Þjóðviljinn - 22.11.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Guðrún A. Símonar með þeim Gunnari M. Magnúss, t.h., og Geir S. Björnssyni bókaútgefanda, t.v., a
blaðamannafundi i gær. (Ljósm. S.dór)
Ævisaga Guðrúnar Á. Símonar kemur út í dag:
„Nú lendi ég í samkeppni
við jómfrú Ragnheiði”
— sagði Guðrún á blaðamannafundi í gær
Virðingavert
framtak
Bæjarfógetinn á ísafirði
sýndi virðingarvert fram-
tak í vikunni, er hann gerði
könnun á veiðarfærum
tveggja af þrem breskum
togurum semtil isafjarðar
hafa komið þessa vikuna.
Við athugun og
uppmælingu á vörpum
þessara togara kom i Ijós
að þær voru löglegar. -úþ
Hjartavernd:
Rannsaka
nú yngra
fólkið
Það kom fram i viðtali við for-
ráðamenn Hjartaverndar i gær,
að nú er hafin á Reykjavfkur-
svæðinu rannsókn á ungu ftírlki á
aldrinum 19-33 ára, samtals um
2.900manns. 1 ljós hefur komið að
ýmsir áhættuþættir eru þegar
orðnir áberandi hjá yngstu
aldurshópum hóprannsóknar-
innar og þessvegna er nú verið að
reyna að finna út á hvaða aldur-
skeiði breytingar veröa, t.d. á
blóðfitu og likamsþyngd.
Undanfarið ár hcfur á Rann-
sóknarstöð Hjartaverndar verið
unnið að rannsókn á fólki á Suður-
landi (Árnes- og Rangárvalla-
sýslum) og hefur mæting verið
mjög góð, þó að um talsverðar
vegalengdir sé að ræða. Þannig
hafa komið yfir 80% kvenna úr
Árnessýslu, en nokkru færri
karlar. Rannsókn er lokið i
Arnessýslu og er um það bil að
ljúka i Rangárvallasýslu.
1 gær komu til umræðu á alþingi
frumvörp Bjarna Guðnasonar um
að setja i lög um rikisbankana
hvern um sig setningu á þessa
leið: „Allar meiriháttar fram-
kvæmdir á vegum bankans eru
háðar sérstöku samþykki beggja
ráðherra og bankaráðs.”
Bjarni Guðnason gat þess, að
þessi frumvörp væru flutt i fram-
haldi af fyrri umræðum um
byggingamál Seðlabankans, en
fram hefði komið sú yfirlýsing
dó m s m á 1 a r á ðher r a Ölafs
Jóhannessonar á alþingi fyrir
nokkrum vikum, að samkvæmt
núgildandi lögum hefði sá ráð-
herra sem fer með bankamál
ekki haft vald til að stöðva fyrir-
hugaða stórbyggingu Seðla-
bankans við Arnarhól. Bjarni
sagðist telja það grundvallarat-
riðið að hér yrðu tekin af öll tvi-
mæli og ráðherra fært valdið með
lagabreytingu, svo ekki væri um
að villast.
Ráðherra aldrei spurður
segir Ingólfur
Ingólfur Jónsson kvaðst telja
eðlilegt, að hin þingkjörnu
bankaráð réðu sem mestu um
framkvæmdamál bankanna.
Sagðist telja það rétt hjá forsætis-
ráðherra, að ráðherra hefði ekki
haft vald til að stöðva Seðla-
bankabygginguna, aidrei hafi
verið leitaö til ráðherra um
margvislegar byggingarfram-
framkvæmdir rikisbankanna, og
vitnaði Ingólfur máii sinu til
sönnur i fjölmargar byggingar
rikisbankanna á undanförnum
árum, sém ekki hefðu komið til
kasta viðkomandi ráðherra, að
leyfa eða banna. Ingólfur kvaðst
hins vegar sammála þvi, að
Seðlabankinn hefði ekki átt að
ráðast i stórbvggingu á slikum
_ — Ég hef nú oft lent I
samkeppni, en að ég ætti eftir að
lenda i samkeppni viö jómfrú
Ragnheiði Brynjólfsdóttur átti
ég aldrei von á, né heldur að ég
myndi lenda i samkeppni við
framliðið fólk yfirleitt en það
viröist nú samt ætla aö verða
þenslutimum sem nú riktu. og
rikisstjórnin i heild hefði átt að
geta stöðvað þetta með áhrifa-
valdi sinu.
raunin á, sagði Guðrún A.
