Þjóðviljinn - 26.10.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. október 1973.
Heitt i kolum ungra
framsóknarmanna:
Kæra til
Einars og for-
seta SUF fyrir
falsanir
og lagabrot
Vegna villandi frásagna i dag-
blöðum þykir stjórn FUF i
Heykjavik rétt að taka eftir-
farandi fram um atburði þá, sem
gerðust á aðalfundi félagsins i
gærkvöldi.
Eftir að ómar Kristjánss., frá-
tarandi íormaður FUF, hafði sett
fund i Veitingahúsinu að Lækjar-
teig 2, reis úr sæti sinu Reynir
Ingibjartss. varaform. FUF og
krafðist þess að fá að segja
nokkur orð. Eftir nokkurt þóf
fékk hann orðið. Lýsti Reynir þvi
að þessi fundur væri ólöglegur,
þar sem á honum væru fjöl-
margir, sem aldrei hefðu verið
teknir inn i félagið heldur verið
bætt þegjandi og hljóðalaust inn i
spjaldskrá þess á siðustu dögum.
t annan stað hefðu svo fjölda-
margirkomið með félagsskirteini
og atkvæðaseðla með sér utan úr
bæ. í þriðja lagi hefði svo fjölda
fullgildra félagsmanna verið
meinað um aðgang að fundinum.
1 fjórða lagi hefðu nokkrir full-
gildir félagsmenn aðeins fengið
félagsskirteini en ekki atkvæða-
seðil er þeir komu á fundinn.
Skoraði Reynir Ingibjartsson á
formann félagsins, að leiðrétta
þetta misferli til þess að hægt yrði
aö halda aðalfund með löglegum
félagsmönnum. t>egar fundar-
stjóri, Guðmundur G. Þórarins-
son , borgarfulltrúi, neitaði fyrir
hönd formanns að verða við þess-
ari ósk beindi Reynir Ingibjarts-
son þvi til allra þeirra, sem taka
vildu þátt i löglegum aðalfundi
félagsins að ganga af fundi og
halda honum áfram annars
staðar. Gengu þá af fundi á
annað hundrað manns: Er niður i
anddyrið kom var ákveðið að
halda fundinum áfram i sam-
komuhúsi Fóstbræðra að Lang-
holtsvegi 109-111.
Þegar þangað kom stjórnaði
varaformaður félagsins kosningu
fundarstjóra og fundarritara.
Voru kosin Björn Teitsson og
Halldóra Sveinbjörnsdóttir. Siðan
fór fram skrifleg kosnirig sam-
kvæmt lögum félagsins á for-
manni, stjórn varastjórn og aðal-
og varamönnum i fuiltrúaráð
f r a m s ó k n a r f é 1 a g a n n a i
Reykjavik. Einnig voru kosnir
endurskoðendur. Formaður var
kjörinn Baldur Kristjánsson og
með honum i stjórn Björn Björns-
son, Björn Einarsson, Gerður
Steinþórsdóttir, Sæmundur
Jóhannesson, Gilsi Jónsson, Ása
Jóhannesdóttir, Sigurður Einars-
son, Jón Sveinsson, og Þorbjörn
Guðmundsson. Varamenn i stjórn
voru kosnir Magnús Ingvarsson,
Aslaug Björnsdóttir, Þorleifur
Sigurðsson og Erna Egilsdóttir.
Að lokinni stjórnarkosningu
voru tekin fyrir önnur mál og var
að undangengnum umræðum
samþykkt tillaga þess efnis að
fela nýkjörinní stjórn og tveim
meðlimum fráfarandi stjórnar,
þeim Reyni Ingibjartssyni og
Sigurði Sigfússyni að kæra lög-
brot og falsanir meirihluta fyrr-
verandi stjórnar og tveggja
borgarfulltrúa til formanns
Framsóknarflokksins og stjórnar
SUF.
1 samræmi við ályktun aðal-
fundarins hefur formaður félags-
ins, Baldur Kristjánsson, i dag
afhent Einari Agústssyni vara-
formanni Framsóknarflokksins i
fjarveru Ólafs Jóhannessonar, og
Eliasi S.. Jónssyni, formanni
SUF. kæru um falsanir á spjald-
skrá félagsins og margháttuð
brot á lögum þess. Akæruatriði
eru þessi i stuttu máli:
1) Spjaldskrá félagsins var
fölsuð á þann hátt, að inn i hana
var bætt nöfnum manna, án þess
að þeir hefðu verið teknir inn i
félagið. Rökstuddur grunur er
um að a.m.k. 119 menn hafi verið
settir i félagaskrána á þennan
hátt.
2) Félagaskráin var ennfremur
fölsuð á þann hátt, að nöfn f jölda
löglegra félagsmanna höfðu verið
tekin burt úr félagaskránni og
þeim meinað um inngöngu á aðal-
fundinn.
3) Meirihluti fráfarandistjórnar
meinaði nokkrum hluta löglegra
félagsmanna að greiða atkvæði á
aðalfundinum, þótt þeir væru enn
á félagaskrá.
