Þjóðviljinn - 20.11.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 20.11.1973, Síða 13
Þriðjudagur 20. nóvember 1973.ÞJODVILJINN — StÐA 13 — Lindy. Kallið mig endilega Lindy, sagði húsmóðirin sem staðin var á fætur. — Og litið inn þegar þér megin vera að — og hafið frú Dawson með. Bg hlakka reglulega til að kynnast nágrönn- um minum. Hún brosti innilega. Fas hennar hefði ekki getaö verið þokkafyllra eða vingjarnlegra. Það var auð- fundið að hana langaði til að hitta frú Dawson, að hún hlakkaði reglulega til þess. Og þó — um leið og húsdyrnar höfðu lokast á hæla herra Dawsons — rétt eins og hún heföi berðið eftir stikkorði — ger- breyttist svipurinn á Lindy. Hún settist aftur, færði sig nær Rósamundu og sagði lágri og ákafri röddu. — Mikið er þetta sorglegt. En hvað ég vorkenni veslings manninum. Hefur þetta alltaf verið svona? — Hvernig? spurði Rósa- munda hissa. — Ertu að tala um Dawsonhjónin? Hún var al- veg ringluð yfir þessum ræðum sem stungu svo i stúf við hin hjartanlegu kveðjuorö Lindýar fyrir nokkrum sekúndum. — Auðvitað á ég við Dawsonhjónin. Eða öllu heldur frúDawson. Hún hlýtur að vera regluleg fordæða. Þekkirðu hana? — Já, auðvitað þekki ég hana, sagði Rósamunda festulega. — Og það er nú öðru nær en að hun sé það. Hún.... — Hún hlýtur að vera það! Sástu ekki hvað hann var hrædd- ur? Um leið og hann heyrði að hún var komin heim — hann hlýt- ur að hafa verið eins og festur upp á þráð þvi að ég heyrði ekki neitt — um leið og hann heyrði til henn- ar, þaut hann upp únstólnum eins og stunginn. Tókstu ekki eftir þvi? — En þannig er þetta alls ekki — þú hefur misskilið það, and- mælti Rósamunda. — Þeim þykir mjög vænt um hvort annað. Hann kom hingað vegna þess að hann hafði ekkert sérstakt fyrir stafni meðan hún var að kaupa inn og svo fór hann heim þegar hún kom til baka. Það var allt og sumt. Auk þess býst ég við að honum hafi leikið forvitni á að vita hvað hún hafði keypt i matinn. Hann eldar oftast nær matinn, eftir að hann komst á eftirlaun. — Já, það finnst mér lika hræðilegt, hélt Lindy áfram. — Þegar karlmaður hefur stritað og þrælað alla sina ævi, hefði mátt ætla að hann ætti skilið að fá að setjast i helgan stein ifriðiogró. En þessar konur sem notfæra sér það að eiginmaðurinn hættir að vinna og gera þá að heimilisþræl- um... — Það gerir hún alls ekki. Þvi fer svo fjarri. Honum þykir ákaf- lega gaman að elda mat — það er tómstundagaman hans. Hann er alltaf á hnotskóg eftir sérstæðum Lausn á síðustú . . ■ * V. • * * krossgátu I = Þ, 2 = R, 3 = 0, 4 = S, 5 = T, 6 = U, 7 = B, 8 = 0, 9 = N, 10 = A, II = E, 12 = 1, 13 = M, 14 = L, 15 = 0, 16 = K, 17 = Ý, 18 = Ó, 19 = P, 20 = V, 21 = É, 22 = Ð, 23 = J, 24 = A, 25 = H, 26 = 1, 27 = F, 28 = D, 29 = Y, 30 = G, 31 = Æ. Brúðkaup 1.9 voru gefin saman i hjóna- band i Dómkirkjunni af sira Jóni Auðuns Anna Harðardóttir og Kjartan Ólafur Nilsen. Heimiii þeirra verður að Hofsvallagötu 32. (Studio Guðmundar) CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ © uppskriftum og hann er feikilega hreykinn þegar honum heppnast vel. Hún er þaö lika — hún er mjög stolt af leikni hans. Og mér finnst það reglulega indælt af henni að ýta undir hann. Margar konur myndu amast við eigin- manninum i eldhúsinu. — Þaðefa ég ekki. En gallinn á þér er sá, að þú litur á allt frá sjónarmiði konunnar, Rosie, sagði Lindy með óþolandi umburðarlyndi. — Eða öllu held- ur sjónarmiði giftu konunnar. En stundum held ég, að viö einhleypu konurnar skiljum tilfinningar karlmanna miklu betur. Við erum ekki blindaðar af eigin hagsmun- um. Flestar eiginkonur vilja að eiginmaður hafi þær tilfinningar sem hún hefur valið handa hon- um, hún vill meira að segja lika að allir aðrir eiginmenn hafi þær. Það gerir hana örugga. Þú sérö sjálf hvað þú ert