Þjóðviljinn - 31.10.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 31. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Hallmundur Kristinsson skrifar
„Að vera listamaður, það er að
vera blekkingameistari, töfra-
maöur. Það er engin list i mál-
verki, sem ekki er stæling. Það er
hægt að mála listræna stælingu,
ef mótivið er listrænt, en hún
verður þó ekki listaverk. Það
verður að vera einhver umsköp-
un, allt annað er eftirliking. Segj-
um að maður taki fyrir sólarlag.
Til að ná þeim áhrifum og koma
þeim áfram verður að umskapa
og breyta, já, blekkja. Eða ég sé
fjall og mig langar að sýna öðru
fólki hvað þetta er stórt og hrika-
legt fjall, þá kannski geri ég f jall-
ið enn stærra og það sem er um-
hverfis smærra. Það er þetta,
sem ég á við með blekkingum”.
Þetta eru orð Sverris Haralds-
sonar listmálara i viðtali sem
birtist i Þjóðviljanum 6. mai 1966,
en hluti þess er einmitt birt i all-
vandaðri sýningarskrá vegna
yfirlitssýningar á verkum hans
að Klambratúni, sem flestir
munu hafa haft einhverjar spurn-
ir af.
En fleiri tala um blekkinguna.
Starfsbróður Sverris, Tryggva
Ólafssyni, farast svo orð i viðtali
sem birtist i Þjóðviljanum
24.þ.m.:
„Maður er alltaf að leitast við
að leysa þetta myndrænt, búa til
hina fullkomnu blekkingu. Blekk-
ingin er svo óskaplega intressant,
sko. Það sem skeður, þegar mað-
ur býr til mynd, er bara það, að
maður horfir á eitthvað, t.d. fjall,
eins og ég gerði oft þegar ég var
strákur fyrir austan, maður getur
siðan málað fjallið og hengt það
upp á nagla heima hjá sér á eftir.
Það er allt og sumt sem gerist, en
þaðer lika alveg nóg. Sú þekking,
sem maður siðan aflar sér með
timanum, gengur bara útá það að
gera blekkinguna fullkomnari”.
Nú er ég ekki fullkomlega sátt-
ur við notkun orðsins blekking i
þessu tilviki. Samkvæmt minum
skilningi á þvi, sem orðabók
menningarsjóðs staðfestir, merk-
ir það svik, tál, ginningu. Og ég er
ekki viss um að það sé meining
þeirra starfsbræðra að tæla þá
sem njóta mynda þeirra og hafa
þá að ginningarfiflum. Heldur
ætla ég þá reyna að gæða myndir
sinar töfrum, vera dálitlir
galdrakarlar og töfra fram úr
myndunum áhrif hluta, sem
raunverulega eru ekki til staðar,
en búa þó i myndinni i huglægum
skilningi. Einskonar sjónhverf-
ing. Það er að visu hægt aö i-
mynda sér að list sé blekking,
tómt svindl og húmbúkk, en þá er
stutt i að ýmsir aðrir hlutir enn
mikilvægari séu lika blekking, og
þá erum við likast til komin með
dálitið neikvæða lifsskoðun. Að
afhjúpa lifslygina hlýtur að vera
fjarska ljótt. En nú fer ég ekki
lengra úti þessa sálma heldur
vendi minu kvæði i kross.
í Norræna húsinu stendur nú
yfir sýning frá frændum okkar
baunverskum. Sjö ungir Danir
gefa okkur kost á að njóta verka
sinna og er það vel. Ekki gat ég
séð er ég leit yfir salina að regin-
djúp lægi á milli okkar frænd-
anna. Verkin hefðu eins getað
verið tslendinga, enda mörg bönd
sem tengja tsland og Ðanmörku á
vettvangi lista, einsog Maj-Britt
segir i sýningarskrá. Ég er ekki
frá þvi að islenskum myndlistar-
Women's Lib, eftir Foul Jauus Ipseu.
SÁLMAR
mönnum sé alveg óhætt að lita á
danska sem jafningja sina. En að
hugsuðu máli; þeim er kannski
ekki svo mjög tamt að lita á aðra
sem jafningja, þótt fáist við
skylda hluti.
