Þjóðviljinn - 22.11.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. uóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA II
r—^ P' ki a D r /O " A £7 0 J)[?’®‘éGd[f 1—r T CJ □ J)IF(°)ððB[F Jl-
Júgóslavneska liðið Pancevo gegn Fram í kvöld o
Pancevoer betra en
Zagreb
— segir knattspyrnuþjálfarinn
Míle, sem er félagi í Pancevo
Júgóslavneska hand-
knattleiksliðið Dynamo
Pancevo, sem hér er í boði
Armanns, leikur sinn
fyrsta leik i kvöld og mætir
þá Reykjavíkurmeisturum
Fram. Hinn kunni knatt-
spyrnuþjálfari Breiðabliks
sl. 2 ár Mile er sem kunn-
ugt er Júgóslavi og það
sem meira er, hann er ein-
mitt frá þeirri borg, sem
þetta félag er frá, og er fé-
lagi i Dynamo Pancevo.
Mile ólst upp i Pancevo, en.flutt
þaðan 22 ára gamall og kom til ts-
lands ári siðar. Hér ætlar hann að
dvelja að minnsta kosti næstu
árin. Honum likar vel hérna, og
tsland er orðið honum sem annað
föðurland. Það var þó ekki mein-
ingin aðskrifa langa tölu um Mile
og tsland, heldur stutt spjall við
Mile og liðið Dynamo Pancevo
sem kemur hingað i næstu viku.
— Já, ég þekki alla strákana i
liðinu, segir Mile, ég lék mér með
þeim þegar ég var strákur. Fyrir-
liðinn t.d., hann Kristic, var góð-
ur vinur minn og við vorum sam-
an i skóla. Einu sinni var hann
ekkert betri i handbolta en ég.
Svo hætti ég að nenna að æfa
handbolta og æfði bara fótbolta.
Hann hélt áfram að æfa og er i
landsliðinu. t Jugóslaviu eru allir
efnilegir iþróttamenn þrekleikn-
ir, og eftir þvi er hann mesti i-
þróttamaður i Júgóslaviu.
Ég þekki lika hina strákana, ég
er i félaginu. Besti maðurinn i
liðinu, Pokrajak, er prófessor og
kennir i Belgrad. Allir hinir vinna
heima i Pancevo.
— Dynamo Pancevo er miklu
betra lið heldur en Zegreb, sem
keppti hér i fyrra, enda er Dyna-
mo fyrir ofan Zagreb i 1. d. núna
og var langt fyrir ofan „Ljónin” i
fyrra. Heima i Júgóslaviu eru öll
lið kölluð gælunöfnum. ,,Hvitu
Ljónin” eru Zegreb, og Dynomo
Pancevo er kallað „Kanari-
fuglarnir” af þvi að þeir leika i
gulum búningum. Ég er „kanari-
fúgl".
— Eg var heima i Júgóslaviu i
sumar og sá þá úrslitaleikinn i
bikarkeppninni i handbolta milli
Dynamo Pancevoog Borac Banja
Luka, en það lið er Júgóslaviu-
meistari núna. Dynmo var einu
marki yfir þegar 10 sekúndur
voru eftir og með boltann, en þá
dæmdi dómarinn einhverja vit-
leysu og hinir skoruðu. t fram-
lengingunni var svo jafnt þegar
leiktiminn var búinn, en Borac
Banja Luka átti eftir að taka vita-
kast, sem fór i slá og yfir. t vita-
kastkeppninni vann svo Borac
Banja Luka.
— Ég hugsa að Dynamo
Pancevo vinni islensku liðin, en
þó veit maður aldrei, ég vona að
minnsta kosti að þeir geri það.
Liðið leikur mjög „tekniskan"
handbolta og skorar mikið af
mörkum. Þeir eru ekki mikið
fyrir að leika bara með vöðvun-
um. Fólkið i Júgóslaviu vill sjá
mikið af mörkum og fær það sem
það vill, t.d. spiluðu Partizan
Bjelovar og Borac Bana i sumar
og Barac vann 36:28.
Itratió, einn hinna snjiillu U'iknianiia Dynaino l'ancovo.
Fyrsti stórleikur
íslandsmótsins
fer fram í kvöld
og Valur mætast í
OIsli Blöndal. Á honum mæðir
mikið í kvöld, cf ólafur leikur
ekki með Vals-liðinu.
