Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. október 1973. ÞJóÐVILJINN — SIÐA J1 England — Pólland 1:1 England var slegiö út Pólverjum dugði jafntefli til að komast áfram í lokakeppni HM í fyrsta sinn síðan 1938 — Þjóðarsorg í Englandi t»að má segja að þjóðarsorg riki i landi knatt- spyrnunnar, Englandi, eftir að enska landsliðinu tókst aðeins að ná jafntefli gegn Pólverjum á heimavellinum Wembley i gærkveldi. Þar með eru vonir Englendinga um að komast i lokakeppni HM 1974 i V-Þýskalandi úr sögunni og er það i fyrsta sinn siðan 1950 að Englendingar komast ekki i loka- keppnina, en aftur á móti hafa Pólverjar, sem með þessu jafntefli tryggðu sér sæti i lokakeppninni ekki komist svona langt i HM siðan 1938. Wembley-leik- vangurinn var troðfullur af áhorfendum, 100 þús. manns og stemningin var óskapleg, segir i frétta- skeyti NTB. Það voru Pólverjar sem skoruðu á und- an en Alan Clark jafnaði fyrir England á 64. minútu úr vitaspyrnu. Pólland er 8. landið sem tryggir sér- sæti i lokakeppninni, hin eru Brasilia, V-Þýskaland, Skotland, Búlgaria, Argentina, Uruguay og Mexikó. Leikurinn var eins og gefur að skilja æsispennandi. I leikhléi hafði hvorugu liðanna tekist að skora, þrátt fyrir tækifæri. En svo var það á 57. minútu að Norman Hunter varð undir í ein- vígi við pólska útherjann Lato og hann komst inn að endamörkum, gaf vel fyrir markið og þar var Jan Domarskis fyrir og skoraði af 15 m. færi, hundrað þúsund áhorf- endum til mikillar skelfingar. Þaö liðu svo ekki nema 7 minút- ur þar til brotið var gróflega á fyrirliða enska liðsins Martin Peters inni vitateig og dómarinn dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu. Úr henni jafnaði Alan Clark fyrir England. Frh. á bls. 15 Sir Alf Ramsey, einvaldur enska landsliðsins. Verður hann rekinn eða segir hann af sér? A KRoglR í úrslit eins og vant er? Allar Hkur eru nú á þvi að það verði ÍR og KR sem enn einu sinni berjast til sigurs i Reykjavíkur- mótinu i körfuknattleik, en þessi lið hafa barist um alla þá titla sem keppt hefur verið um i körf- unni hér á landi um áratuga skeið. KR sigraði ÍS 69:63 sl. mánu- dagskvöld og sama kvöldið sigr- aði ÍR Armann 76:58. ÍR-ingar eiga að visu eftir að leika gegn Vai og eru alls ekki öruggir um sigur. En færi svo að Valur sigr- aði IR en 1R aftur á móti KR þá yrðu 3 lið efst og jöifn að stigum, KR, ÍR og Valur. Mótið er þvi enn mjög svo spennandi. W V ^Sameinast utanbæj- ar félögin um nýjan y formann fyrir KSÍ? Nú er ekki nema rétt rúmur hálfur mánuður þar til knatt- spyrnumenn á Islandi þinga, og þótt það sé auðvitað ekki annað en árlegur viðburður, búast margir við skemmtilegu þinghaldi að þessu sinni, einkum vegna átaka um væntanlegan formann KSl. Albert Guömundsson nú- verandi formaöur sambands- ins hefur látið uppskátt — einu sinni enn raunar — aö hann gefi ekki kost á sér sem for- maöur áfram. Og það sem meira er, flestir telja, að hann hætti ekki við að hætta nú eins og stundum áður, og þvi þarf nú að finna nýjan formann. Eru að vanda margir kallaöir en fáir útvaldir. Nú þegar eru nokkrir póli- tiskir pótintátar farnir að berjast fyrir formannssætinu. Það þykir nefniilega nokkuð gott að hafa slika rós I hnappagatinu, sem formanns- sæti KSI er , fyrir þá, sem eru valtir I sessi á einhverjum framboðslistanum I pólitlska darraðardansinum. En þeir eru margir sem lita á formannssæti KSt alvarlegri augum en sem rós I hnappa- gati misheppnaðra pólitikusa. Þvi hefur það nú gerst að utanbæjarfélögin munu ætla að sameinast um formanns- efni fyrir KSl á þinginu I byrjun nóvember. Enn mun ekki endanlega afráðið hver það verður, en nokkrir hafa veriö nefndir. Einn af þeim er Hafsteinn Guðmundsson formaöur IBK og að öilum óiöstuðum er hann áreiðanlega sá maðurinn sem flestir bera traust til og hæfastur er til þess að takast á við þau verkefni sem biða næsta formanns KSt, en þeirra stærst er aö gera eina tilraun enn til að reLa is- ienska knattspyrnu úr rústum. Hafsteinn hefur sýnt hvers hann er megnugur með liö sitt ÍBK, sem hefur verið eins- konar „Leeds-Iiö” tslands, alltaf við eöa á toppnum undanfarin 5 ár. Hitt er svo annað mái hvort Hafsteinn er tiibúinn tii að gefa kost á sér sem formaöur KSt en hann er öruggiega sá sem utanbæjarfélögin hafa mestan áhuga á um þessar mundir. Það er einnig aiveg ljóst, að þau munu ráða feröinni á þinginu, sameinist þau um einn mann. Það gerðu þau þegar Reykjavikur- féiögin, með Helga V. Jónsson i broddi fylkingar, reyndu að fella Albert hér um áriö. Þá sameinuðust utanbæjarfélögin og björguðu Albert. Fyrir utan pólitikusana, sem reyna nú að hreppa sætið, eru tveir menn taldir áhuga- samir um að veröa formenn Frh. á bls. 15 Að settu heimsmeti Þessi mynd er tekin af hinni frá- bæru frjálsiþróttakonu Burglindu Pollak frá A-Þýskalandi eftir að hún hafði sett nýtt heimsmet i fimmtarþraul kvcnna á dögun- um. íslandsmótið í blaki hefst 15. nóvember tslandsmeistaramót karla I blaki veturinn 1973-1974 fer fram á timabilinu 15. nóv. — 15. april. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Blaksambandinu, pósthólf 864 Reykjavik, fyrir 1. nóvember næstkomandi. Einu liði frá hér- aðssambandi eða félagi innan héraðssambands er heimil þátt- taka. Blakþing verður haldið laugar- daginn 13. október og verður þá samþykkt ný reglugerð fyrir Is- landsmeistaramótið. Þar er m.a. gert ráð fyrir þvi að eftir undan- keppni leiki sex lið einfalda um- ferð til úrslita. Er þetta fyrir- komulag visir að 1. deild, en búast má við aö deildarskipting i blaki verði tekin upp innan fárra ára. Islenska u-landsliðið tapaði fyrir írum Enn er þó von að liðið komist áfram Islenska u-landsliðið tapaði 3:4 fyrir trum i fyrrakvöld I leik lið- anna i undankeppni HM. Leikur- inn fór fram i Dublin. Þrátt fyrir þetta tap er smávon fyrir islenska liðiö aö komast áfram, þar eð mörk á útivelli telja tvöfaJt. Þannig að islenska liöið kem st áfram, ef þaö vinnur 1:0, 2:l eða 3:2 hér heima 25. október nk. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.