áköf i að sannfæra mig um það, að Dawson vilji ekkert frekar en elda matinn heima hjá sér, og það sé vegna þess að hann tilbiðji konuna sina, aö hann sprettur upp eins og skaðbrenndur köttur þegar hann heyrir hana koma heim. Eöa þá hvað hún gengur hljóölega um — tókstu ekki eftir þvi? Hún var svo sem ekki að skella hurðum eða neitt slikt. Rétt eins og hún ætlaði sér að koma honum að óvörum viö eitt eða annað.. Já, þú veröur að afsaka, Rosie, þú ert bersýni- Þann 23.6 voru gefin saman i hjónaband i Frikirkjunni af sira Þorsteini Björnssyni Sigrún Sigurðardóttir og Terry Nilsen. Heimili þeirra er að Mariubakka 29. (Studio Guðmundar) lega vinkona hennar — og það er ljótt af mer að sitja hér og tala svona um hana. Við skulum tala um eitthvað annað. Hún brosti elskulega til Rósa- mundu. — Hvað á ég að gera við garðinn minn? Hvaö ráöleggurðu mér? Mig langar til að lifga hressilega upp á hann fyrir næsta sumar. Finnst þér ég ætti að gróðursetja túlipanalauk? — Já, sagði Rósamunda gremjulega og án þess að breyt- ingin á umræðuefninu hefði biiðkað hana. — Kynstrin öll af túlipönum. Þú getur ekki valið neitt betra. Lindy undraðist ofsa hennar og leit snöggt á hana. Hún vissi að sjálfsögðu ekki, að Geoffrey og Rósamunda höföu andstyggð á túlipönum. Geoffrey hafði alltaf sagt að þeir væru leiðinlegir, ljót- ir. stirðlegir, óeðlilegir, rétt eins og þeir væru úr plasti. Og þau höfðu verið innilega sammála um, að það væri aðeins stirðlegt og leiðinlegt fólk sem hefði túlipana i garðinum hjá sér, fólk sem hefði hjartaö ekki á réttum stað. — Túlipanar eru frábær hugmynd, endurtók Rósamunda. — Mér finnst þú ættir að gróður- setja breiður af túlipönum — i hvert einasta beð — i allan garð- inn. 5 — Hefurðu séð kvislina, Rósa- munda? spurði Geoffrey laugar- dag einn i ágústlok. — Ég var að hugsa um að hjálpa Lindy við að grafa. Rósamunda svaraði ekki alveg strax. Húnvar aðhugsa. Ekki um kvislina, þvi að hún vissi vel að hún stóð á vanastaðnum i áhalda- geymslunni. Og þaö vissi Geoffrey lika — hann var ekki að spyrja til að fá upplýsingar, flaug henni i hug, heldur miklu fremur til að fá stuðning, þvi að Rósa- munda átti að fullvissa hann um að hún hefði ekkert á móli þvi að hann væri svona mikiö hjá Lindy um helgar. Og ef Rósamunda segði honum núna hvar kvislin væri, var eins og hún fengi um leið hlutdeild i garðyrkju- áætlunum Lindyar, þannig að þau væru þrjú um þaö og ekki aðeins hann og Lindy. — Hún er i áhaldaskúrnum, sagði Rósamunda sem gat lesiö hugsanir hans i smáatriðum. — Ég skal sækja hana. Þegar hún hélt á henni yfir þreytulegt, guln- andi ágústgrasið, velti hún fyrir sér, hvort hún ætti að vera snortin eða'sár yfir feginssvipnum á hon- um. Það var fallegt af honum að vilja vera viss um að henni fynd- ist hún ekki utanveltu, að hún væri ekki afbrýðisöm, en vist var það særandi að honum skyldi yfirleitt koma til hugar að hún gæti brugðist þannig við. Rétt eins og mér dytti það i hug! Rósamunda rétti honum kvislina með bros á vör og skyggndist svo inn i þennan afkima sálar sinnar, sem aldrei fékk aö ræða en gat nú hæglega orðiö vettvangur beiskju þegar hún sá manninn sinn búast til að beita sinum sterku, sólbrenndu örmum i þágu annarar konu. Hún — Rósamunda — afbrýði- söm? Hún myndi aldrei leggjast svo lágt að hýsa slikar tilfinning- ar, hvað þá sýna þær. Hún sneri sér brosandi að verki sinu, sem var að binda upp ofvaxna blómastilka og skera kantana á grasflötinni. Hún fann að sumarið var að syngja sitt siðasta, grasið var hátt og slyttislegt, vaxtartiminn með vökvaspennu sinni var á enda. Skuggarnir tengdust meðan hún stritaði og það var kominn haustblær á sólskinið. Það var kraftlitiö og yljaði henni naumast á herðun- um. Úr næsta garði gat húnheyrt kvislina stingast niður i seigan