Þjóðviljinn - 04.12.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. desember 1973.
MOWIUINN
MÁLGAGN SÓSiALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Jtitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
TOMAS RÆÐST A FRAMSOKNARRAÐHERRANA
Dagblaðið Timinn minntist fullveldis-
dagsins með þeim sérkennilega hætti.að
flytja hráan herstöðvaáróður i forustu-
grein, sem gekk i heild þvert á stefnu rik-
isstjórnarinnar og Framsóknarflokksins.
Forustugrein þessa skrifaði Tómas Karls-
son, sá hinn sami sem á dögunum likti
miðstjórnarmönnum i Framsóknar-
flokknum við illgresi sem þyrfti að upp-
ræta með rótum. Þjóðviljinn ræddi i gær
við Magnús Kjartansson, iðnaðarráð-
herra,um þennan sérkennilega fullveldis-
leiðara Tómasar Karlssonar. Magnús
segir að forustugrein Tómasar sé ódulbúin
árás á Ólaf Jóhannesson, forsætisráð-
herra, og Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra, og siðar:
„Öll þjóðin hefur veitt þvi athygli að
bæði forsætisráðherra og utanrikisráð-
herra hafa lýst þvi mjög skilmerkilega
siðustu vikurnar, að hafi ekki náðst samn-
ingar um algera brottför hersins þegar
endurskoðunartimanum lýkur 25ta
desember, verði lögð fyrir þing að loknu
jólaleyfi tillaga um heilimd til uppsagnar
herverndarsamningsins svokallaða, en
hann rennur úr gildi 12 mánuðum og her-
inn verður að fullu að vera farinn fyrir
þann tima. Það er einnig á allra vitorði að
ástæðan fyrir þessum yfirlýsingum for-
sætisráðherra og utanrikisráðherra er sú,
að þótt nú séu aðeins eftir þrjár vikur af
endurskoðunartimanum hafa samninga-
menn Bandarikjanna ekki léð máls á þvi
að ræða það eina efni sem er til umræðu,
þá algeru forsendu íslendinga að herinn
hverfi af landi brott i áföngum og skuli að
þvi stefnt að þeim brottflutningi verði að
fullu lokið á kjörtimabilinu.”
Þá segir Magnús Kjartansson i viðtalinu
við Þjóðviljann að skrif Tómasar um
„eftirlits- og aðvörunarstarfsemi NATO”
séu byggð á heilaspuna hans einvörðungu.
Skuldbindingar við NATO eru i
Norður-Atlantshafssamningnum og
hvergi nema þar. Þar er ekki orð að finna
um „eftirlits- og aðvörunarstarfsemi”.
„En Atlantshafasbandalagið hefur einnig
skuldbindingar við okkur,” segir Magnús
Kjartansson, siðan, „sem sé þær, að hér
verði aldrei erlendur her eða erlendar
herstöðvar á friðartimum, og að á ófriðar-
timum verði látin i té sú aðstaða ein sem
íslendingar ákveða sjálfir. Þessi skilning-
ur á aðild íslands að Atlantshafsbanda-
laginu hefur verið itrekaður af flokksþing-
um Framsóknarflokksins um langgt ára-
bil. Túlkanir Tómasar Karlssonar ganga i
berhögg við þær samþykktir.”
I forustugrein sinni talar Tómas Karls-
son um ákvæði herstöðvasamningsins
sem verði i gildi þó að samningnum verði
sagt upp. Um þetta segir Magnús Kjart-
ansson:
„Einnig þessi túlkun er til marks um al-
gera fáfræði eða blygðunarleysi nema
hvort tveggja sé. Þegar herinn kom hing-
að að þjóðinni fornspurði 1951 og hinn svo-
nefndi varnarsamningur var gerður, var
þvi heitið hátiðlega af hálfu ráðamanna að
herinn færi fljótlega aftur. Hins vegar var
gert ráð fyrir þvi, að varnarsamningurinn
svokallaði gilti áfram þótt herinn færi, og i
þvi tilviki áttu íslendingar að gæta tækja
og mannvirkja. Á þetta hefur hins vegar
aldrei reynt vegna þess að herinn hefur nú
setið hér i aldarfjórðung þvert ofan i alla
svardaga. Þegar hins vegar er búið að
segja samningum upp og hann er fallinn
úr gildi, eru þessi ákvæði hans horfin eins
og öll önnur: þar gildir engin grein
annarri lengur. Ég held að samninga-
mönnum Bandarikjanna hafi ekki einu
sinni dottið i hug að bera á borð þessar
firrur Tómasar Karlssonar — en kannski
læra þeir af honum.”
