Þjóðviljinn - 31.10.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1973.
VO n o f
1gjjgj ]S) ÆP
[p@§ÖDfl[p
Það flóir út úr
Þetta er ávarp til sex þing-
manna Suðurlandskjördæmis og
reyndar allra hinna sextiu út-
völdu.
Tilefni þessarar greinar er
frumvarp það, er flutt hefir verið
á Alþingi, um smiði strandferða-
skips, til Vestmannaeyjaferða , á
kostnað Viðlagasjóðs.
Nýlega byrtist grein á forsiðu
Visis og bar fyrirsögnina: FLÓIR
OT ÚR EYJASJOÐI. Otskýrt er
þetta nauðsynjamál og birtar eru
tilvitnanir úr greinargerð, er
fylgir frumvarpinu. En fylgir
ekki eitthvað lika, sem kemur við
samvisku sexmenninganna og ef
til vill fleiri manna? Til
visanirnar úr greinargerö frum-
varpsins virðast nú benda til
þess.
Hvað halda mennirnir að hinir
örlátu gefendur, víðsvegar að,
hafi haft i huga, þegar framlögin
streymdu að? Við vitum það öll.
Það var hjálp til bágstaddra.
Eru þá engir bágstaddir lengur,
af völdum eldgossins? Við vitum
það lika. Þeir eru margir. Þeir
hafa ekki átt erindi til að veita
móttöku bóta, þessa siðustu daga.
Satt að segja hafa þeir, sem mest
eru þurfandi, engar bætur fengið.
Þar er átt við hina öldruðu, sjúku
og eignalausu. Við vitum öll að
ekki er neitt viðunandi ástand i
þeirra málum. Hvorki er fyrir
hendi pláss á sjúkrahúsum né
dvalarheimilum. Allar dyr eru
þeim lokaðar.
Kæru vinir. Gerið ekki þá hluti,
er verða okkur til ævarandi
skammar. Notið þið gjafaféð,
sem réttsýnir menn. Notið það
eins og gefendurnir óskuðu. Notið
það i þágu þeirra, er eiga það.
Þegar það hefir verið gert og
fyrst þá er rétt að hyggja að hvort
út úr flóir.
Sigurður Agústsson
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
LJÓÐA-
SAFN
Ný útgáfa af Ijóðum
Jóhannesar úr Kötlum.
Fjögur bindi eru komin út.
Bí bí og blaka
Álftirnar kvaka
Verft ib. kr. 650+söluskattur
Ég læt sem ég sofi
Samt mun ég vaka
Verft ib. kr. 650 + sölusk.
Hrímhvíta móöir
Hart er í heimi
Verft ib. kr. KOO + sölusk.
Mannssonurinn
Eilíföar smáblóm
Vcrft ib. kr. 700 + sölusk.
HEIMSKRIN6L
l.augavegi 18.
SÓLÓ-
eldavélar
Kramleifti SoLó-eldavélar af mörgum stærftum og gerft-
um. —einkum liagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústafti
og báta.
— Varahlutaþjónusta —
Viljum sérstaklega benda á nýja gerft einhólfa eldavéla
f.vrir smærri báta og litla sumarbústafti.
f:ldayé:laverkstæði
.ÍÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F.
KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069.
LITLI
GLUGGINN
ÞAÐ VAR EINU
SINNI MAÐUR.
HANN VAR ÚTI AÐ
GANGA MEÐ
BARNAVAGN. ÞAÐ
VAR BARN 1 HON-
UM OG SÓLIN
SKEIN Á BARNIÐ
OG ÞAÐ VORU
NOKKUR TRÉ OG
SKIPIN SIGLDU
FRAMHJÁ OG HANN
VAR AÐ HUGSA UM
HVORT ÞAÐ VÆRU
BIRNIR í SKÓGIN-
UM. EN ÞAÐ VAR
ENGINN.
ENDIR.
MYLLAN
Það var einu sinni
malari sem var mjög
önnum kafinn við að
mala korn. Hann átti
stóra myllu. Hann
malaði korn fyrir allt
fólkið. En dag nokk-
urn var enginn vindur
og það leið heil vika
þar til aftur fór að
blása, en þá mundi
hann að hann átti
þrjár óskir sem litið
tröll hafði gefið hon-
um svo hann kallaði á
litla tröllið og þá sagði
tröllið hefurðu hugsað
um hvers þú vilt óska.
Já, viltu ekki galdra
fullt af mjölpokum,
þvi ég hef svo mikið
að gera. Já sagði trölÞ
ið og svo sagði það
Eyði-
dabbaribbadú og þá
kom fullt af mjölpok-
um og þá fór hann að
bera pokan út,og nú er
hann búinn að fara
með tvo út.og nú er
hann að setja bann
þriðja út.
Endir.
VAtfa'
eyjan
Það var einu sinni
fyrir langa löngu. Það
bjó maður i Reykja-
vik. Dag nokkurn var
hann úti að sigla. En
þá kviknaði i skipinu.
En það var rétt við
eyju og maðurinn óð i
land. Þetta var eyði-
eyja og þarna voru
bara dýr. Svo byggði
hann sér kofa og lifði
á dýrum.
Nani, 5 ára, sendir okkur þessa fallegu mynd.
Við þökkum henni kærlega fyrir.