jarðveginn, heyrði rödd Lindýar hefjast og hniga, siðan hlátur og þá rödd Geoffreys. Hún var glað- leg eins og honum þætti gaman. Skyldi rödd hans vera svona glað- leg, þegar hann var heima? Eftir andartak fór hún inn og heyrði hana ekki langur. Geoffrey kom heim klukkan rúmlega sex, útitekinn og rjóður i moldugum stigvélum. Þegar Rósamunda sá glaðlegt adlit hans, flaug henni sem snöggvast i hug, að trúlega þakkaði hann Lindy þessa velliðan sina, sem stafaði i rauninni eingöngu af úti- vist og áreynslu. En hún brosti eins og vera ber, Þriðjudagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7,00 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7,30 8.15 (og forustugr.dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Olga Guörún Arna- dóttir heldur áfram að lesa söguna „Börnin taka til sinna ráða” . eftir dr. Gormander (5). Morgun- leikfimi kl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Ég man þá tiðkl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Tónlist eftir Mendelssohn ki. 10.45. Rena Kyriakoú leikur á pianó Prelúdiu og fúgu i As-dúr op. 35/Orazio Frugoni, Eduard Mrazek og Pro Musica hljómsveitin leika Konsert i E-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar viö hlustendur. 14.30 Jafnrétti — misrétti.VII. þáttur. Umsjón: Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðrún H. Agnarsdóttir og Stefán Már Halldórsson. 15.00 Miðdegistónleikar: Frönsk tónlist, Hljómsveit tónlistarskólans f Parrri og Maurice Duruflé leika Sinfóniu nr. 3 i a-moll op. 78 eftir Saint Sáens: George Prétré stj. Aldo Ciccolini 20.00 Fréttir. ^O^S^Veður og auglýsingar. 20.35 Bræðurnir. Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur. Leikstjóri: Ronald Wilson. Aðalhlutverk: Jean Ander- son, Julia Goodman, Glyn Owen, Richard Easton, Robin Chadwick og Jennifer Wiison. 1. þáttur. Endir upphafsins.Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin hefst við jarðarför Roberts Hammond, sem á langri og starfsamri ævi hefur byggt upp stórt flutningafyrirtæki. Að athöfninni lokinni biður lögfræöingur fjölskyldunnar ekkjuna og synina þrjá að hlýða á lestur erföaskrár- innar, og þangað er einnig Leikfangaland Vcltusundi l.Sími 18722. pianóleikari og hljómsveit leika Sinfónisk tilbrigði eftir César Franck: André Cluytens stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Tónlistartimi barnanna, Egill Friðleifsson söng- kennari sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla I frönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Úr tónlistarlifinu Umsjónarmaður: Þorsteinn Hannesson. 19.40 Kona I starfi. Sigriður Asgeirsdóttir lögfræðingur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.10 Landsleikur i hand- knattleik. Island-Sviþjóð. Jón Asgeirsson lýsir i Laugardalshöll. 21.45 Pianóleikur. Július Katchen leikur lög eftir Mendelssohn, Debussy og de Falla. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les (7). 22.35 llarmónikulög. Trió Egils Hauges leikur. 23.00 A hljóðbergi. Enska þjóðkvæðið um Hróa hött. — Anthony Quayle les og syngur: Desmond Dupré ieikur undir á lútu. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. boöuð Jennifer Hammond, einkaritari hins látna. 21.25 lleimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.00 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýöandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 22.05 Iieimsböl. Mynd frá Sameinuðu þjóöunum um hið sivaxandi vandamál, sem stafar af neyslu eitur- lyfja. Þessi mynd er sú fyrsta af þremur samstæð- um myndum um þetta efni, og er i henni fjallað um ópiumræktun i Asiulöndum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum. Auglýsingasíminn er 17500 E WÐVIUINN trci O t=! O

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.