Þjóðviljinn - 29.11.1973, Side 14

Þjóðviljinn - 29.11.1973, Side 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐVIL.JINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973. Fundir í fimm kjörhverfum Borgarsitjórnarkosningar og stjórnmálaviðhorf "t kvöld, fimmtudag 29. nóvem- ber boðar Alþýöubandalagið i Reykjavik til funda i fimm kjör- hverfum. Þar verður kynnt það starf, sem nú er unniö á vegum félags- ins og þær hugmyndir, sem fé- lagsstjórnin hefur haft til umræöu um hrlð. Stjórnmálaviðhorfin verða rædd i ljósi síöustu atburða og þess v.anda, sem nú biður úr- lausnar stjórnvalda. Gerð verður grein fyrir þeim umræðum, sem verið hafa um framboö til borgarstjórnar næsta vor. Þess er vænst, að sem flestir Alþýðubandalagsmenn i viðkom- andi hverfum sitji fundina og láti þar f ljós skoöanir sinar á þessum mikilvægu málum. Breiðholts-, Breiöagerðis- og Alftamýrarskóla'hvcrfi Fundur I Lindabæ kl. 20.30. Undirbúningur borgarstjórnar- kosninga: Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi. Stjórnmálaviðhorfin: Svavar Gestsson, ritstjóri. Sjómannaskóia- og Austurbæjar- skólahverfi. Fundur að Grettisgötu 3 kl. 20.30. Undirbúningur borgarstjórnar- kosninga: Adda Bára Sigfúsdótt- ir, borgarfulltrúi. Stjórnmálaviðhorfin: Magnús Kjartansson, ráðherra. Alþýðubandal^gsmenn fjölmennum. Magnús Adda Bára Skógstrendingamót Eins og getið hefur verið um var ný kirkja vigð á Breiöabóls- stað á Skógarströnd i september s.l., en kirkjubruni varö á staðn- um haustið 1971. Burtfluttir Skóg- strendingar hjálpuðu heima- mönnum að byggja nýju kirkjuna og gekk verkið vel. Skógstrendingar, búsettir I Reykjavik og nágrenni, ætla nú að koma saman til viðræöu- og 50 manns gista nú á Hótel Sögu Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Guðmundssyni hótel- stjóra á Hótel Sögu veröa fyrir- hugaðar rekstrarbreytingar ein- vörðungu i Atthagasalnum, það er þær að þar veröa væntanlega vinveitinga- og matarlausir dans- leikir, og ekki fyrirhugað aö breyta rekstri i öörum sölum hótelsins. Þvi mun aöeins um að ræöa þrjá þjóna á þvi hóteli sem hugs- anlega verður sagt upp störfum. Um 50 manns gista nú Hótel Sögu, og er það 40% nýting gisti- rýmis. Meðalgistinýting á hótel- inu þerinan mánuð taldi Konráð að yrði um 70%. Er þetta svipaö þvi sem veriö hefur á sama árs- tima fyrr. —úþ Dagbók Offsetprents „Dagbók viðskiptanna”, sem Offsetprent hf. hefur gefið út um langt árabil, er nú komin út fyrir arið 1974 — þjóðhátiðarár. Bókin er i aðalatriðum meö sama sniði og áður, enda hentar hið mjóa og háa brot vel fyrir þann tilgang, sem hún á að full- nægja, að vera fyrst og fremst til hjálpar kaupsýslumönnum og öðrum við að skrifa hjá sér minnisatriði af ýmsu tagi. Offsetprent hefur einnig gefið út vasabók fyrir 1974 með daga- tali, eins og mörg undanfarin ár. t þeirri bók eru lika margvislegar hagnýtar upplýsingar fyrir al- menning. Auglýsinga- síminn er 17500 skemmtifundar laugardaginn 1. des. kl. 8.30 um kvöldið i salar- kynnum Grænmetisverslunar landbúnaöarins, Siðumúla 34. Þar verður kaffidrykkja og sýndar verða myndir og spilað. Allir Skógstrendingar eru velkomnir. Loðnunætur Framhald af bls. 16. manns upp i 14 menn á þeim stærstu. Ekki mun það teljast nein kúnst að manna loðnubát- ana. Um 90 bátar komu við sögu loðnuveiðanna i fyrra, og sagðist Kristján eiga von á nokkurri aukningu við þessar veiðar i ár, 15-20 bátum til viðbótar. Loðnuvertiðin byrjaði almennt I lok janúar siðast,en nokkru fyrr árið þar áður, og siðast stóð hún til marsloka, sem er einstakt. „Eini skugginn á þessari loðnu- spá er sá, að fiskifræðingar spá eitthvað minna magni en t.d. i fyrra, sem ekki eigi þó að þýða minni veiði, nema að þvi leyti að hún standi styttra við”, sagði Kristján, „en það er ákaflega þýðingarmikið bæði upp á nýt- ingu verksmiðjanna, og auðvitað ekki hvað sist upp á möguleikana til þess að frysta loðnuna. Oft er ekki hægt að frysta loðnuna til að byrja með, þvi þá eru hrognin ekki orðin nægilega þroskuð. Frysting á loðnu mun örugg- lega verða meiri i ár en áður. Hún verður verðmætari þannig, þvi hún selst á miklu hærra verði eft- ir þvi sem meira er af kvenloðnu i frystri einingu, og likurnar fyrir þvi að meira verði af kvenloðnu i frysta aflanum nú eru miklu meiri en áður, þvi komið hefur verið fyrir vélum til að flokka kvenloðnu frá karlloðnu”. _úþ Skattsvik Framhald af bls. 1 tilfinningunni að betur sé fylgst með tekjum þeirra en búskap hinna sem meira hafa umleikis. Areiðanlega er mjög erfitt að koma við fullkomnu eftirliti með framtölum