Þjóðviljinn - 20.11.1973, Side 2

Þjóðviljinn - 20.11.1973, Side 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐV1LJINN ÞriOjudagur 20. nóvember 1973. FJXRMÖ6NUN nJ\mskostnaðar © Lánamál námsmanna Hækkun frest að 2 ár í röð Ráðamenn liafna lýðrœðislegum aðferðum við umfjöllun málsins, segja námsmenn Klaðamcnn voru nýlega boðaðir á fund ineft fulltrúuni SÍNK, StúdenlaráAs III og nem- enda Tækniskólans. Þar gerftu þeir grcin fyrir þróuninni I lána- málum námsfólks, en þau eru nú mikift rædd vcgna afnreiftslu fjár- laRa sem fyrir dyrum cr. Röklu þeir fólagar gang lána- mála nokkur ár aftur i timann. Ariö 1967 voru samþykkt á aiþingi VQ m o r KgjJi hœfileikar Kins og kunnugt er búa meft þjóöinni fjölmargar konur sem búnar eru dulrænum hæfileikum og draumspeki. Draumkona ein sendi okkur eftirfarandi frásögn af draumi sinum nýverið: Mór þótti ég vera stöcíd i af- skaplega stóru eldhúsi þar sem mjög var hátt til lofts. Þetta var i verbúð sjómanna. önnur kona var meö mér, Þórný aö nafni, og vorum viö aðhefja ráðskonustörf. Á miöju gólfi var stór og mikill pottur likur þeim kötlum sem þvottur var soðinn i hér áður fyrr. Sauð ákaflega i pottinum. A lofti og veggjum var um 5 sm þykkt lag af einhverju efni sem liktist fiskimjöli. Þetta vardökkt á lit og hugðum við ráöskonur að þetta væru óhreinindi. Reynum við að þvo þau af, en án árángurs. Allt i einu segir Þórný: Það skrallar svo mikið i pottinum að hér er vist draugagangur. Þá svara ég: Vit- leysa er þetta i þér, það sýður bara svona mikið i pottinum. Þar með Iauk draumnum, og ég vakn- aði. Var mér samstundis ijóst hvernig ráða skyldi drauminn. Þessi draumur varðar afkomu allrar þjóðarinnar. Og hver er ráðning draumsins? Þetta er fyrir griðarmikilli loðnuveiöi. Þess má geta, að þessa sömu draumkonu dreymdi fyrir Heimaeyjargosinu. Kvað hún sér margt hafa borið i drauma und- anfarið. Aðspurð kvað hún ekki fráleitt að sig hefði dreymt fyrir Kötlugosi eigi alls fyrir löngu. lög um námslán og -styrki. 1 2. grein þeirra segir svo: „Stefnt skal að þvi, að opinber aðstoð við námsmenn skv. lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum náms- kostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu hans til fjáröflunar.” t nóvember 1970 lýsti Gylfi Þ. Gislason, þáverandi mennta- málaráðherra, þvi yfir á þingi að rikisstjórnin væri þvi fylgjandi að 100% umframfjárþarfar væri náð á námsárinu 1974/75 en sú var einmitt tillaga Lánasjóðs is- lenskra námsmanna i þessum efnum. Stjórnin stöðvaði hækkanir Framkvæmd laganna var svo aö mestu i samræmi við anda lag- anna og tillögur lánasjóðsins allt fram til ársins 1972/73 þegar nú- verandi stjórn samdi sin önnur fjárlög. Þá gerist það að hækkun prósentunnar er stöðvuð en hún hafði hækkað úr 43% námsárið 1967/68 upp i 77.4%, árið 1971/72. Nú liggur fyrir alþingi fjárlaga- frumvarp fyrir námsárið 1973/74 og samkvæmt þvi er enn frestað hækkun prósentunnar og hefur hún undanfarin tvö ár verið 77.8%. Skiljanlega er þetta mikið hita- mál meðai námsmanna. Hafa þeir leitað til viðkomandi ráð- herra sem eru fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, en iítil svör fengið hjá þeim. Eru þeirra rök þau helst að væntanlega séu ný lög um þessi mál en náms- menn fá ekki skilið að það sé nægjanleg ástæða til að fresta hækkun í tvö ár. Hlutur ráðherranna tveggja i þessu máli er ekki lofsverður. Námsmenn segjast hafa farið þess á leit við þá að þeir mæti á fund með þeim þar sem lána- málin séu rædd en þeir hafa ekki gefið neinn kost á þvi. Vilja námsmenn meina að þeir hafi reynt allar lýðræðislegar aðferðir til að koma sinum málum áfram, en ráðherrarnir hafa ekki léð máls á þeim. Létu þremenningarnir á sér skilja að Hklega þurfi þeir að gripa til rót- tækra aðgerða svipaðra og við- hafðar voru vorið 1970 þegar námsmenn i Sviþjóð hertóku sendiráðið i Stokkhólmi og kröfu- göngur voru farnar i mörgum borgum erlendis. Ekkert hefur þó verið ákveðið til hvaða ráða verð- ur gripið. Málamiðlun hafnað Stefna námsmanna var sú að að prósentan skyldi hækka i fyrra upp i 88.5% og i 100% i ár. Þegar hækkunin náði ekki fram að ganga i fyrra settu þeir fram málamiðlunartillögu um að i ár verði lánin hækkuð i 88.5%. Hafa Framhald á 14. siðu HÚRRA fyrir Hafnfirðingum 1 janúar s.l. tóku Hafnfirðingar sig til og stofnuðu taflfélag. Þeir gáfu þvi nafnið Skákféiag llafnarfjarðar. Formaður félags- ins var kjörinn Bjarni Linnet. Starlsemin hófst með þvi að hald- ið var stofnmót Skákfélags Hafn- arfjarðar. Þátttaka var góð og sigurvegari varð Sigurður Her- lufsen sem hlaut 8,5 v. i 9 skákum. Ekki sprakk félagið á þessu og nú var að ljúka haustmóti Skákfé- lags Hafnarfjarðar. Þátttakendur voru 18 og tefldu 9 umferðir eftir Herlufsen sigraði einnig núna. Iiann hlaut 8 vinninga. I öðru sæti varð Ásgeir Asbjörnsson með 7 v. Þriðji varð Pétur Kristbergs- son með 6 v. og fjóröi Bjarni Linn- et með 5,5 v. Mótið var haldið i Sjálfstæðishúsinu i Hafnarfirði, en þar fá þeir inni gegn gjaldi. Þeir skákfélagsmenn biða nú eftir að fá skákáhöld og er ósk- andi að biðin verði ekki mjög löng. Ýmislegt hafa þeir á prjónun- um t.d. að halda hraðmót,og eftir áramótin verður meistaramót fé- lagsins. Skáklifið i firðinum erþvi með miklum blóma og framtak stofnenda félagsins til sóma. Það væri lika undarlegt ef i jafnfjöl mennum bæ og Hafnarfirði væru ekki það margir skákáhugamenn að þeir gætu haldið taflfélagi gangandi. Hér á eftir birti ég skák, seni tefld var i siðustu um- ferð haustmótsins á sunnudaginn var og henni fylgja hamingjuósk- ir til Hafnfirðinga með þetta at- hafnasama félag. Ilvitt: Sigurftur Herlufsen Svart: Sigurberg 11. Klentinus- son Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Þessi leikur virðist vera orðinn fullt eins algengur og 3. Rc3. 3. ... . Rf6 4. e5 Rd7 5. f4 C5 6. Rc3 Einn af kostum 3. Rd2 kemur nú i ljós, Riddarinh stendur ekki i vegi fyrir c peðinu. 6. ... b6 Nú hrindir svartur i fram- kvæmd þekktri áætlun um að losna við biskupinn á c8, enda virðist hann ekki eiga glæsta framtið fyrir höndum. Þessi að- ferð er nokkuð seinvirk og hvitur notfærir sér það ágætlega. Annar galli á þessum uppskipt- um er að svartur missir nokkuð tökin á f5 reitnum. Þau væru betri ef svarti riddarinn stæði á e7 i stað d7. 7. Rdf:i Ba6 8. BxB RxB 9. Re2 Hc8 10. I)d3 Rab8 Ef 10. .. c4 þá 11. Dc2 b5 12. o-o b4 13. f5 og aðgerðir hvits eru mjög hættulegar. Svartur léki lik- lega betur 12. ... g6. 11. o-o Rc6 12. a3 cxd4 13. cxd4 f6? Þessi leikur leiðir til taps. Svartur má ekki leyfa hvitum að leika f5. Rétt hefði verið að leika 13. ... g6 t.d. 14. g4 h5 15. h3 hxg4 16. hxg4 Ra5 og svartur þarf ekki að vera óánægður. 