í lok viðtalsins við Þjóðviljann i dag
segir Magnús Kjartansson: „Ákvæðin um
algera brottför hersins eru sameiginleg
heitstrenging stjórnarflokkanna allra.
Þeir bundust einnig samtökum um það, að
stjórnarflokkarnir allir stæðu að fram-
kvæmd þessa fyrirheits á jafnréttisgrund-
velli. Ég hef verið og er sannfærður um
það, að allir þingmenn stjórnarflokkanna
telja það drengskaparskyldu sina að
standa við þessi fyrirheit — Tómas
Karlsson er sem betur fer aðeins vara-
þingmaður. Fari svo óliklega að einhver
skerist úr leik, er hann um leið að rjúfa
þessa stjórnarsamvinnu.”
Ólafur Ólafsson landlœknir:
Heilbrigðisþjónustan í
dreifbýli og þéttbýli
Mörg vandamál biöa úrlausnar
t heilbrigðismálum landsmanna.
Viö sitjum uppi meö miölungi vel
skipulagt heilbrigðisþjónustu-
kerfi. Meiri hlutinn eða 70% af
framlagi til heilbrigðisþjónustu
fer til sjúkrahúsa, en þau eru ekki
nógu vel nýtt og dreifbýlið býr við
skertan hlut. Ataks er þörf i dreif-
býlinu, ef viö viljum ekki teljast
til vanþróaðra rikja á þessu sviði.
Kannanir á nýtingu og gæðum
heilbrigöisþjónustunnar skortir
að mestu leyti, enda hefur litið
eöa ekkert fjarmagn fengist til
áætlanagerða á þessu sviði. Þetta
er megin-inntakið i viðtali við
Ólaf Ólafsson landlækni. Hann
hefur m.a. kynnt sér framlög
rlkisins til heilbrigðismála á
árunum 1968-73 og gert könnun á
aðbúnaöi til heilbrigöisþjónustu I
þéttbýli og i dreifbýli fyrir árin
1972-73.
Framlag rikisins
Hjúkrunarkonur koma til meö aö gegna æ meira hlutverkl I heilsugæsl-
unni.
Yfirlitið um framlög rikisins til
heilbrigðismála, þ.e. sjúkrahúsa,
læknisbústaða, móttaka o.fl. á
árunum 1968-73 litur þannig út, ef
tekið er miö af hlutfallslegri
dreifingu framlaga til landshluta.
1) Sjúkrahúsin mæti þessum
kostnaði með tvennum hætti, 93%
fá þau i formi daggjalda sem
aðallega koma frá sjúkrasamlög-
um (Rikissjóður greiði 90% af
þessum gjöldum frá 72), sjúkra-
tryggingadeild og göngusjúkling-
um sem samlög greiöa árl. fyrir»
Af rekstrarkostnaði (laun,
viöhald o.fl.) fær Reykjavik i sinn
hlut 63% a/ heildarframlögunum,
en nærsveitir Reykjavikur 12%,
þannig að þéttbýliskjarninn i
kringum Reykjavik hefur alls
fengið um 75% af framlögum
þessara ára. Sé þrihyrningurinn
Reykjanes, Akranes, Borgar-
fjarðarsýsla, Selfpss, Vest-
mannaeyjar (þétttáýlissvæði)
tekin inn i þetta dæmi, kemur i
ljós, að svæðið hefur fengið 82,4%
framlaga almennings á þessum 6
• Nú hefur fjölgað verulega i læknadeild og er vonast til að á-
standið batni, en sjálfsagt verður að „metta” læknaþörfina i
Reykjavik áður en úrbóta er aðvænta.
árum, en aðrir landshlutar, þ.e.
dreifbýlið (Akureyri meðtalið)
17,6%. Af framkvæmdakostnaöi
þ.e. til bygginga sjúkrahúsa,
læknabústaða og móttöku, hefur
þéttbýlið fengið 76,9% i sinn hlut,
en dreifbýlið 23,1% á þessu tima-
bili. Á þéttbylissvæðum býr hins
vegar tæplega 70% landsmanna,
en 30,0% i dreifbýli. Ólafur sagði,
að framlög annarra aðila, er
verja fjarmagni til heilbrigðis-
þjónustu, s.s. sjúkrasamlög og
sveitafélög, virtust ekki breyta
þessu hlutfalli. Um 74% framlaga
sjúkrasamlaga væri varið til
þéttbýlis, en um 26% til dreif-
býlisins. Arið 1967 voru hlutföllin
63,4% af greiðslum s.júkrasam-
laga til þéttbýlisins, svo að hlutur
dreifbýlis hefur lækkað. Hlutur
sveitarfélaga i heildarfram-
lögunum breytti ekki dæminu.
