Þjóðviljinn - 23.11.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 23.11.1973, Page 7
Köstudagur 23. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Arnar Jónsson og Saga Jónsdóttir i hlutverkum sinum. Þa5 er markvisst og að sinu leyti nýstárlegt form, sem hið nýja atvinnuleikhús á Akureyri dregur um kvennabósann og skepnuna Don Juan: Mynd hans er byggð upp að miklu leyti á þjóðfélagslegum grunni og dýpk- uð með samskiptum hans og þjónsins Sganarelle, meö stöðug- um og óhjákvæmilegum saman- burði þeirra. Annar er undirförull og eigingjarn, hinn einfaldur, hrekklaus og hjartagóður. A með- an húsbóndinn svifst einskis i sinni þokkalegu flagaraiðju, er þjónninn fullur af samúð með fórnarlömbúnum og reynir af veikum mætti að vara þau við. Húsbóndinn er huglaus innst inni og reynir að ota þjóninum fram, þegar hann kemst i vandræði eða ef hætta er á ferðum. í leikstjórn- inni er áhersla lögð á ofriki og ruddaskap Don Juans gagnvart Sganarelle, sem er reyndar i stil við framkomu hans gagnvart öðr- um persónum leikritsins. Eigi að siður ber Sganarelle mikla um- hyggju fyrir sáluhjálp húsbónda sins og reynir á sinn klaufalega hátt að snúa honum frá villu sins vegar. Don Juan skeytir ekki um þessar né aðrar aðvaranir, hann iðrast ekki á dauðastund og brun- ar þvi beint niður til helvitis. Heiðri allra þeirra tignu ætta, sem hann hefur misboðið, er borgið, hann hefur fengið makleg málagjöld. Hinni heiðvirðu, upp- byggilegu og æsandi dæmisögu er lokið. En einn hefur gleymst. Yfir likinu stendur fátækur þjónn og hrópar: Kaupið mitt, kaupið mitt! Þessi túlkun leikstjórans geng- ur skemmtilega upp i textanum. Andstæðurnar milli húsbónda og þjóns dregur leikstjóri með þvi að ýkja persónu Don Juans og reyndar aðra aðalsmenn, sem fram koma. Sganarelle er aftur á móti túlkaður raunsæilega, enda jafnheilsteypt persóna út allt leikritið. t frábærri túlkun Þráins Karlssonar er hann einlægur og jafnframt svolitið skoplegur og brjóstumkennanlegur. Don Juan (Arnar Jónsson) er, gagnstætt Sganarelle, aldrei heill, ekkert er honum heilagt, og hann sýnir nýtt andlit eftir aðstæðum hverju sinni. Skopfærsla hans og stéttar- bræðra hans gegnir þvi hlutverki i sýningunni að sýna fram á hinar innantómu siöareglur þeirra. Don Juan traðkar tillitslaust á öllum sem hann umgengst, en þegar hann sér einn aðalsmann berjast við ofurefli fyllist hann heilagri reiði og skundar þegar til hjálpar. Hið mikla djúp, sem er staðfest á milli húsbónda og þjóns, er strax dregið fram i fyrstu innkomu Don Juans, sem er sérlega vel útfært atriði, enda fer Arnar þar á kost- um. Búningar Don Juans undir- strika einnig þessa andstæöu. En enda þótt hún komi skýrt fram, virðist einhvern herslumun vanta á fullnægjandi sviðsetningu. t sið- ustu tveimur þáttunum er tónninn ekki eins léttur, enda kreppir si- fellt meir aö Don Juan. Hann verður fyrir einhvers konar á- reitni hverrar persónu, sem kem- ur á fund hans. Þetta á viö kaup- manninn, föður hans, Elviru, Don Carlos, vofuna, styttuna. Leikur Arnars virðist nokkuö stefnulaus i þessum atriðum, enda er leikur flestra annarra persóna of veik- ur, ógnunin veröur ekki fullljós, fyrr en vofan og styttan láta til sin taka i leikslok. Dimanche kaupmaður er búinn góðu gervi og kemur skemmti- lega fyrir i meðförum Kjartans Ölafssonar, en hann var of góðlát- legur strax i upphafi, þannig að orðaflóðið, sem Don Juan hellir yfir hann, virðist alger óþarfi. Bölbænir föðurins (Þórir Gisla- son) eru svo sem nógu skýrar og afdráttarlausar: „Óverðugi sonur, gjörðir þinar hafa slökkt að fullu föðurást mina, og ég mun vinda að þvi bráöari bug en þig grunar að stöðva frekari mis- gerðir þinar, kalla yfir þig reiði himnanna og hreinsa af mér með refsingu þinni þá smán að hafa gefið þér lif”. En faðir hans hefur nóg að gera við að skjálfa af elli, og i orðum hans býr þvi enginn kraftur. öðrum þræði er skap- gerð Don Juans tjáð með skiptum hans við Elviru, sem hann hefur rænt úr