Þjóðviljinn - 20.11.1973, Qupperneq 7
Þriðjudagur 20. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Jóhannes Þ. Eiríksson
Fœddur ó.ágúst 1930 — Dáinn 12. nóvember 1973
Þegar óvænt sorgartiðindi ger-
ast er oft eins og við mennirnir
þurfum nokkurn tima til þess að
átta okkur á þvi, sem raunveru-
lega hefur skeð. Svo fer nú öllum
þeim, sem þekktu Jóhannes Þóri
Eiriksson nautgriparæktarráöu-
naut Búnaðarfélags Islands, sem
lést i blóma lifsins þann 12.
nóvember siðast liðinn.
Jóhannes var fæddur i Reykja-
vik 6. ágúst 1930 og var þvi lið-
lega fjörutiu og þriggja ára. For-
eldrar hans voru hjónin Eirikur
Jónsson trésmiöameistari og
Snjólaug Guðrún Jóhannesdóttir
frá Laxamýri.
Jóhannes stundaði nám við
Menntaskólann i Reykjavik og
lauk stúdentsprófi þaðan vorið
1951. Ahugi hans á náttúrufræð-
um og þá einkum landbúnaðar-
visindum mun snemma hafa
vaknað og stóð hugur hans strax
til háskólanáms i þessum fræð-
um. Að loknu stúdentsprófi fór
Jóhannes i Bændaskólann á
Hvanneyri og lauk þaðan bú-
fræðiprófi vorið 1952. Haustið 1953
hóf Jóhannes nám við Land-
búnaðarháskólann i Kaupmanna-
höfn og útskrifaðist þaðan vorið
1957. Þegar heim kom réðst hann
til starfa hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands sem ráðunautur i bú-
fjárrækt og tilraunastjóri við til-
raunastöð sambandsins i Laugar-
dælum. Þar starfaði hann einkum
að afkvæmarannsóknum á naut-
gripum og gerði margvislegar til-
raunir með fóðrun og uppeldi
mjólkurkúa. Þar hóf hann, fyrst-
ur manna hér á landi, skipulegar
rannsóknir á mjaltaeiginleikum
Islenska kúastofnsins, og hélt
hann þeim rannsóknum stöðugt
áfram upp frá þvi.
í ársbyrjun 1961 réðst Jóhannes
til Búnaðarfélags Islands sem
ráðunautur i nautgriparækt.
Menntun hans og reynsla sú, sem
hann hafði aflað sér I Laugardæl-
um og annarsstaðar, gerði hann
sérlega hæfan til starfans, auk
meðfæddra hæfileika til þess að
miðla öðrum af þekkingu sinni, en
það er eiginleiki, sem hver ráðu-
nautur þarf að eiga i rikum mæli.
Ráðunautarstörf Jóhannesar
kröfðust mikilla ferðalaga bæði
vegna nautgripasýninga og funda
með bændum,og var hann ótrauð-
ur að takast þau á hendur, enda
starfsgleði mikil, og hygg ég að
Jóhannes hafi notið sln einna
best, er hann starfaði úti I sveit-
um meðal bænda. Hann hafði
yndi af öllum skepnum, en þó
einkum nautgripum, og fljótur
var hann að koma auga á kosti
þeirra og galla, enda frábær dóm-
ari á nautgripasýningum.
Jóhannes sinnti einnig öðrum
störfum fyrir Búnaðarfélagið,
m.a. var hann i ýmsum nefndum
svo sem útvarpsfræðslunefnd og
hafði iðulega umsjón með fræðslu-
og skemmtikvöldvökum á vegum
bændasamtakanna.
Eins og gefur að skilja eignað-
ist Jóhannes fjölda vina I bænda-
stétt og utan hennar, og hvar sem
hann kom var hann aufúsugestur,
þar sem jafnan fylgdi honum
hressilegur blær og glaðværð. Jó-
hannes var mjög vel menntaður i
sinu fagi. Auk háskólanámsins I
Danmörku sótti hann námskeið i
nautgriparækt við háskóla bæði i
Englandi veturinn 1964, og i Hol-
landi siðast liöinn vetur. Hvar-
vetna gat hann sér góðan orðstir
fyrir námshæfileika, prúðmann-
lega og drengilega framkomu.
