Þjóðviljinn - 23.11.1973, Page 4

Þjóðviljinn - 23.11.1973, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINNl föstudagur 23. nóvember 1973. Frá umrœðum um rannsóknarnefnd á landhelgisgœsluna: Þeir eiga allt annað frekar skilið en liggja undir ámæli um dugleysi Þess vegna þarf hið sanna að koma í Ijós, sagði Jónas Arnason Það urðu miklar umræður i neðri deild alþingis i gær um þingsályktunartillögu þá er þeir Karvel Kálmason og llannibal Valdimarsson fluttu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar vegna landhelgisgæslunnar, en tillagan er á þessa leið: „Neðri deild Alþingis ályktar að skipa nefnd samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til að rann- saka framkvæmd landhelgis- gæslu frá 15. október s.l. og kanna, hvort ásakanir, sem fram hafa verið bornar um, að gæsla landhelginnar á Vestfjarðamið- um hafi ekki verið með eölilegum hætti, hafi við rök aö styðjast. Skulu nefndarmenn vera fimm, einn tilnefndur af hverjum þing- flokki. Nefndin skal hafa rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættis- mönnum og einstökum mönnum. Að loknum störfum skal nefndin gefa neðri deild skýrslu um niður- stöður sinar.” Karvel Pálmason mælti fyrir tillögunni. Ilann kvað nauðsyn- legt, að rannsakað yrði niður i kjölinn, hvernig störfum land- helgisgæslunnar var háttað á Vestfjarðamiðum vikurnar eftir 15. okt. s.l. I þvi skyni væri tillag- an flutt. Ekki væri algengt, að slikar tillögur um sérstakar rann- sóknaneíndir þingdeilda væru fluttar, en hér væri um mál að ræða, sem tvimælalaust varðaði þjóðarheildina, og það rétta yrði að koma i Ijós. Þingmaðurinn minnli á, að um lima hefðu nær daglega birtst i fjölmiðlum alvar- legar ásakanir vestfirskra skip- stjórnarmanna um vitaverl at- hafnaleysi landhelgisgæslunnar. En ylirstjórn landhelgisgæslunn- ar hafi gefið yfirlýsingar, sem gengu i þveröíuga átt, og óviðun- andi væri, að þjóðin fengi ekki að vita, hvor aðilinn hefði rétt fyrir sér. Ilann kvaðst vilja taka l'ram, að hann hefði ekki ástæðu til að ætla annað en forsætisráðherra hafi farið með rétt mál, er hann gaf ylirlýsingar sinar um það, að engar breytingar hafi orðið á fyrirmælum hans til landhclgis- gæslunnar. Tillögunni væri ekki beint gegn einum eöa neinum einstökum aðila, en það væri öllum fyrir bestu að sannleikurinn kæmi i ljós. Pétur Sigurösson sagði það eftirtektarvert, að Hannibal Valdimarsson, sem væri ,,ný- skriðinn úr náðarfaðmi hæstvirtst forsætisráöherra” I rikisstjórn- inni væri annar flutningsmaður þessarar tillögu, en ekki færi milli mála, að tillögunni væri beint gegn Ólafi Jóhannessyni sem æösta yfirmanni landhelgisgæsl- unnar. Pétur kvaðst fylgja tillög- unni, en vildi þó breyta henni þannig, að nefndin yrði kosin hlutfallskosningu, ekki væri mið- að eingöngu viö timann frá 15. okt. s.l. heldur allt árið og rann- sókn yrði ekki bundin við Vest- fjarðamið eingöngu. Jónas Arnason kvaðst vilja lýsa stuðningi við tillöguna, en ekki ætti að binda rannsóknina við svo skamman tima eða Vestfjarða- mið ein. Jónas sagði: Það er kominn timi til, að upp létti þeirri þoku, sem grúft hefur yfir ýmsum mál- um, er varða stjórn landhelgis- gæslunnar. Oánægja með þau mál hefur oft bitnað á þeim, sem sist skyldi, áhöfnum varðskip- anna og sérstaklega yfirmönnum þeirra. Það er fullkomin ástæða til að ætla að þeim hafi hvað eftir annað verið settar hömlur i störf- um, og jafnvel bannað að gera það, sem þeir heföu sjálfir viljað gera og talið réttast að gera. Þessir menn eiga að minum dómi ótviræðan rétt á, að þjóðin fái vitneskju um það, hverjir þessu hafa ráðið. Þeir eiga allt annað skilið en