Þjóðviljinn - 22.11.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1973. Tekjutrygging aldraðra til umræðu á alþingi: Tekjur hækkuðu inii 188% Framfærslukostnaður 35,5% i fyrradag svaraði Magnús Kjartansson ráöherra fyrirspurn frá Ragnhildi Helgadóttur um hvaö liði endurskoðun iaga um al- mannatryggingar. i svari ráð- hcrrans kom fram, aö innan skamms eru væntanlcgar frá Ferða- manna- straumur vex nú hægar Björn Jónsson samgöngu- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um skipulag ferðamála i efri deild alþingis i gær. Hér er á ferðinni sama frumvarp og lagt var fyrir þingið i fyrra en var ekki afgreitt. 1 ræðu Björns kom m.a. fram að aukning erlendra ferðamanna, sem til tslands koma, verður hægari i ár en að undanförnu. Gert er ráö fyrir að hingaö komi i ár 72.000 feröamenn — sem er 6 — 7% aukning frá fyrra ári. 1972 komu hingað 68.000 ferðamenn og var þáö þá 12% aukning frá árinu á undan. A siðustu árum hefur ferðamanna- straumurinn vaxið um 15%> á ári að jafnaði. Ráðherrann sagði, að bætt þjónusta við feröamenn og aukin umhverfisvernd þyrftu aö haldast i hendur. Arið 1972 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 7,9% af heildarútflutningsverðmæti þjóðarinnar, en 9,3% árið 1971. Ilelgi Scljun alþingismaður tók til máls við umræðuna og segjum við frá ræðu hans siðar. nefnd, sem vinnur að endurskoö- un tryggingakerfisins, tillögur um breytingar á ákvæöinu um tekjutryggingu á þann veg, að láta aörar tekjur bótaþega ekki dragast að fullu frá þeirri uppbót, sem tekjutryggingarákvæðið ger- ir ráð fyrir. Sagðist ráðherrann tclja, að sllk breyting væri rétt- lætanleg. Káðherrann minnti á, að fyrir stjórnarskiptin 1971 áttu gamal- menni og öryrkjar ekki rétt á hærri upphæð en kr. 4900, — á mánuöi, en nú er sú tala kr. 14.120, — sé ekki um aðrar tekjur 1971 og afgreitt sem lög fyrir lok þess árs. Meginatriði þess frum- varps var veruleg hækkun tekju- tryggingarmarks úr kr. 84 þúsund á ári i kr. 120 þús. á ári. Felld voru niður persónugjöld til trygg- inganna og framlög sveitarfélaga aö mestu. Auk þess var um að ræöa ýmis ákvæði, sem lutu að þvi að gera karla og konur jöfn fyrir lögunum. Siðara frumvarpið var lagt fyr- ir Alþingi haustið 1972, en i þvi frumvarpi var skipulag sjúkra- samlaga og tryggingaumboða að- alatriðiö. hnigið i þá átt, að láta aðrar tekj- ur bótaþega ekki dragast að fullu frá þeirri uppbót, sem tekju- tryggingarákvæöið gerir ráö fyrir og tillögur þar að lútandi eru væntanlegar innan skamms. Ég get fallist á að þessi breyt- ing sé réttlætanleg, þar sem tekjutryggingarmarkiö er enn ekki nægjanlega hátt til þess að tryggja viðunanleg lifskjör, en ég tel að samhliða þessari breytingu væri eðlilegt að skeröa ellilif- eyrisgreiðslur til þeirra, sem hafa miklar tekjur auk lifeyris al- mannatrygginga. þingsjá þjóðviljans að ræða. Þannig hcfur fram- færslueyrir þeirra, sem verst eru settir hækkað um 188%, en á sama tímabili hefur visitala framfærslukostnaðar hækkað um 35,5%. Magnús sagöi: Nýjar tillögur á næsta leiti Tryggingalöggjöf okkar er á þvi stigi, að eðlilegt er að umbæt- ur á henni séu viðfangsefni, sem að staðaldri þarf að sinna um all- langan tima, og i samræmi við það hefur verið starfað að undan- förnu. Nefnd sú, sem skipuð var til þess að endurskoða trygginga- kerfið sumarið 1971, hefur lagt á- herslu á að koma vissum umbót- um fljótt fram, jafnhliða þvi sem unnið er að verkefnum, sem lengri tima tekur að leysa. Nefndin hefur þegar samið tvö frumvörp um breytingar á tryggingalögum, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi. Hið fyrra var lagt fram haustið RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. Framhalds- aðalfundur Verslunarbanka Islands h/f verður haldinn í Kristalssal Hótels Loftleiöa, laugardaginn 1. desember 1973, og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Kosning bankaráðs. 