Jóhannes var mikill hæfileika
og mannkosta maður. Hann var
fljótgreindur og ihugull, viðræðu-
góður og vel máli farinn, og fóru
honum öll verk, sem hann tók að
sér, vel úr hendi. Listrænn var
hann eins og hann átti kyn til, af-
ar skyggn á fegurð lifsins og ekki
frásneyddur heimsins lystisemd-
um. Hann var hrifnæmur með af-
brigðum, enda mikill tilfinninga-
maöur, og góðvild hans og greið-
vikni var einstök. Jóhannesar
mun sárt saknað af öllum þeim,
sem kynntust honum, og Islensk-
ur landbúnaður hefur nú misst
einn af sinum bestu starfsfcröft-
um.
Jóhannes var tvikvæntur, fyrri
kona hans er Guðrún Björgvins-
dóttir og áttu þau þrjú börn,
Björgu, Eirik og Snjólaugu. Sið-
ari kona hans er Sigrún Gunn-
laugsdóttir. Ég færi þeim,systkin-
um hans og öldimðum föður,
minar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Stefán Sch. Thorsteinsson
Einsog jafnan þegar menn i
blóma lifsins falla i valinn, kom
skyndilegt fráfall Jóhannesar
Eirikssonar okkur vinum hans og
kunningjum i opna skjöldu, svo
ekki sé sterkar til orða tekið, þvi
fáir menn voru i okkar augum
fremur markaðir lifinu og lifs-
gleðinni en hann. Hann var sikát-
ur, hress og skemmtilegur, hvort
sem maður hitti hann á mann-
fundum eða á förnum vegi. Ég
kynntisthonum einkanlega I laus-
tengdum félagsskap áhuga-
manna um allt milli himins og
jarðar, sem kemur saman
mánaðarlega yfir veturinn og
ræðir hverskyns timabær mál-
efni. 1 þeim félagsskap var Jó-
hannes i forsvari einn vetur og
gegndi þvi starfi af þeim eldmóði
og samviskusemi, sem honum
virtust vera i blóð borin. Hann
var kappmaður að hverju sem
hann gekk, áhugasamur og for-
vitinn um hvaðeina sem var að
gerast i kringum hann, fundvis á
kátlegar hliðar manna og mál-
efna. Það stóð semsé af honum
ferskur gustur, hvar sem hann
kom eða fór. Hann var fasmikill
og fylginn sér i kappræðum, en
jafnframt einhver hinn ljúfasti og
mjúklyndasti félagi sem völ er
á. Þeir fundir voru I senn fjörlegri
og hlýlegri, sem Jóhannes sat.
Utan þessara mánaðarlegu
funda hittumst við Jóhannes ein-
stöku sinnum á förnum vegi, og
það var segin saga, að þeir sam-
fundir höfðu hressandi, örvandi
áhrif á mig. Jóhannes Eiriksson
var búinn þaim fágæta hæfileika
að eiga létt með að dreifa hlýju,
kátinu og fjöri i kringum sig, og
þó var jafnan ljóst að undir þessu
glaðværa og falslausa ytra borði
var alvara og ihygli.
Engin orð fá linað harminn við
missi sliks félaga og ástvinar, en
ég sendi Sigrúnu ekkju hans eigi
aö siður minar dýpstu samúðar-
kveðjur, svo og öörum eftirlifandi
aðstandendum, sem ég þekki ekki
persónulega.
Sigurður A. Magnússon
Einn og einn hverfa menn út af
sviðinu og eru allir. Sumir hafa
svo ekki verður um villst lokið
hlutverki sinu á leiksviði
mannlegs lifs áður en klukkan
glymur þeim hinsta sinni.
Aðrir eru kvaddir á braut
snöggt og óvænt, mitt i dagsins
önn, frá hálfnuðum verkefnum,
smáum eða stórum.
