Þjóðviljinn - 04.12.1973, Page 2

Þjóðviljinn - 04.12.1973, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. desember 1973. Frá Máli og mentiingu: Með storminn í ið og Aldateikn Ennfremur bækur um Allende Chileforseta og ljóð eftir Ödegárd fang- Brynjólfur Hjarnason Kjörn Th. Hjörnsson Næstu dagana eru vænt- anlegar á bókamarkaðinn frá Máli og menningu f jög- ur rit: ritgerðasafn eftir Brynjólf Bjarnason, fyrr- um menntamálaráðherra, i tveimur bindum, þættir úr myndlistarsögu eftir Björn Th. Björnsson, bók um Allende Chileforseta og Ijóð eftir norska skáldið Knut Ödegárd, þýdd af Einari Braga. Kitgerðasaf'n Brynjólfs Bjarna- sonar ber heitið Með storminn i langið og er safn af greinum og ritgerðum frá timabilinu 1937- 1972. Eru ritgerðirnar flestar stjórnmálalegs efnis og má lesa út úr þeim að miklu leyti sögu þessa timabils, þó einkum þeirra stjórnmálasamtaka, sem Brynj- ólfur átti hlut að á þessu tima- skeiði, Kommúnistaflokks Is- lands, Sósialistaflokksins og Al- þýðubandalagsins. Má ekki sist geta þess að þarna er að finna gotl yfirlit yfir sögu Sósiaiista- flokksins frá slofnun hans til endaloka. t>á eru i bókunum ræð- ur um menningarmál og listir, auk þess sem þar koma fram at- hyglisverðar svipmyndir af mörgum samtimamönnum höf- undar. Bækurnar, sem báðar eru pappirskiljur, eru um 300 bls. að sta:rð hvor. Ræðunum og ritgerð- unum i þeim er raðað i timaröð, sem gerir þær enn aðgengilegri aflestrar fyrir þá, sem lesa þær með það lyrir augum að fá út úr þeim siigulegt yfirlit yfir þann ör- lagarika þátt tslandssögunnar, sem Ijallað er um. Aldateikn nefnisl bókin eftir Björn Th. Björnsson, listfræðing. Sonur minn Sinfjötli fær góða dóma i Noregi Þjóöviljanum hafa borist nokkrir ritdómar norskra blaða um skáldsögu Guðmundar Dan- ielssonar Sonur minn Sinfjötli, sem nýlega kom út i Noregi. Sag- an hlýtur mjög lofsamlega dóma. Þetta er fyrsta verk Guömundar á norsku og heitir á þvi máli Son- en min Sinfjötle. t fjórum norskum blööum, þ.á m. Nationen i Osló, hefur birst langur ritdómur eftir hinn þekkta skáldsagnahöfund Knut Hauge undir fyrirsögninni „Fascinerande islandsk roman” eöa „Hrífandi islensk skáld- saga”. Þar segir m.a.: Þetta er róman, sem i frumleg- um tiðar- og umhverfislýsingum verkar raunsær og sannsöguleg- ur. Meö frjósömu imyndunarafli og sterkri innlifun hefur Daniels- son gengið inn i þessa forsögulegu tima og fundið þar lifandi mann- eskjur. Það er hrifandi mynd, sem hann dregur upp af germ- önsku og norrænu menningarlifi áöur en kristindómurinn hefur náð svo langt til noröurs. Efniö er sótt til Völsungasögu, og margar af persónunum eru nefndar i öðr- um heimildum. Þetta er skáld, sem hefur gefið þeim lif. Þetta er sannarlega skáldsaga, sem held- ur áfram aö lifa i huga manns lengi eftir aö bókin hefur verið lögö til hliöar. Vist er þetta ættar- saga meö rætur aftur til gullald- arinnar i islenskum skáidskap, en þetta er samt án minnsta vafa persónulegt og sjálfstætt verk, og á margan hátt nútimalegur sál- fræöilegur róman. Mannlýsing- arnar eru með miklum ágætum, ekki sist kvenlýsingarnar. Knut Hauge rekur efni bókar- innar og hrósar lika efnistökum höfundar, telur þetta lika aktúela skáidsögu meö margar hliöstæö- ur við okkar eigin tima. Hauge segir aö þaö sé næstum óskiljanlegt aö verk Guömundar skuli ekki fyrr hafa veriö þýdd á norsku. „Heföi hann lifaö og skrifaö meöal fjölmennari þjóö- ar, mundi hann aö mfnu áliti vera einn af hinum stóru i bókmennta- heiminum”, segir Hauge. f Oslóarblaöinu „Dag og Tid” birtist 9. nóv. alllangur ritdómur um „Sonen min Sinfjötle” eftir dr. Ivar Orgland lektor, undir fyrirsögninni: Ruvande islandsk roman-forfatter. Um „Sonen min Sinfjötle” segir þar meðal annars: .....„Sonen min Sinfjötle” er bók, sem er ekki aöeins spegil- mynd af samskiptum fólks i forn- öld, heldur einnig af samskiptum þjóöa i okkar eigin samtiö. Einn af meginþáttum bókarinnar er sjálfstæöisbarátta minnihluta þjóöarbrots, sem verður aö flýja átthaga sina til aö komast hjá tor- timingu, en brýst siöan gegnum blóö og eld og óheyrilegar þreng- ingar fram til sigurs og sjálfstæö- is. Rithöfundurinn hefur alltaf okkar eigin tima i huganum, svo að skáldsaga hans heföi i mörg- um atriðum eins getað gerst á okkar dögum. Þarna eru aö verki sömu öflin, sem viö heyrum dag- lega um i blööum og öörum fjöl- miölum. Annars hefur rithöfund- urinn lagt mesta áherslu á að gefa sálfræöilega skýringu á fólk- inu og þeim viðbrögðum þess, sem við erum vitni að i bókinni”. Fjöldamörg fleiri blöö viösveg- ar um Noreg hafa birt greinar um „Sonen min Sinfjötle” og höfund hans, og ljúka öll miklu lofsorði á þetta skáldverk. IIún er um 240 bls. að stærð og að elni til þættir úr myndlistarsögu ýmissa tima. Er þar fjallað um hin ýmsu timaskeið og stefnur i myndlisl, allt frá hellnamálverk- um sleinaldar til dadaismans og súrrealismans. Þar er leitast við að skoða hin ýmsu fyrirbæri, ný- klassisku stefnuna og Bauhaus- hreyfinguna til dæmis, i ljósi þeirra þjóðfélagslegu skilyrða, sem á bakvið lágu. Höfundur tek- ur fram, að bókin sé fyrst og frerhst skrifuð með það fyrir aug- um að vera aðgengileg og skemmtileg aflestrar, fremur en eingöngu sem fræðirit. Hún er prýdd mörgum myndum. Félagi forseti heitir pappirs- kilja um Salvador Allende, lor- seta Chile, sem valdaránsböölar innlendrar borgarastéttar og al- þjóðlegs auðvalds myrtu, svo sem alheimur veit. Aöalefni bókarinn- ar er viðtal sem hinn kunni Málþing um handritin Nefnd sú sem skipuð var af kennslumálaráðherra Danmerk- ur til að skipta islensku handrit- unum i Árnasafni og Konunglega bókasafninu i Kaupmannahöfn hélt sjöunda fund sinn dagana 9, — 14. nóvember 1973. Fundurinn var haldinn i Kaupmannahöfn, og var fundarstjóri dr. Ole Widding orðabókarritstjóri, en með hon- um sat fundina af hálfu Dan- merkur dr. phil. Chr. Wester- gard-Nielsen prófessor frá Árós- um. Fulltrúar Islands voru dr. phil. Jónas Kristjánsson prófess- or og dr. jur. & theol. MagnúsMár Lárusson prófessor, og sem vara- maöur sat fundina Ólafur Hall- dórsson cand.mag. Yfirgripsmiklu starfi nefndar- innar við tillögur um skiptingu handritanna var haldið áfram með sama hætti sem á fyrri fund- um. Að þessu sinni var fjallað um rimnahandrit og handrit eddu- kvæða og Snorra-Eddu. Auk þess var rætt ýtarlega um þau sjónar- mið sem ráða skyldu við skipt- ingu ýmissa annarra handrita- flokka. Fyrirhugað er að halda næsta fund i Reykjavik i febrúar 1974. Nú er basar- vertíðin Þessir skemmtilegu handunnu munir eru á meðal þess, sem selt verður á basar skátanna i Kópa- vogi í dag