Þjóðviljinn - 24.11.1973, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1973.
Haukur — Þór
Framhald af 11 siðu
Hjá Haukum áttu aðeins tveir
menn góðan leik, þeir Stefán
Jónsson og Ómar Karlsson mark-
vörður. Aðrir voru langt frá sinu
besta.
Mörk Þórs: Þorbjörn 7, Sig-
tryggur 8, Ólafur 4, Aðalsteinn 2
og Arni 1.
Mörk Hauka: Hörður 7, Stefán
4, Sigurður 3, Frosti 2, Ólafur 4 og
Guðmundur 2. -S.dór.
Jafnvel
f’ramhald af bls. 3.
teikningum hugsaður sem
geymsluhúsnæði fyrir hvers kyns
tól og tæki kennara. Salurinn er i
kjallara Casa Nova, sem er ný-
bygging Menntaskólans i Reykja-
vik (byggð fyrir rúmum áratug).
Hann er rúmlega 2 metrar á hæð,
tekur 60 manns i sæti en þjónar þó
allri þessari miklu starfsemi i 900
manna skóla. Það segir vissulega
sitt um ástandið.
A skólafundinum samþykktu
nemendur ályktun, þar sem enn
einu sinni er skorað á ráðamenn
þjóðarinnar að hefja raunhæfar
aðgerðir i húsnæðismálum skól-
ans. ,,Nú er svo komið”, segja
nemendur, ,,að okkur stafar stór-
hætta af þvi, að vinna i ■fmktei’um
kennslustofanna. Sumar eru
hriplekar, aðrar gegnumfúnar,
hvergi loftræsting þó þrengslin
séu mikil, og annað eftir þvi.
Höfuðverkur, bakverkir, augn-
Jólabækurnar
BIBLIAN
VASAÚTGÁFA
NÝ PRENTUN
Þunnur biblíupappír
Balacron-band * Fjórir litir !
Sálmabókin
nýja
Fást i bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(fjuöbraitbsstofu
Hallgrímskirkja Reykjavik
simi 17805 opið 3-5 e.h.
Hraðkaup
Fatnaöur i fjölbreyttu úrvali
á alla fjölskylduna á lægsta
fáanlegu verði.
Opið: þriðjud.,. fimmtud. og
föstud. til kl. 10, mánud.,
miövikud. og laugardaga til
kl. 6
Hraðkaup
Silfurtúni. Garðahreppi
v/Hafnarfjarðarveg.
verkur, eyrnaverkur og ýmsir
fleiri verkir þjá okkur. Húsnæðis-
málin valda okkur ýmsum kvill-
um og óþægindum, við verðum að
fá skjóta og raunhæfa lausn á
þessu máli.*'
Eðlilega eru MR-ingar ekki um
of bjartsýnir á árangur áskorana
sinna. Svo oft hafa þeir verið
sviknir að það þykja næstum eðli-
leg málalok i samskiptum þeirra
viö hið opinbera.
En nú ætla þeir sér ekki að sitja
við orðin tóm. Ef undirtektirnar
verða jafn dauflegar nú og
siðustu árin, munu þeir gripa til
róttækari að
geröa: verkföll, kröfugöngur,
mótmælasetur, skæruhernaður
eða annað þess háttar vofir yfir,
ef ekkert verður gert til úrbóta
strax á þessu ári.
Þjóðviljinn mun gera nánari
grein fyrir kröfum nemenda i
Menntaskólanum i Reykjavik i
næstu viku.
—gsp
BHM
Framhald af bls. 16.
sem nemi 5—10 árum vegna
starfsmenntunar þeirra.
En hvaö segja tilvonandi félag-
ar i Bandalagi háskólamanna?
Það kemur fram i fréttatilkynn-
ingu sem blaðinu hefur borist frá
haustfundi Sambands isl. náms-
manna erlendis. StNE segir:
„Kaupkröfur þessar fela i sér
yfirgengilega launahækkun há-
skólamenntuðum til handa”. Sið-
an er fjallað um þá skoðun BHM
að hér riki tiltölulega mikið
launajafnrétti miðað við „raun-
ævitekjur tslendinga”. „Haust-
fundurStNE lýsir megnustu and-
úö sinni á gengdarlausum kaup-
kröfum BHM. Kröfur þessar
miða einvörðungu að þvi að auka
launamisréttið i þjóðfélaginu og
auka efnahagsleg forréttindi há-
skólafólks við þau forréttindi
sem það hefur öðlast með mennt-
un”. Loks lýsir haustfundur SINE
fyllsta stuðningi sinum við þá
kröfu ASt, að laun hærri en 50
þús. kr. á mánuði hljóti ekki fulla
visitöluuppbót.