Svo var um Jóhannes
Eiriksson, sem i dag verður
lagður i mold, en hann lést hér i
Reykjavik þann 12. þessa
mánaðar. Jóhannes var fæddur i
Reykjavik 6. ágúst 1930, sonur
hjónanna Eiriks Jónssonar tré-
smiðameistara og Snjólaugar
Jóhannesdóttur, sem bæði voru
þingeyskrar ættar. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum i Reykjavik vorið 1951
og kandidatsprófi i búvisindum
frá Landbúnaðarháskólanum i
Kaupmannahöfn 1957. Jóhannes
starfaði siðan fá ár sem
ráöunautur hjá Búnaðarfélagi
Suðurlands með aðsetur i
Laugardælum, en i ársbyrjun
1961 tók hann við starfi hjá
Búnaðarfélagi Islands sem
ráðunautur i nautgriparækt og
gegndi þvi til dauðadags.
Enda þótt Jóhannes Eiriksson
væri vaxinn upp i Reykjavik, og
fáir væru meiri heimsmenn en
hann, þá voru það fyrst og fremst
sveitir landsins, sem áttu hug
hans. Þeirra veg vildi hann sem
mestan.
tsland allt er svo langtum
meira en þessi borg hér á Reykja-
nesskaganum. Sú staðreynd var
Jóhannesi jafnan ofarlega i huga,
og honum var kappsmál, að
sögufræg héruð héldu reisn sinni i
straumiðu nýrra tima. Þess
vegna voru framfarir i búnaði og
menningu sveitanna áhugamál,
sem vert var að leggja margt i
sölurnar fyrir.
Landinu unni hann af heitri
tilfinningu og þvi lifi, sem lifað er
i náinni snertingu viö móður-
moldina sjálfa. Með starfi sinu
vildi Jóhannes verða að liði við að
treysta grunninn i framtiðarhöll
islensks landbúnaðar. — Ef
sveitir landsins áttu að halda hlut
sinum, voru verklegar framfarir
og nýting visindalegrar
þekkingar nútimans óhjá-
kvæmileg nauðsyn aö hans dómi,
en engu að siður skyldi framtið
sveitanna jafnframt byggja á
órofa tenglsum við menningar-
lega arfleifð liðins tima.
Það var verkefni nútimans aö
treysta þau tengsl fortiðar og
framtiðar.
Bóndinn, sem i senn var
fræðasjór i sögu og skáldskap og
jafnframt sveitarstólpi i
verklegum framförum, var
Jóhánnesi Eirikssyni mikill
dýrðarmaður. Frá slikum
mönnum hafði hann ávallt margt
að segja.
Vegna starfs sins hlaut
Jóhannes að vera ærið oft á ferða-
lögum um landið þvert og endi-
langt, og likaði honum það vel.
Hann kunni góð skil á mönnum og
málefnum i flestum héruðum
landsins, og frásagnargáfa hans
var slik, að unun var á að hlýða,
ef tóm gafst til að inna Jóhannes
tiðinda úr ferðalögum hans.
Þó að bændur væru Jóhannesi
kærastir manna hlaut mögnuð
skopgáfa hans á stundum að
beinast að þeim sem öðrum i
frásögn, en allt var það græsku-
laust.
Sjálfur var Jóhannes kominn af
þingeyskum bændaættum, þar
sem margur maðurinn átti fullt i
fangi að sætta skáldið og bóndann
i sjálfum sér. Hann bar nafn
móðurafa sins, Jóhannesar
Sigurjónssonar bónda á Laxa-
mýri,og ættaryfirbragð hans var
mjög þaðan runnið.
Jóhannes Eiriksson var svartur
yfirlitum, hárið lifandi, augun
snör, nefið beint og benti til
atorku. Hann var yfirbragðs-
mikill og auðkenndur i
mannfjölda. Rösklega
meðalmaður á hæð, kvikur mjög i
hreyfingum og gekk óboginn.
Honum var iétt um mál, hrif-
næmurog jafnan glaðlegur á ytra
borði. Geð hans var heitt og ört,
og þó það virtist agað bauð manni
i grun að stundum tæki i
taumana. Jóhannesi var gefin
óvenju mikil lifsorka, og leyndi
það sér ekki. Það fylgdi honum
gustur, hvar sem hann kom eða
fór.
Hann var eftirsóttur i mann-
fagnað, þvi að nærvera hans og sú
glaðværð, sem honum fylgdi, létti
öðrum þunga grárra daga.
