meðaiverðið var mjög misjafnt eða frá 36 kr. upp 146.80 kr. í fyrradag seldu þessi skip afla sinn: Gunnar Jónsson i Bremer- haven 56.7 tonn, þar af 6.5 ónýt, fyrir 62 þúsund mörk eða 2.1 miljón isl. kr., meðalverðið er 38.15 kr. Vestmannaey I Bremer- haven 151.5 t. fyrir 194 þúsund mörk eða 6.7 milljónir isl. kr., meðalverð 44.67 kr. og Hrönn i Cuxhaven 61.9 t. þar af 1 t. ónýtt, fyrir 83.556 mörk eða 2.8 miljónir, meðalverð 46.80 kr. í gær seldu svo Mai i Cuxhaven 138.8 lestir, ar af 4 ónýtar, fyrir 152.500 mörk eða 5.3 miljónir, meðalverð 40.10 kr. og Brettingur 133 t. fyrir 140 mörk eða 4.8 miljónir, meðalverð tæpar 36 krónur. Samtals seldu skipin 536 tonn fyrir 21.7 miljónir og meðalverðið er 40.50 krónur á kflóið. —ÞH HORN í SÍÐU Sögulegar formanns- kosningar í Heimdalli Ég leita nú að visu aldrei með logandi ljósi, né i gegnum stækkunargler að fréttum i Mogganum minum. En hvað um það, ég hef ekki séð neina frétt af stjórnarkjöri i Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna, en aðalfundur félagsins var haldinn sl. laugardag. Þess vegna sé ég mér ekki annað fært en skýra frá þeim fréttum sem þaðan er að fá, og að þvi er sýnist, sannar og réttar. Þegar fyrir lá að formaðurinn Skúli Sigurðsson sem gegnt hefur starfinu sl. ár, ætlaði ekki að gegna þvi öllu lengur, ákvað mótframbjóðandi hans frá fyrra ári, Arni B. Eiriksson, sem næg- an virðist hafa metnaðinn til að vilja verða formaður, að gefa kost á sér aftur. Þá var það að uppstillingar- nefnd til formannskjörs var komið á laggirnar, og veitti henni forstöðu lögfræðingur, nefndur Jón ZoÖga, fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik. Vann nú uppstillingarnefnd fram á kjördag, og fór drjúgur vinnutimi nefndarinnar I að smala á fundinn, og var aðal- lega smalað i Orator, félagi laganema við Háskólann, svo og eftir gömlum félagaskrám úr þvi félagi; sum sé mest lög- fræðingum. Siöan rann upp laugardagur- inn og verðandi og sivaxandi stétt löglærðra innheimtu- manna og rukkara kom fylktu liði á aðalfund Heimdallar. Þarna voru mættir um 60 félag- ar þessa félagsskapar (stærsta stjórnmálafélags æskufólks á íslandi) og þar af 40 löglærðir eða löglærlingar. Formaður uppstillingar- nefndar las upp tillögu nefndar- innar og þar var ekki að heyra nafn hins metnaðargjarna Arna B. Eirikssonar, heldur va- for- mannsefni nefndarinnar Már Gunnarsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings og lögfræð- ingur. Þetta þótti fylgjendum Arna slæm uppástunga og var þvi nafn hans nefnt utan úr sal, sem formannsefnis. Þótti löglærðum slæm þessi uppástunga og vissu reyndar ekki hvernig kosning færi og stungu þvi upp á enn öðrum sem þriðja kandidat, og var sá úr liði Arna, nefndur Einar K. Jóns- son. Eftir að kyrrð komst á og uppástungum var lokið, gekk Árni á fund Más, en fróðir menn segja, að Arni hafi tekið af Má loforð um stuðning til for- mannskjörs, og spurði Arni Má hvort hann ætlaði virkilega ekki að styðja sig. Kom nokkuð á Má er gengið var eftir þessu gamla loforði, og tók hann þá ákvörðun að efna það, þó aðeins á yfir- borðinu, eins og koma mun i ljós. Hafði hann samband við vini sina löglærlinga og gekk siðan I pontu og lýsti þvi yfir að hann væri ekki i kjöri til formanns. Að þessari yfirlýsingu gefinni stóð einnig upp Einar K. Jónsson og gaf sams konar yfir- lýsingu. Virtist þvi formanns- sætið blasa við hinum frama- gjarna Arna. En þá er það sem löglærlingar gripu til menntunar sinnar og gáfu út þá tilskipun i krafti lagaskýringa, að fyrst svona væri komið, ætti að fara fram óhlutbundin kosning um mann i formannsstöðuna. Var nú gengið til kosninga. Kosning fór svo, að skrifstofu- stjórinn Már fékk 40 atkvæði, en Arni það sem á vantaði að næði tæpum 60, en það var tala fund- armanna og þvi Már Gunnars- son (rétt)kjörinn formaður Heimdallar næsta ár. Þess má geta i leiðinni, að Már þessi er einn þeirra starfs- manna, sem hvað erfiðast hefur verið að ná simasambandi við af þeim, sem hjá borgarverk- fræðingi vinna, og tæplega ræt- ist úr með það, eftir þetta nýja embætti, sem hann hefur tekið að sér fvrir flokkinn. Þá mega Reykvikingar eiga von á að sjá andlit hans á fram- boðslista við næstu kosningar ef að vanda lætur, þvi formanns- staða i Heimdalli hefur löngum þótt bærilegasti stökkpallur til metorða innan flokksins. Og ekki skemmir menntunin fyrir honum, þvi eins og alþjóð er kunnugt er það stefna Sjálf- stæðisflokksins að brúkast sem best við lögfræðinga, hver sem ástæðan fyrir þvi er. Ef Morgunblaðið hefur ekki enn frétt af fundi þessum er þvi velkomið að hringja til min eða nota þessa grein óbreytta, endurgjaldslaust. úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.