Þjóðviljinn - 26.10.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1973, Blaðsíða 6
G SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. október 1973. MOÐVIUIHN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb> Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. ALLT ER ÞAÐ STÉTTABARÁTTA Það kom fram i stefnuræðu ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, er hann flutti á Alþingi á dögunum, að samkvæmt þeim upplýsingum er bestar liggja fyrir, munu ráðstöfunartekjur heimilanna um næstu áramót hafa vaxið um 35% að verð- gildi á þremur árum 1971—1973. Er þá ekki gert ráð fyrir áhrifum, þeirra kjara- samninga, er nú standa yfir. Á sama tima hefur vöxtur þjóðartekna numið um 27%. Það er vissulega mjög at- hyglisvert, að valdaskeiði núverandi rikisstjórnar hefur kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna vaxið allmiklu meira en nemur vexti þjóðartekna, en þegar hagrannsóknadeild gerir grein fyrir kaupmætti svokallaðra ráðstöfunartekna, þá er miðað við heildartekjur, þar i yfir- borganir og yfirvinna, að frádregnum beinum sköttum. Meðan þjóðartekjurnar vaxa um 27% vex kaupmáttur ráðstöfunartekna heimil- anna um 35%. Með öðrum orðum, launa- fólk hefur ekki aðeins haldið hlut sinu*n af vaxandi þjóðartekjum þessi 3 ár, heldur hefur einnig átt sér stað fjármagnstil- færsla frá atvinnurekendum til launa- fólks, sem veldur þvi að hlutur launafólks er nú tiltölulega hærri en áður við skipt- ingu arðsins af þjóðarbúinu. Litum á samanburð frá viðreisnarárun- um i þessum efnum. Samkvæmt skýrslu, sem Hagrannsóknadeild framkvæmda- stofnunarinnar gaf út fyrir nokkrum mán- uðum jukust þjóðartekjur á mann um 43% á ellefu viðreisnarárum frá 1959—1970, en meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn héldu um stjórnvölinn óx kaup- máttur ráðstöfunartekna heimilanna hins vegar hægar en nam vexti þjóðartekna, eða um 38,8% á 11 árum, meðan þjóðar- tekjur jukust eins og áður segir um 43%. Meðan viðreisnin sat við völd fór þvi hlut- ur launafólks minnkandi, er arði þjóðar- búsins var skipt andstætt þvi, sem nú hef- ur orðið raunin á siðustu 3 árin. ' Miklu óhagstæðari verður þó saman- burðurinn fyrir viðreisnarflokkana, er þróun þjóðartekna er borin saman við þróun kaupmáttar tímakaups verka- manna, en sá kaupmáttur óx á viðreisnar- árunum 11 aðeins um 15,3% meðan þjóðartekjur jukust um 43%, en hins vegar lætur nærri að kaupmáttur timakaups verkamanna hafi á síðustu þremur árum vaxið fyllilega til jafns við auknar þjóðar- tekjur eða um 27%. Það er oft deilt á núverandi rikisstjórn fyrir að á skorti varðandi stjórn efnahags- mála. Margt er oft réttmætt i slikum ásök- unum. Það þyrfti svo sannarlega að ganga harðar fram i að þrengja að fésýsluvald- inu i landinu, loka gróðaleiðum braskar- anna og tryggja launafólki réttlátari skerf en enn hefur tekist. Ennþá á sér stað gif- urleg þjóðfélagsleg sóun, og verðbólgan færir stétt fésýslumanna risaupphæðir i einkahagnað, fenginn án fyrirhafnar eða nokkurs þjóðfélagslegs framlags. Hér þarf rikisstjórnin vissulega að taka betur á og tryggja enn vaxandi hlut lág- launafólksins annars vegar og félagslegr- ar þjónustu og opinberra framkvæmda hins vegar, — hvort tveggja á kostnað þjóðfélagslegrar sóunar afætuhópanna i þjóðfélaginu. En breytingin frá valdatið Sjálfstæðisflokksins og Gylfa Þ. Gislason- ar er augljós hverju barni og getur ekki verið deiluefni, eins og þær staðreyndir, sem hér að ofan var minnt á sýna. Hlutur verkafólks við skiptingu þjóðararðsins hefur farið vaxandi andstætt þvi sem áður var. Þvi veldur, að nú hafa stjórnvöld allt aðra hagsmuni i fyrirrúmi en áður voru settir á oddinn. En við ramman reip er að draga, og ekkert láta afætur þjóðfélagsins af hendi átakalaust. Þvi er nú kveinað og kvartað i ýmsum áttum, og stjórnarandstæðingar i Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum hafa hátt um það, að atvinnurekstur landsmanna sé að komast i þrot vegna ills stjórnarfars. Jú, það er reyndar rétt að atvinnurek- endum og fésýslumönnum hefur af hálfu rikisvaldsins ekki verið gefið eins riflega á garðann og —- dr. Gylfa þótti við eiga en meira komið i hlut launafólks. Sú tilfærsla var meira en sjálfsögð eftir 12 ára fjandskap