2. Kosning endurskoðenda. 3. Tekin ákvörðun um þóknun til banka- ráðs og endurskoðenda fyrir næsta kiör- timabil. Aögöngumiðar og atkvæðaseölar til fundarins verða af- hentir I afgreiöslu bankans, Bankastræti 5, miövikudaginn 28. nóvember, fimmtudaginn 29. nóvember og föstudaginn 30. nóvember kl. 9,30-12,30 og kl. 13,30-16. 1 bankaráöi Verslunarbanka tslands hf. Þ. Guðmundsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Sveinn Björnsson. Nefndin hefur nú i haust m.a. fjallað um skipulag og greiöslu tannlæknaþjónustu, einkum fyrir börn og unglinga, breytingar á fjölskyldubótum og tekjutrygg- ingargreiðslum. Ennfremur er nefndin að láta gera athugun á leiöum til þess að gera alla lands menn að þátttakendum i lifeyris- sjóðum. Nefndin mun bráðlega skila til- lögum um þær lagabreytingar, sem hún telur eðlilegt að lagðar verði fyrir þing, nú i haust. Lægstu tekjur komi ekki til frádráttar Umræður nefndarinnar um tekjutryggingarákvæði hafa Þessi breyting tekjutrygg- ingarákvæða mundi hafa i för með sér rýmkuð kjör fyrir þá, sem eiga lifeyrisréttindi er nema lágri upphæð i sérsjóðum og þá sem geta haft tiltölulega lágar tekjur af eigin vinnu. Ég tel þó enn sem fyrr brýnast að koma til hjálpar þeim, sem ekki eiga neinn annan rétt en rétt almannatrygg- inga og ekki geta aflað tekna með vinnu. Kjör þessa fólks, sem ekki hafði annað en tryggingabætur sér til lifsviðurværis voru til mikillar vansæmdar fyrir þjóðfélagið þeg ar stjórnarskiptin urðu i landinu 1971. Þá áttu gamalmenni og ör- yrkjar ekki rétt á hærri upphæð Magnús Kjartansson en kr. 4900,- á mánuði. A þessu hefur nú orðið veruleg breyting til batnaðar, þannig að þeir sem ekki hafa aðrar tekjur eiga nú rétt á kr. 14.120.00 á mánuði. Framfærslueyrir þessa fólks hef- ur þannig hækkað um 188%, en á sama timabili hefur visitala framfærslukostnaðar hækkað um 35 1/2% Engu að siður eru kjör þessa fólks ekki viðunanleg fremur en kjör annarra láglaunahópa þjóð- félagsins. Verkefnið framundan er þvi að bæta hag þessara hópa og tryggja þannig meiri jöfnuð i þjóðfélaginu en nú rikir. Magnús Kjartansson um samskipti Hitaveitu Reykjavíkur við Hafnarfjörð og Kópavog: Fæstir geta gert slík- ar kröfur fyrirfram Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðhcrra, svaraði á alþingi i fyrradag fyrirspurn frá Stefáni Gunnlaugssyni um hver væri af- staða rikisstjórnarinnar til óska Hitaveitu Reykjavíkur um gjald- skrárhækkanir, en það kom fram i máli Stefáns, að Hitaveita Revkjavikur hefur áskilið sér á- kveðinn fyrirvara um 7% árlegan rekstrararð hjá fyrirtækinu, ef ekki á að draga úr framkvæmda- hraða við lagningar hitaveitu á vegum llitaveitu Reykjavikur i Hafnarfjörö, Kópavog og senni- lega einnig i Garöahrepp. Vilja hækkun og meiri hækkun Magnús Kjartansson sagði, að samkvæmt þeim samningum, sem Hitaveita Reykjavikur hefði gert ráð fyrir, aö lögn dreifikerfis i Kópavogi færi fram áárunum 1973-1976 og lögn aðfærsluæðar og dreifkerfis i Hafnarfirði á árun- um 1974-1978. Þetta væri þó af hálfu Hitaveitu Reykjavikur háð þvi skilyrði um arðsemi i rekstri Hitaveitu Reykjavikur, sem áður var nefnt. Magnús rakti siðan tilmæli Hitaveitu Reykjavikur um gjald- skrárhækkanir og afgreiðslu á þeim. 6. des. 1972 var farið fram á 13% hækkun, en 28. sama mánað- ar var sú beiðni hækkuð i 17,9%, og 28.2. 