Svartolía
Kramhald af bls. 1
geta notendur reiknað út frá þvi
sem þeir vita um sina eyðslu.
— Eru vélstjórar ekki smeykir
við svartoliuna? Að hún skemmi
vélarnar?
— Það stafar þá af ókunnug-
leika. En vitanlega þurfa menn
vissa tilsögn og gera sér grein
fyrir þvi sem ber að gæta við
keyrslu vélarinnar við hinar nýju
aðstæður, en þetta er enginn
vandi.
— Þetta hefur gefist vel á
Narfa eða hvað?
Afbragðsvel. Þar er ekkert að,
en það má svona geta þess, að
bilanir eru ekki óþekktar i þeim
skipsvélum sem brenna gasoliu.
En Narfi er eina skipið sem
svartoliubrennsla er enn komin i,
aðrir eru að hugsa sig um virðist
vera. Ég geri ráð fyrir þvi að einn
af japönsku skuttogurunum taki
uppsvartoliu þegar frá liður. Þar
ætti sparnaðurinn að geta numið
3-400 þúsund krónum á mánuði —
og er þá miðað við gamla verðið.
hj—
Fræðslufundur
F’ramhald af bls 5.
aldar. Fundirnir eru með
„seminarsniði”, þ.é. Einar
heldur stutt inngangserindi, en
siðan eru fyrirspurnir og
umræður.
Samfelld saga islenskrar
verkalýðshreyfingar hefur ekki
verið skráð nema fram til 1901.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Mannlif og samfélagshættir
Umræðuhópurinn kemur saman á Grettisgötu 3, mánudag kl. 20.30.
Frá bæjarmálaráði H-listans. Kópavogsbúar.
Umræðuhópurinn um félagsmál kemur saman n.k. mánudagskvöld
kl. 20.30, og tekur þá fyrir eftirfarandi málaflokka: Dagvistunarstofn-
anir, vernd barna og unglinga og rétt íbúa bæjarfélagsins.
Skipulagsmálin verða einnig rædd i skipulagsmálahópnum. Þar
verða m.á. tekin fyrir skipulagning skólahverfa.
Kveðja frá kven-
félagi Hallgrímskirkju
Menn verða þvi að afla sér
þekkingar á þessu sviði með lestri
greina og ýmissa bóka. Einar
Olgeirsson hefir tekið saman
heimildalista yfir einstök timabil
þessarar sögu. Þeir eru afhentir á
skrifstofu Alþýðubandalagsins á
Grettisgötu 3.
Það er æskulýðsnefnd Alþýðu-
bandalagsins, sem stendur fyrir
þessu fræðslustarfi, i náinni
samvinnu við Einar Olgeirsson og
Alþýðubandalagsfélagið i
Reykjavik.
5. bindi af
þrautgóðum
Komið er út 5. bindið af ritinu
„Þrautgóðir á raunastund”, en
það er björgunar- og sjóslysasaga
tslands. Þetta bindi nær yfir
timabilið 1953—1958.
Steinar Lúövíksson hefur skráð
þennan annál en Bókaútgáfan
Hraundrangi — Orn og örlygur
gefa út.
Leiðrétting
t Fiskimálum Jóhanns J.E.
Kúlds i Þjóðviljanum i gær var
villa i 2. dálki, rétt fyrir neðan
myndina. Þar er vitnað i gildandi
fiskmatslög þar sem segir að ráð"
herra skuli setja reglugerðir ogi
erindisbréf um framkvæmd lag-
anna, en við vélritun handrits
hefur þaðbreyst i erindispróf.
Þetta leiöréttist hér með og er
beðið velvirðingar á mistökunum.
Kæri lesandi,—
Ég er með kveöju til þin frá
heilu kvenfélagi. Þær biðja allar
að heilsa þér, konurnar i kvenfé -
lagi Hallgrimskirkju, með þökk
fyrir gamla og góða viðkynningu.
