Þjóðviljinn - 22.11.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.11.1973, Blaðsíða 16
DJQÐVIUINN Fimmtudagur 22. nóvember 1973. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefr”'- r simsvara Læknafélags Reykja vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturþjón- usta lyfjabúða i Reykjavik vik- una 16.-22. nóvember verður i Vesturbæjarapóteki og Háleitis- apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. GRIKKLAND: Samtök stúdenta upp Melina Mercouri lýsir ábyrgð á ástandinu á hendur USA Aþenu 21/11 — Gríska stjórnin setti’í gærkvöld þrjá stjórnmálamenn sem andvígir eru henni í stofu- fangelsi. Eru það Kanello- poulos/ fyrrum forsætis- ráðherra, Mavros, leiðtogi frjálslynda flokksins/ og Zigdis, fyrrum ráðherra. I dag leysti hún svo upp 29 samtök stúdenta og gerði eigur þeirra upptækar. Að sögn yfirvalda eru fórnar- lömb árásar hersins á Tæknihá- skólann á föstudag nú oröin 11 eftir að ungur verkamaöur lést af sárum sem hann hlaut i óeiröun- um. Aðrir segja að amk. 12 hafi látist. Allir háskólar i Aþenu verða lokaðir til 10. desember og segja kunnugir að það sé gert til að koma i veg fyrir fundahöld stúd- enta. Skriðdrekar og hermenn gráir fyrir járnum voru enn i dag, fimmta daginn i röð, á verði á mikilvægum stöðum i borginni. Herlögin sem gengu i gildi á föstudaginn fela i sér að ýmsar greinar stjórnarskrárinnar sem Verkfall Paris 21/11. — Tvö stærstu verka- lýðssamtök Frakklands, GGT sem lýtur stjórn kommúnista og CFDTtboðuöu i dag allsherjar- verkfall frá og með 6. desember. Verkfallið, ef af verður,mun lama atvinnulifið um allt land. tryggja eiga borgararéttindi og prentfrelsi eru teknar úr sam- bandi. útgöngubanni hefur verið aflýst á landsbyggðinni en i Aþenu er enn útigöngubann á timanum milli kl. 22 og 5. Melina Mercouri ásakar USA Griska lejkkonan Melina Mer- couri sem veriö hefur i útlegð um áraraðir lýsti i dag ábyrgð á hendur Bandarikjastjórn fyrir blóðsúthellingarnar i fyrri viku. Segir hún i skeyti til Kissingers að Bandarikjamenn hafi lagt grund- völlinn að einræðinu i Grikklandi. — Þér skulið fá að gjalda fyrir blóðsúthellingarnar i Aþenu sem kostað hafa 400 manns lifið. Þér eruð fjandmenn grisku þjóðar- innar. Einræðið i Grikklandi ber vörumerkið Made in USA, segir i skeytinu. OLÍUMÁLIN: Menn farnir að mýkjast í afstöðunni til Arabaríkjanna Kaupmannahöfn, — Tókió, Washington og víðar 21/11 — I dag voru mikil fundahöld í Evrópu vegna olíu- kreppunnar sem herjar á Evrópu vegna sölu- banns Arabaríkjanna. Fátt var látið uppskátt eftir fundina en þó virð- ast þeir flestir hafa snú- ist um að marka sam- eiginlega stefnu Evrópulanda í málun- um. Utanrikisráðherrar EBE- rikjanna héldu fund i Kaupmannahöfn en vildu ekk- ert segjaumhann að honum loknum. Þó kvisaðist út að þeir hefðu komið sér niður á sameiginlega stefnu sem lögð verður fyrir viðkomandi stjórnir. 1 Paris þingaði oliunefnd OECD en engar ákvarðanir um aðgerðir voru teknar þar. Þá var fundur i þingamanna- nefnd EBE-rikjanna á sama stað og skoraði hann á st jórnir landanna að samræma stefnu sina i oliumálum. Japanir lúffa Oliusölubann Arabarikj- anna gagnvart Japan virðist vera að breyta stefnu stjórn- valda þar i landi gagnvart Israel. Eru Japanir á hraðri leið með að verða hinir vin- samlegustu i garð Araba sem stafar af þvi aö 80% af oliunni sem Japanir kaupa kemur frá Arabarikjunum. Þannig setti viðskipta- ráðherra landsins Yasuhiro Nakasone fram beina kröfu þess efnis að Israelar dragi allt sitt herliö frá þeim svæðum sem þeir hernámu i sexdagastriðinu og kvað þá Evrópskir stjórnmálamenn reyna nú eftir megni að dansa linu- dans á milli Araba og israela. Hér eru þeir Brandt kanslari Vestur-Þýskalands og efnahagsmálaráðherra hans komnir í arabiska kufla meö Dayan-lepp fyrir augun og segja: ,,Meira hlutleysis er ekki hægt að krefjast.” engan rétt hafa til að hafa þar her. Utanrikisráðherrann Mosoyoshi Ohiras kvað vænt- anlega á morgun yfirlýsingu frá rikisstjórninni