Þjóðviljinn - 04.12.1973, Blaðsíða 16
MOWIUINN
Þri&judagur 4. desember 1973.
’Álmennár upplýsingar um lækna:
þjónustu borgarinnar eru gefr"'-'r
simsvara Læknafélags Reykja
vikur, slmi 18888. >
Kvöldslmi blaðamanna er 17504
eftir klukkan 20:00. - f
Helgar-, kvöld- og næturþjónusta
lyfjabúða i Reykjavik 30. nóv. —
6. des. verður i Reykjavikurapó-
teki og Borgarapóteki.
Slysavaröstofa Borgarspitalansv
,er opin allan sólarhringinn.
'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
NM í hand-
knattleik
aflýst
Stjórn HSÍ barst I gær skcyti
frá Handknattleikssambandi
Danmerkur þess efnis að
Danir hefðu hætt við aö halda
Norðurlandameistaramótið i
handknattleik karla, scm
fram átti að fara milli jóla og
nýárs vegna orkuskortsins i
Danmörku. Mun rafmagns-
skömmtun svo ströng orðin i
Danmörku aðekki fcngust Ijos
i þau íþróttahús sem mótið átti
að fara fram I.
Kkki cr enn vitað hvort
mótið verður haldið I ein-
hverju öðru landi, en stjórn
IISÍ ætlar að kanna hvort
möguleiki cr á að halda mótið
hér á landi. Kkki hafði ncitt
ákveðið svar fengist um það i
gær, enda málið alveg á frum-
stigi. —S.dór
Nýr
stjórnmálaflokkur:
Frjáls-
lyndi
flokkurinn
Um helgina var stofnaður nýr
stjórnmálaflokkur i Reykjavik,
Frjálslyndi flokkurinn. Þetta er i
annað sinn, að stofnaður er á Is-
landi flokkur með þessu nafni; sá
fyrrisameinaðist Ihaldsflokknum
á sinum tima og úr varð Sjálf-
stæðisfiokkurinn sem kunnugt er.
Formaður flokksins var kjörinn
Bjarni Guðnason, alþingismaður,
en varaformaður Inga Birna
Jónsdóttir, kennari.
Að þvi er formaður flokksins
skýrði Þjóðviljanum frá i gær
sóttu 70 til 80 manns stofnfundinn
i Reykjavik. Kjörin var 30 manna
stjórn fyrir flokkinn og kemur
hún saman til fyrsta fundari
kvöld, þar sem kosin verður
framkvæmdastjórn.
I 30 manna flokksstjórn eiga
sæti menn úr öllum kjördæmum,
sagöi formaöurinn, þó flestir af
Reykjavikursvæöinu.
Sáttafundir í
gær og dag
Fundi sáttasemjara með full-
trúum Alþýðusambandsiiis og at-
viniiurekeiida lauk um kl. 19 i
gær. Annar fundur er boðaður kl.
1« > dag, en fyrir hádegi verða
nefudir að slörfum.
Kosið í Danmörku í dag
Mikil óvissa ríkir í
dönskum stjórnmálum
KAU PMANNAHÖFN
3/12. Danskir kjósendur
ganga til kosninga i dag
án nokkurra skýrra hug-
mynda um þaö, hvernig
stjórnarsamstarf i megi
koma á að þeim lokum.
Tilkoma nýrra flokka
kemur í veg fyrir, aö
Sósia Idemókrata r geti
stjórnaö með aðstoð
Sósialiska Alþýðuflokk-
sins, SF, og borgarflokk-
arnir þrir, Radíkalir,
Vinstri og Ihaldiö eiga
heldur ekki möguleika á að
komast saman i meiri-
hlutastööu.
Varaformaður sósial-
demókrata, Kjeld Olesen, lýsti
þvi yfir i dag, að Sósial-
demókraíar tækju það ekki i mál
að ganga til samstarfs við
borgaraflokka nema að Anker
Jörgensen verði forsætisráð-
hcrra. En borgaraflokkarnir hafa
einnig tekið það skýrt fram áður,
að þeir kæri sig ekki um að sitja i
stjórn sem lýlur forystu sósial-
demókrata.
Kveiktu
í 40%
af bensíni
Saigon-
stjórnar
SAIGON 3/12 llersveitir Þjóð-
frelsishersins I Suður-Vietnain
kveiktu með skothrið I morgun i
uni 40% af bcnsinbirgðum
Sa igonst jórnar innar. Brunnu
geymar Shelloliufélagsins, seni
eru aðeins um sex km frá höfuð-
borginui.
Shell sér Suður-Vietnam fyrir
60% þess bensins sem notað er i
landinu og þar af voru tveir þriðju
hlutar af birgðum félagsins i
landinu. Stóð mikill reykur upp af
oliugeymum þessum og sá ekki til
sólar á stóru svæði.