klaustri og gengið að eiga, en yfirgefið siðan eftir stutta sambúð. Andstæðan milli þeirra næst ekki til fulls, enda þótt Elvira sé túlkuð raunsæilega. Þórhildur Þorleifsdóttir sýnir einlægnina, en hleypir sér ekki út i að túlka svikna ofurást Elviru, og fyrir vikið er breytingin á henni og varnaðarorðin, sem hún flytur i lokaþættinum, ekki eins • sterk og ella hefði verið. Guð- mundur Ólafsson er hæfilega ýkt- ur i fyrsta atriði sinu og gerir margt ljómandi vel sem Don Carlos, en hótun hans i siðasta atriðinu er einnig of veik. Þetta jafnvægisleysi hlýtur að skrifast á kostnað leikstjórans. Annars er ég vel sáttur til túlkunina sjálfa, eins og hún kemur mér fyrir sjón- ir, og ýmis atriði eru mjög skemmtilega útfærð. Heildar- mynd Don Juans er eftir sem áð- ur samkvæm sjálfri sér. Eins frábærs atriðis er ógetið, þegar Don Juan veröur skipreika og fer auðvitað þegar i stað að stiga i vænginn við festarmey lif- gjafa sins — og aðra sveitastúlku samtimis. Þar verða miklar sviptingar og t ilþrifam ikið kvennafar. Allt atriðið er leiftr- andi skemmtilega sviðsett og leikur þeirra Arnars, Sögu Jóns- dóttur, Sigurveigar Jónsdóttur og Aðalsteins Bergdals bráð- skemmtilegur. Leikmynd Magnúsar Pálssonar er stilhrein, en veitir ekki sviðsetningunni verulegan stuöning. öðru máli gegnir um búninga, sem er litrik- ir og i góðu samræmi við persón- ur, sem bera þá. Þorlcifur llauksson DON JUAN Eftir Moliére Þýðing: Jökull Jakobsson. Leikmynd: Magnús Pálsson. Leikstjóri: Magnús Jónsson. Leikfélag Hornafjaröar sýnir: Skugga-Svein Laugardaginn 3. nóvember frumsýndi Leikfél. Hornafjarðar sitt 18. verkefni. Var það Skugga- Sveinn eftir Matthias Jochums- son, undir leikstjórn Kristjáns Jónssonar leikara úr Reykjavik. Húáfyllir var á báðum sýningun- um og undirtektir mjög góðar. Það má telja til nýmæla við upp- færslu þessa, að tjöldin eru mjög mikið einfölduð, án þess að rjúfa þann nauðsynlega, þjóðlega blæ, sem yfir sýningunni þarf að hvila. Þá er leikritið nokkuð stytt og ýmsar tilfærslur gerðar á at- burðarásinni, til hagræðingar vegna sviðsskiptinga. Vegna fjar- veru eins leikarans hafa aðeins verið tvær sýningar á leikritinu, en um helgina 25. nóvember, er þriðja sýningin fyrirhuguð á Skugga-Sveini, og siðan verður leikurinn tekinn upp að nýju milli jóla og nýárs. Vegna einangrunar hefur Leikfélag Hornafjarðar átt I miklum erfiðleikum með leik- ferðir til nágrannabyggðanna, en þegar hringvegurinn verður að raunveruleika, opnast möguleik- ar fyrir Leikfélag Hornafjarðar að sýna verk sin um Suðurland, og kann það i framtiðinni að gjör- breyta fjárhagsafkomu þess. > Myndin er úr fimmta þætti. Þing- stofa Lárensiusar sýslumanns. Frá vinstri skrifarinn, sýslu- maður, Jón sterki, Skugga-Sveinn og tveir varðmenn. Hagsmunasamtök íslensku þjóðfélagi Landsþing LIM, Landssam- bands isl. menntaskólanema, var haldið daganna 16., 17. og 18. nóvember i Menntaskólanum við Hamrahlið. Þingið sóttu fulltrúar allra menntaskólanna og einnar menntadeildar og voru þingfull- trúar alls 40. Helstu mál þingsins voru undirbúningur að stofnun einnar allsherjar námsmanna- hreyfingar allra framhaldsskóla- riema og margvislegar ályktanir um mennta- og þjóðfélagsmál. Viðræður hafa undanfarið verið á vegum LIM við aðra fram- og pólitiskt afl í haldsskóla um stofnun þessarar hreyfingar. Hafa þær viðræður leitt i ljós að mikill áhugi er á stofnun slikrar hreyfingar. Meginmarkmið hennar verða lik- lega að vinna að hagsmunum framhaldsskólanema og að vera virkt pólitiskt afl i islensku þjóð- félagi. í umræðum um þjóðfélagsmál kom i ljós, að vinstri menn höfðu þar meirihluta, og bera ályktanir þingsins þess greinileg merki. Til dæmis var samþykkt að lýsa full- um stuðningi við þá ákvörðun stú- denta H.l. að helga fullveldisdag- inn 1. des. baráttunni gegn heims- valdastefnunni Frá landsþingi LIM, Landssambands islenskra menntaskólanema, um siðustu helgi. (Ljósm. Sdór)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.