Þjóðviljinn - 29.11.1973, Síða 15

Þjóðviljinn - 29.11.1973, Síða 15
 Fimmtudagur 29. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINNSÍÐA 15 Bóndi, sem bjó i nokk- urra kilómetra fjar- lægð frá kaupstað, settist á reiðhjól sitt einn daginn og hjólaði i kaupfélagið. Kominn heim heilu og höldnu sagðist honum svo frá: — Ég var alls ekki viss um að ég kæmist heim með flöskuna ó- brotna, eins og veg- irnir eru slæmir, svo ég sturtaði henni i mig. Ég var sann- spár, þvi sex sinnum á heimleiðinn hafnaði ég úti i skurði! FIDE 50 ára á næstaári Alþjóðaskáksambandið verður fimmtiu ára á næsta ári, þann 20. júli, og hefur þar- afleiðandi verið skorað á alla áhangendur iþróttarinnar að láta að sér kveða á árinu. Skáksambandi Puerto Hico hefur verið falið að gera af- mælispeninga úr gulli, silfri og bronsi og munu þeir falla i skaut þekktum skákmönnum og framámönnum i skákheim- inum. Hápunktur þessa afmælis- árs verður OL-skákmótið, sem hefst i Nizza 5. júni i sumar. Heimsmeistarakeppni stúd- enta hefst i Teeside i Englandi 8. júli og heimsmeistara- keppni unglinga verður háð á Filipseyjum. Evrópukeppni unglinga verður i Groningen i Hollandi. Pakistan hefur nýverið gersta aðili að FIDE, en Jórd- ania, Nepal og Zaire hafa æskt inngöngu. Salon Gahlin Hlutverk karlmanna? Ætli það sé ekki að brúa bilið milli kynjanna, eins og fyrri daginn. HÚSIÐ Eitt af þvi, sem ég hef ánægju af. er að skoða gömul og smáskritin hús eða húshluta hér i borginni. (Qg hafði verulega gaman af að sjá þetta hús á baklóð við Krekkustfginn og minnti mig á ævintýrið um Hans og Grétu og fallega kökuhúsið. llús þetta mun vera i eigu borgarinnar, og mér finnst sá. sem þarna ræður húsum, hafa gert rétt f þvi að skreyta það með biómum og laufum. Saga frá Ítalíu: Verkafólk tvö- faldaöi afköstin Herald Tribune skýrir frá þvi nýlega i frétt, að italski verksmiðjueig- andinn Rinaldo Repetto, sem rak 27 manna málmsmiðaverkstæði i Ovada á ítaliu, hafi fyrir rúmu ári ákveðið að draga sig út úr fyrirtæk- inu og leyfa verkafólk- inu að reka fyrirtækið. Hann var orðinn þreytt- ur á eilifum vinnudeil- um og svo var hjartað farið að gefa sig. Tiu af 27 verkamönnum, sem hjá honum unnu, tóku tilboðinu og hafa nú rekið verkstæðið i eitt ár með ágætum árangri. ,,Þetta var erfitt i byrjuninni”, sagði Fanny Barboro, eina konan meðal eigendanna, ,,en nú höfum við greitt aliar skuldir og á næsta ári sýnir fyrirtækið gróða, sem við ætlum að skipta jafnt milli eigenda eftir lögleyfðar afskriftir og greiðslu opinberra gjalda.” Hópurinn keypti málmbirgð- irnar af fyrri eiganda, en greiða honum árlega leigugjald af verk- smiðjunni. Að auki réðu þau Rinaldo, sem er 64 ára gamall, sem verksmiðjustjóra. Allir með sömu laun Hópurinn tekur sömu laun, um 2dollara á timann, og réði 7 nýja starfsmenn á sömu kjörum. ,,Nú, þegar við höfum beinna hagsmuna að gæta, en augsýni- legt að við gerum okkar besta til að auka framleiðni og ágóða,” sagði einn starfsmannanna. Sautján manna starfslið hefur nær