Þjóðviljinn - 24.11.1973, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1973.
□
SKAMMTUR
Af morgunstund barnanna
Reið kona skrifar: Kæri
Velvakandi.
Nú get ég ekki lengur
orða bundist. Hvað ætlar
útvarpið eiginlega að
ganga langt í því að
hella áróðri yfir alþjóð?
Þannig er mál með
vexti að ég bý i raðhúsi í
einu af betri hverfum
borgarinnar. Við eigum
stórt og fallegt heimili,
nýjan fallegan bíl og
nokkra hesta. Eini mun-
aðurinn, sem við leyfum
okkur er að fara til út-
landa svona tvisvar
þrisvar á ári og þá með-
al annars til að fata okk-
ur upp og slappa svolítið
af. Svo hefur maðurinn
minn afskaplega gaman
af laxveiðum og stundar
þær mestallt sumarið.
Börnin okkar, þau> sem
ekki eru erlendis eru á
barnaheimili allan dag-
inn, en maðurinn að
heiman í vinnunni. Ég
hugsa um heimilið og fæ
stúlku til að taka í gegn
þrisvar í viku. Sem sagt,
við erum bara venjulegt
fólk.
Á morgnana, þegar
maðurinn er farinn í
vinnuna og börnin í skól-
ann, skrúfa ég venju-
lega frá útvarpinu til að
hlusta á morgunstund
barnanna, legg mig að-
eins til hádegis og les
Morgunblaðið. Sem
sagt. Ég er bara venju-
leg húsmóðir.
I morgun um leið og
börnin voru farin útúr
dyrunum á barnaheim-
ilið opnaði ég svo út-
varpið til að hlusta á
barnatimann, og hvað
heyri ég? Viðbjóðslegan
kommúnistinskan áróð-
ur af ógeðslegustu teg-
und. Einhver kvenmað-
ur er að lesa einhverja
viðurstyggð um fátækt
fólk og ríkt fólk, byssur
og strið, uppreisn og
jafnvel byltingu.
Sem betur fer eru
blessuð börnin mín farin
á barnaheimilið (við
fengum pláss fyrir þá
yngri gegnum kunnings-
skap). Ég veit ekki til
hvers það gæti leitt að
láta börnin hlusta á
svona óþverra. Ég veit
bókstaflega ekki hvað
þau gætu f arið að hugsa.
Ég veit að ég tala fyrir
munn fjölmargra for-
eldra þegar ég krefst
þess að hætt verði að út-
varpa... o.s.frv. o.s.frv.
o.s.f rv.
Sem sagt, ennþá einu
sinni er Olga Guðrún
Árnadóttir búin að
hleypa stóði af væru-
kærum smáborgarakell-
ingum í þennan ógur-
lega ham með lestri sín-
um á framhaldssögu
barnanna „Börnin taka
til sinna ráða" eftir ein-
hvern sænskan Gor-
mander, ef ég man rétt.
Þegar þetta er skrifað
er ég búinn að hlusta á
tvo lestra af „Börnin
taka til sinna ráða", og
guð veit að þetta er nú
lesning, sem ég kann að
meta. Ég sem er svo úr-
illur á morgnana að ég
gæti kæft heila herdeild
með fýlunni einni sam-
an kemst í sannkallað
sólskinsskap i svartasta
skammdeginu og ek mér
í baðkerinu af eintómri
kátínu þegar ég hlusta á
Olgu segja frá uppreisn
barnanna á barnaheim-
ilinu Kanónunni, en þeg-
ar þetta er ritað eru
krakkarnir búnir að loka
fóstrurnarinni og leggja
undir sig barnaheimilið.
I gærmorgun var hug-
leiðing fyrir lítil börn
um það, hvað væri upp-
reisn, en í morgun
(þetta er skrifað á mið-
vikudegi) er pabbi
Stínu, sem er dómari —
og þar af leiðandi óvinur
barnanna — búinn að
verða fyrir hatrammri
árás eggjakastara, en
„þegar eggi er fleygt í
skallann á manni þá lek-
ur hvitan og rauðan nið-
ur eftir andlitinu á
manninum og bak við
eyrun", eins og segir i
þessari ágætu smá-
barnasögu, orðagrannt.
Þegar svo lesturinn end-
aði í morgun, eru börnin
að f ara niður i kjallara á
barnaheimilinu Kanón-
unni og taka þar fram
fallstykki mikið, sem
barnaheimilið er kennt
við, hlaða það fúleggj-
um, tyggigúmíi, rjóma-
karamellum og öðrum
trakteringum til þess
svo að freta á foreldr-
ana, þegar þeir koma að
sækja börnin. Ekki þarf
vist að taka það fram,
að nú eru fóstrurnar
búnar að gefast upp f yr-
ir uppreisnarmönnum
og ganga í lið með þeim.