Eitt vakti mér spurningu á
þessari sýningu. Nú kemur það að
visu ekki fram i sýningarskrá og
mér ekki fullkunnugt hvort Poul
Janus Ipsen er einn þeirra sjö
sjálfmenntaður i list sinni, en ég
geng út frá þvi að svo sé á meðan
ég ekki veit annað sannara. Mér
þóttu myndir hans skera sig úr að
þvi leyti að vera mest i takt við
timann, þótt ekki væru nýstárleg-
ar, ég mætti kannski orða þaö
þannig að myndir hinna væru
meira hafnar i „æðra” veldi, eða
réttar sagt óháðari stað og stund.
Og spurningin er hvort ekki sé
þarna samhengi á milli. Hvort
menntun iistamanna geti ekki að
nokkru verið á þá afturhaldsafl,
blindað að nokkru augu þeirra
fyrir hinum raunverulega sam-
tima sinum. Það gæti átt sér
Myndlistar-
þankar
skiljanlegar orsakir. Menn læra
oftast af sér eldri mönnum, eða
öðrum sem þá hafa numið af full-
trúum liðinna tima. Nám er raun-
ar að miklu leyti fólgið i að með-
taka arfinn frá fortiðinni, átta sig
á þeim leiðum, sem fyrir-
rennararnir ruddu sér. Slikt ætti
vissulega að koma hverjum til
góða, en stundum er eins og menn
atti sig ekki á að i dag er gær-
dagurinn að baki. Það er eins og
maður kannist við unga lista-
menn, sem dyggilega velja sér
sess við hlið læfifeðra sinna og
skapa i þeirri anda. Að minnsta
kosti tekur marga langan tima að
brjótast undan fullsterkum
áhrifum kennara sinna og komast
á lag með að nota þau aðeins sem
áttavita en ekki leið að fara eftir.
Það er að visu auðveldara að
ganga troðna slóð, en áreiðanlega
meira spennandí að freista þess
að finna nýja. Skemmtilegra að
brjóta nýjan akur en sá i þann
gamla. Timinn lætur ekki að sér
hæða og biður ekki eftir þeim sem
kúra i bælum feðra sinna og leita
mola sem kynnu að hafa fallið frá
þeirra borðum
Sjálfsmenntun krefst að visu á-
rciðanlega sterkra nefja, en ég
held að þeir, sem á annað borð
hafa til hennar manndóm, séu að
sumu leyti óbundnari og ekki ó-
liklegir til að átta sig betur á kalli
sins eigin tima.
Enginn skilji þó orö min svo að
ég telji sjálfsmenntun heppileg-
ustu leiðina til framfara i listum,
en hún gæti verið laus við ýmsa
þá vankanta, sem gott væri ef
auðnast mætti að sniða af hefð-
bundnum menntabrautum.
Fullt hús á fundinum um
fyrirvinnuhugtakið
sem Rauðsokkar vilja endurskoða, einsog nú er
verið að gera annarsstaðar á Norðurlöndum
Mikill fjöldi sótti fund Rauð-
sokka i Norræna húsinu á laugar-
daginn, þar seni rætt var um
fyrirvinnuhugtakiö. Var sam-
mála álit þeirra, sem þátt tóku i
umræðuin, að einmitt i skjóli
þeirrar hefðbundnu hugsunar að
líta fyrst og fremst á karlmann-
inn sem fyrirvinnu fjölskyldu
þrifist inargvislegt óréttlæti á
vinnumarkaðinum, heimilum og
öðrum vettvangi þjóðlifsins.
Ekki var litið svo á, að órétt-
lætið bitnaði eingöngu á konum,
þvi eins og td. örn Erlendsson
trésmiður benti á, á karl-
maðurinn yfirleitt ekki um það að
velja, hvort hann vill vinna á
heimilinu eða úti og þá hve mikið.
