Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.10.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18- október 1973. IGNIS innur,. > verkin Sífellt flein husmæður hrifast af IGNIS 12 IGNIS þvottavélar með 10- valkerfum IGNIS leggur i bleyti IGNIS þvær forþvott, aðalþvott margskolar og vindur IGNIS er hagkvæm i verði IGNIS þjónusta og varahlutir KOMIÐ OG KYNNIST IGNIS RAFTORG HF RAFIÐJAN HF v/AUSTURVÖLL ■ RVÍK • SÍMI> 26660 VESTURGOTU11 • RVÍK • SÍMM9294 Akerrén-f erðastyrkurinn 1974 Dr, Bo Ákerrén, læknir i Sviþjóð, og kona hans tilkynntu islenskum stjórnvöldum á sinum tima, að þau hefðu i hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæð sem ferða- styrk handa Islendingi, er óskaði að fara til náms á Norð- urlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur tólf sinnum, i fyrsta skipti vorið 1962. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsóknir til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 56, Reykjavik, fyrir 1. desember n.k. 1 umsókn skal greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskirteina og meðmæla. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. október 1973. Barnagæsla Get tekið börn i gæslu. Upplýsingar i síma 25104. Atvinna Bakari — og aðstoðarmenn óskast nú þegar. Upp- lýsingar i Björnsbakarii, Vallarstræti 4, simi 11530. Trésmiðir óskast Margvisleg verkefni. Stakir eða flokkar. Skeljafell h/f, Bolholti 4, simi 86411 og 20904. Laus staða Staða starfsmanns Verkalýðsfélags Húsavikur og Lifeyrissjóðsins Bjargar, Húsavik er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir sendist skriflega til skrifstofu Verkalýðsfélags Húsavikur við Ketils- braut, Húsavik. Mötuneyti í garðinum í Hábœ i vctur verður starfrækt mötuneyti fyrir skólafólk, starfshópa og einstaklinga I garði veitingahússins Hábæjar við Skólavörðustig. Þá mun veitingahúsið senda mat á vinnustaði ef óskað er. - Garðurinn verður opinn alla daga i vetur frá kl. 11 á daginn tiill á kvöldin. Menn geta keypt vikukort og skólafólk getur fengið vinnu i eidhúsinu 2-3 tima á dag ef það vill með þvl móti lækka fæðiskostnaðinn. Karsten Andersen hl jómsveitarstjóri ásamt konu sinni. Andersen stjórnar Sinfóníusveitinni 2. tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar á þessu starfsári verða haidnir i kvöid kl. 20.30. Stjórnandi verður Karsten Andersen og einleikari Kjell Bækkelund. Efnisskrá: Páll Isólfsson: Passacaglia. Haydn: Sinfónia nr. 88. Gershwin: Pianókonsert. Itavel: Daphne og Chloe, svita nr. 2. Karsten Andersen fæddist i Frederiksstad i Noregi og stund- aði fyrst nám i fiðluleik. Hann kom fyrst fram á tónleikum árið 1939 i Aulaen i Osló með Fíl- harmóniusveitinni þar, aðeins nitján ára gamall, og var þá þegar ráðinn starfsmaður henn- ar. Hann lék svo með þessari hljómsveit en byrjaði jafnframt að fást við hljómsveitarstjórn og var ráðinn sem hljómsveitar- stjóri til Stavanger árið 1945. Þar starfaði hann að hljómsveitar- málum i niu ár, eða þar til hann var ráðinn aðalhljómsveitarstjóri og listrænn forstjóri tónlistar- félagsins „Harmonien” i Bergen, og hefur hann átt sinn þátt i að móta listahátiðina þar. Karsten Andersen hefur stjórnað mörgum bestu hljómsveitum álfunnar, m.a. í Sviþjóð, Danmörku, Eng- landi, Þýskalandi og Sovét- rikjunum. Islenskum hljómleika- gestum er hann kunnur af stjórn sinni á Sinfóniuhljómsveit Islands á Listahátiðinni 1972 og á tónleik- um á siðastl. starfsári. Hann er ráðinn aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar á þessu starfsári Kjell Bækkelund er i fremstu röð norrænna pianóleikara. Hann er fæddur 1930 og nam pianóleik hjá Nicolai Dirdal i Osló, Gott- fried Been i Stokkhólmi og Seidl- hefer i Vin. 8 ára gamall lék hann með filharmónisku hljómsveit- inni i Osló og var álitinn undra- barn. En ótrauður hélt hann áfram ströngu námi og öðlaðist ekki aðeins mikla kunnáttu i pianóleik, heldur einnig viðtæka, almenna músikþekkingu. 1953 hlaut hann 1. verðlaun á fyrstu hátið norrænna tónlistar- manna i Þrándheimi og sama ár hreppti hann i London „Harriet Cohen” verðlaunapening sem „besti pianisti ársins”. 1959 hlaut hann verðlaun frá „Dansk Disco- fil Forening” ásamt Erling Blöndal Bengtsson. Auk þess að vera vel séður gestur hvarvetna á Norðurlönd- um hefur Kjell Bækkelund fengið mjög lofsamlega dóma fyrir fágaðan leik sinn i mörgum öðr- um stórborgum Evrópu, svo sem i Berlín, Belgrad, Briissel, Amsterdam, Paris, Salzburg og viðar. 1. skólatónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands fyrir menntaskóla verða i Háskólabíói á morgun, föstudag, kl. 10-15. Stjórnandi verður Karsten Andersen og einleikari Kjell Bækkelund. €lrakdiiiii lau<li<> greyiiiiim fé BUNAÐARBMKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.