— þegar FH
Hafnarfirði
Þá er komið að fyrsta stórleik
1. deildarkeppni tslandsmótsins
i handknattleik. t kvöld mætast i
Hafnarfirði FH og Valur, liðin
sem leiða i deildinni eins og er
og hafa hvorugt tapað leik til
þessa. Leikurinn fer fram á
sama tima og leikur Fram og
Dynamo Pancevo i Laugardals-
höllinni, þannig aö handknatt-
leiksunnendur verða að velja á
milli tveggja skemmtilegra
leikja.
Eins og áður segir hafa Valur
og Flt leikið 2 leiki hvort lið. Og
bæði liafa þau mætt Vikingi og
tlt. Þau sigruðu Viking með
Óvíst að Ólafur
leiki með í kvöld
— Það er alveg óvist að ég
geti leikið með i kvöld, en ég
geri það ef ég mögulega get,
sagði Ólafur II. Jónsson i Val,
cr við náðum sambandi við
liann i gær og spuröum hann
livort hann myndi leika með
Val gegn FH i kvöld.
— Ég hcf veriö i meðferö
lækna undanfariö, og þetta eru
ekki svo mjög alvarleg
meiösli, heldur blæddi inná
vööva, og það er bara spurn-
ing hvenær þetta kemur út. Ég
er orðinn óhaltur, en læknarn-
ir ráða þvi auðvitað hvenær ég
byrja aftur, sagði Ólafur.
Það er allt annað en glæsi-
legt útlit fyrir Val ef Ólafur
getur ckki leikið með liöinu
þennan þýðingarmikla leik
gegn FH i kvöld og hætt við að
islandsmeistararnir tapi þá
stigi eða stigum. FH-liöiö er
ekkert lamb að leika við nú,
frekar en endranær.
J
Ólafur II. Jónsson. Óvist að
liann leiki með Val gegn FH i
kvöld.
sömu markatölu 24:18, cn Valur
sigraði iH 22:17, en FII sigraði
ÍH 21:18. A þessu sést vel hvc
jöfn liöin eru að styrkleika.
Ilinsvegar er Fll sigurstrang-
legra ef ólafur II. Jónsson leik-
ur ekki með Val og cins ef hann
gerir það hara til að vcra með,
en hefur ekki náð sér að fuliu.
Siðari leikurinn verðurá milli
llauka og Þórs frá Akurcyri,
sem þá leikur sinn fyrsta leik
hér sunnan fjalla á þessu
keppnistimabili. Það vcrður
fróðlegt að sjá hvað Þórs-liðið
Framhald á 14. siðu
Opiö mót
í badmin-
ton
Badmintonfélag Hafnarfjarðar
heldur opið mót i B-flokki 8.
desember næstkom. og hefst
mótiö kl: 1.30 eh. Keppt verður i
einliðaleik, tviliðaleik, tvenndar-
leik (karla og kvenna). Mótið
veröur haldið i iþróttahúsi
Hafnaríjarðar v. Strandgötu.
Leikið verður með nylonboltum.
Þátttaka tilkynnist eftir kl.
20.00 til Árna Sigvaldasonar i
sima 52788 eða Jónasar
Magnússonar i sima 51038 fyrir 1.
desember.
Lið
Pancevo
Dynamo
er mætir
Fram í
kvöld
Lið júgóslavncska félagsins
Dynamo Pancevo, sem leikur
lleikihér á landi á næstunni,
þann fyrsta gegn Fram i
kviild, er skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Nr. 1 Stojanovic Branko,
markmaður, landsl. 3,
unglingalandsl. 6
nr. 2 Divic Milorad, landsl.
2.
nr.3 Djordjevic Dusan. ,,B”-
landsl. 2, ungl.landsl.3.
nr. 4 Kristic Milan,
fyririrliði, landsl. 21, ,,B"-
landsl. 3, ungl.landsl.5.
nr. 5 Scslija Milorad,
Braatic Dragan,
Marjanovic Milan,
Djekiv Milan,
Kendic Slobodan,
Peric Bogosav, landsl.
Javasevic Jovan,
2 Brati Nenad,
nr. (>
nr. 7
nr. 8
nr. 9
nr.10
nr.ll
n r . 1
markmaöur.
nr.13 Kiznic Slavko,
nr. 14 Nedeljkovic Vitke.
UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON