Þjóðviljinn - 31.10.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1973. UOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson ílitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. ÓTÍMABÆR FÖGNUÐUR Stjórnmálaskrif Morgunblaðsins og fylgirita þess undanfarna daga hafa mest- megnis snúist um það, hve frækilega ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra hafi tekist að vinna á ,,kommúnistum” og þá ekki sist samráðherrum sinum i rikisstjórn- inni. Er jafnvel svo að skilja á stundum, að Morgunbiaðið vilji allt i einu gera for- mann Framsóknarflokksins að þjóðhetju fyrir þetta afrek. Ja, öðruvisi mér áður brá, hlýtur ólafur Jóhannesson að hugsa, þvi að ekki er nú ýkja langt siðan Morgunblaðið taldi fáa verri óþurftarmenn i islenskum stjórn- málum en þennan dæmigerða „nytsama sakleysingja”. Um siðustu helgi höfnuðu Selfossbúar i almennri atkvæðagreiðslu ákvörðun meirihluta hreppsnefndar um kaup á jörð- inni Votmúla i Flóa fyrir 30 miljónir króna. Aðeins einn af hverjum 5, sem at- kvæði greiddu,reyndist fáanlegur til að veita hreppsnefndarmeirihlutanum lið- sinni i málinu, en 4 af hverjum 5 vildu ó- merkja þessa ráðstöfun á fjármunum Sel- fossbúa. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar á Sel- fossi eru ákaflega athyglisverðar, og það eru fyrst og fremst tvenns konar lærdóm- ar, sem vert er að draga af þvi, sem þarna hefur gerst. Eitt er það, að atkvæðagreiðslan sýnir, hve fulltrúalýðræðið er miklum takmörk- unum háð. Það eitt að kjósa fulltrúa á fjögurra ára fresti til að fara með ákvörð- unarvald tryggir ekki að vilji meirihlut- ans ráði jafnan við ákvarðanir, og fer þvi fjarri. Dæmið um Votmúla,þar sem kjörn- ir fulltrúar ganga gegn vilja svo yfirgnæf- andi meirihluta kjósenda, hlýtur að beina sjónum manna að þvi, hvort ekki sé rétt og skylt að gera miklu meira af þvi en tiðk- Það er eins og Morgunblaðið og forystu- lið Sjálfstæðisflokksins telji, að forsætis- ráðherra landsins hafi nú allt i einu áttað sig á þvi, að óvinurinn i landhelgisdeilunni var eftir allt saman ekki breska rikis- stjórnin, heldur islenskir „kommúnistar”, eins og framkvæmdastjóri NATO mun hafa hvislað að núverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins i veislunni góðu i Brússel i fyrra, og lengi hefur reyndar þótt góð latina i Morgunblaðshöllinni. En skyldi það ekki hvarfla að ærið mörgum t.d. vestfirskum sjómönnum i lesendahópi Morgunblaðsins, að kannski hefði nú þrátt fyrir allt verið betra að ólafur hefði unnið sigur á bresku land- ast hefur að gefa almenningi kost á að gera út um einstök deilumál, er miklu varða, með almennum atkvæðagreiðsl- um. Gildir það bæði um mál þau er falla undir verksvið sveitarstjórna og um lög- gjafarmálefni. Lýðræði er ekkert, sem menn höndla i eitt skipti fyrir öll. Þvert á móti hlýtur lýðræði i stjórnarfari jafnan að vera i þró- un, þar sem málunum miðar ,,annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið”. Markmið allrar baráttu fyrir auknu lýð- ræði hlýtur að vera það að tryggja að veigamiklar ákvarðanir styðjist jafnan við meirihlutafylgi og að réttur almenn- ings til að gripa inn i sé tryggður, ef full- trúarnir hyggjast ganga þvert úr leið. Sigur lýðræðisins á Selfossi um helgina er vissulega fagnaðarefni, — og þá ekki sist vegna þess, að hann hlýtur að verða hvati að frekari kröfum almennings i landinu um aukinn rétt til beinnar þátt- töku i stjórnarfarslegum ákvörðun- um, og þannig verða til að ýta undir þróun til aukins og bætts lýðræðis i þjóðfélaginu almennt. helgisbrjótunum, heldur en Lúðvik Jósepssyni og öðrum islenskum „komm- únistum”. Hver veit lika nema allur þessi fögnuður i innsta hring Sjálfstæðisflokksins yfir týndum syni, sem sneri aftur, reynist ó- timabær? Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur lýst þvi yfir, að véfengi Bretar ein- hliða rétt íslendinga til að framfylgja hugsanlegu bráðabirgðasamkomulagi, þá séu forsendur samkomulagsins i heild brostnar. Viðurkenni Bretar þennan rétt okkar i raun, að samkomulagi gerðu, — hvor ligg- ur þá i valnum, mr. Ileath eða Lúðvik Jósepsson? Þeirri spurningu ætti Morgunblaðsliðið að velta fyrir sér í tima, því hverful er heimsins dýrð. En Votmúlamálið á Selfossi gefur ekki bara tilefni til að herða á baráttunni fyrir auknum lýðræðislegum réttindum. Þeir atburðir, sem þarna hafa gerst, hljóta að setja á oddinn kröfuna um að þegar i stað verði gengið i að setja löggjöf, er hindri að einstakir fésýslumenn geti dregið að sér gróða er nemur jafnvel tugum miljóna fyrir það eitt að kallast eigendur að lóðum eða lendum, sem vegna almennrar þróun- ar i þjóðfélaginu hafa orðið verðmætari en áður, án nokkurs tilverknaðar eigenda. Hér verða einkahagsmunir fésýslu- manna að vikja fyrir almannahag. Það gengur ekki, að braskarar geti séð sér leik á borði að kaupa einstakar lóðir og lendur i þvi skyni að hirða auðfenginn og skjót- tekinn gróða, vegna þess eins að þróun byggðar margfaldi eignina i verði á skömmum tima. Tillögur i þá átt að koma i veg fyrir slikt brask hafa verið fluttar á alþingi undan- farin ár, bæði af sósialistum og öðrum, og kominn er timi til að slikar tillögur fáist samþykktar. Takist það ekki, kann svo að fara, að Votmúlamenn á Selfossi geti áður en langt um liður fært nokkur rök að þvi, að þrátt fyrir allt hafi lýðræðislegur vilji Selfoss- búa verið á villigötum á sunnudaginn var. SIGRI SELFOSSBÚA BER AÐ FYLGJA EFTIR Vaxandi andstaða gegn bandarískum herstöðvum í Bretlandi Tvennt ber hæst i breskum stjórnmálum um þessar mundir. sagöi Ted Willis blabamönnum á mánudaginn. Annaft er vcrft- bólgan, hitt eru friftarmálin. Þaft er auðséft aft hin svokallafta verð- og tekjupólitik ihaldsstjórnarinn- ar fær ekkert ráftift vift óftaverft- bólguna sem kcmur haft niftur á öllum almenningi. Enda er hún alþjóðlegt fyrirbrigfti. Styrjöldin fyrir botni Miftjarðarhafs vckur enn á ný athygli á bandarisku herstöftvununi i Skotlandi þar sem mann uggir aft kjarnorku- vopn séu geymd. Vopnaskak þeirra Nixons og Brésjnéfs i síft- ustu viku sýnir umfrant allt, aft Bretland gæti vegna tengsla sinna vift Bandarikin (lregist út i vopnuft átök án þess aft breska stjórnin fengi nokkurt tækifæri til aft gera sjálf upp hug sinn. Þaft er min skoftun aft liver ríkisstjórn eigiaft liafa sjálfsákvörftunarvald unt strift og friö. þaft er stærsta inálift sem hún stendur frammi fyrir. Þaft verftur þvi vaxandi fylgi fyrir þvi aft bandarisku her- stöftvunum í Bretlandi sé lokaft. Breski lávarðurinn og leikrita- skáldið Ted Willis var hér á Is- landi um siðustu helgi, og fengu fréttamenn tækifæri til að hitta hann stutta stund á mánudags- morgni, áður en kom að viðtölum hans við ráðherra og aðra for- ystumenn hérlendis. Willis hefur sem kunnugt er verið okkur Is- lendingum betri en enginn i land- helgismálinu, og er ekki laust við það að hann hafi fengið orð i eyra fyrir það hjá útgerðarmönnum togara og herskipa i landi sinu. Ted Willis hefur ótrauður talað máli tslendinga i lávarðadeild breska þingsins þar sem hann á sæti. Hann hefur ritað fjölda blaðagreina þar sem hann hefur skýrt það, hvaða rök lifsnauð- synjar eru fyrir útfærslu land- helginnar við tsland. Ted Willis er mjög þekktur maður sem leik- ritaskáld og kvikmyndahöfundur, einkum fyrir sjónvarp, en hann hefur einnig tekið virkan þátt i störfum Verkamannaflokksins, t.d. i kosningabaráttunni 1964 með Wilson. — Ég vona að sættir takist i landhelgisdeilunni, og ég treysti þvi að aðilar komi sér saman um grundvöll sem báðir geta við un- að. Mér skilst að þetta sé komið vel á veg, og það er ekki mitt að dæma um það, má vera að eftir sé að útfæra einhver nauðsynleg atriði. Það er ekki rökrétt fyrir bresku stjórnina að standa svona fast gegn útfærslu tslendinga. t fyrsta lagi er hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna á næsta leiti, og niðurstaða hennar verður Islendingum eflaust hallkvæm. 1 öðru lagi má benda á dæmi eins og það, að Bretar viðurkenndu 75 milna bannsvæði Frakka kring- um kjarnorkusprengingar sinar á Kyrrahafi i sumar. Og svo má náttúrlega spyrja, hvort það væri gripið til herskipa, ef Sovétmenn færðu út.... Þegar hér var komið sögu fannst Morgunblaðinu kominn timi til þess að spyrja lávarðinn að þvi hvað hann teldi um friðar- horfur i Evrópu i ljósi siðustu at- burða. Svaraði Ted Wiilis þvi til, sem rakið er hér i klausunni að fram- an. Það væri að visu ekkert ör- yggi um frið og gæti aldrei orðið það á meðan tvö risaveldi stæðu hvort andspænis öðru grá fyrir járnum. — Hvað deiluna fyrir botni Framhald á bls. 14 Viðtal viö Ted Willis, breskan hollvin okkar í land- helgismálinu, leikritaskáld og stjórn- málamann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.