Þjóðviljinn - 04.11.1973, Side 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 4. nóvember 1973.
Sunnudagur 4. nóvember 1973. W6ÐVILJINN — SIÐA 9
GENGIÐ VIÐ
Sýnishorn af fullfrágengnu efni i skjalageymsium. Raöaö er I pappaöskjur sem settar eru I stáiskápa.
Skil frá embættum nú eru sjaldnast f þetta góöu formi, en kemur þó fyrir!
Þessi skræöa var niöri i skjalageymslu, manntal 100 ára gamalt. Þvi hefur nú veriö foröaö frá frekari
eyöiieggingu, vélritaö eintak er uppi á sai.
Verkefni á viögeröarstofu.
Texti: Hjalti Kristgeirsson
Myndir: Ari Kárason
A ÞJÓÐSKJALASAFNI
Á 10 dögum um og eftir
miðjan október í haust
komu samtals 125 manns í
lestrarsal Þjóðskjalasafns.
Þeir fengu til lestrar úr
geymslum safnsins 296
kirkjubækurog manntöl, 94
númer af sýsluskjölum og
13 númer af öðrum skjöl-
um. Aldrei þurfti á þeim
tíma að bera upp í lestrar-
sal neina þá skjalabunka
eða bækur sem skilað hefur
verið frá Kaupmannahöfn.
Það er kærasta tóm-
stundagaman margra að
sitja á Þjóðskjalasafni og
glugga í gamlar ættfræði-
heimildir. Við það una háir
sem lágir, lærðir menn og
leikir.
Hér sést jafnan meira af
erfiðisvinnumönnum, eink-
um þeim sem eiga starfs-
daginn að baki, en háskóla-
mönnum. Það segir sitt um
islenska alþýðumenningu.
Ætli það séu önnur skjala-
söfn í heiminum sem fá
gesti beint úr stritinu?
En nú er að vaxa skiln-
ingurá því að ,,sparimenn-
ingin" hefurekki efni á því
að láta sér sjást yfir Þjóð-
skjalasafn.
Viðtal við
Bjarni Vilhjáimsson
kostnað þjónustunnar viö safniö. 1
hans tið voru gerðar hinar fyrstu
skrár sem við búum enn að.
Hannes vann geipilegt verk meö
þvi aö semja æfisögur læröra
manna i 66 bindum og er þó ekki
fullunnið. Gildi þess er mikið. En
ég gæti trúað þvi að hann hafi
ekki gert eins mikiö fyrir safnið
sjálft og t.d. Jón.
Það getur skapast dálitil tog-
streita á milli hlutverkanna. En
nú er vinnutimi manna ekki það
iangur, að menn á góðum aldri og
heilir heilsu eiga aö geta komið
talsverðu i verk utan hans.
Svo er einnig hér hjá okkur. Aö-
algeir Kristjánsson hefur sem
kunnugt er samið mikið rit um
Brynjólf Pétursson, og Gunnar
Sveinsson á rit i smiðum um séra
Gunnar Pálsson.
Það eru litil bein tengsl milli
Háskóla Islands og Þjóðskjala-
safns, en samskiptin fara mjög
vaxandi. Prófessorar i sögu
benda stúdentum sinum i rikari
mæli en áður gerðist á verkefn:
sem krefjast notkunar á safninu
Június Kristinsson kom fvrst héi
Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjalavörð
v <'*' ' - - . , ' •. ..
>• . •;,•'• <***'*”''*
.. . • /»•/* **r*ff*
... ,„J -.T
,....•■ ■*•:■•' &*,**■'**■"
J. '*■ * F.
*' *' * ' ' .0 K /
,;,v, ,.r Avr** ;
áMJ***** -*■ "*«' A'
Z7 .A' * ■•■:■■
/*' ' <&»+*■****» 0 &■**** jfZsty
ifrujt Uji. ki/Hff nyf* t t*cf
m
i/.
t
/ * -
//*&* &/*+/'*-**/*■**■* /< * /<*■
***** '
Vér mótmælum! Siöasta blaöiðaf fundargerö þjóöfundar 1851, rithönd
Benedikts Gröndai.