að verða að liggja undir ámæli fyrir dugleysi — og jafnvel hugleysi. fcg er sannfærður um að þeir lagna allir innilega þessari til- lögu, — þvi að ef sett verður rann- sóknarnefnd i þessi mál, þá leiðir al' sjálfu sér að yfirmenn varð- skipanna verða kallaðir fyrir, og þá gefst þeim kærkomið tækifæri til að gera þjóðinni grein l'yrir þvi hlutskipli sem þeir hal'a orðið að sæta i störfum sinum. Til þess að íyrirbyggja þann hugsanlega misskilning, að i þessum orðum minum felist einhver sérstök ásökun i garð hæstvirts dóms- málaráðherra persónulega, vil ég taka það fram, að þrátt fyrir allt mun það einróma álit skip- stjórnarmanna landhelgisgæsl- unnar, að þeir eigi nú aö mæta meiri skilningi af hálfu yfirvalda dómsmála en verið hefur um langt árabil. Það hafi hins vegar komið fram, að ráðherrann telji sér skylt að bera blak af undir- mönnum sinum, sem annist dag- lega yfirstjórn gæslunnar. En ég hef ástæðu til að ætla, að ráðherra hafi jafnvel á stundum verið gefnar rangar eða villandi upp- lýsingar. En ég vil nota tækifærið til að óska forsætisráðherra sérstak- lega til hamingju með það, að nú hefur fyrsti landhelgisbrjóturinn verið strikaður út af skrá og sviptur veiðileyfi, togarinn Northern Sky, einn allra versti þrjóturinn i hópi bresku togar- anna, en skipstjóri hans hafði margoft hvatt til þess að Bretar beittu flotanum til að „kenna Is- lendingum mannasiði”. Siðan vék Jónas að búnaði is- lensku varðskipanna og sagði: A varðskipunum islensku eru aðeins gúmmibátar. Þessir bátar voru settir um borð i skipin jafn- óðumogúr sér gengu trébátar sem áður voru á skipunum. Ef til stæöi að taka landhelgisbrjót, sem sýndi einhvern mótþróa, þá yrðu viðkomandi varðskipsmenn að freista þess að komast um borð i hann i einhverjum þessara gúmmibáta. Þvi liði, sem til varnar kynni að búast um borð i landhelgisbrjótnum, yrði senni- lega ekki skotaskuld úr þvi að sökkva þessum bátum — og þyrfti ef til vill ekki til þess annað en venjulega hausningasveðju, sting eða stjaka. Það virðist sannar- lega ekki til of mikils mælst að varðskipunum séu fengnir ein- hverjir öflugri bátar en þessir — bátar sem liklegri væru til að haldast á floti ef til átaka kæmi. Götulögreglan i Reykjavik hef- ur til afnota sterka og vel útbúna stálhjálma sem notaðir eru þegar einhverjir þeir atburðir gerast sem talið er að geti valdið þvi að höfuðin á lögreglunni verði fyrir hnjaski. Landhelgisgæslumenn okkar hafa hinsvegar ekki fengið til afnota aðra hjálma en þá sem notaðir eru á vinnustöðum viða og gerðir eru úr plasti. Stál- hjálmarnir munu vera allmiklu dýrari en plasthjálmarnir. Skyldi það vera ástæðan til þess að lög- gæslumenn okkar úti á sjónum hafa orðið að sætta sig viö svona miklu ófullkomnari höfuðbúnaö heldur en löggæslumenn á götum Reykjavikur? Það er talið sjálfsagt að veita löggæslumönnum i landi sérstaka þjálfun til að gera þá hæfari að fást við óeirðamenn — kenna þeim réttar aðferðir við að hand- taka menn o.s.frv. Löggæslu- menn okkar úti á sjónum — að undanteknum kannski yfirmönn- um varðskipanna — hafa enga slika þjálfun fengið. Skyldi það vera vegna þess að talið sé að slikrar kunnáttu yrði siður þörf þegar við væri að eiga til dæmis breska landhelgisbrjóta heldur en — skulum við segja — ungt fólk sem efnir til mótmælaaðgerða á götum Reykjavikur? Matthias Bjarnason sagði að tillagan væri bein’t eða óbeint vantraust á dómsmálaráðherra Olaf Jóhannesson, og hingað til hefði ekki tiðkast að stuðnings- menn viðkomandi rikisstjórnar flyttu slikar tillögur. Ef vest- firsku skipstjórarnir færu með rétt mál, þá hefði landhelgis- gæslan ekki sinnt sinum