Þjóðviljinn - 23.11.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. nóvember 197:!. MÚÐVIUINH MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann JRitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. „heiðra skaltu skálkinn syo hann SKAÐI ÞIG EKKI” I ræðu sinni við setningu flokksráðs- fundar Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum dögum hélt Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þvi fram, að ef ís- lendingar hefðu ekki verið i NATO, þá hefðu Bretar látið hótun um stjórnmála- slit af okkar hálfu sem vind um eyrun þjóta og haldið áfram hernaði sinum i is- lenskri landheigi. Það er ástæða til að menn taki mjög vel eftir þessari röksemdafærslu formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann segir einnig i ræðu sinni: „A sama hátt og áframhaldandi her- skipavernd Breta i þágu togara sinna að veiðum innan islenskrar fiskveiðilögsögu var til þess fallin að veikja trú manna á vestrænt samstarf, þá ætti mönnum nú að vera ljóst, hvaða gagn við höfum af bandalaginu sem sliku”. Nú er það sem sagt helsta röksemdin eða „sönnunin” fyrir ágæti þátttöku okkar i hernaðarbandalaginu, að með veru okk- ar i þvi getum við knúið stórveldi þess til að láta af hernaðarofbeldi gegn okkur vopnlausum, en þó reyndar þvi aðeins að við gripum til ýtrustu hótana um stjórn- málaslit við „verndara okkar og banda- menn”. Sú staðreynd er að visu öllum kunn, að þá fyrst kvöddu Bretar herskip sin úr landhelgi okkar, er islensk stjórnvöld höfðu lýst yfir stjórnmálaslitum frá og með ákveðnum degi, gegn mótmælum Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fresta ákvörðun. Um hitt liggur ekkert fyrir, hvort Bretar hefðu látið koma til stjórn- málaslita, ef íslendingar hefðu staðið utan hernaðarbandalaga, eins og yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims. Fyrir liggur að Bretar hafa á undanförnum árum og ára- tugum verið að gefa upp margvisleg yfir- ráð sin og forréttindi vitt um heim, vegna þess að hjól sögunnar hefur smátt og smátt verið að brjóta niður kúgunarmátt gamalla nýlenduvelda. En það sem er svo ákaflega athyglisvert við boðskap Geirs Hallgrimssonar, sem hér var vitnað til, er það hvernig rökin fyrir þátttöku íslands i NATO hafa breyst. Ekki þarf að efa, að flestir íslendingar minnast lofgerðarinnar um NATO, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði á sinum tima forgöngu um að boða þjóðinni. Okkur bar að ganga i þetta bandalag, vegna þess að þar væri saman komin brjóstvörn lýðræðisins. Herstjórum og æðstu valdamönnum NATO-stórveldanna var likt við engla frelsis og lýðræðis. Þetta bandalag var stofnað til varnar smárikj- unum, til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt þjóða og almenn mannréttindi i okkar heimshluta. Menn eru væntanlega ekki búnir að gleyma þessum kenningum, sem fjölda- margir tóku gildar, enda þótt þeim sé ekki flíkað ýkja-mikið upp á siðkastið af skilj- anlegum ástæðum. En þegar Sjálfstæðis- flokkurinn lendir i vanda með að flagga t.d. æðsta manni NATO, Nixon Banda- rikjaforseta, sem sérstöku tákni lýðræðis- ins, eða bresku rikisstjórninni sem útvöld- um verndara smárikjanna, — þá eru búin til ný rök, ef rök skyldi kalla, sem ganga reyndar alveg þvert á hin fyrri. Inntak þess sem Geir HallgrimssQn og líðsmenn hans halda nú frarR, cins og rak- ið var hér að framan, er þetta: Samfélag NATO-þjóðanna er reyndar ljónagryf ja, þar sem búast má við, að þeir sem þóttust ætla að vernda okkur gegn árás ráðist á okkur sjálfir, bjóði þeim svo við að horfa, en engu að siður eiga íslend- ingar að halla sér að þessum svikulu yfir- gangsseggjum, þvi að hver veit, nema við getum með smjaðri eða hótunum um veisluspjöll i samkvæminu fengið þá stóru til að sýna okkur svolítið meiri vægð, en ef við stæðum á eigin fótum og neituðum að syngja þeim, sem beitt hafa okkur sjálf hernaðarofbeldi, lof sem sjálfkjörnum verndurum smáþjóða og útvörðum frelsis og lýðræðis. í stað hugsjónaglóðar, sem áður var reynt að tendra i sambandi við aðild ís- lands að NATO og þátttöku okkar i heil- agri krossferð frelsis, lýðræðis og al- mennra mannréttinda, — i stað þessara hugsjóna, sem nú er reyndar ljóst að hafa misst flugið, setur Sjálfstæðisflokkurinn i öndvegi aðra kenningu: Heiðra skaltu skálkinn, svo hann skaði þig ekki. Og