Hafa verður i huga að landsbúum
hefur fjölgað um 9-10 þús. á tima-
bilinu og meirihluti i þéttbýli.
Óréttlát
fjárdreifing
Ólafur benti á, að eflaust mætti
deila um, hvort dreifing fjár-
magnsins milli landshluta væri
réttlát. Þó væri ýmislegt, sem
benti til, að svo væri ekki. Niður-
stöður kannana bentu til þess, að:
1) Almenn sjúkrarúm (sérdeildir
ekki meðreiknaðar) á þétt-
býlissvæðinu, eru fleri hlut-
fallslega en jafnframt verr nýtt
(meðallegudagafjöldi þar yfir-
leitt lengri) en gerist rneöal
nágrannaþjóða.
2) Aðbúnaður og atvinnuskilyrði
lækna i dreifbýli væri vlða léleg
og sumsstaðar ekki hægt að
veita neyðarhjálp. Ef sjúkra-
rúm nýtast betur mætti e.t.v.
veita þvi fjármagni, sem
sparaöist, m.a. til dreifbýlis.
Landlæknir sagði, að þrátt fyrir
allt tal stjórnmálamanna um
byggðastefnu, þá væri það samt
staðreynd, að heildarfjár-
veitingar til t.d. heilbrigðismála
dreifbýlisins hefðu ekki aukist á
þeim 2 árum, er yfirlitiö nær til.
Aðstaða og
aðbúnaður
Landlæknir, vék síðan að
könnun, sem hann gerði á aðstöðu
og aðbúnaði til heilbrigðis-
þjónustu i dreifbýlinu. Hann benti
á, að sem fyrr væru úrbætur á
læknaskorti i dreifbýli sérstak-
lega aðkallandi. „I könnuninni
kom i ljós, að héraðslæknum
hefur farið fækkandi frá þvi 1963.
Þó er sérstaklega alvarlegt, að
árið 1963 voru um 80% allra
héraöslækna skipaðir, þ.e. ætluðu
sér að gegna embættinu til fram-
búðar, en i ár er tala skipaðra
héraðslækna ekki nema rúmlega
50%. Og það sem verra er, árið
1963, voru um 28% skipaðra
héraðslækna 39 ára og yngri, en
nú eru þeir aðeins um 12%.
Nýliðun lækna i dreifbýli „fer
minnkandi”, og fleiri héruðum er
gegnt af læknum eða lækna-
nemum sem sitja I skamman
tima.
Ólafur sagði ennfremur, aö svo
aö starf héraðslæknis nýttist sem
best fyrir sjúklingum, væri góð
móttökuskilyrði að sjálfsögðu
veigamikið atriði. En niðurstöður
könnunarinnar gefa til kynna, að
skilyröi eru slæm — svo slæm, að
á 60% móttaka væri ekki nema
biðstofa og eitt móttökuherbergi,
en ekkert aðgerðarherbergi. A
slikum móttökum væri ekki for-
svaranlegt að gera aðgerðir
sökum ófullkominnar smitgáttar.
Ef litið er á tækjakost héraðs-
lækna, kemur i ljós, að á rúmlega
60% allra móttökustofa eru engin
meiri háttar lækningatæki og um
30% vantar nauðsynlegustu tæki,
eins og röntgentæki, hjartalinu-
ritatæki og góð tæki til skyndi-
hjálpar. Þá hafa um 55% héraðs-
lækna ekki hjúkrunarkonu sér til
aðstoðar, og aðeins um 25%
þeirra njóta einhverrar ritara-
hjálpar eða aðstoðar meina-
tæknis. Stærð húsnæðis leyfir oft
ekki slikt.
Betur útbúnar
læknastofur
„Ég tel nauðsynlegt," sagði
Ólafur,” að veita meira
fjármagni til að útbúa stofur
héraðslækna betur. Við hér á
þéttbylissvæðinu búum við all-
góða heilbrigðisþjónustu, þótt
mörg atriði megi lagfæra, en i
ýmsum byggðalögum t.d. á Vest-
fjörðum og Austfjörðum. Skortur
lækna til að vcita nauðsynlcgustu
Framhald á 14. siðu