viðreisn- arinnar við verkalýðshreyfinguna og hagsmuni launafólks. Allt er þetta stéttabarátta. I þeirri stéttabaráttu þurfa verkalýðshreyfingin og núverandi rikisstjórn að taka höndum saman um frekari sókn fram til nýrra sigra og breyttra þjóðfélagshátta. Kjara- samningarnir, sem nú standa yfir eiga að verða áfangi á þeirri leið, og alveg sér- staklega vill Þjóðviljinn lýsa eindregnum stuðningi við það sjónarmið að komandi samningar stuðli að auknum launajöfnuði, svo að sá sem t.d. hefur kr. 100.000, — i mánaðarlaun fái a.m.k. ekki fleiri krónur i visitölubætur en hinn sem hefur aðeins kr. 30.000, — i mánaðarlaun. RERJD SAMAN! Þannig eru skattarnir — þannig hefðu þeir orðið eftir viðreisnarkerfinu Halldór E. Sigurösson fjár- málaráðherra fjallaði ýtariega um skattamál i framsöguræðu sinni við fyrstu umræðu fjárlaga. Meðal annars gerði ráðherra samanburð á skattaálagningu nú og i tið viðreisnarinnar — að breyttri skattavisitölu — að sjálf- sögðu. Komst ráðherrann þannig að orði: ,,En hvernig er svo þetta kerfi i raun? Hvernig er samanburður- inn á miili þessa kerfis annars vegar og þess sem áður var, og einnig þess sem viðreisnarstjórn- in ætlaði að láta taka gildi? Um það hef ég hér nokkuð að segja, sem ég ætla að skýra háttvirtum alþingismönnum frá. 1 þeim töl- Auglýsinga- sírninn er17500 VÚÐVIUINN um, sem ég tilgreini, er reiknað með persónusköttum 1973 sam- kvæmt þvi sem áður getur. Einstaklingur Einstaklingur, sem hafði á þessu ári 290 þús. i brúttótekjur og 242 þús. i nettótekjur, hefur nú 36 þús. i útsvar og skatta. Hann hefði haft eftir gamla kerfinu, en þá er miðað við sömu skattvisi- tölu og nú er, 62 þús. og eftir kerfi viðreisnarstjórnarinnar, sem aldrei komst til framkvæmda, 68 þús. kr. Annar einstaklingur með brúttótekjur 356 þús. kr. og nettó- tekjur 312 þús. hefur nú 69,300 hefði haft samkvæmt gamla kerf- inu 136 þús. kr. en 142 þús. samkvæmt viðreisnarkerfinu. briðji einstaklingurinn hefur brúttótekjur 453 þús., nettótekjur 373 þús. kr. Hann hefur nú 102 þús. i skatta, hefði haft 116 þús. skv. gömlu lögunum og 124 þús. skv. viðreisnarlögúnum. Barn- laus hjón með 279 þús. kr. tekjur 250 þús. kr. nettótekjur hafa nú 19.000, en eftir gamla kerfinu 54.000 og viðreisnarkerfinu 62.000 kr. Hjón Barnlaus hjón með brúttótekjur 2.063 þús., nettótekjur 1.657 þús. hafa nú 795 þús., höfðu sam- kvæmt gamla kerfinu 864 þús. og samkvæmt viðreisnarkerfinu 861 þús. Hjón með 2 börn, sem hafa brúttótekjur 581 þús., nettótekjur 446 þús., hafa nú 71.000, hefðu haft eftir gamla kerfinu 133 þús. og eftir viðreisnarkerfinu 141.000. Hjón með 2 börn með brúttó- tekjur 580 þús., nettótekjur 459 þús. hafa nú 77 þús., 140 þús. eftir gamla kerfinu og 148 þús. eftir viðreisnarkerfinu. Hjón með 3 börn. sem eru 654 þús. i brúttótekjur. 563 þús. i nettótekjur, hafa nú 112 þús., með gamla kerfinu 207 þús. og við- reisnarkerfinu 215 þús. kr. Önnur hjón, lika með 3 börn, sem hafa brúttótekjur 885 þús., nettótekjur 605 þús., hafa nú 162 þús., skv. gamla kerfinu 231 þús. og viðreisnarkerfinu 239 þús. Hjón, einnig með 3 börn, með 926 þús. i tekjur, 804 þús. i nettó- tekjur, hafa nú i skatta 245 þús., höfðu eftirgamla kerfinu 351 þús. og eftir viðreisnarkerfinu 359 þús. Tvö skip seldu afla sinn erlendis i gær og náðu ágætis verði, rtlafur Sóiimann frá Kefia- vik og Náttfari frá Húsavik Ölafur Sólimann seldi i Bremerhaven 39 tonn fyrir 54 Halldór E. Sigurðsson Hjón, einnig með 3 börn, sem hafa 2.470 þús. i tekjur, 1,743 þús. nettó, hafa nú 783 þús., eftir gamla kerfinu 862 þús. og eftir viðreisnarkerfinu 870 þús. Hjón með 5 börn með 934 þús. i brúttótekjur, nettótekjur 776 þús. hafa nú 193 þús., áður 282 þús. og skv. viðreisnarkerfinu 291 þús. Þegar þetta er haft i huga kem- ur i ljós, að eftir þessu slæma kerfi núverandi fjármálaráð herra greiðir þessi hópur manna 2.666.687 kr. nú, en eftir gamla kerfinu 3.441.928 kr. og eftir við reisnarkerfinu 3.524.872 kr.” þús. mörk eða 1,9 milj. isl. kr., þ.e. 47,90 brúttómeðalverð á kiló. Náttfari seldi síld i Cuxhaven, 88,7 tonn á 70,667 mörk eða 2,450.000 krónur islenskar, þ.e. 27,65. kr. meðalverð á kiló. ÚR RÆÐU FJÁRMÁLARÁÐHERRA Ágætar fisksölur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.