Jóhannes átti létt með að gleðjast
og varpa frá sér áhyggjum, var
jafnan manna reifastur i marg-
menni. En oft er það svo, að
hæfileikann til að njóta rikrar
gleði verða menn að gjalda
þyngra verði en marga grunar.
I samskiptum við aðra lét
Jóhannesi betur að gefa en
þiggja. Sjálfum sér ætlaði hann
enga vægð.
Sumir hætta aðeins smáu til á
lifsbrautinni, hafa jafnan vaðið
fyrir neðan sig, og byrja snemma
að deyja. Aðrir tefla á tvær
hættur, takast á við stærri háska,
leggja meira undir. En djásn
gleðinnar verða stundum aðeins
sótt i dimman helli, og getur
brugðið til beggja vona um úrslit
glimunnar, sem þar er háð.
— ,,Hugur einn það veit, er býr
hjarta nær, einn er hann sér of
sefa.”
Enda þótt Jóhannes Eiriksson
sinnti starfi sinu sem búvisinda-
maður af miklu kappi og rómaðri
atorku, voru áhugasvið hans þess
utan fjölbreytt. Hann átti gott
næmi og skarpan skilning, en
segja má, að skilningur hans hafi
frekar byggst á innsæi en sterkri
rökhyggju. Honum lét vel að
skyggnast um á mörkum draums
og veruleika, en raunsæi hans var
ekki óbrigðult. Jóhannes var
kappsamur og ósérhlifinn með
afbrigðum, jafnt á vettvangi
starfs sins sem annars staðar.
Hann undi ekki lognmollu eða
værð, — vildi heldur ganga feti
framar. En kappi hans fylgdi
e.t.v. ekki alltaf sú itrasta forsjá,
sem gerir allt tryggt og öruggt
umhverfis.
Jóhannes naut mikils trausts
meöal samstarfsmanna sinna.
Hjá Búnaðarfélagi tslands vann
hann að kalla mátti tvöfalt starf
siðustu mánuðina. Það var mikið
álag.
Auk ferða sinna hér innanlands,
er voru hluti af starfi hans, átti
Jóhannes ýmsar ferðir til
annarra landa vegna fjöl-
þjóölegs samstarfs þeirra er við
búvisindi fást. Dvaldi hann m.a.
alllengi i Hollandi nú á þessu ári.
Þarf ekki að efa, að með
erlendum starfsbræðrum úr
sömu visindagrein hefur
Jóhannes áunnið sér hylli, sem
ar.narsstaðar, og sæti Islands
veriö vel skipað, þar sem hann
var.
tslenskum bændum var
Jóhannes jafnan mikill aufúsu-
gestur, hvar sem hann kom á
sinum mörgu ferðum, svo hlýr og
ráðhollur sem hann var. Mér er
ekki grunlaust um að jafnvel
kýrnar, hinar þunglyndu
skepnur, ■ hafi lyft brúnum, er
þessi snöfurlegi maður vatt sér
inn um fjósdyrnar, — og vist er
um það, að fáir þekktu betur
þeirra náttúru en Jóhannes.
Bændur og búalið vitt um sveitir
sakna nú vinar i stað. Um harm
fjölskyldu Jóhannesar og náinna
ættingja hæfa ekki orð.
Faðir hans lifir son sinn,
gamall maður hér i borg, einnig
systur tvær, búsettar erlendis,og
einn bróðir, er hér býr. Jóhannes
Eiriksson var tvikvæntur. Með
fyrri konu sinni Guðrúnu Björg-
vinsdóttur átti hann 3 börn, sem
ýmist eru uppkomin eða á
unglingsárum, Siðari kona
Jóhannesar var Sigrún
Gunnlaugsdóttir. Sambýlisár
þeirra voru ekki mörg, en báðum
gæfusöm um flest, uns yfir lauk.