tvöfaldað framleiðsluna, þrátt fyrir það að starfsliðið er 10 mönnum færra en árið áður. Verksmiðjan framleiðir málm- hluta fyrir stærri fyrirtæki. ,,Það er ekkert undarlegt, að þeir ná þessum árangri”, sagði verkalýðsleiðtogi i bænum. ,,bau vinna lengur en aðrir og hafa ekk- ert hlé & vinnunni. Stundum vinna þau á helgidögum.” Hinir nýju eigendur eiga að koma saman einu sinni i mánuði til að taka ákvarðanir, en sur»»r sögðu, að flestum þessara mán- aðarlegu funda hefði verið frest- að, og er það hald margra, að flestar ákvarðanir séu teknar af fyrrverandi eiganda. Hörð gagnrýni Konan, sem vitnað var til áðan, sagði um þetta : ,,Við höfum orðið vör við harða gagnrýni frá mörg- um, enda er margt fólk, sem ekki þolir þá staðreynd að viö, venju- legt verkafólk, höfum sannað að við getum rekið fyrirtæki og það með mestu ágætum.” Þá er að geta þess i lokin að fjarvistir eru mikið vandamál i itölskum iðnaði, þetta frá 15 til 21%, en það tók fyrir allar fjar- vistir þegar hinir nýju eigendur tóku við fyrirtækinu, og þeir lengdu vinnuvikuna frá 40 stund- um upp i 50 stundir. Tökum ofan fyrir Sveinbjörgu! Við hér á ritstjórninni fengum aldeilis að finna fyrir þvi hve sunnudagskrossgátan er vinsæl. Einhverra hluta vegna féll niður lykilorðið, og það stóð ekki á hringingum hingað. Við vissum ekki frekar en lesendur hvert lykilorðið .átti að vera, en i fyrra- dag kom bréf til okkar frá Svein- björgu Guðmundsdóttur, Löngu- brekku 19, Kópavogi. Hún var bú- in að ráða krossgátuna og finna sjálf lykilorðið og segir i bréfinu með mestu rósemd: Það er nú betra að fá lykilorðiö gefið! Lykilorð Sveinbjargar er KURL og hún setur það i fjóröu linu að ofan þar sem er pláss fyrir fjög- urra stafa orð, undir tölustöfun- um 22(K), 7 (U), 2 (R) og 14 (L). Þannig geta þeir sem enn hafa sunnudagsblaðið við höndina sett inn oröið KURL, en við tökum of- an fyrir Sveinbjörgu! 75. SIDAN UMSJÓN: SJ HITT OG ÞETTA Vantar venjara Færeyingar kalla þjálfara ,,venjara”, og Fjórtándi sept- ^ember skýrir frá þvi á dögun- um að liðið t.F. i Fuglafirði hafi hug á að fá Sölva Oskars- son sem venjara, en ,,...ætl- ingin er að melda fýra lið til komandi honbóltskapning um föroyameistaraheitiö. Tey vera i meðaldeildini, gentu- deildini, smágentudeildini og i pinkulingadeildini. .” Andrew nokkur Chapniann gerðist póstmaður i bænum IJandough i Wales. Hann varð snemma þreyttur á starfinu og i stað þess að dreifa póslin um samviskusamlega henti hann honum i hrúgu heima hjá sér. Þar fann lögreglan bunk- ann þegar ljóst var orðiö að ekki var allt með felldu i sam- bandi við póstburðinn. Chap- man, sem er aðeins 23ja ára, var dæmdur i ársfangelsi fyrir sluksið. Þegar Morgunblaðið fór i off- set, breyttist nafnið á prent- og setjarasal i Tæknideild. Þá kom fram tillaga meðal blaða- manna að ritstjórnarskrifstof- urnar skyldu framvegis heita Hugvisindadeild! ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM ESSO STÖÐIN BORGARNESI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.