Þjóðviljinn - 23.11.1973, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. nóvember 197.'!.
Föstudagur 23. nóveinber 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
i Þjóðviljanum í gær
var birt opið bréf frá
Félagi stúdenta i heim-
spekideild við Háskóla
islands til menntamála-
ráðherra um veitingu
lektorsembætta í heim-
speki. Var hann þar
krafinn sagna við
spurningum um það,
hvaða rök lágu að baki
fráleitum ákvörðunum
hans og aðgerðum i þvi
máli.
Þjóðviljinn birti á
sunnudaginn frétt um
málið, fyrstur blaðanna.
Hefur ekkert annað blað
sagt frá málinu í heild.
Á sunnudaginn kemur
verður birt meira efni
hér í blaðinu um málið.
M.a. munu tveir há-
skólakennarar og einn
háskólanemi segja það
sem þeir býr í brjósti um
framgöngu mennta-
málaráðherra.
Meðferð menntamálaráðherra á lektors-
embættum í heimspeki við Háskóla Islands:
Þetta er hneyksli,
Magnús Torfi!
Frásögn Þjóðviljans
um daginn af veitingu
lektorsembætta í heim-
speki við Háskóla ls-
lands hefur vakið mikla
athygli. Þar var greint
ýtarlega frá þvi, hvern-
ig BA-maðurinn Þor-
steinn Gylfason var í
reynd tekinn fram yfir
einn lærðasta Islending
á sviði heimspeki, dr.
Jóhann Pál Árnason
gistidósent i Heidelberg.
Margir hafa hvatt
blaðið til þess að birta
fleiri skrif um þetta
mál, því það megi ekki
liggja i þagnargildi.
Einnig hafa ýmsir látið í
Ijós forvitni á því,
hvernig fólk í Háskólan-
um sjálfum, kennarar
og nemendur, litu á mál-
in.
l>jóöviljinn hel'ur leitast vift
aö kanna það mdl sem hér um
ræðir niður í kjölinn. Voru þær
fréttir sem skrifaðar voru um
málið um daginn birtar að vel
athuguðu máli. Ekkert það
helur komið fram siðan sem
haggar einu einasta orði af þvi
sem þá var birt.
En eitt hefur Þjóðviljinn
ekki getað dregið fram i dags-
Ijósið, og það er það, hvað
menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Olafsson, hugs-
aði þegar hann tók ákvarðanir
sinar, eina af annarri, i þessu
undarlega máli. Voru ákvarð-
anir hans tilviljunarkenndar,
eða ber að greina i þeim það
samhengi sem átti að leiða til
einnar og fyrirfram gefinnar
niðurstöðu? Ef hið siðara er
rétt, er hneykslið stærra -«n
það sýnist i fyrstu.
Rétt þykir að rifja upp gang
málsins i höfuðatriðum.
Seint i september á sl. ári
fór heimspekideild fram á það
við menntamálaráðuneytið,
að það auglýsti loktorsemb-
ætti i heimspeki (fyrra emb-
ættið), og var gert ráð fyrir
þvi, að unnt yrði að skipa i það
um áramót.
Ráðuneytið féllst á þetta, og
var staðan auglýst um vetur-
inn.
Seinna það sama haust
beindi heimspekideild þeim
tilmælum til stjórnvalda, að á
fjárlögum fyrir árið 1973 verði
teknar upp fjárveitingar til
nýrra embætta i viðbót við þau
sem fyrir voru i frumvarpinu,
og eru þau talin hér i for-
gangsröð: prófessorsembætti
i almennri bókmenntasögu,
lektorsembætti i sálarfræði,
lektorsembætti i heimspeki
(siðara embættið). Komst
þetta inn i fjárlögin.
Þegar farið var að huga
gcrr að þessum málum innan
heimspekideildar, kom i ljós
að miklu brýnni nauðsyn bar
til að fjölga kennslukröftum i
sálarfræði en i heimspeki. Var
þvi skömmu eftir áramót
samþykkt i deildarráði að
biðja menntamálaráðuneytið
að breyta fjárveitingunni til
lektorsstarfs i heimspeki i
fjárveitingu til annars lektors-
starls i sálarfræði. Þcssu
sv n jaði mennta m álaráðu-
ueylið.og virðist þvi hafa talið
að það vissi betur um þarfir
heimspekideildar en deildin
sjálf!