þar sem lýst verði yfir fullum stuðningi við ályktun öryggisráðs Sþ frá árinu 1967 sem kveður á um brottflutning Israelshers frá „hernumdum arabiskum svæðum”. SAS og Nixon Flugfélagið SAS býst við að þurfa að draga úr umferðinni um Kastrup-flugvöll i Kaupmannahöfn um 10% eftir 1. desember vegna oliuskorts. Félagið mun reyna að halda áætlanir sinar um jólin með þvi að spara við sig eldsneyti i fyrri hluta desembermánað- ar. Nixon sem lýs hefur sig algerlega andvigan bensin- skömmtun er nú farinn að lita mildari augum á bann við akstri einkabila á sunnu- döugm. Talsmaður Hvita hússins kvað ekki útilokað að forsetinn kunngeri nú alveg á næstunni bann við sunnudaga- keyrslu bandariskra einka- bila. FUNDUR í TVEIM KJÖRHVERFUM f KVÖLD KL. 20,30 „EKKI FYRR EN DEILAN ER LEYST” Þaö er í kvöld sem Al- þýöubandalagiö í Reykja- vík efnir til fyrri hverva funda Alþýöubandalagsins þar sem f jallað verður um stjórnmálaviðhorfiö i Ijósi siöustu atburöa og nánustu framtiðar og fjallaö um borgarstjórnar- kosníngarnar og undir- búninginn fyrir þær. Tveir fundir verða i kvöld. 1 Ar- bæjar-, Laugarnes- og Langholts- hverfi kl. 20.30 i Lindarbæ. Þar fjallar Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarlulltrúi, um undirbúning borgarstjórakosninganna, og Kjartan Ölafsson ritsjtóri er Jrummælandi um stjórnmálavið- horfið. Umræðustjóri verður Óttar Proppé starfsmaður Alþýðu- bandalagsins, en hann mun fyrir hönd stjórnar Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik einnig gera grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru. A Grettisgötu 3 hefst fundur kl. 20.30 og er hann ætlaður Mið- Sigurjón Adda Bára Svava Kjartan Jón Óttar bæjar- og Melahverfi. Þar veröa þau Sigurjón Pétursson. borgar- ráðsmaður,og Svava Jakopsdóttir alþingismaður frummælendur. Jón Hannesson, menntaskóla- kennari, kemur á fundinn fyrir hönd félagsstjórnarinnar i Rvik. Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik heitir á félaga að mæta vel og stundvislega á fundina. Briissel 20/11. — Að þvi er áreiðanlcgar heimildir I Briissel liermdu i gær eftir fund fulltrúa lslands og EBE munu bandalagslöndin ekki vcra rciöubúin að láta þann liluta viðskiptasam nings tslands og bandalagsins sem varðar fiskafurðir taka gildi. EBE mun ekki veita islenskum fiskafurðum toll- friðindi fyrr en landhelgis- deilan er að fullu leyst. Bendir bandalagið á að enn sé ósamið i deilu Islendinga og Vestur- Þjóðverja um landhelgina. Þá segir i fréttaskeytinu að Belgar eigi i útistöðum við mörlandann en ekki vitum við hér á blaðinu betur en að samið hafi verið við þá um landhelgismálin fyrir rúmu ári. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Árnesingar Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Arnessýslu verður haldinn föstu- daginn 23. nóv. kl. 20.30 i Selfossbiói. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræðir Garðar Sigurðsson alþingis- maður um ástand og horfur i stjórnmálunum. — Stjórnin Akranes Alþýöubandalagiö á Akranesi heldur almennan fund um islenska iðn- þróun og verkmenntun i félagsheimilinu Rein laugardaginn 24. nóv. kl. 2 e.h. Framsögumaður verður Gunnar Guttormsson hagræðingarráðu- nautur. Mætir vel og stundvislega. — Stjórnin ísafjörður: Skýrslutöku lokið Bæjarfógetaembættið á tsafirði hefur lokið skýrslutöku þeirri sem þvi var falið að framkvæma á vestfirskum togaraskipstjórum vegna ummæla þeirra um veru breskra togara að veiöum innan 50 milna markanna á sama tima og landbelgisgæslan kvað upp úr um aðhún vissi ekkert um málið. Við skýrslutökuna kom fram að skipstjórum ber saman um framburð sinn; veiðar Breta innan 24 milna marka að 14 milum frá landi. Sá hængur var á að skipstjórar skráðu ekki hjá sér nöfn og númer skipanna sem þeir stóðu að þessum ólöglegu veiðum svo þeir gátu ekki gefið upp nöfn og númer landhelgisbrjótanna. Bæjarfógetinn á tsafirði hefur sent skýrslu þessa til dómsmála- ráðuneytisins. -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.