Uppi undir ufsum Safnahúss
innan viö nafnskjöld Ara hins
fróöa Þorgiissonar situr Bjarni
Vilhjálmsson þjóöskjalavöröur i
ritstofu sinni. Þar eru traust eik-
arhúsgögn fornleg og þaö er auö-
séö aö þau munar ekki um hvert
áriösem iiöur. Flestir munir inni
hjá Bjarna hafa fyigt Þjóöskjaia-
safni frá þvi þaö kom i þetta hús
áriö 1909, og sýnir hann mér út-
tektarskrá þar um, ritaöa hendi
dr. Jóns Þorkelssonar. Sjálfur
horfir Forni á okkur ofan af vegg,
siöskeggjaöur þuiur hærugrár á
veglegri mynd.
Bjarni Vilhjálmsson tekur vel
erindi blaöamanns, lætur honum
allt opiö innan safns og tekur
greiölega i aö svara spurningum.
— Hvernig gengur innheimta
skjalgagna? Hvaða brögð eru aö
þvi að embætti tregðist við að af-
henda skjöl?
— Það er vissulega misjafnt
hvað stofnanir skila fljótt, sumar
ýta sem fyrst frá sér, einkum ef
þær búa þröngt, en' aörar hafa
nokkra aðstööu til að geyma.
Það dregur svo úr Þjóðskjala-
safninu að ganga rikt eftir inn-
heimtu, að hér er litið pláss og
allar skjalageymslur löngu full-
ar.
Það er misjafnt hvað embættin
þurfa mikið á eldri gögnum að
halda, og það er ekki alltaf sem
þau treysta sér til að halda þau á-
kvæði sem skylda til að afhenda
gögn þegar þau eru oröin 25-30
ára gömul. Hjá mörgum sýslu-
manna- og dómaraembættum
liggja enn mjög áriöandi skjöl
sem ættu að vera löngu komin
hingað.
Eg tek sem dæmi landamerkja-
bækur sýslumanna, en þær urðu
til við lagasetningu upp úr 1880.
Þetta eru þýðingamiklar skrár
sem embættismenn segja að þurfi
endilega að liggja hjá þeim, bæði
til að fara eftir viö þrætumál og
dóma, en einnig til að færa inn
breytingar. En mig grunar að
sumar þessara gömlu bóka séu i
hættu, enda engin aðstaöa til við-
gerða þar sem þær nú eru.
Ég held að þessum bókum
þyrfti að skila, en það væri
kannski hægt að koma til móts við
mismunandi hagsmuni með þvi
að ljósmynda þær, og þaö ef til
vill i fleiri en einu eintaki. Safnið
þarf á þeim að halda vegna
margháttaðra fyrirspurna, og ég
er viss um að örnefnastofnun
kynni vel aö meta þessar bækur.
— Hvað um grisjun safnsins?
Er ekki ljóst að einhverju má
fleygja af þvi sem safninu berst?
— Almennt má segja að þaö sé
stefna i skjalavörslumáium nú
orðið, að skjöl sem likur eru fyrir
að megi henda fari viö fyrstu
skrásetningu i sérstaka flokka,
sem þá þurfi ekki að fara yfir sið-
an. t nútima þjóðfélagi eykst
magn af skrifuðu máli mjög mik-
ið og þá einnig — aö ég geri ráð
fyrir —• það sem má fleygja.
En þaö er erfitt að standa að
þessu nema embættismenn og
skjalaveröir fari i sameiningu yf-
ir gögnin. Þannig var t.d. um
skjalaafhendingu frá tollstjóra,
en þá nutum við aðstoðar Einars
Bjarnasonar fyrrv. rikisendur-
skoðanda. Niðurstaðan varð sú að
við gátum losað okkur við veru-
legt magn, fylgiskjöl og vöru-
reikninga, sem voru til annars
staðar eöa i öðru formi, svo sem
hjá rikisendurskoðun.
Fleygja tveim 3ju
Þess má geta að Sviar fleygja
um tveim þriöju þeirra skjal-
gagna sem fellur til úr rikiskerf-
inu. Þeir gátu með grisjun komiö
ákveðinni deild rikisskjalasafns-
ins úr 10 i 3,7 hillu-kilómetra á sl.