— Við skúlum vinna fyrir konunni
og börnunum, sagði hann, og
jafnvel þegar konan vinnur úti er
ekki litið á hana sem fyrirvinnu,
heldur verður kaupið annaðhvort
„hennar” peningar eða aukageta
til viðbótar kaupi eiginmannsins
og hann verður að halda áfram að
treysta á sitt framlag til fram-
færslu fjölskyldunni og þarmeð
að halda áfram yfirvinnunni. Þótt
konan vinni úti kemur þannig
ekkert i stað hennar vinnu á
heimilinu, hvorki framlag af hans
hendi né opinber þjónusta, meðan
haldið er áfram að lita á fyrir-
vinnuna á hefðbundinn hátt.
Framsöguræður á fundinum
fluttu þær Auður Þorbergsdóttir
borgardómari, sem gaf mjög
ýtarlegt yfirlit yfir öll svið
islenzkrar löggjafar, sem snerta
fyrirvinnuhugtakið á einhvern
hátt, svo sem skattalög, hjú-
skaparlög, tryggingar, erföalög
osfrv., og Svava Jakobsdóttir,
sem sagði frá umræðum um þetta
mál á vettvangi Norðurlandaráðs
og breytingum, sem sérstök
nefnd, kosin i þessu skyni, hefur
lagt til aö gerð verði á löggjöf
landanna i átt til jafnréttis kynj-
anna varðandi framfærsluskyldu
og réttindi.
Það kom þó fram i erindum
þeirra, að það er ekki eingöngu né
fyrst og fremst lagabókstafurinn,
sem i vegi stendur, heldur fram-
kvæmd og hugsunarháttur. Var i
umræðum bent á ýmis dæmi um
aleiðingar og orsakir fyrirvinnu-
hugtaksins og var sumt
hvorttveggja i senn, eins og
td. sú aðferð ákveöinna atvinnu-
Illuti fundarmanna i Norræna húsinu. (Ljósm. A.K.)
rekenda til að komast kringum
lagabókstafinn um jafnrétti að
raða konum i láglaunastörfin.
Minnti Adda Bára Sigfúsdóttir i
þvi samb. á þá nauðsyn að standa
þétt að baki þeimkonum á vinnu-
markaðnum, sem nú standa i
samningum um kaup og kjör.
1 sambandi við kyngreiningu
starfa var einnig minnst á aug-
lýsingar i störf eftir kynjum og
áleit Björg Einarsdóttir að slikt
striddi ggn lögum um Jafniauna-
ráð, þar sem kveðið er á um að
óheimilt sé að mismuna þegnun-
um i starfi eftir kynjum. Svava
Jakobsdótlir sagði hinsvegar að
þvi miður væri ákvæðið ekki svo
skýrt orðað, að það tæki óve-
fengjanlega til auglýsinga.
Varðandi starfsauglýsingar og
röðun i störf kom fram i umr., að
nauðsynlegt kynni að reynast að
koma upp nýjum starfsheitum i
ýmsum greinum til að forðast
fyrirfram kyngreiningu.
Spurningin samsköttun eöa sér-
sköttun hjóna kom einnig til
umræðu og upplýsli fundarstjóri,
Vilborg Sigurðardóttir, að sam-
kvæmt könnun heföi komið i ljós,
að fyrir hjón með meðaltekjur og
meðalframfærslu kæmi það
nokkurnveginn út á eitt fjárhags-
lega, hvor leiðin væri farin. Elinu
Pálmadóttur fannst skipta máli
fyrir sjálfsvirðingu kvenna að
greiða eiginn skatt og var hissa á,
hve fáar giftar konur notfærðu
sér lagalegan rétt til þess, en
Auður Þorbergsdóttir benti á, að
með núverandi lögum væri sér-
sköttun ekki hagðstæð, hvað sem
sjálfsvirðingunni liði. Kom fram i
svari hennar við fyrirspurn um
sérsköttun, að td. bæði eignir og
skuldir teljast hjá eiginmanni, en
skiptast ekki til helminga milli
hjóna við sérsköttun. Valborg
Bentsdóttir benti á, að núverandi
ákvæði skattalagannna um
helmingsfrádrátt á tekjum giftra
kvenna hefði komið inn sem lausn
til bráðabirgða eftir að fjöldi
„hjóna” hætti við að láta gifta sig
vegna þess, hve dýrt fyrirtæki
Framhald á bls. 14