Taldi deildin þá betri „einn
fugl i hendi en tvo i skógi”, svo
að hún bað ráðuneytið seint i
júni i sumar að auglýsa
lcktorsembætti i heimspeki
(siðari stöðuna).
I millitiðinni höfðu borist
umsóknir um l'yrri stöðuna, og
voru meðal þeirra þeir Páil
Skúlason sem mótað hafði
heimspekinám ið til fyrsta
stigs (BA) i háskólanum vet-
urinn 1972—73, og Þorsteinn
Gylfason BA. Þeir dr. Jóhann
Páll Arnason háskólakennari i
Heidclberg og dr. Páll Árdal
háskólakennari i Edinborg
höfðu verið lengnir i dóm-
nefnd til að dæma hæfni um-
sækjenda. Mælti Páll Ardal
með Þorsteini, en Jóhann Páll
með Páli Skúlasyni.
Seinasta dag júli-mánaðar
(að mörgum deildarráös-
mönnum íjarverandi vegna
sumarleyfa) tók heimspeki-
deild afstöðu til umsókna um
l'yrra lektorsembættið. Var
samþykkt að mæla með Páli
Skúlasyni i embættið, en Þor-
steinn hlaut einnig atkvæði.
t sumar var auglýst lektors-
staða við námsbraut i þjóðfé-
lagsfræðum og skyldu
kennslugreinar vera alþjóða-
stjórnmál og stjórnmálaheim-
speki. Taldi stjórn náms-
brautarinnar að hún þyrfti
mann sem gæti kennt stjórn-
málaheimspeki, þar eð heim-
spekideild gæti ekki látið i té
slika kennslu.
Um miðjan september gekk
stjórn námsbrautarinnar frá
meðmælum með Þorsteini
Gylfasyni i lektorsembættið i
félagsfræði. 1 skipulagningu
hennar á kennslu vetrarins
reiknaði hún með Þorsteini i
starfið — og það mun hann að
sögn einnig hafa gert sjálfur
alveg þar til hann fékk skipun-
arbréf um heimspekilektorinn
seint i október.
A sama hátt gerði heim-
spekideild ráð fyrir þvi að Páll
Skúlason fengi lektorsstöðuna
og hagaði kennsluáætlunum
samkvæmt þvi. En það leið og
beið að nokkurt skipunarbréf
kæmi frá ráðherra. Seint i
ágúst var ljóst hverjir sæktu
um siðara lektorsembættið, og
var annar dómnefndarmaður-
inn frá fyrra embættinu, Jó-
hann Páll, á meðal umsækj-
enda. Deildin gerði ráðstafan-
ir til að visa umsóknum til
dómnefndar. Nokkrir tslend-
ingar sem til var leitað færð-
ust undan þvi að taka sæti i
dómnefnd yfir verkum Jó-
hanns Páls, þar eð þeir
treystu sér ekki að dæma svo
erfið og hér á landi nýstárleg
verk. Vildi deildin leita til er-
lendra manna, en þá kom orð-
sriiding frá menntamálaráöu-
neytinu uin, að það veitti ekki
fulltingi sitt til skipunar dóm-
ncfndar vegna hins sfðara
embættis.
28. september sl. fær heim-
spekideild bréf frá mennta-
málaráðuneytinu þess efnis,
að ráðuneytið telji eðlilegt að
veiting beggja lektorsembætt-
anna i heimspeki fari fram
samtimis. Deildin ansaði
þessu með þvi að krefjast
þess, að þegar i stað yrði skip-
að i fyrra embættið. Var þá
Ijóst, að deildin ætlaðist til
þess, að Páll Skúlason yrði
skipaður i embættið, og var
þetta beinlinis gert i þeim til-
gangi að fá þarna mann sem
væri fær til að dæma um verk
Jóhanns Páls Arnasonar
vegna umsóknar hans um sið-
ara embættið.
Nokkru siðar verður ráð-
herra við bón deildarinnar
með þcim sérkennilega hætti
sem kunnur er.