skyldum og einhver hlyti að vera sekur. Matthias kvaðst sammála þeim breytingum, sem Jónas Arnason og Pétur Sigurðsson hefðu lagt til f tillögunni. Matthias vitnaði til yfirlýsinga tveggja vesttirskra skipstjóra Guðjóns Kristjánssonar og Her- manns Skúlasonar, er fram hefðú komið eftir umræðurnar á alþingi 22. okt. á þá leið, að þeir lýstu undrun sinni á ummælum for- sætisráðherra þá, sem þeir teldu sýnilegt að byggð væru á röngum upplýsingum. Jafnframt vitnaði Matthiast til yfirlýsinga sömu manna, þar sem þeir hermdu, að varðskipsmenn hefðu sagt að þeir mættu ekkert gera, enda þótt 35- 40 landhelgisbrjótar væru að veiðum inni á friðuðu svæði. ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra kvaðst ekki minnast nema tveggja til þriggja tilvika, að slik rannsóknarnefnd hafi ver- ið skipuð hér samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar. Slikt væri mikið tiðkaö i Bandarikjunum sem kunnugt væri, en mætti sjálf- sagt margt gott um slika stjórn- arhætti segja, en þó efaðist hann um að slikt horfði almennt til bóta fyrir islenskt stjórnarfar. 1 þeim efnum væri a.m.k. rétt að hafa hóf á, þótt ef til vill kynni slikt að vera réttlætanlegt á stundum. Bandarikjamenn hafi ekki aukið hróður sinn svo mjög með þessu lagi. Margt væri vissulega ástæða til að rannsaka i stjórnsýslu hér á landi, ef út i það væri farið, en að taka landhelgisgæsluna út úr eina sér væri tæplega sanngjarnt. Ráðherrann rakti siðan hin margvislegu verkefni, sem land- helgisgæslunni ber að sinna lög- um samkvæmtjOg sagði, að o;' varöskip gæti ekki sinnt mörgu störfum i einu. Býsna margii þingmenn hafi t.d. leitað til land- helgisgæslunnar um margvisleg- an flutning á undanförnum árum, og jafnvel flutning á sjálfum sér. Nú væru margvisleg verkefni kölluð snatt. Nú má vel vera, sagði ólafur, að þessa tillögu mætti skilja svo, ' að henni sé beint gegn starfsliði landhelgisgæslunnar, forstjóra og áhöfnum, en ég og dómsmála- ráðuneytið séum þar undanskilin. Ég hefði skilið það vel, ef talið væri að einhver mistök hefðu átt sér stað hjá mér, að menn vildu þá rannsaka það, en hitt finnst mér helst tii köld kveðja til þessara Islands bestu löggæslu- manna, eins og það var orðað hér áðan, að setja á þá sérstaka rann- sóknarnefnd, og það einmitt nú, eftir að það hefur sýnt sig i meira en ár, að á varðskipunum er valinn maður i hverju rúmi. Það hefur lika mætt á forstjóra land- helgisgæslunnar þetta ár. Hann hefur orðið að hafa simann við rúmið dag og nótt, og vera við öllu búinn. Ég held að þjóðin hefði Framhald á 14. siðu Hvað segja fóstrur? Börnin taka vöídin í morgunstund- inni I ölluin óskapagangnum yfir sögu dr. Gormanders, sem Olga Guðrún er aft lesa þessa dagana i Morgunstund barnanna i útvarpinu. hefur ekki sist verið fárast yfir lilut fóstranna i sögunni. Þvi sneri Þjóftviljinn sér i gær til nokkurra menntaftra fóstra i Keykjavik og spurfti um þcirra álit. Sumar þeirra, sem vift náftum i, höfðu ekki haft tækifæri til að hlusta, en hér koma svör fjögurra, scm þaft gera: Eftir umhverfinu, ekki sögum — Jú, ég hlusta og skemmti mér vel, sagði Lilja Torp fóstra á tilraunadagheimilinu Ósi við Dugguvog og sagðist ekki detta i hug að taka þetta sem gagnrýni á störf fóstra yfirleitt. — Þetta fjaðrafok er ósköp áþekkt þvi sem varð þegar Lina langsokkur kom fyrst fram á sjónarsviðið, hún þótti mikið hneyksli á sinum tima, þvi Lina var jú ekki aldeilis á aö fara eftir viðteknum venjum. Enda taka börnin þessu á likan hátt, finnst þetta sniðugt og hlæja að tiltækjum krakkanna i sögunni. Þú álitur þá ekki, einsog sumir sem skrifað hafa útaf málinu. að sagan