Spennó! spennó! Ég
hlakka til að hlusta á
morgun.
Ég er ekki svona kátur
yfir þessari framhalds-
sögu, vegna þess að hún
hafi svo ýkjamikið á-
róðursgildi, enda eru
liðin milli tuttugu og
þrjátiu ár síðan ég hætti
að vera anarkisti. Það
ískrar bara í mér ánægj-
an, þegar ég hugsa um
alla foreldrana, sem
fara í manndrápsf ýl-
una, sem ég er venju-
lega í á morgnana. Það
er augljóst mál að börn
hlusta ekki á umræddan
dagskrárlið. Þau eru
einfaldlega ekki heima
á þessum tima.
Og viðbrögðin hafa
ekki aldeilis látið á sér
standa.
Ég er með Morgun-
blaðið hérna fyrir fram-
an mig (aldrei þessu
vant) og er búinn að
hlæja mig máttlausan
að simaviðtali blaðsins
við Rikisútvarpið, en á
því er að skilja að Hjört-
ur Pálsson dagskrár-
stjóri telji að Baldur
Pálmason dagskrár-
stjóri hafi, að minnsta
kosti til skamms tíma,
verið ábyrgur fyrir
þessum dagskrárlið, en
Baldur er nýleystur frá
þeirri ábyrgð, svo henni
er lýst á hendur „frú
Silju Aðalsteinsdóttur",
sem greinilega hefur
verið véluð af „ungfrú
Olgu Guðrúnu Árnadótt-
ur" til að taka framan-
greint hugverk til flutn-
ings.
Það er athyglisvert að
tvær síðastnefndu
persónurnar eru alltaf
nefndar með fullu
skírnarnafni, en sá hátt-
ur er jafnan hafður á
þegar fjallað er í blöð-
unum um landráða-
menn, nauðgara og
morðingja.
Morgunblaðið hefur
eftir Hirti Pálssyni að
það sé augljóst „að saga
þessi hafi félagslegan
og pólitiskan tilgang",
svo ekki verður um
villst. Stórglæpur hefur
verið framinn, enda —
eins og segir í Morgun-
blaðinu — „ekki ómögu-
legt að málið komi fyrir
útvarpsráð".
Svíar eru sérfræðing-
ar í því að skrifa þjóð-
félagsleg sænsk á-
róðursrit fyrir fullorðin
börn og það er athyglis-
vert, að einu klámbók-
menntirnar, sem eru
leyfðar hérlendis eru
sænskar barnabækur
um f ullorðið fólk sem er
að gera hitt. Þessar bók-
menntir renna að sjálf-
sögðu út eins og smjör.
Hvað um það. Olga á
sannarlega þakkir skilið
f yrir að koma fólki — þó
ekki væri nema — í eitt-
hvert skap á morgriana.
Áfram með smjörið,
Olga. Það verður hlust-
að á hverjum morgni.
Ég er um þessar
mundir að þýða sænskan
Ijóðaflokk, sem er mjög
i anda sögunnar „Börn-
in, sem taka til sinna
eigin ráða". Ég mun
reyna að fá hann f luttan
i Ríkisútvarpinu, þegar
Olga hefur lokið upp-
reisnarsögu sinni um
börnin i Kanónunni.
Þessi barnaljóða-
flokkur hefst á hugljúfu
litlu Ijóði um þau syst-
kinin Gullu og Gulla,
sem eru að leika sér.
Lag: O, Jesú bróðir
besti
Ulla bara ulla
já ulla segir Gulla
og Gulli segir ulla
já ulla bara Gulla.
Því miður er ég bara
rétt búinn með upphafið
af sjálfum Ijóðaflokkn-
um, en hann mun vænt-
anlega koma í Morgun-
stund barnanna á næst-
unni í heild, ef hann
verður þá ekki talinn
hafa of félagslegan og
pólitiskan tilgang.
Lag: Mamma segir.
Mamma segir, mamma
segir
elsku hjartans ástin min.
Kútursegir, Kútur segir
haltu kjafti druslan þin
Ulla ég hlakka til
alveg skal ég verða snar
asnar og apaspil
eru það nú foreldrar.
Pabbi segir, pabbi segir
ekki sleikja borðhnífinn.
Kútur segir, Kútur segir
haltu kjafti apinn þinn
Ulla ég hlakka til
o.s.frv.
Þetta er sem sagt
langur og hugljúfur
Ijóðaf lokkur, en hér
mun ég láta staðar num-
ið.
Flosi
Heill þér.
Jakobina, en
far veLFranz...
Mörg voru nú vindhöggin hjá
þér, hr. Franz, kennari, þegar þú
gerðir tilraun til að berjast við
búandkonuna þarna að norðan, og
litið varð úr lærdómsstigunum,
sem þú þykist sjálfsagt hafa fram
yfir hana.