Að lokum skal á það minnt,
að það hefur komið fyrir fyrri
menntamálaráðherra, að þeir
veittu embætti við Háskóla Is-
lands á annan veg en þann
sem deild mælti með. En það
mun aldrei áður hafa komið
fyrir, að umsóknir skyldu ekki
allar hafa hlotið sömu form-
legu meðferðina. Magnus
Torfi sker sig úr.
Það hefur farið i vöxt á sið-
ari árum að láta mismunandi
prófgráður gera upp á mrlli
manna til embætta. Einkum
þykir þetta sjálfsagt mál við
menntastofnun eins og há-
skóla þar sem árangur af
kcnnslustarfi er mældur i
prófgráðum. Það hefur ekki
þótt hneyksli, heldur sjálfsagt
mál, að mönnum væri hafnað
vegna skorts á æðri prófgráð-
um, þótt ekki væri efast um
hæfni þeirra almennt. Ólafi
Jónssyni fil.kand. var hafnað i
lektorsstöðu i almennri bók-
menntasögu, enda gafst þá
kostur á doktor Álfrúnu Gunn-
laugsdóttur. og var hún skipuð
i starfið.
En ætlar Magnús Torfi nú að
taka upp þau vinnubrögð að
skyldleiki við fyrirrennara
hans i starfi komi i staðinn
fyrir prófgráður? hj—
FÓSTUREYÐINGAR OG ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR O
Hverjar eru breytingarnar
frá lögunum sem nú gilda?
1 þeim miklu blaðaskrifum og
úlfaþyt, sem orðið hefur vegna
lagafrumvarpsins um frjálsar
fóstureyðingar, sem heilbrigðis-
ráöherra hefur nú lagt fyrir al-
þingi, hefur athyglin einkum
beinst að þeirri staðreynd, aö þar
er gert ráö fyrir sjálfsákvörðunar-
rétti konunnar, en aðrar
breytingar, sem i frumvarpinu
felast, hafa að miklu leyti farið
l'yrir ofan garð og neðan i al-
mennum umræðum. Þykir
undirr. þvi við hæfi að byrja þann
greinaflokk, sem hér hefst um
þessi mál, með að bera saman nú
gildandi lög og þau, sem lögð eru
fyrir þing,og draga fram, hverjar
raunverulegar breytingar felast i
lagafrumvarpinu. Mun reyndar
ekki af veita, þvi eins og fram
kom þegar i 1. umræðu um frum-
varpið á þingi er fáfræðin slik, að
mas. þaulreyndir, gamlir þing-
menn virðast ekki hafa hugmynd
um, hvað má og ekki má i þessum
efnum samkvæmt gömlu lögun-
um.
Fyrir þann helming þjóðar-
innar, sem lögin snerta mest,
konurnar, hlýtur sjálfs-
ákvörðunarrétturinn að vera
mikilvægast einstakt atriði
breytinganna. Samkvæmt nú-
gildandi lögum gefur þriggja
manna sérfræðinganefnd ásamt
landlækni endanlegt leyfi til
fóslureyðingar og fyrir þarf að
liggja rökstudd greinargerð
tveggja lækna um nauðsyn að-
gerðarinnar, þaraf á annar að
vera yfirlæknir sjúkrahússins,
þar sem aðgerðin er fyrirhuguð,
hinn sá, sem ráðleggur konunni
að leita til sjúkrahússins.
Nokkuð ströng ákvæði gilda um
tilefni fóstureyðinga og veröa
ævinlega að vera fyrir hendi heil-
brigðisástæður, en þó er tekið til-
lit til félagslegra ástæðna einnig
og var þaö atriði útaf lyrir sig
framsýnt nýmæli á þeim tima,
sem lögin voru sett (1935 og 1938)
og siðar tekið upp i lög annarra
landa einnig.En félagslwgar á-
stæður einar út af fyrir sig heim-
ila aldrei fóstureyöingu sam-
kvæmt lögunum. Hún er þvi að-
eins heimil, ef augljóst þykir, að
konu sé mikil hætta búin ef hún á
að ganga svo lengi með, að barn
geti fæðst og haldið lifi. Gildir
þetta aðeins fyrstu 8 vikur með-
göngutimans, nema um þvi meiri
hættu sé að ræða. Við mat á hættu
lyrir heilsu konunnar má taka til-
lit til margra fæðinga með stuttu
millibili, hve stutt er frá siðuasta
barnsburði og hvort konan býr viö
mjög bágar heilsuástæður vegna
ómegðar, ftæktar eða alvarlegs
heilsuleysis annarra á heimilinu.