sunnudag. Basarinn verður i Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 3. Að vanda munu jólasveinarnir verða á basarnum og selja lukku- poka. Skátarnir halda basar fyrir hver jól til ágóða fyrir starfsemi sina. jAuglýsinga síminn er 1750Ó vOÐvium Iranski rithöfundur og marxisti, Regis Debray, átti við Allende. Viðtalið hefur islenskað Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, og hefur hann einnig skrifað við bók- ina langan formála, þar sem gerð er á skilmerkilegan hátt grein fyrir stjórnmálasögu Chile. Þá lylgir bókinni sem eftirmáli frá- sögn af hinstu vörn Allendes i for- sctahöllinni i Santiago og falli hans, skráð af Degi Þorleifssyni. Þá er ennfremur von á frá Máli og menningu ljóöabók eftir norska skáldið Knut ödegárd, sem þegar er vel kunnur hér á landi. Ljóðin hefur þýtt Einar Bragi. Félag bóka- safnsfræð- mga Þann 10. nóv. sl. var stofnað Félag bókasafnsfræðinga. i lögum félagsins segir, að fé- lagar geti .þeir einir orðið. sem tekið hafi viðurkennt lokapróf i bókasafnsfræðum. Markmið félagsins er að vinna að hagsmunamálum bókasafns- Iræðinga, m.a. með þvi að kynna menntun og störf bókasafnsfræð- inga og halda uppi fræðslu um hlutverk bókasafna. Stjórn félagsins skipa Kristin H. Pétursdóttir, form., Sigrún K. Hannesdóttir, Indriði Hallgrims- son, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Gisladóttir og Kristin Indriða- dóttir. Út er komin hjá Ægisútgáfunni bókin Afburöamenn og örlaga- valdar.sem hefur að geyma ævi- þætti 20 mikilmenna mannkyns- sögunnar, allt frá Konfúsiusi til Kamal Ataturks. FÉLAG ÍSLEMZKRA HLJÖMLISTARMA^A v #útvegár yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir vib hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17 RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. lagnir, viðgerðir, dyrasima og kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlíð 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. Ný- kall- MWM diesel MAHHEIM Við gctum ekki alltaf gert yður ódýrasta tilboðið. Það er okkur heldur ekki kappsmál. En viö reynum alltaf að bjóða yður það besta. Þannig er varahlutalagerinn okkar lika. Hann er bestur og það skiptir yður mestu þegar frá liður. Allar stærðir 15—3000 lia. Tipa A-hestöfl Sn. á I)—232—V—6 141 2300 D—232—V—8 188 2300 I)—232—V—12 282 2300 TD—232—V—12 376 2300 TBB—232—V—12 455 2300 D—601—6 245 1800 TD—601—6 327 1800 TBD—601—6 382 1500 I)—602—V—12 430 1500 TD—602—V—12 610 1500 TBI)—602—V—12 764 1500 TD—602—V—16 810 1500 TBD—602—V—16 1020 1500 TD—440—6 610 900 TBD—440—8 900 900 TBD—440—6 1200 900 TBD—441—V—12 1800 900 TBD—441—V—16 2400 900 Ennfremur mjög þungbyggðar og hæggengar vélar frá 1300 til 3000 A-hestöfl eftir vali. Við höfum vinsamlega samvinnu við flest öll Dieselvclaverk- stæði á islandi. Eigendur og vélstjórar MANNHEIM-véla þurfa þvi ekki að leita langt yfir skammt eftir þjónustu frá Reykjavik — eða láta draga sig til Reykjavíkur til að fá smáviðgeröir. Það er lika heppilegra fyrir vélaeigendur að styðja viö bakið á verk- stæði i heimaplássi og fá þannig hjálp strax á staðnum. BETRI VÉL KOSTAR SVOLÍTIÐ MEIRA — OG MA ÞAÐ .LlL SöyirÐæygjiujir Vesturgötu 16, pósthólf 605, simar 13280 —. 14680 Telex : „2057” STURLA IS” — Símnefni: „STURLAUGUR".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.