Simonar söngkona f gær þegar
ævisaga hennar „Eins og ég er
klædd”, skráð af Gunnari M.
Magnúss rithöfundi, var kynnt
blaðamönnum.
— Guðrún er mjög opinská og
hreinskilin i þessari ævisögu
Hvort æskileg eða
óæskileg segi ég ekki
Gylfi Þ. Gislasonsagði, að ekki
sinni og ég á von á að hún falli
fólki i geð, sagði skrásetjarinn
Gunnar M. Magnúss, og ég get
sagt , að Guðrún kemur
sannarlega til dyranna eins og
hún er klædd i þessari bók.
— Eg hef reynt að draga
Framhald á 14. siðu
væru allir lögfræðingar sammála
Ólafi Jóhannessyni um að ráð-
herra hefði ekki stöðvunarvald
Framhald á 14. siðu
Flugvél frá
hernáms-
liðinu
nauðlennti
Um kl. 14 i gærdag nauðlenti
flugvél frá hernámsliðinu á
Kefla vikurflugvelli á Mýrdals-
sandi um það bil 5 milur frá Vik i
Mýrdal. Vélin var á leið frá
stöðvum hernámsliðsins á Horna-
firði til Keflavikurflugvallar. Var
þetta flutningavél af Douglas
gerð.
Vélin missti orku af hreyflúm
og sendi út neyðarkall. Var allt
sett i gang: flugbjörgunarsveitin
og slysavarnarfélagið fóru að
undirbúa leit. Eins sendi her-
námsliðið út flugvélar til leitar og
ein slik fann vélina á sandinum.
Skömmu siðar kom þyrla frá
hernámsliðinu og sótti áhöfn og
farþega, 7 manns, sem voru heilir
áhúfi. -S.dór
Ráðstefna
um
byggingar að
vetrarlagi
Um næstu helgi verður efnt til
ráðstefnu um byggingar að
vetrarlagi. Verður ráðstefnan
haldin á Akureyri. Húsnæðis-
málastóínun rikisins, Iðn-
þróunarstofnunin og Rannsóknar
stofnun byggingariðnaðarins
halda ráðstefnuna i samvinnu við
Byggingameistarafélag
Akureyrar.
Um árabil hefur það verið
mikið vandamál hversu tryggja
mætti heilsársvinnu við
byggingarframkvæmdir i
landinu. Er ráðstefnan haldin til
þess að leita hugsanlegra úr-
lausna á þessum vanda. Verður
fjallað um vetrarveðrið, vetrar-
undirbúning og timaáætlanir,
verndun starfsfólks, akbraut á
vinnustað, vatn og vatnsleiðslur,
lýsingu á vinnustað, vetrarsteypu
og fleira.
Ráðstefna þessi er öllum opin
og er áhugamönnum bent á að
hafa samband við Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins i
Reykjavík eða Ingólf Jónsson
Akureyri.
Pólitísk embættis
veiting eða hvað?
llr. menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson.
Nú i haust skyldu veittar tvær
lektorsstöður i heimspeki við
heimspekideild Háskóla
Islands. Um þá, er fyrr skyldi
skipað i, sóttu fimm menn.
Dómnefnd fjallaði um hæfni
þeirra til starfsins og taldi tvo
hæfasta, þá Pál Skúlason, er
einhvern næstu daga ver
doktorsritgerð við háskóla
erlendis, og Þorstein Gylfason,
sem lokið hefur B.A. prófi i
sömu grein.