Þær vita af gamalli reynslu, að þú
bregst vel við, þegar þær eiga er-
indi við þig — þvi að smeykur er
ég um, að eitthvað væri ógert enn,
sem unnið hefur verið fyrir Hall-
grimskirkju, ef almenningur i
Reykjavik — og viðar — hefði
ekki brugðist vel við, þegar kven-
félagið hefir óskað aðstoðar. En
hvað er nú um að vera? kannt bú
að spyrja. Málið er ofur einfalt:
Basar i félagsheimili kirkjunnar
laugardaginn 24. nóv. og hefst
klukkan tvö eftir hádegi, og held-
ur áfram fram eftir deginum, og
meira að segja eftir kvöldinu, ef
þörf gerist. Fallegir hlutir verða
á boðstólum, prjónles, leikföng og
heimaunnir munir af ýmsu tagi,
ýmiskonar jólavarningur, kerti
o.fl. Allt fyrsta flokks, — konurn-
ar telja sannarlega ekki eftir sér
erfiðið, fremur en vant er. Til sölu
verða einnig falleg kort og nokkr-
ar bækur.
Nú eru i aðsigi timamót í starfi
Hallgrimskirkju. Aður en varir
veröur þakið tekið ofan af þeim
hluta kirkjunnar, þar sem nú er
messað, og þá tilheyrir hún lið-
inni sögu. En i hennar stað verður
vigð kapella i suður-álmunni, út
frá turninum. Og kvenfélagiö hef-
ir sett sér það mark, að sjá um
altari, ræðustól og skirnarfont i
þennan nýja kirkjuhluta. Og ef að
vanda lætur, verða þær ekki látn-
ar einar um þessi verkefni. Þess
vegna á ég að láta fylgja kveðj-
unni frá kvenfélaginu kæra þökk
fyrir alla hjálp undanfarinna ára,
— og þar á meðal þá aðstoð, sem
veitt hefir verið i sambandi við
þennan basar, sem nú er verið að
halda.
Það skaðar kannske ekki að
minna á, að eitt af guðspjöllum
næstu helgar er sagan af hinni ör-
látu konu, sem raunar hafði ekki
miklu úr að spila, — en gaf samt
riflega i guðskistu musterisins.
Sú saga hefir margoft verið gerð
að veruleika i sambandi við Hall-
grimskirkju i Reykjavik, og á eft-
ir að gerast aftur og aftur um alla
framtið.
Kæri lesari — kvenfélagið biður
að heilsa með óskum um gæfu og
guðs blessun i bráð og lengd.
Jakob Jónsson.
Israelar óráðnir
Gvendarbrunna-
veitingar á
aðaifundi FEF
um þátttöku í
friðarráðstefnu
Gvendarbrunnavatn var eina
hressingin, sem félagsmenn I Fé-
lagi einstæðrá foreldra gátu feng-
iö á aðalfundi sinum að Hótel
Borg I siöustu viku, en ekki settu
fundargestir þaö fyrir sig, að þvi
er segir I fréttatilkynningu.
Að loknum skýrslum um störf
stjórnar og reikninga og sam-
þykkt um hækkað árgiald fór
fram stjórnarkjör. Jóhannal
Kristjónsdóttir var endurkjörinj
formaður. 1 aðalstjórn voru kosin
Hafsteinn Traustason, Þóra
Stefánsdóttir, Ingibjörg Jónas-
dóttir og Bergþóra Kristinsdóttir.
Varastjórn skipa Páll Ingólfsson,
Þórunn Friðriksdóttir og Margrét
Ornólfsdóttir. Endurskoðendur
eru Bogi Þórðarson og Guðbjörg
Þórðardóttir. Þá var greint frá
skipun i starfsnefndir og eru for-
menn þeirra sem hér segir: for-
maður f járöflunarnefndar Auð
ur Haraldsdóttir, form. húsnefnd-
ar, Hafsteinn Traustason, form.
kaffinefndar Anna M. Guðjóns-
dóttir, form. klúbbanefndar
Jónas Þ. Jónsson og formaður
fundanefndar Sigriður Friðriks-
dóttir.