geri börnin uppreisnargjörn og óþekk? — Nei, og reyndar er óþekkt lyrirbrigði, sem ég álit raun- verulega ekki til. En hegðan barna fer ekki eftir sögunum, sem þau heyra, heldur umhverfinu. sem þau lifa i. Þau mega sjá fólkið brytjað niöur i sjónvarpinu Hrafnhildur Sigurðardóttir fóstra vinnur ekki á barnaheimili um þessar mundir, en er heima með litið barn og hefur þvi tima til að hlusta á morgnana. — Ég er hrædd um, að þeir sem mest æpa og hrina yfir þessari sögu i útvarpinu leyfi börnunum sinum að horfa á allt mögulegt i sjónvarpinu og finnst þá ekkert að þvi, þegar verið er að brytja niður fólkið þar, sagði Hrafnhildur. Sjálfri finnst mér kannski fulldjúpt tekið i árinni i sög- unni á köflum, en mér finnst hún fjörleg og er alveg á þeirri linu, að nauðsynlegt sé að segja bðrnum nútimalegar sögur, en ekki alltaf einhver óraunveruleg ævintýri um prinsa og prinsessur og þessháttar, sem þau hafa enga hugmynd um hvað er. Þarf aö heyra söguna i samhengi — Þar sem ég vinn fram- eftir á kvöldin mæti ég ekki fyrr en 9 á morgnana og þessa dagana hleyp ég alltaf út á siðustu stundu, þvi ég vil endilega heyra, hverju fram vindur i sögunni, sagði Lára Gunnarsdóttir forstöðukona á Hamraborg. Mér finnst sagan vel skrifuð, mátulega raunveru- leg og fjarstæðukennd i bland, kaflinn um foreldrana i morgun var td. i hæpnasta lagi fyrst, en svo dró úr þvi með þvi hvað hann varð ævintýra- íegur. Það eina sem mér hefur ekki fundist nógu gott var kaflinn um byltinguna, þvi þó að ég sé mjög meðmælt þvi að börn fái að heyra um þjóð- félagsmál eftir þvi sem þau hafa þroska til, er ég hrædd um, að börn á þeim aldri,sem ætla má að hlusti á þessum tima, hafi ekki dómgreind til að greina á milli byltingar og þeirra andstyggilegu dráps- lýsinga, sem boðið er upp á td. i sjónvarpinu. Þau eru varla nógu þroskuð til að skilja á milli hasars og réttlætis- baráttu. Það er ágætt að komið sé með nútimalegar sögur á milli elskulegra, gamalla ævintýra, þó ég verði að viðurkenna, að þessi saga hefur alveg sérstöðu. En ég get ekki annað en hlegið að henni og er ekki vitund móðguð sem fóstra og hneykslun virðist ekki til að dreifa i stéttinni, amk. hefur engin fóstra nefnt slikt við mig. Það má ekki dæma söguna eftir einstökum köflum, sem slitnir eru útúr, það þarf að heyra hana i samhengi. Þær hefðu þá vonda samvisku — Sagan er bráðfyndin og ég er siður en svo á móti henni. sagði Elin Torfadóttir fóstra, sem rekur eigið dag- heimili i Breiðholti. — Ég held, að þær fóstrur, sem ekki gætu tekið þessu sem hverjum öðrum brandara i sögu,hlytu þá að hafa eitthvað vonda samvisku. Það er mikill munur að fá sögu fyrir börn, sem er úr nútimanum, maður er orðinn hundleiður á þessum eilifu sögum um bæinn i dalnum og húsið i skógarjaðrinum — reyndar hef ég orðið þess vör, að börn hafa ekki hugmynd um, hvað það er, þessi skógar- jaðar. Það er skortur á nú- timasögum fyrir börn, ekki sist islenskum, þvi með breyttum atvinnuháttum kynnast börnin ekki þvi sem gerist i kringum þau, einsog þau gerðu, þegar þau voru með foreldrum sinum við verkin i sveitinni áður fyrr. Það vantar td. alveg sögur fyrir börn um vinnu- markaðinn og atvinnuvegina á Islandi i dag og hvar er saga, sem gerist i islensku háhýsi? En þegar eitthvað er reynt að gera, einsog td. með bónus- leikinn i barnatima sjón- varpsins um daginn, ætlar allt vitlaust að verða. Það er sannarlega ekki sama, hver er hlutdrægur i útvarpi að dómi Morgunblaðsins,og sé ég ekki betur en þessar árásir á stúlkuna, sem les söguna i Morgunstund barnanna, séu argasti atvinnurógur. —vh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.