Þjóðviljinn - 24.11.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 VERKALÝÐSHREYFING OG SÓSÍALISMI Fræðslufundur á veg- um Alþýðubandalagsins Sýning Jóhanns í Keflavík Góð aðsókn hefur verið að málverkasýningu Jóhanns G. Jóhannssonar i Iðnaðar- mannahúsinu i Keflavik, en sýningin var opnuð um siðustu helgi. Um helmingur mynd- anna á sýningunni hefur þegar selst og um 700 manns hafa komið á sýninguna. Nú um helgina eru siðustu forvöð að sjá sýningu Jó- hanns. Hún verður opin kl. 4—10 s.d. i dag og á morgun og lýkur annaö kvöld. Athugasemd: Gott bókasafn á elliheimil- inu Grund Alfreð Gislason læknir hafði samband við blaðið og bað það að koma á framfæri athugasemd vegna ummæla borgarstjóra i Morgunblaðinu um bókasafns- þjónustu við aldraða, öryrkja og blinda. Alfreð sagði, að á elli- heimilinu Grund væri um 5000 binda safn fyrir utan timarit, og þar störfuðu að jafnaði þrir bóka- verðir og einn maður, sem bindur inn bækur, svo að það er langt frá þvi að gamla fólkið á Grund sé af- skipt á þessum vettvangi. Wilma Keading og John Hawkins. Aðrir tónleikar með Wilmu, Hawkins og 18 manna hljómsveit FÍH Söngkonan Wilma Reading, hljóðfæraleikarinn og stjórnand- inn John Hawkins og 18 manna hljómsveit Félags islenskra hljóðfæraleikara munu halda aðra tónleika og að þessu sinni við betri skilyrði en Austurbæjarbió býður upp á. Nú munu þau leika i Háskólabiói, annað kvöld, sunnu- dagskvöld, klukkan 23:30. Tónleikar þessir verða teknir upp af sjónvarpinu. —úþ Siðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn i risinu á Grettisgötu 3 fvrsti fundur náinshóps um sögu islenskrar verkalýðshreyfingar og sósialisma undir ieiðsögn Kinars Olgeirssonar. Einar Ijallaði um fyrstu ár verkalýðs- hreyfingarinnar á islandi. arf vinnandi stétta og þá hugsjóna- strauma er bárust hingað frá útlöndum i lok siðustu aldar. Nú cr l’jóðhátiðarnefnd að scnda út á markaðinn þrjá vegg- skildi eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur listakonu. Illaut Sigrún fyrstu og einu verðlaunin i samkeppni um gerð skjaldanna sem haldin var á vegum nefndarinnar. Veggskildirnir eru framleiddir úr postulini hjá hinu þekkta danska listmunafyrirtæki Bing og Gröndahl. Eru þeir gerðir með nýrri tækni sem fyrirtækið hefur ekki reynt áður en tókst mjög vel. Tveir skjaldanna eru Um 20 manns voru á þessum fyrsta fundi og vár mikill áhugi rikjandi hjá fundarmönnum. Rétt er að vekja athygli á þvi, að námshópurinn er siður en svo lokaður. beir, sem ekki gátu komið þvi við að mæta á siöasta fundi. eru velkomnir á næstu fundi. Um það bil tólf fundir verða haldnir i vetur og verður saga með áletruninni Island 874-1974 en sá þriðji með Landnám 874-1974. Sigrún fór út til Danmerkur fyrir uþb. ári og vann alla undir- búningsvinnu að gerð skjaldanna isamráðivið verksmiðjuna. Urðu stjórnendur hennar svo hrifnir af handbragði listakonunnar á skjöldunum aö þeir réðu hana til að gera fyrirmyndir að þeirra eigin söluframleiðslu. Verð skjaldanna þriggja er kr. 7.205 en þeir verða ekki seldir hver um sig heldur einungis i islenskrar verkalýðshreyfingar rakin i réttri timaröð. Fundir verða alltaf i risinu á Grettisgötu 3, á miðvikudagskvöldum kl. 20.30. A næsta fundi mun Einar fjalla um timabilið 1901 — 1916, og e.t.v. verða tekin til frekari athugunar ýmis atriði i sögu verkalýðs- hreyfingarinn.ar i lok siðustu Framhald á 14. siðu settum. Utan um þá er sérstakur gjafakassi. Skjöldunum er dreift af O. Johnson og Kaaber og Sam- bandinu en bjóðhátiðarnefnd hefur samið við þessa aöila um dreifingu á öllum minjagripunum sem hún lætur gera. -bH Aukasýning á