Fóstureyðingar mega aðeins
fara fram i viðurkenndum
sjúkrahúsum i þvi skyni.
Að ósk konu
1 nýja lagafrumvarpinu er
einnig gert ráð fyrir, að fóstur-
eyðingar séu einungis fram-
kvæmdar af læknum og á sjúkra-
húsum, sem heilbrigðisyfirvöld
viðurkenna i þvi skyni, þar sern^,
sérfræðingar á sviði kvenlækn-
inga eöa sérfræðingar i almenn-
um skurðlækningum starfa. Og
nú er ekki gert ráð fyrir greinar-
gerð lækna, heldur sækir konan
sjálf um fóstureyðingu, en læknir
vottar að engar læknisfræðilegar
ástæður mæli móti aðgerð.
Barnsfaðir á að taka þátt i um-
sókn konunnar, nema sérstakar
ástæður mæli gegn þvi.
Jafnframt er skilyrði, að konan
hafi áður en aðgerð er fram-
kvæmd verið frædd um i hverju
hún er fólgin, hver áhætta getur
verið samfara henni og hvaða fé-
lagsleg aðstoð stendur til boða i
þjóðfélaginu fyrir þungaða konu,
við barnsburð og fyrri konu með
barn. Með þessari ráðgjöf á ekki
að reyna að hafa áhrif á konuna til
eða frá, hún á að vera óhlutdræg,
en er ætlað að auðvelda konunni
endanlega ákvörðun sina og
koma i veg fyrir utanaðkomandi
þvingun.
Samkvæmt lagafrumvarpinu
er gert ráð fyrir, að fóstureyðing
sé heimil samkvæmt læknisráði
af samskonar heilbrigðisástæð-
um og fyrr, en jafnframt af fé-
lagslegum ástæðum eingöngu,
svo og að ósk konunnar sjálfrar
án þess að ástæður séu sérstak-
lega tilfærðar og þannig gert ráð
fyrir, að það sé nægilegt tilefni til
fóstureyðingar ef konan af ein-
hverjum ástæðum getur ekki
hugsað sér að ala barnið.
12 vikur í stað 8
Timatakmörkin eru rýmkuð úr
8 vikum i 12 i þvi tilfelli að fóstur-
eyöing sé framkvæmd að ósk kon
unnar sjálfrar án sérstaks
læknisráðs, og þegar hún er
framkvæmd að læknisráði skal
einnig miðað við að aðgerðin sé
eins fljótt og auðið er eftir aö
getnaður hefur átt sér stað, helst
fyrir lok 12. viku og að jafnaði
ekki eftir 16. viku meðgöngutima,
nema móður eða fóstri sé stefnt i
þvi meiri hættu með áframhald-
andi meðgöngu.
Refsiákvæði vegna ólöglegra
fóstureyðinga eru i lagafrum-
varpinu svipuð gildandi lögum að
þvi er varða þá sem fram-
kvæma ólöglegar aðgerðir, en
lagt er til, að refsing fyrir við-
komandi konur falli niður, þar
sem þau virðast ekki hafa nein al-
menn varnaðaráhrif og eru ekki
notuð i reynd. Hins vegar kæmu
þau hart niður á konunni, ef beitt
væri, og eru heilbrigðisástæður
konu sem leggur það á sig að
gangast undir ólöglega fóstueyð-
ingu með meðfylgjandi áhættu og
erfiði taldar uppfylla þær kröfur,
sem gerðar eru um læknisfræði-
legar ástæður fyrir löglegri
fóstureyðingu.