4) Fyrir aðalfundinn hafði
meirihluti fyrrverandi stjórnar
FUF dreift út um borgina félags-
skirteinum og atkvæðaseðlum,
sem gilda áttu á félagsfundinum.
Fjöldi þeirra, sem fengu inn-
göngu á aðalfundinn, koma með
félagsskirteini sin og atkvæða-
seðla utan úr bæ. Sögðu þeir i
votta viðurvist, að þeir hefðu
ekki þurft að greiða félagsgjald
til að fá skitreinin og beinlinis
verið boðin þau endurgjaldslaust
að fyrra bragði.
Núverandi stjórn FUF i
Reykjavik hefur með höndum
gögn og vitnisburði, sem sanna
ótvirætt ofangreind/. ákæruliði
F.h. stjórnarFUF i Reykjavik
Baldur Kristjánsson
Formaður
Þjóðviljinn
óskar eftir umboðsmönnum til að sjá um
dreifingu og innheimtu á eftirfarandi
stöðum:
AKUREYRI
ÍSAFIRÐI
GRINDAVÍK
PATREKSFIRÐI
Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins eða hjá
framkvæmdastjóra.
Þjóðviljinn,
simi 17500.
sjónvarp nœstu viku
Sunnudagur
Þriðjudagur
16.00 Vitni saksóknarans.
(Witness for the
Prosecution). Bandarisk
sakamálamynd frá árinu
1957, byggð á samnefndri
sögu og leikriti eftir Agöthu
Christie. Aðalhlutverk
Tyrone Power, Marlene
Dietrich og Charles
Laughton. Þýðandi óskar
Ingimarsson. Aður á dag-
skrá 18. nóvember 1972.
18.00 Stundin okkar. Meðal
efnis verður myndasaga,
söngur og spjall um vetrar-
mánuðina, mynd um Rikka
ferðalang, látbraðgsleikur
og mynd um Róbert bangsa.
Umsjónarmenn Sigriður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Ert þetta þú?
20.30 Strið og friður. Sovésk
framhaldsmynd byggð á
samnefndri skáldsögu eftir
rússneska rithöfundinn Leo
Tolstoj. 2. þáttur. Þýð-
andi Hallveig Thorlacius.
Efni 1. þáttar:
Rússneski herinn er kominn
til Austurrikis, til að að-
stoða Austurrikismenn og
Englendinga, bandamenn
Rússa, sem nú eiga i ófriði
við Frakka. Andrei
Bolkonski er á förum til
Austurrikis. Kona hans á
von á barni, og hann skilur
hana eftir i umsjá föður sins
og systur. Einnig koma til
sögunnar ungfrú Natasja
Rostova og greifinn Pierre
Bésuhof, sem nýlega hefur
híotið mikinn arf eftir föður
21.35 Tiu dagar, sem skiptu
sköpum. Bresk heimildar-
mynd um rússnesku
byltinguna og aðdraganda
hennar. Myndin er að
nokkru byggð á myndum
eftir Sergei Eisenstein.
Þýðandi Jón D. Þorsteins-
son. Þulir ásamt honum
Karl Guðmundsson og Silja
Aðalsteinsdóttir.
22.45 Að kvöldi dags. Séra
Frank M. Halldórsson flytur
hugvekju.
22.55 Ilagskrárlok.
Mánudagur
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.30 Maðurinn. Fræðslu-
myndaflokkur um manninn
og hina ýmsu eiginleika
hans. 5. þáttur. Vináttu-
merki. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
21.00 Þcgar fjörið fékkst með
lyfseðli og ferðast var á
hesti. Finnskur gamanleik-
ur eftir Pekka Veikkonen.
Leikstjóri Matti Tapio.
Meðal leikenda Lauri
Leino, Matti Tuomien og
Kielo Tommila. Þýðandi
Kristin Mantyla. Leikurinn
gerist um eða eftir 1930.
Aðalpersónan er Viita,
aldraður bóndi, sem nú er
sestur i helgan stein, og hef-
ur að mestu fengið rekstur
býlisins i hendur yngri kyn-
slóðinni. Á yngri árum tók
hann þátt i borgarastriðinu
og minnist þess oft meö
nokkru stolti. (Nordvision -
Finnska sjónvarpið).
22.10 Yfirlýsing Pavels
Kohout. Þáttur frá austur-
riska sjónvarpinu, þar sem
kunnur, tékkneskur rit-
höfundur ræðir um andlega
kúgun og segir frá
ástandinu i heimalandi sinu
á siðustu árum. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
22.35 Dagskrárlok.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og
auglýsingar.20.30 Heima og
heiman. Bresk framhalds-
mynd. 6. þáttur. Tekið
höndum saman. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. Efni
5 þáttar: A heimili Brendu
er loftið lævi blandið, og hún
brýtur stöðugt heilann um,
hvað henni beri að gera.
Scott hyggur á Afrikudvöl
og biður konu sina að koma
með, en samkomulag þeirra
hjóna er heldur ekki til
fyrirmyndar, og hún tekur
dræmt i hugmyndina um
Afrikuferð. Edward sér
móður sina á götu meö Scott
og virðist fara betur á með
þeim en honum þykir sæm-
andi. Hann segir systur
sinni, sem aftur ræðir málið
við Brendu. Brenda
fullvissar börn sin um, að
ekkert ástarsamband sé á
milli hennar og vinnuveit-
ans, heldur aðeins venjuleg
vinátta. Hún tekur ibúð á
leigu og flytur að heiman.