Þá voru jólakort félagsins af-
hent til dreifingar og sölu, og
borgarstjóri Reykjavikur flutti á-
varp og svaraði spurningum.
Félagar i FEF eru nú um 2400
talsins.
Enginn er-
lendur togari
fyrir suð-
vestan
landið
Landhelgisgæslan lét fljúga
gæsluflug yfir miðin fyrir suð-
vestan landið í gær. Voru þá engir
útlendir togarar á þeim slóöum,
en þess má geta að þetta svæöi er
lokað fyrir Breta til áramóta.
Bretarnir munu vera fjöl-
mennastir fyrir vestan, og
Vestur-Þjóðverjar eru þar einnig,
en mjög djúpt út af Halanum.
A Vestfjarðarmiöum mun vera
norð-austan strekkingur, 6
vindstig, og nokkur hætta á
isingu. —úþ
Arabar eignist atómvopn, ráðleggur Heykal
KAIRÓ, TEL AVIV 23/11. — tsra-
elsmenn lögðu í dag fram tillögu
varðandi breytingu á núverandi
vopnahléslinu, og var það gert á
fundi israelskra og egypskra her-
foringja við veginn milli Kairó og
Súes. Bæði ísraelsmenn og
Egyptar segja viðræðurnar
ganga stirt, en Siilasvuo, yfir-
maður friðargæsluliðs Sam-
cinuðu þjóðanna, segir deilu-
aðila hafa komist að samkomu-
lagi um mörg mikilvæg auka-
atriði.
Hinn kunni egypski greina-
höfundur Múhameð Heykal
skrifaði i A1 Ahram í dag að
Arabaríkin ættu að verða sér úti
um kjarnorkuvopn, og lagði til að
það mál yrði tekið fyrir á ráð-
stefnu forustumanna i Alsirborg.
Hann sagði að upplýsingar frá
Bandarikjunum og Frakklandi
bentu til að ísraelsmenn
annaðhvort ættu kjarnorkuvopn
eða gætu komið sér þeim upp með
stuttum fyrirvara.
Abba Eban, utanríkisráðherra
tsraels, kom i dag heim frá
viðræðum við Kissinger I
Washington. Hann segir Banda-
rlkin óska þess að friðarráð-
stefnan um Austurlönd nær
hefjist um miðjan desember, en
ísraelsmenn vilja engu lofa um
þátttöku sína i ráðstefnunni fyrr
en að afstöðnum þingkosningum,
sem eiga að fara fram I tsraeí
þritugasta og fyrsta desember.
Ráðkona óskast í sveit
Með jólabókafóðinu árið 1972
skoiaði á land fyrstu bók ungrar
skáldkonu, Snjólaugar Braga-
dóttur frá Skáldalæk, en bók sina
nefndi hún NÆTURSTAÐ-
UR — brot úr lifi borgar-
barna —. Hin unga skáldkona lét
þess þá getið að hún skrifaði fyrir
venjulegt fólk en ekki eftir pöntun
sérlundaðra gagnrýnenda.
Nú hefur Snjólaug sent frá sér
aðra bók sína, RAÐSKONA
ÓSKAST I SVEIT — má hafa
með sér barn —. Þetta er saga
um unga konu úr Reykjavik, sem
ræðst á fámennt sveitaheimili
norður i landi. Ýmsir erfiðleikar
mæta Reykjavikurfólki i fyrsta
sinn i sveit og þarna skiptast á
skin og skúrir. A heimilinu eru
tveir uppkomnir synir. Varla þarf
að spyrja að þvi að ást kviknar,
en á erfitt uppdráttar sökum
margháttaðs misskilnings, en þó
fer þetta allt eins og þvi var lik-
lega ætlað að fara
RAÐSKONA ÓSKAST 1 SVEIT
er sett i prentstofu G. Benedikts-
sonar, prentuð i Prentsmiðjunni
Viðey og bundin i Arnarfelli.
Káputeikningu gerði Hilmar Þ.
Helgason. Otgefendur eru örn og
örlygur.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
SIGURB JARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR
Egill Gislason
Erna Egilsdóttir
Sigurdís Egilsdóttir
Asgeir Egilsson
Einar Guðbrandsson
Sigurgeir Bjarnason