14. f5 fxe5 15. fxe6 Rf6 16. Rxe5 RxR 17. dxR Bc5 18. Bc3 Re4 19. IIf7 Nú er svarta staðan ekki glæsi- leg. Hvitur hótar 20 . Db5.Svartur getur leikið 19. ... BxB 20. DxB Hc7 21. HafÝ Dc8 22. Df4 og hvitur vinnur. 19. ... Hc7 20 Db5 Hd7 21. Rd4 Be7 22. Hafl gefift Er þetta allt í lagi? Það var ekki fyrr en i gærkvöldi að nafnlaus greinarstúfur i Þjóð- viljanum frá 7. þ.m. bar fyrir augu min. Ritsmið þessi með ofangreindri fyrirsögn sem fjallar um störf og launatekjur Guðmundar Skaptasonar, hæstaréttar- lögmanns og endurskoðanda er svo óvenjulega rætin og óhæf til birtingar i viðlesnu blaði, að undirritaður getur ekki orða bundist. Þótt ekki verði ætlað að aðal- ritstjórar Þjóöviljans hafi fjallað um greinina, hlýtur blaðið og starfslið þess að gjalda slikra skrifa. Efnisatriði eru þau að Guðmundur Skaptason, sem að maklegleikum hefur verið valinn til margra trúnaöarstarfa i þjónustu rikisins á siöustu árum, sætir aðkasti fyrir að sinna þessum störfum og þiggja laun fyrir. Nú er þess fyrst að geta að Guðmundur Skaptason er hvergi fastráðinn opinber starfsmaður svo að allur samanburður við slika starfsmenn, sem hafa auka- störf á hendi auk aðalstarfs, er út i hött. Samkvæmt venju og lögum eru málfærslumenn jafnvel skyldir til að taka að sér þau störf sem til þeirra er beint og þeir bera sjálfir kostnað af slikum störfum. Um menntun og starfshæfni G.S. er þess að geta að hann hefir aflað sér staðbetri menntunar til starfa sinna en flestir aðrir. Viðskiptafræði, lögfræði og endurskoðun eru sérgreinar sem hann hefir lokið námi i. Þessarar menntunar var aflað með þeirri atorku og sam- viskusemi. sem einkennt hefur öll störf Guðmundar og aflað honum þess trausts, sem fágætt er en hæfilegt. Að slepptri ónákvæmni greinar- höfundar við útreikning á launum, er það að segja, að þótt mánaðarlaun Guðmundar Skaptasonar séu að krónutölu litt sambærileg við dagvinnukaup Dagsbrúnarmanna (kaup sem engin fjölskylda mun raunar lifa af) þá eru þau sambærileg að þvi leyti, að Guðmundur hefur ekkert fast starf og þarf auk öryggis- leysis að kosta eigin skrifstofu. Enn er þess að geta, þótt greinarhöfundi kunni að þykja léttvægt, að flestir menn með sömu menntun og möguleika mundu i sporum Guðmundar Skaptasonar fremur kjósa að vinna fyrir aðila sem betur borga en rikið fyrir hin vandasömustu störf unnin að verulegu leyti utan venjulegs vinnutima. Eins og kunnugt er veröur 1 einatt ekki auðveldlega beitt rökum og sanngirni gagnvart dylgjum og illkvittni. Þess vegna er þess mikil þörf, að ábyrgir blaðamenn meti að réttu sina ábyrgð og ljái ekki tilefnislausum óhróðri rúm i blöðum. Sú tilraun til mannskemmda sem hér hefir verið gjörð aö umtalsefni er markleysa i vitund allra þeirra er þekkja Guðmund Skaptason og rétt vilja vita. Hinir eru þvi miður allmargir sem gjarnan vilja trúa hinu verra, og hælbitarnir eru þó nokkrir sem læðast vilja nafnlausir og narta, jafnvel án mihnsta tilefnis. Slika manngerð ber fyrst og fremst aö varast, og umfram allt verða ábyrgir starfsmenn fjölmiðla að vera á varðbergi gagnvart þessum mönnum, þvi aft þeir eru ekki i lagi. Pétur Þorsteinsson UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.