Varnaðarstarf
mesta nýmælið
Þótt ákvæðið um sjálfsá-
kvörðunarrétt konunnar sé rót-
tækasta breytingin samkvæmt
nýju löggjöfinni, er mesta ný-
mælið þó það varnaðarstarf,
fræðsla og ráðgjöf, sem lagt er til
að tekið verði upp. Slikt starf hef-
ur verið stórlega vanrækt hér á
landi, ekki sist fræðsla um kynlif
og getnaöarvarnir, enda sam-
kvæmtgömlu lögunum öllum öðr-
um en læknum bannað að hafa
leiðbeiningar um getnaðarvarnir
með höndum. En samkvæmt
þeim er lækni skylt að aðvara
konu og láta henni i té slikar leið-
beiningar ef hættulegt er fyrir
hana vegna sjúkdóms að verða
barnshafandi og ala barn.
Við samningu nýju löggjafarinn-
ar hefur veriö gengið útfrá, að
fóstureyðing sé alltaf neyðarúr
ræði og höfuðáherslan þvi lögð á
nauðsyn þess að fyrirbyggja ó-
timabæra þungun. Þessvegna
hefur nefndin, sem endurskoðaði
lögin, lagt til, að nýja löggjöfin
nái til aðgerða, sem stuðla að þvi
að gera fólki betur kleift að
stjórna viðkomu sinni eftir eigin
óskum auk þess sem rýmkuð
verði ákvæðin um heimild til
fóstureyðingar og ófrjósemisað-
gerða. Er talin brýn nauðsyn, að
allir eigi kost á ráðgjöf og fræðslu
um kynlif, barneignir og ábyrgð
foreldrahlutverksins og íð öllum
sé veitt fræðsla og ráðgjöf um
notkun getnaðarvarna og útvegun
þeirra.
t stað þess að banna öðrum en
læknum að láta i té leiðbeiningar
um takmörkun barneigna er gert
ráð fyrir, að ýmsir starfshópar,
svosem ljósmæður, hjúkrunar-
fólk, félagsráðgjafar og kennarar
taki þátt i leiðbeiningarstarfinu
og að skipulagðri ráðgjafarþjón-
ustu veröi komið á fót við sjúkra-
hús og heilsuverndar- og heilsu-
gæslustöðvar um allt land t.d. i
starfstengslum við mæðravernd,
kvensjúkdómadeildir, geðvernd,
fjölskylduráðgjöf og félagsráð-
gjafaþjónustu. Er lögð áhersla á,
að allir eigi aðgang að þessari
þjónustu og að reynt sé að ná með
ráðgjöf og fræðslu jafnt til kvenna
og kárla, yngra fólks sem eldra.
Allar viðurkenndar getnaðar-
varnir eiga að vera á boðstólum
hjá ráðgjafarþjónustunni gegn
hæfilegu gjaldi og talið, að
sjúkrasamlögum beri að taka
þátt i kostnaði þeirra til að koma i
veg fyrir, að efnahagur fólks
skipti máli varðandi notkun. En
að sjálfsögðu er ekki ætlast til að
ráðgjöfin einskorðaðist við tak-
mörkun barneigna, heldur nái
ekki að siður til fræðslu i sam-
bandi við barneignir og foreldra-
hlutverkið og til almennrar kyn-
lifsfræðslu.
Fræösla áður en
skyldunámi lýkur
Auk þessarar almennu ráð-
gjafarþjónustu er það nýmæli i
lagafrumvarpinu, að veita skuli i
samráði við fræðsluyfirvöld
fræðslu um kynlif og siðfræði
kynlifsins i skólum landsins, þeg-
ar á skyldunámsstigi, en einnig á
öðrum námsstigum. Kemur fram
i greinargerð frá nefndinni, að
einsog málum er háttað nú er á
grunnskólastiginu aðeins gert ráð
fyrir mjög takmarkaðri fræðslu
um kynþroskaskeiðið og alls
engri um kynlif og getnað, hvað
þá getnaðarvarnir.
I núgildandi lögum eru ákvæði
varðandi ófrjósemisaðgerðir (þar
kallað vananir) tiltölulega þröng
og miðuð við heilbrigðisástæður,
en taka má þó tillit til félagslegra
ástæðna við mat á heilbrigðis-
nauðsyn. Þá eru þar einnig
ákvæði um afkynjanir (þ.e. brott-
nám kynkirtla) i þeim tilgangi
að svipta viðkomandi óeðlilegum
kynhvötum, sem taldar voru
LÖGGJÖFIN
FRUMVARPIÐ
Ráðgjöf og fræðsla
Ráðgjafarþjónusta við sjúkrahús og heilsu-
gæslustöðvar um allt land, opin öllum. Frætt
og leiðbeint um kynlif, barneignir, foreldra-
hlutverk, notkun og útvegun getnaðarvarna.