Heimspekideild mælti með
Páli Skúlasyni i stöðuna.
Umsækjendur um siðari
lektorsstöðuna voru allir hinir
sömu, að einum viðbættum, —
dr. Jóhanni Páli Árnasyni.
Engin dómnefnd fjallaði um
hæfni hans, en ætla verður, að
hann,sem lokið hefur doktors-
prófi frá tveim erlendum
háskólum, hljóti aö vera vel
hæfur til starfsins.
Nú brá svo við, er skipað var i
fyrri stöðuna, að gengið var i
berhögg viö vilja heimspeki-
deildar, og Þorsteini Gylfasyni
veitt staðan. Var þar freklega
gengið fram hjá Páli Skúlasyni,
sem kennt hefur heimspeki við
deildina frá þvi kennsla hófst i
þeirri grein til B.A. prófs, og
öðrum fremur grundvallað
námið þar.
Slikt ófremdarástand varð á
heimspekikennslunni, að meö
skipan Þorsteins i lektors-
stöðuna lagðist hún að verulegu
leyti niður, þar sem Páll Skúla-
son lagði niður sina kennslu,
enda var hann ekki einu sinni
lausráðinn til kennslustarfa við
Háskólann.
Til að ráða bót á öngþveiti þvi,
er skapaðist við stöðuveitingu
þessa, sá heimspekideild sér
ekki annað fært en æskja þess,
að Páll Skúlason yrði skipaður i
siðari lektorsstöðuna, sem nú
hefur verið gert. Var þar með
búið að útiloka dr. Jóhann Pál
Árnason frá embætti, án þess aö
hæfni hans — eins umsækjenda
— hefði verið metin.
Rétt er að geta þess, að náms-
braut i þjóðfélagsfræðum hafði
mælt með Þorsteini Gylfasyni i
lektorsstöðu i stjórnmálalegri
heimspeki, sem hann hafði
einnig sótt um.
Stjórn Félags stúdenta i
heimspekideild vitir harðlega
þau vinnubrögð, sem hér hafa
átt sér stað, og krefst svara við
eftirgreindum spurningum:
1. Ilvcr var ástæða þess, að
menntamálaráöherra gekk I
berhögg við vilja tveggja
háskóladeilda meö
áðurgreindum embættis-
vcitinum með þvi að:
a) vcita Páli Skúlasyni ekki
þá stöðu, scm hann liafði hlotið
meðmælí i, þ.e. lektorsstöðu I i
heimspeki?
b) Vcita Þorsteini Gylfasyni
ekki þá stöðu, er mælt hafði
verið með honum i, þ.e. lektors-
stiiðu i stjórnmálalegri heiin-
speki við námsbraut i þjóð-
félagsfræðuni?
2) IIvi var dr. Jóhann Páll
Arnason ekki látinn sitja við
sama borð og aðrir umsækj-
cndur og dómnefnd látin fjalla
um hæfni hans til starfs þess, er
hann sótti um?
Fáist ekki svör við
spurningum þessum, litur
stjórn Félags stúdenta i heim-
spekideild svo á, að hér sé
óhreint mjöl i pokahorni
menntamálaráðherra, sem
hannvill ekki birta almenningi.
Við itrekum þvi, að bréfi þessu
verði sinnt og spurningum þess
svarað.
Reykjavik 20. nóvember 1973
Virðingarfyllst
1 stjórn F.S.H.
Erlingur Sigurðarson
Sverrir Páll Erlendsson
Guðrún Asa Grimsdóttir
Jón Þór Jóhannsson
Askell örn Kárason
Opið bréf til menntamálaráðherra frá Félagi
stúdenta í heimspekideild við Háskóla Islands
Bankar hafa aldrei leitað
til ráðherra
Verða ráðherra nú veitt aukin völd
varðandi framkvæmdir bankanna?