1973 er hækkunarbeiðnin komin i 29,6% Þann 12. mars 1973 var Hita- veitu Reykjavikur veitt heimild til 20% gjaldskrárhækkunar. Var þá að sjálfsögðu reiknað með að sú afgreiðsla entist árið út, en 22.8. 1973 var enn farið fram á 12% hækkun, sem ekki hefur ver- ið samþykkt. Siöan ræddi Magnús um fyrir- varann varðandi framkvæmda- hraða, sem Hitaveita Reykjavik- ur hefur sett i samningana við Hafnarfjörð og Kópavog og sagði: Hér er þó að sjálfsögðu um að ræða einhliða fyrirvara frá Hita- veitu Reykjavikur, og skuldbind- ur sá fyrirvari hvorki Alþingi né rikisstjórn né nokkra aðra aðila. Þótt Hitaveita Reykjavikur hafi á sinum tima fengið lán hjá Al- þjóðabankanum til tiltekinna verkefna meö skuldbindingum um 7% arðgjöf, merkir það auð- vitað engan veginn að ekki sé unnt að ráðast i aðrar fram- kvæmdir á öðrum forsendum, þar á meðal lagningu hitaveitu til Kópavogs og Hafnarf jarðar. Fæstir þeir sem ráðast i fjárfest- ingu á Islandi eiga þess nokkurn kost að gera slikar kröfur fyrir- fram, og hafa Hitaveita Reykja- vikur og Landsvirkjun notið mik- illa forréttinda með þvi að geta i sifellu vitnað i skilyrði frá erlend- um banka. Með þessu er ég engan veginn að segja að þessar for- sendur séu rangar, ég er þvert á móti þeirrar skoðunar aö við Is- lendingar eigum enn eftir að læra þau sannindi að mikilvæg fyrir- tæki i félagseign verða að skila lágmarksarði og geta þannig lagt fram af eigin aflafé til aukinna framkvæmda. Mér er engin laun- ung á þvi að ég var fyrir mitt leyti hlynntur þvi að fallist yrði á um- sókn Hitaveitu Reykjavikur frá þvi i haust, en sú skoðun min átti ekki byr innan rikisstjórnarinnar og var umsókninni að lokum hafnað með bréfi 8. þ.m. A þeirri afgreiðslu ber ég auðvitað ábyrgð ásamt samráðherrum minum. Vísitöluf jölskyldan til Hafnarfjaröar Astæðan fyrir þessari neitun er . sú ein, að rikisstjórnin er i sifellu að reyna að hamla gegn hinni öru verðbólguþróun á tslandi. Við höfum ekki áhuga á þvi að hækka hitunarkostnað allra Reykvik- inga tvisvar á ári? við höfum ekki heldur áhuga á þvi að slik hækkun spenni upp visitöluna og þar með tilkostnað atvinnuveganna. Og þar komum við að staðreynd sem vert er að menn muni eftir. Visi- tölufjölskyldan á heima i Reykja- vik. Hækkun á raforku og heitu vatni i Reykjavik hefur áhrif á visitöluna; hitt kemur visitölunni ekkert við þótt almenningur i Hafnarfirði og raunar hvarvetna um land, þar sem olia er notuð, verði að greiða tvöfalt meira fyrir húshitun en þeirsem i höfuðborg- inni búa. Hér er um að ræða eina afleiðinguna af þvi furðulega visi- tölukerfi sem við búum við. Nú er rætt um það i fullri alvöru að breyta þvi kerfi eitthvað i skyn- samlegra horf, og vil ég i þvi sambandi bera fram þá tillögu að visitölufjölskyldán fái sér nýja i- búð og setjist t.d. að i Hafnarfirði. Þá mundu ýms gjaldskrármál snúa öðruvisi við en þau gera nú. Ráðherrann lauk máli sinu með þvi að taka fram, að hann teldi að breytingar á oliuverði nú gæfu til- efni til að taka gjaldskrármál hitaveitunnar til endurskoðunar á ný-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.