Ýmsir starfshópar, læknar, Ijósmæður,
hjúkrunarfólk, félagsráðgjafar og krnnarar,
aimist leiðbeiningar og ráðgjöf.
Kynlifsfræðsla sé veitt i skóluin. frá skyldu-
námsstigi og uppúr.
Tilefni fóstureyðinga
Ósk konu.
Heilsufarsástæður konu.
Ilætta á vanskapnaði eða erfðasjúkdómi hjá
barni.
Likamlegur eða andlrgur sjúkdómur konu,
sem dregur úr getu til að ala upp barn.
Félagslegar ástæður.
Nauðgun.
Umsóknir og
meðferð máls
Umsókn konu og vottorð eins læknis um að
ekkert mæli móti aðgerð lögö með sjúkrahús-
skýrslu.
Greinargerð um framkvæmd aðgerðar send
heilbrigðisyfirvöldum að henni lokinni.
Agrciningsatriöi úrskurði 3ja manna nefnd
skipuö af heilbrigðisráðherra.
Konu, scm óskar fóstureyöingar, er skylt að
taka við fræðslu um hugsanlega áhæltu sam-
fara aðgcrð og um félagslega aðstoð fyrir
inóður og barn.
Endanleg ákvörðun hjá konunni.
Aðgerð aðeins framkvæmd af læknum og á
viðurkenndu sjúkrahúsi.
Refsiákvæði
Refsing aðeins fyrir þann, sem framkvæmir
ólöglega fóstureyðingu; viðkomandi konu
ekki refsaö.
ófrjósemisaðgerð
Heimil samkvæmt ósk viökomandi yfir 18
ára aldri að vel ihuguðu máli.
Óheimil undir 18 ára ncma vegna mjög
mikils greindarskorts.
Afkynjun
Fellt úr löggjöfinni.
GÖMLU LÖGIN
Ráðgjöf og fræðsla
Fræðsla um getnaöarvarnir bönnuð öðrum
en læknuiu, sem veiti leiðbeiningar ef hættu-
legt er fyrir konu að verða barnshafandi og
ala barn.
Tilefni fóstureyðinga
Ileilsufarsástæður konu.
Ilætta á vanskapnaði eða erfðasjúkdómi hjá
barni.
Fávitaháttur, varanleg geðveiki cða aðrir
langvarandi sjúkdómar. sein koma i veg fyr-
ir. að kona geti alið önn fyrir sjálfri sér og af-
kvæmi sinu.
Nauðgun.
Umsóknir og
meðferð máls
Kökstudd skrifleg greinargerð tveggja lækna
um nauðsyn aðgerðar, þar af sé annar yfir-
læknir viðkoinandi sjúkrahúss. Skrifist i tvi-
riti. annað fer til landlæknis, hitt lagt ineð
sjúkrahússkýrslu.
Greinargerð uin framkvæmd send landlækni
að aðgerð lokinni.
Engiu skylduráðgjöf.
Endanlegt leyfi veitt af þriggja manna sér-
fræðinganefnd ásaint landlækni.
Aðgcrð aðeins framkvæmd af læknum og«
á viðurkcnndum sjúkrahúsum i þvi skyni.
Refsiákvæði
Kefsing fyrir þann, sem framkvæmir ólög-
lega fóslureyðingu.
ltefsing fyrir konu, sein gengst undir ólög-
lcga fósturcyðingu.
ófrjósemisaðgerð
Aðeins leyfileg af sama tilefni og fóstur-
cyðing.
Afkynjun
Að umsókn viökomandi sjálfs að undan-
gengnuin dómsúrskurði ef gild rök hniga til
að ócðlilegar kynhvatir kunni að leiða til kyn-
fcrðisglæpa.
valda glæpum. Visindaniðurstöð-
ur benda hinsvegar til takmark-
aðs árangurs slikra aðgerða auk
þess sem þær hljóta miðað við til-
gang að skoðast sem læknisað-
gerð, og eru ákvæði um afkynjun
þvi ekki álitin eiga heima i lög-
gjöfinni lengur.
