Þjóðviljinn - 26.10.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1973, Síða 3
Föstudagur 2(i. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Eövarö Sigurösson form. Dagsbrúnar og Verkmannasambandsins ræðir við forustumenn atvinnurekenda, þá Jón Bergs (t.h.) og Ólaf Jónsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, sem hefur nýlega tekið við þvi starfi og er nú að byrja sfna fyrstu samningatörn. Mœttir til leiks Benedikt Daviösson, form. Sambands byggingamanna, Magnús Geirsson, form. Fél. ísl. rafvirkja, Guðjón Jónsson, form. Félags járniðnaðarmanna,og Þórólfur Danielsson, form. Hins isl. prentara- félags. Aðilar vinnu- markaðarins komu saman til fyrsta full- skipaða fundarins i gær til að ganga frá kjara- samningunum sem nú verða endurnýjaðir. Þrjátiumanna nefnd ASt og kjaranefnd (hún gæti allt eins heitið það) Vinnuveitendasam- bandsins hittust í húsa- kynnum vinnuveitenda að Garðastræti 41 í Reykjavík. Blaðamaður og ljósmyndari brugðu sér vestur i Garða- stræti til að lita á söfnuðinn. Fyrstur hafði mætt til leiksins Hermann Guðmundsson, for- maður Hlifar i Hafnarfirði, og þar sem ætlunin var að heyra ofan i menn um hvað þeim fyndist um væntanlega samningagerð, hvort þeir væru bjartsýnir á að samningar tækjust fljótt, og hvort samningarnir yrðu hag- stæðir, spurðum við Hermann um hans álit. Það skal tekið fram, að allir aðrir, sem blaðamaður spurði sömu og eða svipaðr spurninga, svöruðu i sama dúr, þó svo orðalagið hafi ef til vill ekki endilega verið það sama. Her- mann sagði: Ég er enginn spámaður, og get þvi ekkert um það sagt hvernig þetta fer. Tilgangurinn með þessum fundi var sá, að á honum ætluðu atvinnurekendur að leggja fram gagntillögur sinar, en fyrir nokkru sendi ASÍ vinnuveitendum þær kröfur sem verkalýðs- hreyfingin setur fram. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins sagðist ekki búast við að fundurinn yrði langur að þessu sinni. Liklega yrði ekki skipst á nema ör- fáum orðum, og liklega aðeins um það hvernig að samninga- gerðinni skyldi staðið, og hvert yrði næsta skrefið i málunum. Það var þvi kannski eðlilegt að menn vildu fátt segja og engu spá um hvað framundan væri i samningamálunum. En þrátt fyrir óvissuna voru menn hressir og kátir. Stéttar- féndur heilsuðust jafn glað- lega og þeir sem voru af sömu stétt, og menn héldu þeim ágæta og þjólega sið að koma of seint. Þegar blaðamaður yfirgaf samkunduna 40 minútum eftir að til var ætlast að hún hæfist, var fulltrúi verslunarmanna i landinu til Tveir fulitrúar norðanmanna ganga f salinn. Framar Helgi Guðmundsson. (Myndir AK) að mynda að storma inn á fundinn. Fundurinn hófst með stéttaskiptingu á þann veg að fulltrúar verkafólks settust á rökstóla i fundarsal á neðri hæð hússins, en fulltrúar at- vinnurekenda i öðrum sal á efri hæðinni. Sjálfsagt er þetta naupsynlegur liður i her- brýningu. Þegar stéttafundunum lauk hófst svo sá sameiginlegi fundursemtil var boðað. Frá þeim drögum sem vinnuveitendur lögðu fram til samningsgerðar er sagt á öðrum stað i blaðinu i dag, og verða þau þvi ekki tiunduð hér. En það virðist þó ljóst af þeim að litill vilji sé fyrir þvi i þeirra röðum, að verkafólk nái fram þeim kröfum ó- breyttum sem Alþýðusam- bandið hefur lagt fram fyrir þess hönd. -úþ Frá Hafnasambcuidi sveitarfélaga Stórfelld aukning fiski- skipaflotans Bœta þarf hafnaskilyrði í samrœmi við það A siðastliðnu ári voru skráð 75 ný skip og bátar hér á landi, og um siðustu áramót voru 60 skip og bátar i smiðum innan- lands og 33 erlendis, samtals yfir 20 þús. brúttólestir að stærð. Jafngildir það yfir 30% aukningu á fiskiskipaflota landsmanna, og þar á ofan bætast notuð skip sem keypt eru til landsins og eldri skip sem voru stækkuð. A þessu ári hafa verið flutt til landsins fiskiskip fyrir meira en tvo miljarða króna til ágústloka. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu Gunnars B. Guð- mundssonar formanns Hafnasambands sveitarfélaga á aðalfundi þess nýlega. Jafn- framt gat Gunnar þess að nauðsynlegt væri að hafna- bætur héldust i hendur við þessa miklu aukningu skipa- stjólsins, en fjárveitingar til þeirra hluta hafi verið allt of litlar til að veita hinum ört vaxandi fiskiskipaflota við- hlitandi hafnaaðstöðu. Nánar verður skýrt frá fundi Hafnasambandsins og á- lyktunum hans i blaðinu á morgun. Tillögur vinnuveitenda vegna kjarasamninganna hamio verði til þriggja ára Vinnuveitenda- samband islands lagði i gær fyrir 30 manna samninganefnd ASÍ til- lögur vegna kjara- samninganna, sem nú fara i hönd. Tillögur vinnuveitenda eru i 21 lið, en meðal þeirra má nefna þessar: Samið verði til 3ja ára, og verði um kaupbreytingar að ræða, komi þær til framkvæmda i áföngum. Breytingar verði gerðar á verð- lagsuppbótum á laun. Atvinnurekendum sé heimilt að taka upp vaktavinnufyrirkomu- lag á vinnustöðum þar sem það þykir henta. Ekki verði greitt kaup fyrir 2-3 fyrstu daga i veikindatilfellum sem standa skemur en 2 vikur. Vinnuveitendur fái jafnmarga fulltrúa i stjórn Atvinnujöfnunar- sjóðs og launþegar. Heimilað verði að greiða laun út i ávisunum. Aukahelgidögum verði fækkað. Hér á siðunni er sagt frá komu samninganefndarmanna ASt og Vinnuveitendasambandsins til fundar i húskynnum vinnu- veitenda i gær —úþ Sýning Asmundar Góö aðsókn hefur verið að yfirlitssýningunni á verkum Asmundar Sveinssonar i lista- safni lians við Sigtún. Rúm- lega 3(1(10 manns hafa komið á sýninguna þær tvær vikur sem hún hefur staöið. Sýning As- mundar er opin daglega kl. 2- 10 s.d., en henni lýkur um miðjan næsta mánuð. Prófkosning um rektorskandidat A mánudaginn kemur veröur prófkjör i Háskóla islands þar sem kosiö verður um hverjum beri aö stilla upp til rektorskjörs, en eins og kunnugt er sagöi Magnús Már, núverandi rektor skólans, af sér störfum fyrir stuttu. Prófkjörið fer fram i þrennu lagi. Stúdentaráð gengst fyrir prófkjöri meðal stúdenta, og hefst það klukkan 10 á mánudags- morgni og stendur kjörfundur til klukkan 5 siðdegis. Háskólaráð gengst fyrir próf- kjöri meðal þeirra sem hafa at- kvæðisrétt i sjálfu rektorskjörinu, en það eru prófessorar og fastir kennarar við skólann, auk 11 full- trúa stúdenta. 1 þriðja lagi fer fram sams- konar prófkjör i Félagi háskóla- kennara, en i þvi eru lausráðnir kennarar við skólann og starfs- menn á rannsóknarstofum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær sjálft rektorskjörið fer fram. Fyrirhuguð er lagabreyting i þá veru, að i stað 11 fulltrúa frá stúdentum, sem fá að kjósa rektor, verðiþeir 20 talsins. -úþ Hjólsög 10 til 12 tommu óskast keypt,eða i skiptum fyrir bútsög, sem er til sölu. Simi 99-4195 eða 99-4326.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.