Kjartan ólafsson
Jón Sigurðsson, B.A:
Him HVÍTIGALDUR
Við Islendingar erum vafalaust
I hópi þeirra fjölmörgu þjóða sem
leggja svipaðan trúnað á draum-
farir eins og dagsbirtuna og láta
sér jafnannt um svonefnd yfir-
skilvitleg fyrirbæri eins og
áþreifanlega hluti. Ef til vill höf-
um við þó þá sérstöðu i þessu efni,
aðhér á landi mun hjátrú, eins og
hún oftast er kölluð, vera jafnal-
menn meðal allra stétta, jafnal-
geng meðal ungra sem gamalla,
lærðra sem leikra. A þessu má
sjálfsagt finna ýmsar skýringar,
rengingamaðurinn hugsar ef til
vill til skammdegismyrkurs og
lifnaðarhátta fyrr á tið eða til
misjafnlega langsóttra sálfræði-
kenninga, en trúmaðurinn þarf
ekki að hirða um slikt i fullvissu
sinni, og efasemdamaðurinn fer
einhvern milliveg.
Það er einkennilegt um svo al-
gengt fyrirbrigði aö þvi hefur
ekki verið sinnt eða gerð grein
fyrir þvi á hlutlægan eða fræði-'
legan hátt. Hvað sem öðru liður
er hér nefnilega um að ræða ein-
hverja merkilegustu og sterkustu
mcnningarhefð Islensku þjóðar-
innar. A hana skal enginn dómur
lagður hér. Menn geta haft á
henni þá skoðun sem þeir vilja, en
þvi verður ekki á móti mælt, að
þessa menningarhefð rækir yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar i
einhverjum mæli. Hún er þess
vegna mikilvæg staðreynd i is-
lenskri menningarsögu og fram
hjá henni veröur ekki gengið ef
gerð skal einhver viðhlitandi
grein fyrir islenskri þjóðmenn-
ingu.
Menn láta sér yfirleitt nægja aö
afgreiða þessa arfleifð með þvi að
kalla hana hjátrú. I orðinu sjálfu
geymast viðhorf rétttrúnaðar-
ORÐIÐ ER
FRJÁLST
kirkjunnar en þau mætti orða
eitthvað á þessa leið: Við komum
I þennan heim úr myrkri
óvissunnar og lifum hér i óvissu
og hverfum loks við dauöann út i
eilift myrkur óvissunnar. Lif okk-
ar i þessum heimi er barátta, og
við erum liðsmenn i striði góðs og
ills. 1 þessum heimi sem er fullur
af böli er opinberun Guðs hið eina
ljós sem getur lýst okkur á réttan
veg, þetta ljós brýst eins og frels-
andi bjarmi inn i myrkrið og gef-
ur okkur fullvissu. Trúin kveikir^
ljós I dimmunni. 011 viðleitni
mannsins til að rýna i skuggana
umhverfis lif okkar og handan,
grafarinnar með aðferðum skyn-
semi og hyggjuvits er dæmd til að
mistakast og leiða okkur afvega
og brott frá hinu eina sanna opin-
beraða ljósi.Þess vegna er öll slik
viðleitni argasta hjátrú og af hinu
illa. — Þessi voru viðhorf rétt-
trúnaðarins, eða eitthvað á þessa
lund, hér á fyrri tið, en nú á dög-
um er svipuðum sjónarmiðum
raunar aðallega hreyft af þeim
sem halda fram gamaldags skyn-
semishyggju og hefðbundnum
efnishyggjuviðhorfum hversu
mjög sem þau eru þó óskyld
lúterska rétttrúnaðinum.
A dögunum kom út hjá Skugg-
sjá afarfróðleg bók um þessi efni:
llinn hviti galdur eftir Olaf
Tryggvason huglækni á Akureyri.
Um höfundinn þarf ekki að fara
mörgum orðum, enda nægir að
benda á það að fjöldi manna og
kvenna i þessu landi veit það af
eigin raun, hefur reynt það i lifi
sinu, hvilikur hlffiskjöldur Olafur
hefur verið þeim sem um sártx.
hafa átt að binda og til hans hafa
leitað. Hæfileikar Olafs yfirganga
gersamlega það sem „skynsam-
leg” visindi hafa fram að færa um
það sem virðist geta búið i
mannshuganum og verið á valdi
mannsins. Menn verða seint á
j einu máli um skýringar á þessu,
I en þeir eru svo margir sem um
þetta mundu gjarnan vitna að það
er hreint spott og ofurdramb að
hundsa það. En eins og slikum
mönnum er titt hefur ölafur ekki
hlaupið eftir hrósi eða vinsældum
Framhald á 14. siðu