21.25 Skák. Suttur banda-
riskur skákþáttur. Þýðandi
og þulur Jón Thor Haralds-
son.
21.35 Heimshorn. Þáttur með
fréttaskýringum um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Jón Hákon Magnússon.
22.05 Einleikur i sjónvarpssal.
Norski pianóleikarinn Kjell
Bækkelund leikur lög eftir
Wolfgang Amadeus Mozart,
Robert Schumann, Edward
Grieg, Sparre Olsen og Béla
Bartók. Stjórnandi upptöku
Egill Eðvarðsson.
22.35 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
18.00 Kötturinn Felix. Stutt
teiknimynd. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdótir.
18.10 Skippi. Ástralskur
myndflokkur fyrir börn og
unglinga. Kappaksturinn.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.35 Gluggar. Breskur
fræðsluþáttur með blönduðu
efni fyrir börn og unglinga.
Þýðandi og þulur Gylfi
Gröndal.
18.50 Ungir vegfarendur.
Fræðsluþáttur um umferða-
mál fyrir börn á forskóla-
aldri.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Lif og fjör i læknadeild.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Engin ósiölegheit.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
20.55 Nýjasta tækni og visindi.
Könnun auðlinda með gervi-
tunglum. Höfrungar.
Tilbúnir Skýstrokkar.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.25 Mannaveiðar. Bresk
framhaldsmynd. 14. þáttur.
Loforðið. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson. Efni 13.
þáttar: Vincent og Jimmy
vinna i næturklúbbi i
Bordeaux ásamt Adelaide.
Þeir komast á snoðir um, að
Gestapo hyggist gera árás á
fundarstað andspyrnu-
manna, sem er vöru-
geymsla i eigu andspyrnu-
foringjans, Allards. Þeim
mistekst að ná sambandi
við Allard, en stúlka, sem
með þeim vinnur i klúbbn-
um,býðst tilaðfylgja þeim
til vöruskálans. Þegar
þangað kemur, reynist hún
hafaleitt þá i gildruGestapo
hefur umkringt staðinn.
Vincent segir Jimmy, að
hann sé orðinn uppgefinn á
stöðugum flótta og biður
hann að sjá um að hann
komist ekki lifandi i hendur
Þjóðverja. Þættinum lauk
svo með þvi, að Gestapo-
menn handtóku Vincent, en
Jimmy tókst ekki að skjóta
hann til ólifis.
22.15 Jóga til heilsubótar.
Myndaflokkur með kennslu
í jógaæfingum. Þýðandi Jón
O. Edwald.
22.30 Dagskrárlok.
Föstudagur
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Valdatafl. Bresk fram-
haldsmynd i beinu fram-
haldi af samnefndum
myndaflokki sem sýndur
var i Sónvarpinu i fyrra. 1.
þáttur. Æ sér gjöf til gjalda.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Valdataflið er hér sem fyrr
teflt af stjórnarmönnum I
stóru verktakafyrirtæki og
veitir ýmsum betur. Aðal-
hlutverkin leika Patrick
Wymark, Clifford Evans,
Peter Barkworth, Rosmary
Leach og Barbara Murray.
21.25 Landshorn. Frétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Svala Thorlacius.
22.00 Tvisöngur i sjónvarps-
sal. Hjónin Sieglinde
Kahmann og Sigurður
Björnsson syngja lög úr
óperettum. Stjorn upptöku
Tage Ammendrup. Aður á
dagskrá 18. ágúst 1968.
22.20 Dagskrárlok.
Laugardagur
16.30 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
17.00 íþróttir. Meðal efnis i
þættinum er mynd frá
Evropubikarkeppninni i
frjálsum iþróttum og Enska
knattspyrnan, sem hefst
klukkan 18.00. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
Illé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Söngelska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Guðrún Jörundsdóttir.
20.50 Vaka. Dagskrá um bók-
mennir og listir. Umsjónar-
maður ólafur Haukur
Simonarson.
21.40 Dó’mur á dágóðum aidri.
Finnskur söngva- og
skemmtiþáttur. Þrjár söng-
konur á „besta aldri”
syngja vinsæl, finnsk og
bandarisk lög. (Nordvision -
Finnska sjónvarpið.)
22.05 Bróðir Orkldea.
(Brother Orchid) Bandarísk
gamanmynd frá árinu 1940.
Aðalhlutverk Edward G.
Robinson, Ann Southern og
Humphrey Bogart. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Aðalpersóna myndarinnar
er syndaselur, sem særist
alvarlega i átökum við lags-
bræður sina. Hann leitar
hælis i munkaklaustri og
grær þar sára sinna. 1
klaustrinu kynnist hann lifi
munkanna og þar með
rifjast upp fyrir honum
ýmsir þættir mannlegra
samskipta, sem honum voru
að mestu gleymdir.