söluskattgreiðenda, en þeir skipta þúsundum i Reykjavik einni. Má búast við þvi að ýmsir þeirra falli i freistni ef þeir eiga ekki von á virku eftirliti og aðhaldi. Köniuiu á vcgum Þjóðviljans leiðir i ljós, að matvöruverslanir kaupmanna i Reykjavik hljóta aö liggja undir mjög sterkum grun um misferli i framtölum til sölu- skatts. Bendir könnunin til þess að smákaupmenn þessir stingi i cigin vasa miljónatugum árlega sem ættu að falla til rikisins í formi söluskatts. A morgun verð- ur gerð grein fyrir þessu hér i blaðinu. h j — Jafnlaunaráð Framhald af bls. 1 efni, og gera tillögur til breytinga til samræmis við tilgang þessara laga. 3. Stuðla að góðri samvinnu við samtök atvinnurekenda og launa- fólks svo og aðra þá aöila, sem kjaramál snerta, svo að stefnu og markmiði laga þessara verði náð með sem eðlilegustum hætti. 4. Taka til rannsóknar af sjálfs- dáðum, hver brögð kunna að vera að misrétti i kjaramálum aö þvi leyti, er lög þessi varðar. Opin- berum stofnunum svo og félags- samtökum á vinnumarkaði er skylt að veita Jafnlaunaráði hvers konar upplýsingar hér að lútandi. 5. Taka við ábendingum um brot á ákvæðum laga þessara og rannsaka málið af þvi tilefni og senda að rannsókn lokinni máls- skjöl til þeirra aðila, sem málið snertir. Ennfremur segir i lögunum um Jafnlaunaráð, að „fallist atvinnu- rekandi ekki á tilmæli ráðsins, er ráðinu heimilt, i samráði við starfsmanninn, að höfða mál i umboði hans til viðurkenningar á rétti hans”. Það var Svava Jakobsdóttir, al- þingismaður, sem hafði frum- kvæði að þessari nýju lagasetn- ingu um Jafnlaunaráð. Bréf til blaðsins Framhald af bls. 2. tvenna tima. Hætt er við að Ólaf- ur Thors hefði leikið þessa rullu betur. Meira að segja Gunnar Thoroddsen dettur út úr rullunni. Visir, sem er hans málgagn, telur það einn versta galla samnings- ins, að ennþá geti Haagdómstóll- inn haft afskipti af málinu. Ætlaði Gunnar annars ekki að vinna málið fyrir okkur fyrir Haagdóm- stólnum? Auðvitað er þetta bull. Bretar hefðu aldrei gert neinn samning, ef þeir treystu á Haag- dómstólinn. Til voru þeir, þó ekki margir, sem töldu, að Alþýðu- bandalagið hefði átt að slita stjórnarsamvinnunni vegna þess- ara samninga. Ekki hefði það komið i veg fyrir samninga, þeir voru staðreynd, og ekki var ihald- inu betur trúandi til að fram- kvæma þá. Visl eru þeir margir og það i öllum flokkum, sem töldu jafnvel ástæðulaust að gera nokkra samninga við Breta. En þó að þessir samningar séu gall- aðir verður ekki sagt aö þeir séu beinlinis brot á stjórnarsáttmál- anum. Komi það hinsvegar fyrir, að einhver aðila núverandi rikis- stjórnar sviki þann sáttmála sem ég vona að ekki verði, þá er það hann, sem rýfur stjórnarsam- vinnuna. En Alþýðubandalagið ætti ekki að fara úr rikisstjórn bara af þvi að ihaldið vill það og Geir og Gylfa langar i ráðherra- stóla. Fyrrverandi krati. HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1973 DREGIÐ Á ÞORLÁKSMESSU EFLUM ÞJÓÐVILJANN Sumarhótelið Hallormsstaö Vinningar eru að þessu sinni niu, allt ferðir fyrir tvo. Attundi vinningurinn er vikudvöl fyrir tvo á sumarhótelinu Hallorms- stað. Innifalin er flugferð frá Reykjavik til Egilsstaða og bflferð þaöan til Hallormsstaðar. Verögildi þessa vinnings er kr. 35.000,00. Hallormsstaðaskógur er einn af fallegustu stöðum hérlendis. Skógurinn nær niður að Leginum og þar mætast gróðurinn og vatniö. Ekki hafa allir Islendingar komið i Hallormsstaðaskóg, en allir hafa þó heyrt um Atlavik. Þangað er skammt frá hótel- inu. FÉLAG ÍSÉZKRA HUðMUSTARMANNA': útvegar jyður hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17 UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI fm H si Indversk undraveröld. Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölbreytt úrval af austurlenskum skraut- og listmunum m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakka, smádúka, batik-kjólefni, indversk bómullarefni, töfl úr margskonar efniviði, málmstyttúr, vörur úr bambus og margt fleira nýtt. Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis- kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér i Jasmin I.augavegi 133. Otför elskulegs föður, afa, bróður og tengdaföður, VIGFÚSAR JÓNS EINARSSONAR rafvirkjameistara, er andaðist 23. þ.m„ fer fram frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 30. nóv. kl. 10.30 f.h. Fyrir mina hönd og annarra ættingja, Inga Rún Vigfúsdóttir Garcia. Góðfúslega endurnýið fgrir helgina. Dregið í 8. fl Kl. 5.30 á mánudag. Happdrætti DAS.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.