Þjóðfrelsishreyfingin hefur að
undanförnu gefið til kynna að hún
neyöist til að gripa til aðgerða,
sem gætu með virkum hætti
stöðvað sifelld vopnahlésbrot
Saigonstjórnarinnar og Banda-
rikjanna.
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
tslensk verkalýðshreyfing og
sósialismi
Miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.30
heldur Einar Olgeirsson áfram að rekja sögu
islenskrar verkalýðshreyfingar og sósial-
isma I risinu á Grettisgötu 3.
Að þessu sinni mun verða rætt um tima-
bilið frá 1916 til 1924. Einar mun gera grein
fyrir afstöðu islenskra sósialista til heims-
styrjaldarinnar fyrri og sósíaliskum hrær-
ingum hjá Vestur-Islendingum. Siðan verða
fyrstu ár Alþýðuflokksins tekin til umræöu.
Þeir sem áhuga hafa á að tileinka sér ein-
hverja þekkingu á sögu islenskrar verkalýðs-
hreyfingar, eru velkomnir. Heimildalistar
liggja frammi á skrifstofu ABR, Grettisgötu
Stephan G. Stephans-
son byggði afstöðu
sina til heimsstyrjald-
arinnar fyrri á marx-
iskri söguskoðun,
enda var sá skilningur
illa þokkaður af yfir-
völdum.
Miöjudemókratar Erhards
Jacobsens, sem klýfur nú sósial-
demókrataflokkinn næstum þvi i
tvennt, gæti ef til kæmi veitt
borgaralegri stjórn þingstyrk
sem dygði. En engin loforð hafa
farið á milli og ýmsir borgara-
legir stjórnmálaforingjar virðast
hikandi við að þiggja stuðning svo
„ábyrgðarlauss” manns. Allir
eru hinsvegar sammmála um, að
eiga ekkert samstarf við Glistrup
skattahatara og hans lið.
Flokkum mun væntanlega
mjög fjölga á þingi. Búist er við
þvi að bæði Kommúnistar, Kristi-
legi þjóðarflokkurinn og Réttar-
sambandið komist yfir það 2%
atkvæðalágmark sem þarf til að
komast á þing. Kommúnistar
hurfu af þingi 1958 þegar SF var
stofnaður.
Fylgi Flokkanna
Samkvæmt siðustu skoðana-
könnunum er fylgi flokkanna sem
hér hér segir(Fyrri talan er frá
Gallup, hin siðari frá Observa og i
svigum er atkvæðamagn frá
siðustu kostningum):
Sósialdemókratar 21,1-22%
(37,3), Miðjudemókratar 16,1-
12%(0), Radikalir 12,2-13% (14,3),
Vinstri 12,8-12 (15,6),Framfara-
fiokkur Glistrups 9,4-14 (0),
thaldsflokkurinn 11-10% (16,7),
Sósialiski alþýðuflokkurinn 8,4-
9% (9,1) , Kommúnistar 4-2%
(1,4), Réttarsambandið 2,5-2
(1,7). Kristilegi þjóðflokkurinn
3%. Vinstri sósiaiistar 1,6%.
RAFAEL CARERO
Viðurkennið ekki
fasistana
1. des. nefnd stúdenta boöaði
blaðamenn á sinn fund á
mánudaginn til þess að ræða
við norskan stúdent. Dag
Osterdal að nafni, og Rafael
Carero, chilenskan stúdenta-
leiðtoga i útlegð, en þeir eru
hér staddir i boði neíndar-
innar.
Dag österdal var meðal
annars spurður um afstöðu
Norðmanna til brottfarar
bandariska hersins frá
tslandi. Hann kvað stefnu
Noregs hvað varðar erlenda
hcrmenn á norskri grund
ákvarðast af tveimur höfuð-
sjónarmiöum: 1. Viö viljum
ekki hafa erlenda hermenn
staðsetta á norskri grund og 2.
Natóherstöð mönnuð
erlendum hermönnum mundi
teljast mikil ögrun við Sovét-
rikin.
Hvað varðar þau ummæli
sem Mogginn hefur hvaö mest
hamrað á undanfarið að Norð-
mönnum stafi mikil hætta af
þvi að bandariski herinn
hverfi á brott frá íslandi kvað
hann þá sem þessu halda fram
eingöngu vera erkiihaldssama
stjórnmálamenn og svo
fulltrúa hersins. Norðmenn
telja sig ekki öruggari vegna
þess að Natóherstöð er á
tslandi. llann kvað þessi
ummæli sem Mogginn vitnar i
vera grófa ihlutun um islensk
innanrikismál.
ANDSPYRNAN SKIPU-
LÖGÐ
Itafael Carero var fyrst að
þvi spuröur hvernig and-
spvrni'nni gegn fasistastjórn-
inni væri háttað.