Hins vegar eF gert ráð fyrir
mjög rýmkuðum ákvæðum um ó-
írjósemisaðgerðir (sterili-
sation), þannig að slik aðgerð sé
heimil að ósk viðkomandi karls
eða kona að vel ihuguðu máli, þó
ekki fyrir yngri en 18 ára, nema
um mikinn greindarskorl sé að
ræða samkvæmt áreiðanlegum
greindarmælingum. Um ráðgjöf
og Iræðslu i sambandi við umsókn
um ólrjósemisaðgerð gildir hið
sama og við umsókn um fóstur-
eyðingu.
Ilér hefur verið lýst þeim
breytingum, sem verða á núver-
andi löggjöf um fóstureyðingar ef
að lögum verður þaö „frumvarp
til laga um ráðgjöf og fræðslu
varðandi kynlif og barneignir og
um fóstureyöingar og ófrjósemis-
aðgerðir”, sem nú liggur fyrir al-
þingi, en i næstu grein verður
fjallað um, hersvegna breyting-
annaerþörf. — vh
Kveöja frá Willis lávarði:
Mun efla samtök íslandsvina
Willis lávarður, einn
besti stuðningsmaður
íslendinga i landhelgis-
deilunni við Breta, hefur
sent Þjóðviljanum
kveðju til íslendinga,
sem hann óskar að fá
birta i tilefni þess að
náðst hefur bráða-
birgðasamkomulag
milli landanna um fisk-
veiðar i islenskri land-
helgi. Ávarp lávarðarins
fer hér á eftir:
Mér er ánægjuefni að deilan um
fiskveiðar hefur nú verið leyst og
ég vil gjarna óska öllum Islend-
ingum til hamingju, bæði rikis-
stjórninni og öðrum landsmönn-
um, með það samkomulag sem
náðst hefur. Þessi affarasæla
lausn hefði ekki náðst nema með
traustri og skynsamlegri afstöðu
Islensku þjóðarinnar. Ég hef trú á
að þessi lausn hafi þýðingu langt
út fyrir land ykkar og að hún sé
mikilvægt skref i baráttunni til
varðveislu náttúruauðlinda
heimsins. Með aðgerðum ykkar
hafið þið tryggt framtið komandi
kynslóða þjóðar ykkar og hafið
sýnt einarðlega hversu langt
smáþjóð hefur náð þegar hún
tengir saman stefnufestu og stað-
festu.
Ég vil þakka öllum þeim mörgu
Islendingum sem hafa skrifað
mér og þakkað mér fyrir litið
framlag mitt i þessari baráttu og
einnig þeim mörgu sem ræddu við
mig þegar ég var á tslandi nýver-
ið. Það er nú mjög mikilvægt aö
þau sögulegu vináttubönd sem
tengja þjóöir okkar styrkist og að
viö endurnýjum tengslin. Ég vona
að unnt verði að auka sumarleyf-
isheimsóknir milli Islands og
Bretlands og að finna aðra mögu-
leika til samskipta.
Ég mun nú ræða við samtökin
Islandsvini um hvernig við getum
eflt og styrkt þau samtök og skap-
að þeim ný verkefni svo að þau
geti tekið þátt i að þróa góð sam-
skipti milli landanna. Ég endur-
tek þakkir minar til ykkar allra”.
Ted Willis
Jólamerki
framtíðarinnar
Kvenfélagiö Framtiðin á Akur-
eyri hefur um áratuga skeið gefið
út jólamerki, og hefur Ragnheiö-
ur Valgarðsdóttir, kennari á
Akureyri, teiknað merkið að
þessu sinni.
Kvenfélagið hvetur alla Akur-
eyringa og Norðlendinga til þess
að styrkja gott málefni með þvi
að kaupa jólamerki Framtiðar-
inna, en allur ágóði rennur til
Elliheimilis Akureyrar.
Útsölustaður i Reykjavik er
Frimerkjahúsið, Lækjargötu 6a.