Ekki ætla ég mér að blanda
mér i ykkar mál, beinlinis, þess
er minna en engin þörf.
En það var eitt sem þú minntist
á í þinum skrifum, sem er tilefni
þessa bréfs. Þú nefnir eitthvað i
þá veru, mjög svo glaðklakka-
lega, hvers vegna við, þ.e. þjóðin,
séum að eyða stórfé i alla þessa
skóla, fyrst þeir eigi ekki að veita
ykkur hundruð þúsunda i mánað-
arlaun að námi loknu.
Þetta var vist ekki alveg orðað
á þennan veg, en þarna hittirðu
sko naglann'á höfuðið, og þótti
engum mikið, þó eitt högg hitti, af
öllum þeim er upp voru reidd.
Þetta gefur mér tilefni til að
koma á framfæri tillögu, sem ég
er nú raunar búin að ganga með i
nokkur ár, en ekki lagt i að setja
opinberlega fram fyrr. Ekki þar
fyrir, að ég er þess fullviss, að
bæði þú og allir lærdómsmenn
muni telja að svona óendanlega
stórt núll eins og ég, ég ætla
nefnilega strax að upplýsa, að ég
hefi aðeins nokkurra vikna
barnaskóla- og eins vetrar
kvennaskólanámi af að státa, já,
svona núll ætti vist sannarlega,
að ykkar dómi, ekki að vera að
rifa kjaft, svo maður noti klára og
kjarngóða islensku, þá hefi ég
samt bæði gjört það og ætla að
halda þvi áfram.
A minum liðna vel rúmlega 60
ára æviferli hefur enn engum tek-
ist að loka að fullu minum ,,há-
karlskjafti” og vonandi tekst ekki
meðan öndin blaktir i honum,
jafnvel þó ég viðurkenni fúslega
að oft hefur hann komið i veg
fyrir bæði stöðuhækkun og ýmis
konar frama, en hvað um það,
mér likar vel við hann. Fyrir
mörgum árum varð mér að orði
um þennan minn blessaða kjaft:
Við yndisleika er hann fri,
um það flestum semur,
en ýmsa sviður undan þvi,
sem út úr honum kemur.
Þar með hafið þið lýsingu á þess-
um minum likamshluta.
Og þá er það tillagan, og haldið
ykkur nú i eitthvað vel naglfast:
Við eigum svo sannarlega að
stöðva i bili þennan fjáraustur i
skóla. Loka hreinlega öllum skól-
um, sem hafa eldri nemendur en
12—13 ára i svo sem 2—3 ár, og
drifa allan lýðinn, nemendur og
kennara, út i atvinnulifið. Núna
væri einmitt tilefnið, næg verk-
efni, og unglingar og kennarar
raunar lika, hefðu svo sannarlega
gott af að læra, já þetta er ekki
prentvilla, ég segi læra að vinna
fyrir sér með höndum og skrokk,
en hvila þá hausinn i bili.
Fyrir utan allan lærdóminn og
skilninginn, sem þetta fólk öðlað-
ist i lifinu við þessa breytingu,
væri þetta liklega einhver besta
efnahagsráðstöfun sem hægt væri
að gjöra, hvað sem hagfræðing-
arnir kynnu nú að segja um það.
Eftir 2—3 ár opnum við skóíana
á ný, og þá gætu þeir sem vildu
læra, aftur sest á skólabekk og
haldið áfram þar sem frá var
horfið.
Og eitt enn, og ef til vill það
mikilvægasta, fengjum við út úr
tilrauninni. Þessir skólamenn
myndu áreiðanlega hætta þessu
bölvuðu voli sinu, sem nú þykir
svo sjálfsagt. Myndu sem sé
hætta að lita á sig sem pislar-
votta.af þvi þeim er sköffuð að-
staöa til að læra. Og fyrir þetta
imyndaða pislarvætti þeirra á
þjóðin, sem leggur þeim þessa
námsaðstöðu upp i hendurnar, að
borga þeim hverjum og einum
off jár alla þeirra ævi út i gegn, og
vel að merkja, 3 mánuði eftir
dauðann.
Raunar, sé einhver snefill eftir i
kolli ykkar lærdómsmanna nú, af
þeirri heilbrigðu skynsemi og
heilbrigðu sjón, sem Guð eða for-
sjónin, hvort sem þið viljið kalla
það, gaf ykkur iupphafi, þá ættuð
þið, jafnvel án svona róttækra að-
gerða, að geta séð hversu fárán-
leg og litilmannleg ykkar núver-
andi túlkun á afstöðu ykkar er.
En, sem sagt, séuð þið jafn
staurblindir stagkálfar og þið
viljið vera láta, þá væri ekki úr
vegi að reyna þessa tillögu mina.
2—3 ár eru ekki langur hluti af
mannsævinni.
Elinborg Kristmundsdóttir.