áratug.
Fullyrða má að grisjun er til
mikils gagns fyrir sagnfræðinga,
þvi hvað er eðlilegra en að
gugna frammi fyrir óviöráöan-
leguni skjalabunkum?
Hér kemur einnig til álita að
varðveita skjalgögn i öðru formi
en tiðkast hefur. Sumt má taka á
mikrófilmur, og þá getur stund-
um verið spurning hvort borgi sig
betur að verja fjármunum til
filmusetningar eða reisa stærri
hús fyrir hin fyrirferðarmiklu
gögn.
Þá er tölvusetning skjalasafna
komin á dagskrá á Norðurlönd-
um, og verður samnorræn ráö-
stefna um það að sumri úti i Svi-
þjóð. Norðmenn hafa byrjað á þvi
að taka heil söfn kirkjubóka upp á
segulbönd fyrir tölvur.
Þetta er okkur reyndar ekki al-
veg óþekkt heldur, þvi erfða-
fræðinefnd lét tölvu gera hér allt
manntalið 1910 og hefur vél-
vinnslu á upplýsingum um alla
Islendinga þá og siðan.
En um grisjunina má það
segja, að það biöi enn framtiðar-
innar að semja miklu ákveönari
reglur um það, hvað á að varð-
veita og hvað ekki.
— Varðveisla og notkun. Geta
þessi tvö sjónarmið rekist á i
starfsemi safnsins?
— Vissulega getur þarna orðiö
árekstur og hefur reyndar orðið i
dálitlum mæli. Úr þvi er leitast
viö að bæta með vélritun mann-
tala, ljósmyndun kirkjubóka og
ljósritun einstakra gagna.
Þjóöskjalasafninu er falið að
varðveita skjöl i nothæfu ástandi
og gera þau aðgengileg fyrir
fræðimenn. Þvi er ekki að neita
að vissir flokkar skjala hafa oröiö
fyrir ániöslu, einkum kirkjubæk-
ur og manntöl.
Viö stefnum að þvi að koma öll-
um aöalmanntölunum frá 1835 tii
1930 vélrituðum fram i lestrarsal,
en þau voru tekin á fyrst 5, siöan
lOára bili. Eftir er enn aö vélrita
1835 og 1901, og 1840 er rétt ókom-
ið fram.
Þá höfum við iátiö ljósmynda
allar kirkjubækur i Reykjavik og
stærstu stöðum úti á landi,
Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi,
Seyðisfirði, svo aö eitthvað sé
nefnt, og talsvert hefur verið ljós-
myndaö af kirkjubókum úr sýsl-
um sem mest hefur mætt á. Þá er
dálitið til af uppskrifuöum kirkju-
bókum frá 18. öld.
Slit og fúi
Talsvert af kirkjubókum höfum
við orðið að taka úr umferö og
biöa þær viögerðar. Viðgerðar-
stofan okkar — sameiginleg meö
Landsbókasafni — er ákaflega
gagnlegt og gott fyritæki, en
margt kallar að.
Það er mikill munur að sjá
kirkjubækur hjá okkur eða t.d. i
Danmörku þar sem eru raunar
lagðar miklar hömlur á aðgang
almennings að þeim. Þar eru þær
skýrar og bera varla merki um
neina notkun, en hér hjá okkur
eru þær viða dálitið snjáðar og
slitnar, og bregður jafnvel fyrir
fúa af slæmum geymslum fyrr á
timum.
Ljósmyndun á heilum bókum er
feikna dýr, og setur það okkur
takmörk, en þaö er kostur að viö
eignumst um leið filmur sem
hægt er að taka eftir að vild. Við
höfum þvi miður ekki nógu góðar
vélar og fórum þvi fram á það i
siðustu fjárveitingarbeiðni að fá
ljósmyndavélar sem geta tekið
myndir eftir filmum i mismun-
andi stærðum, en þaö hefur ekki
fengist enn. Danir nota t.d. Xer-
ox-vélar sem taka myndir báðum
megin á pappirinn, og þannig er
hægt að fá bók sem samsvarar
frumritinujblað fyrir blað. Svo er
um bréfabækur þær sem við höf-
um fengið að undanförnu frá
Kaupmannahöfn.