Hann kvað andspyrnuhreyf-
inguna vera að endurskipu-
leggja baráttuna og þar af
leiðandi væri hún ekki i
sóknarstöðu þessa stundina. t
henni taka þátt allir þeir
flokkar sem stóðu að Alþýðu-
fylkingunni og auk þess hluti
af Kristilegum demókrötum
' og vinstrisinnuð byltingar-
samtök sem kallast MIR.
Andspyrnuhreyfingin sam-
einar alla andstæðinga
fasistastjórnarinnar og hefur
öllum fyrri ágreiningi verið
ýtt til hliðar.
Þjóðviljinn mun einhvern
næstu daga birta viötal við
Carero og einnig veröur ávarp
hans frá 1. des. fundinum birt
hér á morgun. Verða þvi
ummæli hans á blaðamanna-
fundinum ekki rakin nánar
hér utan áskorun sem hann
bað blaðamenn að koma á
íramfæri:
Þær lvðræöisstjórnir sem
viðurkenna stjórn valda-
ræningjanna i Chile eru mcð
þvi að lýsa blessun sinni yfir
þvi að hún myrti forseta land-
sins, leysti upp þingið, hand-
tók ineirihiuta þingmanna,
invrti 30 þúsund manns og
lokaði ráðherra landsins inni i
fangabúðuin. Vegna alls þessa
sem brýtur i bága við lýðræðið
skorum við Chilebúar á allar
rikisstjórnir að viðurkenna
ekki fasistastjórnina. Það eru
nægar ástæður til aö segja að
hún er ckki stjórn fólksins i
landinu. Alþýðufylkingin er
hin eina löglega stjórn land-
sins. Leiðtogar þjóða eru þeir
einirsem til þess eru kosnir en
ekki minnihluti sem er grár
fyrir járnum. Við biðjum alla
lýðræðissinna að hugleiða
þetta. —ÞH
SÞ samþykkja ráð-
stafanir gegn ofveiði
\lþýðubandalagið á Suðurnesjum
Félagsfundur I Framsóknarhúsinu i Keflavlk miðvikudaginn 5. des.
d. 20.30. Arnmundur Bachmann kemur á fundinn og ræðir þróun og
íppbyggingu I islenskum sjávarútvegi.
Fimmtudaginn 29. nóveinber
s.l. samþykkti efnahags- og auð-
I i n d a n e f n d a 11 s li e r j a r þi n g s
Sameinuöu Þjóðanna tillögu
islands og fleiri rikja um verndun
hafsins og ráðstafanir gegn
ofveiði. Var tillagan samþykkt
með 116 greiddum atkvæðum, en
10 riki sátu hjá. Voru það
Mongólia, Equador og riki
Austur- Evrópu.
Ingvi Ingvarsson fastafulltrúi
mælti fyrir tillögunni i nefndinni
26. nóvember. Vék hann i ræðu
sinni m.a. að þvi hve alvarlegt
ástand hefði skapast allviða um
heim varðandi viðgang fiski-
stofna og væri ofveiði þar ugg-
vænlegur þáttur. Bæri brýna
nauðsyn til þess að vandamál
þetta væri tekið fastari tökum af
hálfu alþjóðasamtaka en hingað
til hefði verið. Með islensku til-
lögunni væri tveimur stofnunum
S.Þ. falið að hefja störf i þessu
efni, hinni nýju umhverfismála-
stofnun S.Þ. og FAO. Fyrsta
skrefið i starfi þeirra væri að gera
yfirlit yfir alla fiskistofna ver-
aldar, sem i hættu eru vegna of-
veiði og af öðrum orsökum. Á
grundvelli þess væri unnt að
ákveða og framkvæma frekari
verndaraðgerðir. Þessar tvær
stofnanir skulu skila skýrslu um
starf sitt i þessu efni til næsta
allsherjarþings.
Fulltrúar fjölda rikja mæltu
með islensku tillögunni i
umræðum og töldu hana nauð-
synlegt og merkt skref að þvi er
varðar verndun hafsins og
auðlinda þess. Tillaga þessi var
samin af islensku fastanefndinni,
en þau riki, sem fluttu hana
ásamt tslandi voru Kanada,
Ghana og Kýpur.
(Frá utanrikisráðuneytinu)
VIETNAMFUNDUR
Vietnamnefndin boðar til fundar I Tjarnarbúð annað kvöld.
LE VAN KY fulltrúi Bráöabirgðabyltingarstjórnarinnar i
Suður-Vietnam sem nú er staddur hér á landi greinir frá ástandinu i
Vietnam og sýnir kvikmyndir þaöan. Þá gefst fólki kostur á aö leggja
fyrir hann spurningar og verður túlkur til staöar.
Fundurinn í Tjarnarbúð hefst kl. 20.30 á miðvikudagskvöld.