Elliheimilinu Vegna mikillar aösóknar verð- ur höfð aukasýning á leikritinu Elliheimilinu kl. 15 i Lindarbæ i dag. Leikurinn hefur nú verið sýndur 18 sinnum við ágæta að- sókn. öreigar, inynd Kinars Jónssonar. Mannleg náttúra undir Jökli Komin er út hjá Erni og örlygi inannlifssaga bórðar llalddórs- sonar frá Dagverðará. Hefaskyttan, list málarinn, skáldiðog sagnaþulurinn, bórður frá Iíagverðará, er löngu lands- kuniiur inaður, enda gnæfir hann upp úr liópi siima saniferða- nianna og sésl langt að eins og sjálfur Jökullinn. „Undir Jökli verður enginn vændur um ósannsögli”, segir bórður frá Dagverðará, ,,þvi að þar getur enginn sagt frá neinu svo óvcnjulegu eða ósennilegu, að það hafi ekki gerst þar eða eigi el'tir að gerast. bar segja þeir einir ósatt, sem láta sér það um munn lara, að Jökullinn sé eins og hver annar jökuli og mannlif þar eins og hvarvelna annars staðar”. ()g hið sama gildir um bórð. Um hann segir sá ósatt sem lælur sémnLjnunn fara að hann sé eins og hver annar venjulegur maður. l>að er Loftur Guðmundsson, rithöl'undur, sem færir minningar bórar i letur. Ekki spillir bókinni að hinn kunni listamaður, Ragnar Kjartansson, myndskreytir hana, en Ragnar er alinn upp undir Jökli og nauðaþekkir sögusviðið. bess má til gamans geta, að einn þeirra sem kemur mikið við sögu hjá bórði er einmitt faðir Itagnars, séra Kjatan Kjatansson, hugvitsmaður og þúsundþjalasmiður. Ríkisstofnan- ir út á land? éllafur Jóhannesson forsætis- ráðherra svaraði á alþingi á mið- vikudag fyrirspurn frá Magnúsi Jónssyni um staösetningu opin- berra stofnana. Forsætisráðherra las greinar- gerð frá formanni nefndar þeirr- ar, sem falið hefur verið að at- huga möguleika á að flytja ein- stakar opinberar stofnanir að ein- hverju eða öllu leyti út á land. Formaður nefndarinnar er dr. Ólafur Ragnar Grimsson. bað kom fram aö nefndin hefur komið sér niöur á ákveðin atriði, sem leggja verður til grundvallar i þessu sambandi, og framkvæm- ir nú umfangsmikla athugun á 150 rikisstofnunum, hvað staðsetn- ingarmál varðar. Nú þegar hefur verið rætt við 100 forstöðumenn stofnana og afl- að gagna, og tekin hefur verið af- staða af nefndarinnar hálfu varð- andi 50 þessara stofnana. Áformað er að nefndin skili tillög- um sinum i febrúar n.k. Rætt hefur verið um möguleika á útibúum ýmissa opinberra stofnana úti um land. FURÐUSAGA ÚR BÓKAVERSLUN 600 kr. verðmunur á sömu eldgosbók Eins og menn vita er margt kyndugt í verö- lagningu bóka. En eitt sérlega fátitt dæmi blasir viö i bóka- verslunum þessa daga: ein og sama bókin kostar ýmist 1582 kr. eða 995 kr. Bókin er gefin út hérlendis: Eldgosið I Vestmannaeyjum, eftir Árna Gunnarsson frétta- •mann, prýdd mörgun myndum, flestum i lit. Eini munurinn sem sjáanlegur er á bókum, sem hafa svo misjafnt verðlag, er að bók meö enskum texta kostar 995 krónur, en bók með islenskum texta 1582. Nú skal þess að visu getið að enska útgáfan kom nokkru fyrr. En á hitt er að lita, aö kostnaður vegna mynda sem er mjög mikill i slíkri bók, hlýtur að vera hinn sami fyrir báðar útgáfur, og auk þess fylgir þvi kostnaður að þýða texta Árna yfir á ensku. Nema að bókin hafi verið þýdd úr ensku, eða hvað? 1 eina bókaverslun kom á dögunum roskin kona, ættuð úr Vestmannaeyjum, og langaði i þessa bók. Hún velti báðum útgáfum fyrir sér um stund, en ákvaö svo að taka þá ódýrari, enda þótt hún kynni ekki ensku. Myndirnar eru þær sömu, sagði hún. Gjafakassinn meö veggskjöldunum þremur eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur. Þjóðhátíðarnefnd: Sendi frá sér þrjá veggskildi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.