niðurstaðan i báðum tilvikum sú sama — NATO er íslands lif, — aðeins með breyttum formerkjum. Hitt þarf engan að undra að Geir Hall- grimssyni og félögum gangi nú verr að boða islenskum æskulýð NATO-trú heldur en fyrir 20 árum. Þar sem áður var glóð er nú aska. Þessir togarar Breta hafa veiðileyfi í landhelgi Islands Þjóðviljinn birtir breska skipalistann i heild og hvetur sjómenn til að geyma listann og fylgjast með Bretunum i landhelginni Þjóðviljinn birtir hér í heild lista yfir þá breska togara sem hafa leyfi til þess að fiska á sérstökum afmörkuðum svæðum í ís- lensku landhelginni. Þjóð- viljinn biður sjómenn um að klippa þennan lista út og láta vita til réttra aðila, ef aörir togarar en þeir sem hér eru skráðir sjást að fiskveíðum i landhelginni. Til skýringar á listanum er vert að taka þetta fram: Hann skiptist i tvo flokka. Fyrst eru skip undir 180 fetum á lengd, en siðan stærri skip. Aftan við nöfn skipanna eru skráningar- númer þeirra og einkennisstafir. Einkennisstafirnir benda til þess hvaðan skipin eru: H er á skipum frá Hull, A á skipum frá Aber- deen, GY á skipum frá Grimsby, FD á skipum frá Fleetwood, LO á skipum frá Lowestoft. Takið eft- ir nöfnum skipanna, sem mörg benda til eigendanna: Hoss-skip- in eru öll frá sama útgerðar- félagi, alls 17 skip, Boston-skipin sömuleiðis frá einu félagi, en þau eru 11 talsins. Skip sem bera nöfn rithöfunda (Kipling, Fleming) eru frá sama félagi, skip sem bera nöfn knat tspy rnufélaga (Crystal Palace, Real Madrid) eru frá sama félagi o.s.frv. Undir Skráningar- 180 fetum númer Admiral Nelson A 459 Aldershot GY 613 Arctic Vandal pj 344 Arlanda FD 206 Barnsley GY 651 Belgaum GY 218 Ben Guvain A 751 Ben Lui A 166 Blackburn Rovers GY 706 Boston Attacker jrp 169 Boston Beverley GY ^94 Boston Blenheim pp 137 Boston Comanche GY 144 Boston Crusader pjy 208 Boston Explorer 13 Boston Kestrel j'jy 256 Boston Lightning pj) 14 Boston Marauder ppj 168 Boston Phantom pjy 252 Brucella jj 291 Carlisle GY 681 Crystal Palace GY 683 C.S. Forester H 86 Ella Rewett LO 94 Fyldea FD 182 Gavina FD 126 Glen Carron Glen Urquhart Grampian Monarch A : 337 Huddersfield Town GY 702 Ian Fleming H 396 Irvana FD 141 Jacinta FD 159 Kennedy ’ FD 139 Locarno A 850 Lord Jellicce GY 709 Luneda FD 134 Maretta FD 245 Newby Xyke H 111 Northern Gift GY 704 Northern Reward GY 694 Northern Sun GY 2 Port Vale GY 484 Prince Philip GY 138 Real Madrid GY 674 Robert Hevett LO 65 Ross Kandahar GY 123 Ross Kashmir GY 122 Ross Kelly GY 125 Ross Kelvin GY 60 Ross Khartoum GY 120 Rose Kipling GY 126 Rose Reolution GY 527 St. Gerontius H 350 St. Giles H 220 Spurs GY 697 S.S.A.F.A. FD 155 Starella FD 112 Vianova GY 590 Volesus GY 188 William Wilberforce GY 140 Wyre Captain FD 228 Wyre Conqueror FD 187 Wyre Corsair FD 27 Wyre Defence FD 37 Wyre Gleaner FD 269 Wyre Mahestic FD 433 Wyre Revenge FD 432 Wyre Vanguard FD 36 Wyre Victory FD 181 Zonia FD 236 180 fet og lengri Arctic Avenger H 118 Arctic Brigand H 52 Arctic Ranger H 155 Arctic Warrior H 176 Arsenal GY 48 Benella H 132 Benvolio H 22 Black Watch GY 23 Boston Boeing GY 1113 Boston Concord GY 730 Coldstreamer GY 10 D.B. Finn H 332 Everton GY 58 Falstaff H 107 Grimsby Town GY 246 Hull City GY 282 %joseph Conrad H 161 Kingston Almandine H 104 Kingston Amber H 326 Kingston Beryl H 128 Kingston Emerald H 49 Kingston Jacinth H 198 Kingston Jade H 149 Kingston Onyx H 140 Kingston Pearl H 127 Kingston Sapphire H 95 Kingston Topaz H 145 Lancella H 290 Loch Eriboll H 323 Lord Alexander H 12 Lord Beatty GY 91 Lord Lovat H 148 Lord Tedder H 154 Lorenzo H 230 Macbeth H 201 Northern Chief GY 128 Northern Eagle GY 22 Northern Isles GY 149 Northern Jewel GY 1 Northern Prince GY 121 Northern Queen GY 124 Northern Sceptre GY 297 Northern Sea GY 142 Northern Sky GY 25 Portia H 24 Primella H 98 Prince Charles H 77 Ross Altair H 279 Ross Aquilla H 114 Ross Leonis II 322 Ross Otranto H 227 Ross Ramillies GY 53 Ross Renown GY 666 Ross Revenge GY 718 Ross Rodney GY 34 Ross Sirius H 277 Ross Trafalgar H 59 Royal Lincs GY 18 Rudyard Kipling H 141 St Alcuin H 125 St Britwin H 124 St Domino H 116 St Keverne H 158 St Leger H 178 Vanessa GY 257 Velinda GY 29 Vivaria GY 648 Westella GF 410 Auglýsingasíminn er 17500 MOBVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.