— Innibindur safnvarðarstarfið
visindaiðkanir? Hvað um tengsl
safnsins og Háskólans sem
mennta- og visindastofnunar?
— Fyrst og fremst á að gefa
fræðimönnum kost á þvi að nota
safnið og auðvelda þeim meö röð-
un og skrásetningu aö ganga um
þetta völundarhús. Gott er aö visu
að safnveröir geti unniö hér að
visindastörfum, en það má þá
ekki vera á kostnað þjónustunnar
við aðra fræöimenn.
Hér má visa til hinna eldri
skjalavarða. Jón Þorkelsson og
Hannes Þorsteinsson unnu mikið
fræðistarf, og það yrði aldrei sagt
um Jón að það hafi verið gert á
inn á safnið þegar hann vann að
ritgerð sinni um vesturferðir.
Fjölbreyttur ferill
En ég vil ekki vanmeta þá
fræðimenn sem ekki eru háskóla-
gengniren hafa gert lestrarsalinn
að vinnustað sinum um lengri og
skemmri tima. Meðal þeirra er
svo þjóðkunnur og viðurkenndur
visindamaður sem Lúðvik Krist-
jánsson, en hann hefur t.d. unniö
hér mikið að sjóvinnusögu sinni.
Menn koma hingaö með hinn
fjölbreyttasta feril að baki, við
skulum segja Hörður Agústsson
listmálari, en hann hefur gerst
mikill fræðimaður á sviði húsa-
gerðarsögu. Hann hefur ekki að-
eins litið á þau hús sem enn
standa, heldur unniö afar mikiö
hér við að kynna sér úttektir á
húsum i jaröaumboðsskjölum,
hreppabókum og skjölum kirkj-
unnar.
Þaö má nefna fólk sem stendur
á mörkum landssögu og bók-
menntasögu. Kona sat hér löng-
um og skrifaöi merkilega ritgerð
um bókaeign á 18. öld i Húna-
vatnssýslum og notaði til þess
húsvitjanabækur presta. Nú dvel-
ur hún i Bretalndi við sagnfræði-
lega rannsókn á samskiptum ts-
lendinga og Breta i tveim heims-
styrjöldum á þessari öld.
— Þú minntist áðan á bækur
sem væru að berast Þjóöskjala-
safni frá Kaupmannahöfn. Hvaöa
bækur?
— Viö höfum undanfarin 4 ár
verið að fá journala og bréfabæk-
ur i ljósriti úr Rikisskjalasafni
Dana gegn vægu gjaldi. Er þar
um aö ræða bækur frá þvi fyrir
1849 er islenska stjórnardeildin
var stofnuö. Yngri skjöl er snerta
æðstu stjórn landsins fengum viö
afhent rétt eftir að heimastjórn
komst á 1904, og eldri skjöl feng-
um við eftir talsvert þóf með
samningnum um skjalaskipti
1927. Komu um 1.000 skjalaböggl-
ar i ársbyrjun 1927, en um leið
þurftum við að afhenda dálitið af
áður fengnum yngri skjölum. Af
þeim höfum við nú fengið mikró-
filmur.
En árið 1928 afhentu Danir að-
eins þá skjalabunka sem einvörð-
ungu vörðuðu tsland, en mikiö
var eftir af bögglum með blönd-
uðu efni þar sem einnig var komið
inn á aðra hluta Danvveldis, aöal-
lega Færeyjar, Grænland, Finn-
mörk. Journalar frá þvi fyrir 1770
eru sameiginlegir fyrir þessa
fjóra rikishluta.
Það eru þessir journalar og
bréfabækur frá þvi fyrir 1849 sem
Danir eru nú að afhenda okkur,
selja, i ljósriti, t.d. bréfabók 1683-
1800. Margt eigum við eftir að fá,
svo sem bréfabók 1800-1848. Sumt